Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 19

Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 19 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Finninn Timo Salonen á leið sinni til sigurs í 1000 Vatna rallinu finnska. Hann tryggði Peugeot heimsmeistaratitil bílaframleiðenda. Rallakstur: Peugeot heimsmeistari Fmninn Timo Salonen á Peugeot 205 Turbo 16 tryggði liði sínu heimsmeistaratitil bilaframleiðenda í rallakstri þegar hann vann 1000 Vatna rallið finnska fyrir skömmu. Hefur Peugeot tryggt sér titilinn þó nokkrar keppnir séu eftir og Finninn Juha Kankkunen, sem einnig ekur Peugeot hefur forystu í heimsmeistarakeppni öku- manna. Hann varð annar í finnska rallinu. Það var þriðji Finninn sem leiddi 1000 Vatna rallið í byijun, Marrku Alen ók Lancia Delta afburðavel framan af, en fór útaf í lokin. Tap- aði hann miklum tíma og varð að sætta sig við þriðja sæti í 1300 km langri keppninni. Á meðan sigldu landar hans, Salonen og Kankkun- en Peugeot bílnum sínum í efstu sætin af öryggi. Félagi þeirra hjá Peugeot, Svíinn Stig Blomqvist, varð flórði þrátt fyrir veltu á einni leiðinni. Tókst 81 keppanda að kom- ast í mark en 164 lögðu af stað. Meðal þeirra sem luku keppni var Finninn Peter Geitel, sem tvívegis hefur keppt í Ljómarallinu. Hann vann flokk óbreyttra bíla á Mazda 323 4WD, en kvennaflokkinn unnu Maijo Salonen og Tuula Karkkula- inen á Citroen Visa, en þær kepptu í Ljómarallinu í fyrra. Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna, Juha Kankkunen Finn- landi 91 stig, Marrku Alen Finn- landi 69, Massimo Biasion Ítalíu 47, Timo Salonen Finnlandi 43. í kjölfar viljayfirlýsingar meirihluta Hafnfirðinga: Vildi taka að sér rekstur áfengisútsölu í bænum - en ráðuneytið hafði ekki áhuga „SVAR ráðuneytisins var í stuttu máli það, að ÁTVR hefði einkarétt á að selja áfengi og því gæti ekkert af þessu orðið,“ sagði Arni Sv. Mathiesen, verslunarmaður í Hafnarfirði, um tillögu er hann setti fram við fjármálaráðuneytið um að hann tæki að sér að opna og reka áfengisútsölu þar í bænum. Samfara bæjarstjómarkosning- unum í Hafnarfirði í vor greiddu kjósendur atkvæði um hvort þeir vildu að opnuð væri áfengisútsala þar í bænum. Um 80% þeirra, sem greiddu atkvæði (kosningaþátttaka var um 60%), kváðust samþykkir því. Af hálfu fjármálaráðuneytisins hefur hins vegar komið fram, að ekki séu uppi áform um að hefja rekstur útsöíu ÁTVR þar í bænum a.m.k. ekki fyrr en á árinu 1988. Ámi sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að með tilliti til yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar um að stefna bæri að frjálsræði á sem flestum sviðum, hefði sér kom- ið í hug að ekkert gæti verið því til fyrirstöðu að einstaklingar tækju að sér sölu á þeim varningi, sem ÁTVR hefði einkarétt á. „Þannig gæti ríkið sparað sér þann kostnað, sem felst í stofnun útibús - og ekki neita ég því, að í aðra röndina var þetta til gamans gert,“ sagði Árni. „í bréfi, sem ég skrifaði fjármála- ráðuneytinu um hugmynd mína, lýsti ég einnig áhuga á að fá um- ræður um sölufyrirkomulag á áfengi og hugmyndir um hvort gera mætti breytingar á gildandi skipu- lagi. Ég kvaðst vera opinn fýrir hugmyndum um fyrirkomulag á verslunarrekstrinum enda kemur ýmislegt til greina." Hann sagði að frá sínum bæjar- dyrum séð skipti það meginmáli í þessu sambandi, að ríkisvaldið hefði ekki einkarétt á sölu áfengis heldur aðeins innflutningi og heildsölu, eins og ljóst væri af því, að áfengi væri selt á veitingahúsum víðsvegar um landið undir eftirliti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Heimtur nokkuð góðar á Ströndum Bjarnarfirði. RÉTTIR hófust hér um slóðir þann 14. september, en þá var fyrst réttað í Staðarrétt í Hróf- bergshreppi. Um helgina var svo réttað í Skarðsrétt hér í Bjarnar- firði og þá vitanlega með til- heyrandi réttarballi á Laugarhóli á laugardag. Heimt- ur eru nokkuð góðar. Fyrir tveim vikum bilaði brúin á Fossá og urðu bílar að fara um vað á ánni, nokkru ofan við brúna, meðan viðgerð fór fram. Brú þessi á sér sérstaka sögu, því að bændur gerðu Vegagerðinni tilboð um að byggja hana snemma á öldinni. Svar Vegagerðarinnar barst í skeyti, sem sagði að heimilt væri að byggja brú á Fossá, en þama var aðeins sá hængur á, að fallið hafði niður einn bókstafur, þ.e. ó. Standa átti að óheimilt væri að byggja brú á Fossá. Bændur fóru vitanlega eftir texta skeytisins og byggðu brúna. Þegar svo reikning- arnir voru sendir, átti að neita að greiða verkið. Annað hljóð kom í strokkinn, þegar texti skeytisins var lagður fram, og verkið var borgað. En svo myndarlega var þessi brú byggð af heimamönnum, að hún hefír enst fram á þennan dag, þrátt fyrir aukinn umferðarþunga. Erétfaritari r ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. •4TRÖNNING Simi 8400Ö Sjálfstæðishúsið Njarðvík í dag, miðvikudag 24. sept. kl. 17.00-20,00. Hafnarfjörður Iþróttahúsinu v/Strandgötu á morgun kl. 17.00-20.00. Reykjavik Frostaskjóli, Gerðubergi, Fellahelli og Skeifunni 17. Oll skírteini afhent í Skeifunni 17 (Ford-húsinuj, föstudaginn 26. sept. og laugardaginn 27. sept. kl. 13.00-19.00 báða Kennsla hefst da9ana AUÐAR HARALDS mánudaginn 29. sept. S: 656522 og 31360 DANSSKÓLI LETT. LIPUR OG VANDVIRK Aðeins 6,1 kg á sviflétlum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. HAGKVÆM OG HEILNÆM 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir frQn\X HÁTÚNI6A SlMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.