Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
í DAG er miðvikudagur, 24.
september, sem er 267.
dagurársins 1986. Árdegis-
flóð í Reykjavík kl. 9.42 og
siðdegisflóð kl. 22.02. Sól-
arupprás í Rvík kl. 7.15 og
sólarlag kl. 19.23. Sólin er
í hádegisstað kl. 13.20 og
tunglið er í suðri kl. 5.49.
(Almanak Háskóla íslands.)
Verið algóðir, vakið. Óvin-
ur yðar, djöfullinn, gengur
um sem öskrandi Ijón,
leitandi að þeim sem
hann getur gleypt. (1.
Pót. 5,8.)
KROSSGÁTA
1 2 3 ■7
■
6 J
■ ■ y
8 9 10
11 W 13
14 15 m_
16
UÁRÉTT: — 1. refsing, 5. grískur
bókstafur, 6. þrábeiðni, 7. ekki,
8. eyddur, 11. bókstafur, 12. eld-
stœði, 14. ekki gamalt, 16. rexaði
um.
LÓÐRÉTT: — 1. verðskuldaður,
2. áleit, 3. slæm, 4. dauði, 7. viðvar-
andi, 9. minnka, 10. reikningur,
13. mannsnafn, 15. tveir eins.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU.
LÁRÉTT: — 1. ristin, 5. tó, 6. treg-
ar, 9. gef, 10. uð, 11. rg, 12. æði,
13. ónáð, 15. lin, 17. nafnið.
LÓÐRÉTT: — 1. rótgróin, 2. stef,
3. tóg, 4. nærir, 7. regn, 8. auð,
12. æðin, 14. álf, 16. Ni.
ÁRNAÐ HEILLA
frú María Pálsdóttir frá
Höfða í Grunnavíkur-
hreppi, Stýrimannastíg 13
hér í bænum. Hún ætlar að
taka á móti gestum í Veit-
ingahöllinni, í Húsi verslunar-
innar við Kringlumýrarbraut
eftir kl. 20 í kvöld.
ára afmæli. í dag,
miðvikudag, er sextug-
ur Björn Haraldsson
bankafulitrúi, Hverfísgötu
28 hér í bænum. Hann er að
heiman.
FRÉTTIR
ÞAÐ var kaldara á Staðar-
hóli í Aðaldal, en uppi á
hálendinu í fyrrinótt. Á
Staðarhóli var næturfrost
sem mældist tvö sig, en hiti
var eitt stig uppi á Hvera-
völlum. Hér í Reykjavík var
5 stiga hiti um nóttina og
3ja millim. úrkoma mæld-
ist. Sama úrkomumagn
mældist austur á Heiðarbæ
í Þingvallasveit. Þess var
og getið í veðurfréttum í
gærmorgun, að í fyrradag
hafi verið sólskin í Rvík i
tæplega hálfa aðra klst.
Ekki var gert ráð fyrir telj-
andi breytingum á hitafari.
Þessa sömu nótt í fyrra-
haust var frostlaust veður
hér í bænum.
DAGUR frímerkisins 1986
er 9. október næstkomandi.
Kemur þá út að venju
frímerki, segir í tilk. frá Pósti
& síma. Að þessu sinni verður
gefín út smáörk eða „blokk“
með einu frímerki. Þessi dag-
ur er jafnframt stofndagur
Alþjóðapóstsambandsins árið
1874. Myndefni frímerkisins
er sótt í ferðabók Paul Gaim-
ards. Sýnir ferjustað á Hvítá
árið 1836. Söluverð smáark-
arinnar verður 30 kr. Verð-
gildi frímerkisins 20 kr.
Mismunurinn, segir í tilk.,
rennur til að efla og styrkja
störf og rannsóknir á sviði
frímerkjafræða og póstsam-
gangna m.m. til örvunar
frímerkjasöfnun. Dagstimpill
verður í notkun á útgáfudegi.
Þröstur Magnússon teiknaði
frímerkið.
HÉRAÐSDÝRALÆKNIR. í
nýju Lögbirtingablaði auglýs-
ir landbúnaðarráðuneytið
laust embætti héraðsdýra-
Iæknis í Hreppaumdæmi.
Er umsóknarfrestur settur til
16. nóvember nk. Forseti Is-
lands veitir embættið.
MÁLFREYJUDEILDIN
Melkorka heldur fund í kvöld
í Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi kl. 20. Fundurinn
er opinn öllum þeim sem
áhuga hafa á að kynnast fé-
lagsskap málfreyja.
