Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 43 Það var menntandi, í orðsins fyllstu merkingu, að umgangast Guðrúnu. Um skeið sá hún einnig um tónlist- artíma bamanna í útvarpinu og gerði það á sniildarlegan hátt. Guðrún ferðaðist um landið í nokkur ár á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, kenndi og þjálfaði kirkjukóra. Hún hafði yndi af því starfi. Guðrún lék einnig á lang- spil, lét smíða langspil og kom þessu gamla hljóðfæri á framfæri hjá nemendum. Guðrún Sveinsdóttir var trú- hneigð í eðli sínu og gekk mikið upp í guðspeki framan af ævinni, en síðar minntist hún aldrei á þessi fyrri áhugamál sín. Raunar talaði hún aldrei um trúmál. Ég heyrði hana aldrei fara með sálm eða bænavers hvorki eftir séra Hallgrím né Matthías, hvað þá aðra. En hún hafði myndina af Matthíasi afa sínum fyrir ofan rúmið sitt, aðra mynd af honum á hillunni á veggn- um á móti og þá þriðju á nátt- borðinu. Afi hennar var góði engillinn í lífi hennar. Þegar ég á síðustu árum minntist á afa og ömmu og gamla heimilið okkar, þá kom elskulegt bros á fallega andlit- ið hennar. Minningin um þau var henni helgidómur og trúmálin henni svo viðkvæm að hún talaði aldrei um þau. Það var mikil gæfa þegar þau hjónin, Jóhanna Þórarinsdóttir og Magnús H. Gíslason fluttu í húsið til Guðrúnar. Þau höfðu allt það til að bera, sem hún mat mest. Þau önnuðust hana af stakri ljúf- mennsku og hjúkruðu henni af alúð þegar hún þurfti þess með síðustu árin sem hún lifði. Þetta var ómet- anlegt fyrir Herdísi, sem hafði erfíðu kennslustarfí að sinna. Guðrún Sveinsdóttir er kvödd hinstu kveðju. Við systurnar drúp- um höfði í hljóðri þökk fyrir allt sem hún var okkur. Blessuð sé minning Gunnu frænku. Guðrún Þorsteinsdóttir Elsa Kristín Hauks- dóttir - Minning í heiðríki fegurð himinsins situr hún nú og syngur sín fegurstu ljóð. Við geymum minninguna um blíða, fallega og greinda stúlku, sem þrátt fyrir sína stuttu dvöl skildi svo mik- ið eftir. Kolbrún amma. Fædd 19. maí 1979 Dáin 17. ágúst 1986 Nú er orðinn hljóður, litli söng- fuglinn hennar ömmu. Mitt í fegurðs sumarsins er Elsa litla öll, I eftir nærri þrotlausa baráttu við erfiða sjúkdóma síðustu fjögur árin. Hún sem var sí syngjandi, svo fljót að læra allt, sem að músik laut, gaf okkur öllum svo mikið af feg- urð og gleði að erfítt er að sætta sig við að öllu sé nú lokið og hún horfín á braut. En Guðs vegir eru órannsakan- legir og hans dómum verður ekki breytt. Elsa var aðeins þriggja ára þegar hún veiktist fyrst af erfíðum blóð- sjúkdómi. Eftir þriggja ára stríð, virtist sigur vera unninn. Hún var orðin frísk og hress og farin að leika sér í vor, þegar annar sjúkdómur tók sig upp, sem veikti lífsþróttinn dag frá degi þar til yfir lauk. Það er erfitt fyrir Auði dóttur mína, aðeins 24 ára gamla, að horfa upp á eina barnið sitt og sólargeisl- ann veslast upp í svo löngu dauða- stríði, en Guð gefí henni þann styrk, sem þarf til að takast á við lífið á ný. En jafnvel sorgjn á sínar björtu hliðar. Minningamar um allt það góða fólk sem barðist með okkur. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki bamaspítala Hringsins, læknunum Guðmundi Jónmundssyni og Jóni Kristinssyni og starfsfólki bama- deildanna. Margir dagamir vom Elsu litlu léttbærari og glaðari fyr- ir atbeina Brynhildar Sigurðardótt- ur á föndurstofunni, sem reyndist henni með eindæmum vel. Af ætt- ingjunum rís hæst 10 ára frænka hennar, Vilborg Ævarsdóttir, sem hjálpaði okkur mæðgunum við að vera við sjúkrabeð hennar, svo hún þyrfti enga stund að vera ein. Litla ömmustúlkan mín þjáist ekki meir. Birting afmæl- is- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Hvetja til bindandi þvingnnar- aðgerða LÖGREGLA í Suður-Afríku hef- ur drepið fjölda manna í þvi skyni að viðhalda kynþáttamis- rétti í landinu, segir m.a. í ályktun aðalfundar NKR, sam- bands norrænna bæjarstarfs- manna, sem lialdinn var i Reykjavík 19.—23. ágúst. I ályktuninni segir ennfremur um ástandið í Suður-Afríku: „Gerræðis- legar aðgerðir beinast ekki síst gegn samtökum launamanna í landinu. í þessu sambandi má benda á, að a.m.k. 300 forystumenn verkalýðsfélaga sitja fangelsaðir í Suður-Afríku vegna neyðar- ástandslaga hvita minnihlutans. Margir þeirra hafa sætt pyntingum. Verkalýðshreyfíngin í Suður- Afríku er í fararbroddi þeirra, sem beijast fyrir frjálsu, lýðræðislegu þjóðskipulagi í Suður-Afríku. NKR styður þessa baráttu í gegnum þau alþjóðlegu samtök, sem NKR er aðili að. NKR lýsir þeirri skoðun sinni, að ástandið í Suður-Afríku sé mjög alvarlegt. NKR hvetur Norðurlönd- in til að veita lýðræðisöflunum í Suður-Afríku stuðning í baráttu sinni gegn hvítu minnihlutastjóm- inni. NKR hvetur ríkisstjómir Norður- landanna til að setja fram á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna bindandi tillögur um þvingunarað- gerðir gegn hvitu minnihlutastjóm- inni í Suður-Afríku. NKR hvetur einnig þær ríkisstjómir Norðurland- anna, sem ekki hafa þegar lagt bann við öllum viðskiptum við Suð- ur-Afríku, að gera svo nú þegar." Góðan dag! Nú er þad Amo hafragrautur Hann er bæði bragðgóður og nærandi. Amo hafragrjónin eru uppfull af sólarorku og hollustu. Næst skalt þú fá þér Amo hafragrjón í sólskinsgula pokanum. Hefur þú bragðað Amo músli? Hollt og kraftmikið góðgæti. Veldu þína tegund: Með súkkulaði, ávöxtum eða trefjum. Musll Fiber knas, VJT Heildsöludreifing: Nathan og Olsen hf. Sími 681234.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.