Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 214. tbl. 72. árg. MEÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Átök blossa upp við Kabúl Islamabad, AP. BARDAGAR hafa blossað upp að nýju umhverfis Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Skæruliðar múhameðstrúarmanna hafa ráð- ist á vígi stjórnarhersins og vega nú um fimmtán hermenn dag- lega, að því er haft var eftir vestrænum stjórnarerindrekum í gær. Mikil átök hófust á þessu svæði í lok ágústmánaðar og stóðu út Austurríki: Ný ráð- stefna um ör- yggismál Zttrích, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Undirbúningsfundur undir ráðstefnu um öryggismál og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem hefst í Vínarborg 4. nóv- ember, var settur í gær. Hjálmar W. Hannesson, sendi- fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, situr fundinn fyrir íslands hönd. Fundurinn stendur tvær vikur. Hannes sagði að hann ætti að ákveða dagskrá og tímasetningu fyrir RÖSE, en ráðstefnan verður haldin til að fara yfir framkvæmd Helsinki-sáttmála og semja tillög- ur til úrbóta á honum. Fyrsti RÖSE-fundurinn eftir Helsinki var haldinn í Belgrad og stóð í fímm mánuði. Annar fundur- inn hófst í Madríd í nóvember 1980 og lauk ekki fyrr en í sept- ember 1983. Hannes sagði að eitt meginmarkmið undirbúningsfund- arins nú væri að fínna leið til að koma í veg fyrir að Vínarfundur- inn drægist á langinn eins og gerðist í Madríd. Vonir standa til að hann standi ekki lengur en eitt ár. fyrstu viku þessa mánaðar. Leið- togar skæruliða sögðu þá að þeir hefðu hafið mestu sókn að höfuð- borginni síðan fyrir þremur árum. Heimildamennimir sögðu að sveitir skæruliða hefðu ráðist á út- verði stjómarinnar á Paghman- svæðinu norður af Kabúl og skotið eldflaugum á borgina. Á fimmtudag hefðu t.d. fjórar sprengjuflaugar sprungið í borginni, ein skammt frá flugvellinum. Afganski herinn hefur verið kvaddur til Paghman-hæða til að beijast við skæmliðana. Sovéskt stórskotalið og flugher hafa komið stjómarhemum til aðstoðar. - Mynd þessi sýnir húsarústir eftir hina harðskeyttu loftárás ísraela á stöðvar skæruliða PLO í Libanon í gær. Loftárásin stóð yfir í 40 minútur og olli stórfelldu tjóni á byggingum og öðrum mannvirkjum. * A, \ . ' '. ‘ ... i E 1 ^Pfl ísraelar gera loftárás á stöðvar skæruliða PLO Beirút, AP. ÍSRAELAR gerðu miklar loft- árásir' á stöðvar palestínskra skæruliða í hæðunum fyrir aust- an Beirút í gær. Komu herþotur þeirra í bylgjum og vörpuðu sprengjum á skotmörkin i lág- flugi. Eldar kviknuðu á mörgum stöðum og stigu miklir reykjar- bólstrar upp af þeim síðdegis í gær. Flugvélamar komu í fjórum bylgjum á um 40 mínútna tímabili. Var sprengjum þeirra m.a. beint að bækistöðvum skæruliða, sem njóta stuðnings Sýrlendinga, en stöðvar þessar em á hæðunum fyr- ir austan Beirút. Skæmliðar héldu uppi mikilli skothríð á móti úr loft- vamabyssum, auk þess sem þeir skutu flugskeytum á ísraelsku flug- vélamar. Þetta var tíunda loftárás ísraela á Líbanon á þessu ári. Hún átti sér stað samtímis því sem her og skrið- drekar þeirra tóku sér stöðu meðfram landamærunum við Líb- anon til þess að fara þar yfír hvenær sem væri. Ekki var skýrt frá mannfalli í skýrslu ísraelsku herstjómarinnar, en aðeins tekið fram, að flugvélar hennar hefðu beint árásum sínum á skotmörk, sem væm fjarri þétt- býlum svæðum. Hafez Hassad, forseti Sýrlands, sagði í gærmorgun, að her hans myndi fljótur til andsvara, ef ísrael- ar réðust inn í Líbanon og greiða „innrásarhernum rothögg". Við- brögð Sýrlendinga ættu eftir að „koma öllum á óvart“. Líbýumenn selja hlutabréf sín í Fiat Torino, AP. LÍBÝA hyggst selja hlutabréf sín | bílafrandeiðanda og atvinnurek- í Fiatverksmiðjunum, stærsta I anda á Ítalíu. Skýrðu talsmenn Fundur Reagans og Gorbachevs ennþá raunhæfur möguleiki sagði Shevardnadze í ræðu sinni á Allsherj arþinginu New York, AP. EDUARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að þrátt fyrir allan ágreining risaveldanna væri fundur æðstu manna þeirra enn þá „raunhæfur móguleiki", ef Bandaríkjastjórn vildi slíkan fund. Shevardnadze gagnrýndi hins vegar Reagan forseta fyrir ræðu hans á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna og lýsti henni á þann veg, að „hana bæri að harma“. Þetta kom fram í ræðu, sem Shevardnadze flutti á Allsheijar- þinginu í gær. Þar sagði hann ennfremur, að undanfarið hefði mátt eygja samkomulag í mikilvæg- um málum. Fundur æðstu manna væri vissulega raunhæfur mögu- leiki. Jafnframt skoraði Shev- ardnadze á Bandaríkjastjórn að fylgja orðum síhum um að draga úr kjamorkuvopnahættunni eftir með „raunhæfum aðgerðum". Þá sagðist hann hafa umboð til þess að lýsa því yfír, að Sovétríkin væru reiðubúin til að undirrita hvenær sem væri og hvar sem væri samn- ing um algert bann við kjamorku- vopnatilraunum. Áður en Shevardnadze flutti ræðu sína átti hann fund með George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um mál bandaríska blaðamannsins Nicholas S. Danil- offs, sem ákærður er fyrir njósnir í Sovétríkjunum og fær ekki að fara frá Moskvu. Fundur þessi stóð í 45 mínútur. Hann hafði ekki verið áformaður og kom því nokkuð á óvart. Engin yfírlýsing var þó gefín út eftir fund- inn og í ræðu sinni á Allsheijar- þinginu minntist Shevardnadze hvergi á Daniloff. Fiatverksmiðjanna frá þessu i gær. Þeir, sem kaupa hlutabréf- in, eru Agnelli-fjölskyldan á ítaliu, sem á fyrir mestan hlut í Fiat, svo og vestur-þýzkur banki. Líbýumenn áttu 15,19% af hluta- bréfunum í Fíat. Ekki var greint frá kaupverði hlutabréfanna nú, en þau hafa verið metin á 3 milljarða dollara, sem er 10 sinnum hærri Qárhæð en Líbýumenn lögðu í fyrir- tækið 1977. Eignarhlutdeild Libýu í Fiat hef- ur verið mörgum þymir í augum sökum vaxandi spennu í samskipt- um ítalskra stjómvalda og Moammars Gadhafi, leiðtoga Líbýu. Þá hefur hún einnig verið hindrun í vegi fyrir því, að Fiatverksmiðj- umar fái aðgang að geimvama- áætlun Bandaríkjamanna, sem forráðamenn Fiat hafa þó sýnt mik- inn áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.