MINNINGARSPJÖLD
MINNINGARSPJÖLD
íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni fást í
Kirkjuhúsinu við Klapparstíg
og hjá þeim Eddu Bergmann,
sími 24653 og Sigríði Krist-
jánsdóttur, sími 72468.
FRÁ HÖFNINNI____________
Í GÆR kom togarinn Hjör-
leifur til Reykjavíkurhafnar
af veiðum til löndunar og tog-
arinn Snorri Sturluson kom
úr söluferð til útlanda. Þá fór
Esja í strandferð. Leiguskipið
Espana kom af ströndinni.
Væntanlegt var Grænlands-
farið Nugu Ittuk,
GÓÐUR ÞESSI
ÞESSI saga hefur borist
vestur yfir járntjaldið frá
einu Austantjaldslandanna.
Lítill drengur spyr föður
sinn: Pabbi hvað er
strengjakvartett? Eftir
skamma umhugsun svarar
faðirinn: Það er, drengur
minn, hljómsveit sem kem-
ur heim að lokinni hljóm-
leikaferð til Vesturlanda.
Alþingishúsið
tæki sig líka
ágætlega út
Á FORSÍÐU Morgun-
blaðsins í gær var mjög
skemmtileg og athyglis-
verð fréttamynd. Viðeyj-
arstofa og Viðeyjarkirkja
flóðlýst í kvöldkyrrðinni.
Á þessari Dagbókarsíðu
er eins og sjá má mynd
frá Austurvelli og Al-
þingishúsinu. Þegar
myndin af Viðeyjarstofu
er höfð í huga er það
engin spurning að Al-
þingishúsið, þessi virðu-
legasta bygging landsins,
myndi taka sig stórvel út
væri flóðljósum beint á
framhlið þess. Sannleik-
urinn er sá að umhverfi
Alþingishússins hefur
ætíð verið illa raflýst,
drungalegt og dimmt.
Því ekki að gera nú á
þessu framtíðarbót, í til-
efni af 200 ára afmæli
Reykjavíkur. Margt hef-
ur nú verið tengt því,
koma fyrir flóðlýsing-
arlömpum og flóðlýsa
Alþingishúsið. Opinber-
um peningum hefur nú
verið varið í annað eins?
Nærtækt dæmi um vel-
heppnaða flóðlýsingu hér
í bænum á opinberri
byggringu er Háskóla-
byggingin sem undanfar-
in ár hefur verið flóðlýst
yfir vetrarmánuðina.
(Morgunblaðið/ÓI.K-M.)
VEGNA stórafmælis Reykjavikur var Ijóslömpum komið fyrir í blómabeðunum
við Austurvöll. Tókst þessi raflýsing vel og var til mikillar prýði á Austurvelli
eftir að dimma tók. Nú aðeins um það bil mánuði eftir stór-afmælið er svo komið
að búið er að skemma og eyðileggja marga af þessum lömpum í blómabeðunum.
Rustamenni, sem er auðvitað of mikið af hér í bænum, hafa skeytt skapi sínu
á lömpunum, eins og þessi mynd frá Austurvelli sýnir: Einn lampi ónýtur og
liggur flatur og annar við hliðina allur beyglaður og skældur. Vonir manna um
að þorandi sé að gera eitthvað þessu Iíkt til þess að fegra umhverfið, glæðast
ekki þegar viðtökurnar eru eins og hér er sýnt og er þetta lítt til sóma.
Kvöld-, nætur- 09 helgarþjónusta apótekanna i
Reykjavík dagana 19. september til 25. september aö
báðum dögum meötöldum er í Garðs Apóteki. Auk þess
er Lyfjabúöin löunn opin til kl. 22 alla daga vaktvikunn-
ar nema sunnudag. Lœknastofur eru lokaðar á laugar-
dögum og helgidögum, en hægt er aö ná sambandi
viö lækni á Göngudeild Landsprtalans alla virka daga
kl. 20-21 og á laugardögum frá kl. 14-16 sími 29000.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir
fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600). Slysa- og sjúkravakt Slysadeild) sinnir
slösuöum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími
696600). Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni
og frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. á
mánudögum er læknavakt í síma 21230. Nánari upplýs-
ingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu eru gefnar í
símsvara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn
mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur á
þriöjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi meö sór ónæ-
misskírteini.
Tannlæknafól. íslands. Neyðarvakt laugardaga og
sunnudaga kl. 10—11 í tannlæknastofunni Eiðistorgi 15,
Seltjarnarnesi.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varöandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) í síma 622280. MilliliÖalaust samband
viö lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki aö gefa upp nafn.
Viötalstímar miðvikudag kl. 18-19. Pess á milli er
símsvari tengdur við númeriö. Upplýsinga- og ráögjaf-
asími Samtaka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl.
