Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 41
uðum veiðiferðum og fyrir dyrum
stóð að sleppa í árnar seiðum úr
eldisstöðinni, sem hann reisti ásamt
vinum sínum eftir að eiginlegum
starfsdegi hans lauk. Það verður
að bíða.
Gísli var brottkallaðar eftir
skamma legu eins og áður gat og
engan vina hans sem áttu með hon-
um bjarta sumardaga hafði grunað
að hann væri á förum. En fótmál
dauðans er fljótt stigið og Gísli var
viðbúinn að kveðja. Hann átti sína
bamatrú og hún var honum haldgóð
sem fleirum og heimvon góða hefur
hann átt.
Eyjólfur Þorkelsson
Gísli Snæbjömsson, útgerðar-
stjóri, Aðalstræti 117, Patreksfirði
andaðist á Landakotsspítala 16.
þ.m.
Síðast heyrði ég rödd þessa
ágæta vinar míns fyrir rúmum
mánuði síðan. Ég átti þá við hann
símtal til þess að leita frétta úr
heimabyggð, ræða sameiginleg
áhugamál og til þess að kveðja
áður en við hjónin færum í þriggja
vikna ferð til útlanda. Þá datt mér
síst í hug að þama yrðu okkar
síðustu kveðjur. Gísli var þá glaður
og reifur nýkominn úr vel heppn-
aðri laxveiðiferð og gat þess að
hann væri óvenju frískur. — En
enginn má sköpum renna. — Þetta
varð okkar síðasta kveðja áður en
að hann hélt í sína hinstu ferð, sem
okkur er öllum búin fyrr eða síðar.
Þó að þetta gerðist nokkuð óvænt
held ég að Gísli hafí ekki verið van-
búinn til þessarar ferðar. Löngu og
gifturíku ævistarfí var í raun lokið.
Hann naut þess, eins og svo marg-
ir á hans aldri, að horfa um öxl og
virða fyrir sér langt og að mörgu
leyti viðburðaríkt ævistarf.
Gísli var vel þekktur og vel met-
inn í sinni heimabyggð og raunar
víðar. Hann naut trausts og virðing-
ar allra sem við hann áttu viðskipti.
Hvar sem hann tók til hendi, en
það var æði víða á langri ævi, vann
hann að með atorku, dugnaði og
sérstakri samviskusemi. Hann varð
sinnar gæfu smiður með verkum
sínum og lífsferli og eignaðist
lífshamingju á vel búnu og stóm
heimili.
Gísli fæddist 4. maí 1914 að
Tannanesi í Tálknafírði, sem var
kotbýli við sjóinn utarlega í fírðin-
um, sem nú er löngu komið í eyði.
Foreldrar hans voru hjónin Snæ-
bjöm Gíslason og Margrét Guð-
bjartsdóttir, sem þar bjuggu. Þau
eignuðust 9 böm og var Gísli 5 í
röðjnni.
Á Tannanesi voru litlar landnytj-
ar. Sjórinn var aðal bjargræðisveg-
urinn. Hafaldan brotnaði þar við
grýtta og klettótta strönd. Brim-
hljóðið var undirtónn lífsbaráttunn-
ar hjá fólkinu í bænum við sjóinn.
— Unga fólkið í dag getur á engan
hátt sett sig inn í allt það erfiði og
strit sem háð var af íslenskri þjóð
á stöðum sem þessum.
Oft var þröngt í búi hjá hjónunum
á Tannanesi. En þau voru ung og
hraust og tókst að koma upp stóra
bamahópnum sínum.
Gísli fór að heiman 10 ára gam-
ail. Hann var þá tekinn í fóstur að
Dufansdal í Amarfírði af hjonunum
Guðmundi Bjama Tómassyni og
Sólborgu Jóhannesdóttur sem þar
bjuggu. Hann minntist oft veru
sinnar þar. — Þeirrar hlýju og góðu
umönnunar, sem hann naut hjá
þessum ágætu hjónum. Yngri sonur
hans er heitinn eftir bóndanum í
Dufansdal. I Dufansdal kynntist
Gísli íslensku bændalífí eins og það
var á Vestfjörðum þá.
Skólamenntunar naut Gísli engr-
ar nema þeirrar takmörkuðu
fræðslu, sem böm fengu á þessum
ámm í sveitum landsins.
Gísli flutti frá Dufansdal strax
eftir að hann hafði verið fermdur í
kirkjunni á Bíldudal. Hann fór þá
til Patreksfjarðar, var ráðinn til
róðra á opnum vélbát. Frá þeim
tíma sá Gísli fyrir sér sjálfur, en
átti að sjálfsögðu alltaf athvarf hjá
foreldmm sínum, sem þá vom flutt
að Lambeyri í Tálknafírði. Einnig
var Lilja systir hans gift og búsett
á Patreksfírði.
