Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 * Guðfinna. 8 ára, Jóhannes, 9 ára, og Ása. 9 ára, með pysjur sem þau ætla að fara að sleppa. Börn í Eyjum: Bjarga þúsundum lundapysja af götunum Þegar pysjan er komin á legg yfirgefur lundinn hana, og hungrið 1 rekur svo pysjuna til að taka flugið. Margar villast til að fljúga á ljósin í bænum að næturlagi. Vestmannaeyjum. ND ER svokallaður lunda- pysjutími í hámarki í Vest- mannaeyjum, þegar hundruð barna bjarga þúsundum lundapysja, afkvæmum lund- ans, af götum og úr húsa- görðum. Börnin sleppa síðan lundapysjunum til flugs út yfir sjó og snúa heim aftur í fullvissu um að þau hafi unn- ið góðverk. Sagan endurtek- ur sig dag eftir dag þangað til öllum pysjum hefur verið bjargað. Eftir að lundinn hefur alið pysjuna og fært henni æti í lunda- holuna, komið henni á legg, yfirgefur hann afkvæmi sitt og pysjan verður sjálf að horfast í augu við lífið. Hún verður að kom- ast á sjóinn og afla sér ætis sjálf. Þegar hungrið sverfur að inní myrkri holunni neyðist pysjan til að paufast út og grípa til sjálfs- bjargarviðleitninnar. I úteyjum og á þeim stöðum þar sem lunda- byggðin snýr beint að sjó er þetta Börnin í Eyjum safna pysjunum saman og fara með þær næsta morgun niður í fjöru. harla lítið mál fyrir pysjuna. Hún u bara dembir sér framaf brúninni A og í sjóinn, kafar samstundis eftir <í æti. En á stöðum, þar sem ekki ri sést til sjávar þegar pysjan skreið- u ist úr holu sinni, vandast málið. j. Þá er freistandi að fljúga á ljós- in í bænum og árlega „nauðlenda" þúsundir lundapysja á götum bæjarins, í húsagörðum og fjöl- mörgum öðrum stöðum á Heima- ^ ey. Og þá er pysjan hjálparlaus og þarf á aðstoð að halda. Hún nær sér ekki á flug aftur og er algjör rati í öllum umferðarregl- um. Árlega farast margar pysjur í umferðarslysum í Eyjum. Og þá kemur til björgunarað- gerða bamanna í bænum, starf 1 sem á sér varla hliðstæðu. Frá því fréttist um fyrstu pysjuna í bænum, venjulega snemma í ágústmánuði, halda hundruð bama á hverju kvöldi út í nátt- myrkrið með vasaljós í hendi og 1 pappakassa í fangi, í leit að lunda- pysjum í nauðum. Vandlega er leitað í hveiju skúmaskoti og pysj- ■ ?b Smjörstciktir sveppir sjálfsagt mál. Mý VERÐLÆKKLM 100 grömm af smjöri kosta aðeins kr 23-30. - Ágústmáltíð í hœsta gœðaflokki 69-11-00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 — j»*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.