21-23. Sími 91-28539 - símsvari á öörum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengiö hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viötalstíma ó miövikudögum kl. 16—18 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíö 8. Tekiö á móti viötals-
beiðnum í sima 621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjamarnes: Heilsugæslustöð, sími 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka
daga 9—19. Laugard. 10—12.
Garöabær: Heilsugæslustöö: Læknavakt sími 51100.
Apótekiö: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjöröur: Apótekin opin 9-19 rúmhelga daga. Laug-
ardaga kl. 10-14. Sunnudaga 11-15. Læknavakt fyrir
bæinn og Álftanes sími 51100.
Keflavfk: Apótekiö er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl.
10-12. Símsvari Heilsugæslustöövarinnar, 3360, gefur
uppl. um vakthafandi lækni eftir kl. 17.
Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt í símsvara 2358. - Apótek-
iö opiö virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13.
Sunnudaga 13-14.
Hjálparstöö RKÍ, Tjarnarg. 35: ÆtluÖ börnum og ungling-
um í vanda t.d. vegna vimuefnaneyslu, erfiöra heimilisaö-
stæöna. Samskiptaerfiöleika, einangr. eöa persónul.
vandamála. Neyöarþjón. til móttöku gesta allan sólar-
hringinn. Sími 622266.
Kvennaathvarf: Opiö allan sólarhringinn, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa veriö
ofbeldi í heimahúsum eöa orðiö fyrir nauögun. Skrifstof-
an Hlaövarpanum, Vesturgötu 3: Opin virka daga kl.
10-12, sími 23720.
MS-fólag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, sími
688620.
Kvennaráögjöfin Kvennahúsinu Opin þriðjud. kl. 20-22,
sími 21500.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö, Síöu-
múla 3-5, sími 82399 kl. 9-17. Sáluhjálp í viölögum
681515 (símsvari) Kynningarfundir í Síöumúla 3-5
fimmtudaga kl. 20. Sjúkrast. Vogur 681615/84443.
Skrifstofa AL-ANON, aöstandenda alkohólista, Traöar-
kotssundi 6. Opin kl.T 0-12 alla laugardaga, simi 19282.
AA-samtökin. Eigir þú viö áfengisvandamál aö stríöa,
þá er sími samtakanna 16373, milli kl. 17-20 daglega.
Sálfræöistööin: Sálfræöileg ráögjöf s. 687075.
Stuttbylgjusendingar Útvarpsins til útlanda daglega: Til
Noröurlanda, Bretlands og Meginlandsins: Kl. 12.15—
12.45 á 13775 kHz, 21,8m og kl. 18.55-19.35/45 á
9985 kHz, 30.0m. Til austurhluta Kanada og Banda-
ríkjanna daglega: Kl. 13.00—13.30 á 11855 kHz, 25,3m,
kl. 18.55-19.35/45 á 15395 kHz, 19,5m og kl. 23.00-
23.35/45 á 11731 kHz, 25,6m. Allt ísl. tími, sem er sami
og GMT/UTC.
SJÚKRAHÚS — Heimsóknartfnar
Landspftalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvenna-
deild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir
feöur kl. 19.30-20.30. Barnaspftali Hringsins: Kl. 13-19
alla daga. Öldrunarlækningadeild Landsprtalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landakotsspft-
ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. -
Borgarspftalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl.
18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum
og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöir: Alla daga kl.
14 til kl. 17. - Hvrtabandiö, hjúkrunardeild: Heimsókn-
artími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til
föstudaga kl. 16-19.30 - Laugardaga og sunnudaga kl.
14-19.30. - Heilsuverndarstööin: Kl. 14 til kl. 19. -
Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl.
16.30. - Klepp8sprtali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeíld: Alla daga kl. 15.30
til kl. 17. - Kópavogshællö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17
á helgidögum. - Vífilsstaöasprtali: Heimsóknartími dag-
lega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefsspftali Hafn.:
Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfö hjúkrunar-
heimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir
samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishóraös og
heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhringinn.
Sími 4000. Keflavík - sjúkrahúsíð: Heimsóknartími virka
daga kl. 18.30 - 19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl.
15.00 - 16.00 og 19.00 - 19.30. Akureyri - sjúkrahú-
siö: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 - 16.00 og 19.00
- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
kl. 14.00 - 19.00. Slysavaröastofusími frá kl. 22.00 -
8.00, sími 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, sími 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Safnahúsinu viö Hverfisgötu:
Lestrarsalir opnir mánudaga - föstudaga kl. 9-19. Laug-
ardaga 9 -12. Útlánasalur (vegna heimlána) mánudaga
- föstudaga kl. 13-16.
