Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 51 Morpunblaðið/Ámi Sæberp: Tvær Cessna 402-flugvélar frá Arnarflugi flugu hópflug lágt yfir áhorfendasvæðið. staðar og sumir af yngri kynslóð- inni söknuðu þess að sjá ekki list- flug með lituðum reyk, líkt og frönsku þoturnar sýndu á dögunum. Sýningunni lauk með flugi Land- græðsluvélarinnar yfir svæðið og var tilkynnt að hún myndi dreifa einhvetju óvæntu yfir gesti sýning- arinnar. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti þegar flugvélin hóf sig á loft og nálgaðist áhorfenda- Hákon Sveinsson og Hákon Ágústsson. Morgunbladið/Helga Guðrún DC-8 vél Flugleiða flaug yfir svæðið, en vélin millilenti á Keflaví- kurflugvelli á leið frá Lúxemburg til Bandaríkjanna. Hér sést ein þriggja Alpha Jet-þotanna frá þýska flughernum, sem komu til landsins á föstudag. Sú fjórða varð eftir í Skotl- andi, þar sem flugmaður hennar varð skyndilega veikur. Stærri vélin er kafbátaleitarvél frá þýska sjóhernum og er hún af gerð- inni Breguet 1150 Atlantic. svæðið. Þá losaði flugmaður hennar um dreifingarbúnaðinn og þúsundir rósa í öllum litum svifu til jarðar. Flaug Landgræðsluvélin tvisvar yfir svæðið með rósir og þótti það veg- legur og viðeigandi endir á eftir- minnilegum flugdegi. - hgj Þúsundir fylgdust með flugsýningunni TALIÐ ER að á miUi 8.000 og 10.000 manns hafi fylgst með flugsýningunni á Reykjavíkur- flugvelli á laugardaginn og miklu fleiri frá svæðum í kring, s.s. Öskjuhlíðinni og meðfram Miklubraut. Aðgangur að sýningarsvæðinu var 200 krónur og var ýmislegt á boðstólnum. Þar var sýningin Flug ’86 í fullum gangi í skýli nr. 1, þá voru nokkrir sölubásar Flug- björgunarsveitanna staðsettir utan dyra og einnig voru ótal flug- vélar til sýnis á vellinum. Á meðal þeirra þúsunda sem fylgdust með flugsýningunni var Kjartan Jónsson, sem var þar á ferð með níu ára gömlum syni sínum, Áma Rúnari Kjartanssyni. Fannst þeim feðgum mjög gaman og kvaðst Ámi Rúnar ekki mjög hræddur við háværan þotugný sem öðru hverju barst yfir svæðið. „Mér fannst skemmtilegt að horfa á módelflugvélamar," sagði Ámi Rúnar, en mest fannst foður hans til snillibragða flugmanns þýsku Domier-farþegaflugvélar- innar koma. Það var samdóma álit beggja að það hefði verið vel þess virði að koma og sjá sýning- una. „Þetta er nú svolítið bijálæðis- legt,“ sagði Ámundi Guðmunds- son, sem fylgdist með flugsýning- unni ásamt félaga sínum, Valgeiri Jakobssyni. „Þetta er ótrúlega vel heppnað og vel að þessu staðið," sagði Valgeir. Helst fannst þeim vanta hátalarakerfi og pylsuvagn, en höfðu ekki yfir nokkm öðm að kvarta. Ámundi og Valgeir sögð- ust hafa mætt nokkuð seint á sýninguna, en af þeim atriðum sem þeir sáu, fannst þeim til- komumest að sjá tilþrif F-15- ormstuþotanna bandarísku, en ein þeirra sýndi mikið listflug, þar sem hún m.a. hóf sig lóðrétt upp í allt að 10.000 feta hæð og sneri sér í marga hringi í leiðinni. Frændumir Hákon Ágústsson og Hákon Sveinsson vom á röltinu um svæðið og vom fremur hress- ir með sýninguna. Þeir höfðu fylgst með sýningunni frá byijun og vom orðnir ijóðir í kinnum, enda nokkuð kalt að standa í fjór- ar klukkustundir á bersvæði. „Það vantar flugsveit eins og þessa frönsku sem var um dag- inn,“ sagði annar Hákoninn og tók hinn í sama streng. Aðspurðir um hvort hávaðinn í flugvélunum færi nokkuð fyrir brjóstið á þeim, svömðu þeir báðin „Nei blessuð vertu, við höldum bara fyrir eyr- un.“ VIÐ MINNUM A Okkar frábæru barna- og ungliugahúsgögn. Fiölbreytt- astaúrvalsemvölerá. _ _. m/tru, furu SKRIFBOKB MAKGAK STÆKBIR Skrifstofuhúsgögn Skrifborð 90x180 kr. 14.400,. SENDUMUMALLT LAND VÉLKITUNAKBOKB TÖLVUBOKB SKÁPAELNINGAK HILLUEININGAK Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, s. 54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.