Hann stundaði sjóinn af kappi,
fyrstu árin á opnum bátum og síðar
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
41
á togurum frá Patreksfírði og
vertíðabátum þegar útgerð þeirra
hófst frá Patreksfírði. Hann var
alltaf eftirsóttur í skiprúm sökum
dugnaðar og verklagni.
Gísli undi því illa að vera alltaf
annarra þjónn á sjónum. Fljótlega
stefndi metnaður hans og framtaks-
söm hugsun að því að koma sér upp
eigin útgerð og var svo komið í lok
fjórða áratugarins að hann var orð-
inn skipstjóri á þilfarsbáti sem hann
rak og átti í félagi með öðmm.
Hann hafði þá aflað sér réttinda til
þess að stýra 30 lesta fískibát. Síðar
öðlaðist hann réttindi til þess að
vera skipstjóri á 120 lesta físki-
skipi. Skipstjómin fórst Gísla einkar
vel úr hendi og lánaðist útgerðin vel.
Gísli var félagshyggjumaður í
hugsun og athöfnum. Hann gekk
ótrauður til liðs við þá menn sem
í byrjun sjötta áratugarins unnu að
því að tryggja atvinnulífíð á Pat-
reksfirði.
Þá þótti full reynt að útgerð
vertíðarbáta þaðan gæti verið arð-
vænn atvinnuvegur, sem tryggði
fiskvinnslunni í landi hráefni til
vinnslu og veitti þar með stóraukið
atvinnuöiyggi.
Um þetta leyti var Gísli kosinn
í stjórn Hraðfrystihúss Patreks-
íjarðar hf. og sat óslitið í stjóm
félagsins fram á mitt ár 1985.
Á þeim vettvangi tók hann þátt
í mikilli uppbyggingu útgerðar og
vinnslu fyrirtækisins á ámnum
1956-1966.
Á árinu 1956 var stofnað út-
gerðarfélagið Kambur hf., dóttur-
fyrirtæki Hraðfrystihúss Patreks-
íjarðar hf. Gísli gerðist einn af
hluthöfum þessa fyrirtækis. Á
þessu ári var byggður fyrir félagið
66 lesta fískibátur (Sæborg B.A.)
í Vestur-Þýskalandi.
Gísli dvaldi um tíma í Þýskalandi
og annaðist eftirlit með smíði báts-
ins. Báturinn kom í heimahöfn í
árslok 1956 og var Gísli ráðinn
skipstjóri hans.
Utgerð þessa báts gekk mjög
vel. Þetta var fyrsti báturinn af fjór-
um stómm fiskibátum sem byggðir
vom á vegum HP hf. á ellefu ára
bilinu.
Þegar bátunum fjölgaði hætti
Gísli sjómennsku og réðst fastur
starfsmaður hjá HP hf. Fyrstu árin
sá hann um rekstur veiðarfæra-
vinnustofu fyrirtækisins. Hann
annaðist öll innkaup á veiðarfærum,
uppsetningu á þeim og afgreiðslu
til bátanna. Síðar gerðist hann jafn-
framt útgerðarstjóri fyrirtækisins.
Hann gegndi þessum störfum til
vors 1985.
011 þessi störf leysti Gísli af hendi
af einstakri samviskusemi, natni og
trúmennsku. Snyrtimennska hans
og umgengni á vinnustað var öðmm
til fyrirmyndar.
Gísli Snæbjömsson er nú fallinn
frá, fyrstur samstarfsmannanna í
syóm og fomstuliði Hraðfrystihúss
Patreksfjarðar hf. frá mestu fram-
kvæmda- og umbrotaárum þessa
fyrirtækis 1956—1966.
Ég veit að ég mæli fyrir okkur
alla, sem höfum starfað með Gísla
fyrr og síðar, í stjóm og í fram-
kvæmdastjóm HP hf. þegar að ég
færi honum látnum innilegustu
þakkir fyrir margþætt óeigingjöm
störf fyrir fyrirtækið. Við kveðjum
hann allir með söknuð í huga.
Þrátt fyrir miklar annir gaf Gísli
sér ávallt tíma til þess að sinna
ýmsum öðmm hugðarefnum sínum.
Þó að hann hætti sjómennsku sakn-
aði hann alltaf starfsins á sjónum.