Háskólabókasafn: Aöalbyggingu Háskóla íslands. Opiö
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um opnun-
artíma útibúa í aöalsafni, sími 25088.
Þjóöminjasafniö: OpiÖ þriðjudaga og fimmtudaga kl.
13.30-16.00 og á sama tíma á laugardögum og sunnu-
dögum.
Ustasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30-16.
Amtsbókasafniö Akureyri og Hóraösskjalasafn Akur-
eyrar og Eyjafjaröar, Amtsbókasafnshúsinu: Opið
mánudaga-föstudaga kl. 13-19.
Náttúrugripasafn Akureyrar: Opiö sunnudaga kl. 13-15.
Borgarbókasafn Reykjavfkur: Aðalsafn - Útlánsdeild,
Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga - föstu-
daga kl. 9-21. Frá sept.-apríl er einnig opið á laugard.
kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á þriöjud. kl.
10.00-11.00. Aöalsafn - lestrarsalur, Þingholtsstræti
27, sími 27029. Opið mánudaga - föstudaga kl. 13-19.
Sept.- apríl er einnig opiö ó laugard. kl. 13-19. Aðal-
safn - sérútlón, þingholtsstræti 29a sími 27155. Bækur
lánaöar skipum og stofnunum.
Sólheimasafn - Sólheimum 27, sími 36814. Opiö mánu-
daga - föstudaga kl. 9-21. Sept.-apríi er einnig opiö á
laugard. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á
miövikudögum kl. 10-11. Bókln heim -Sólheimum 27,
sími 83780. heimsendingarþjónusta fyrir fatlaða og aldr-
aöa. Símatími mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12.
Hofsvallasafn Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opiö mánu-
daga - föstudaga kl. 16-19.
Bústaöasafn - Bústaöakirkju, sími 36270. OpiÖ mánu-
daga - föstudaga kl. 9-21. Sept.-apríl er einnig opiö á
laugard. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á
miövikudögum kl. 10-11.
Bústaðasafn - Bókabílar, sími 36270. Viðkomustaðir
víösvegar um borgina.
Norræna húsiö. Bókasafniö. 13-19, sunnud. 14-17. -
Sýningarsalir: 14-19/22.
Árbæjarsafn: Opiö um helgar í september. Sýning i Pró-
fessorshúsinu.
Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opiö sunnudaga,
þriöjud. og fimmtudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opiö þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2-4.
Listasafn Einars Jónssonar er opið laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30—16. Höggmyndagaröurinn er opinn
daglega frá kl. 11—17.
Hús Jóns Sigurðssonar f Kaupmannahöfn er opiö miö-
vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og
sunnudaga kl. 16-22.
Kjarval8staðir: Opið alla daga vikunnar kl. 14-22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opiö mán.-föst. kl.
11-21 og laugard. kl. 11-14. Sögustundir fyrir börn á
miövikud. kl. 10-11. Síminn er 41577.
Náttúrufræöistofa Kópavogs: Opiö á miövikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opiö til 30. sept.
þriöjudaga—sunnudaga kl. 14—18.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri sími 96-21840.Siglufjörður 96-71777.
SUNDSTAÐIR
Sundstaöir f Reykjavfk: Sundhöllin: Opin virka daga kl.
7 til 20.30. Laugardaga: 7.30-17.30. Sunnud. 8—14.30
Laugardalslaug: Virka daga 7—20.30. Laugard. 7.30—
17.30. Sunnudaga 8—17.30. Vesturbæjarlaug: Virka daga
7—20.30. Laugard. kl. 7.30-17.30. Sunnud. 8-17.30. Fb.
Breiöholti: Virka daga 7.20-20.30. Laugard. 7.30-17.30.
Sunnud. 8-17.30.
Varmárfaug f Mosfellssveit: Opin mánudaga - föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30—20.30. Laugar-
daga kl. 10.00-18.00. Sunnudaga kl. 10.00-16.00.
Sundhöll Keflavfkur er opin mánudaga - fimmutdaga.
7- 9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga
8- 10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. kvennatímar þriðju-
daga og fimmtudaga 19.30-21.
Sundlaug Kópavogs. opin mánudaga -föstudaga kl. 7-9
og kl. 14.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl.
9- 16. Kvennatímar eru þriöjudaga og miövikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjaröar er opin mánudaga - föstudaga
kl. 7-21. Laugardaga fró kl. 8-16 og sunnudaga frá kl.
9-11.30.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl.
7-8, 12-13 og 17-21. A laugardögum kl. 8-16. Sunnu-
dögum 8-11. Sími 23260.
Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-
20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.