Veiðimennskan var honum í blóð
borin. Stangveiðar vom hans uppá-
haldsíþrótt. Hann stundaði lax- og
silungsveiðar á sumrin eftir því sem
tími og efnahagur leyfði. Hann var
einn af stofnendum Stangveiðifé-
lags Patreksfjarðar og lengi í stjóm
þess og formaður í nokkur ár.
Óhætt er að segja að þeir em ekki
margir, sem hafa unnið því félagi
jafn vel og hann. Hann var alltaf
allur í því starfí sem hann tók að
sér að vinna.
Gísli var gleðimaður á góðri
stundu og kunni 'manna best að
njóta gleðinnar í góðra vina hópi.
Þá var hann oft glettinn og kunnu
vinir hans að meta græskulausa
stríðni hans á þeim stundum. Hann
hafði yndi af söng og hafði sjálfur
góða söngrödd. Hann var um tíma
í karlakór á Patreksfirði.
Gísli talaði ekki mikið um trú-
mál. Samt veit ég að hann treysti
á handleiðslu æðri máttarvalda.
Hann var draumamaður mikill og
hafði gaman af að segja vinum
sínum frá draumum sem hann
dreymdi. Hann réð draumana
gjaman sjálfur. Æði oft voru þær
ráðningar réttar. Við ræddum oft
þessi mál sem við höfðum báðir
áhuga á.
Þáttaskil urðu í lífí Gísla árið
1938 þegar að hann gekk að eiga
eftirlifandi eiginkonu sína Guðrúnu
Samsonardóttur frá Þingeyri í
Dýrafírði. Þá eignaðist hann traust-
an lífsförunaut, sem hefir staðið
með honum í blíðu og stríðu í
ástríku hjónabandi.
Foreldrar Gísla fluttu til Patreks-
íjarðar árið 1932 og stofnuðu þar
sitt eigið heimili. Þegar þau þraut
krafta til þess að sjá um sig sjálf
tóku Gísli og Guðrún gömlu hjónin
á heimili sitt og þar dvöldu þau
síðustu ár ævinnar og nutu nær-
fæmi góðrar tengdadóttur og
sonar.
Þau hjónin byggðu tvisvar sinn-
um íbúðir fyrir sig og ijölskylduna.
Seinni byggingin er að Aðalstræti
117 á Patreksfirði, stórt og vandað
einbýlishús þar sem ijölskyldan
hefír alltaf átt ömggt athvarf.
Gísli og Guðrún eignuðust sex
böm, tvo drengi og fjórar stúlkur.
Bömin eru öll gift og farin að heim-
an. Barnabömin eru orðin 17. Þessi
stóra fjölskylda hefír öll haldið eink-
ar vel saman.
Nú er skarð fyrir skildi. Eigin-
maðurinn, faðirinn og afínn fallinn
frá.
Við hjónin vottum allri fíölskyld-
unni okkar innilegustu samúð og
biðjum Guð að blessa ykkur öll.
Svavar Jóhannsson
frá Patreksfirði
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir,
GÍSLI SNÆBJÖRNSSON,
verður jarösunginn þriöjudaginn Patreksfjarðarkirkju. 26. ágúst kl. 14.00 frá
Guörún Samsonardóttir,
Stella Gísladóttir, Richard Kristjánsson,
Bjarney Gísladóttir, Eyjólfur Þorkelsson,
Sigríður Gfsladóttir, Magni Steingrfmsson,
Snæbjörn Gíslason, Kristfn Finnbogadóttir,
Guðmundur B. Gislason, Hildur Valsdóttir,
Margrót Gisladóttir, Hálfdán Þórhallsson.
t
Faðir minn og bróðir okkar,
ERLINGUR SIGURLAUGSSON,
Hlógorði 2,
Kópavogl,
sem lést aö fæöingarstaö sínum Grænhól, Árneshreppi, 17. ágúst
sl.t verður jarðsunginn miövikudaginn 27. ágúst kl. 3. síödegis.
Ásthildur Erllngsdóttir,
Tryggvi Sigurlaugsson,
Gunnar Sigurlaugsson,
Fanney Sigurlaugsdóttir.
VERKSMIÐJU
ODYR FATNA-ÐUR
Á ALGJORU LÁGMARKSVERÐI
H-húsið
AUÐBREKKU-KOPAVOGI -S
Opió: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug viö andlát og jaröarför,
GUÐMUNDU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Ísafiröi.
Guð blessi ykkur öll.
Guömundur Hermannsson, Herborg Túníusdóttir,
Ása Hermannsdóttir,
Ingibjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Halldórsson,
og aðrir vandamenn.