Morgunblaðið - 24.09.1986, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
Seltjarnarnes:
Athugasemd vegna
ummæla bæjarstjóra
Björn Helgason.
Jón Erlendsson
Björn og Jón
verða saksóknarar
FORSETI íslands skipaði í gær
þá Björn Helgason, ritara Hæsta-
réttar og Jón Erlendsson,
sakadómara, í stöður saksóknara
frá 1. október að telja.
Bjöm Helgason er fæddur 12.
október 1927 í Reykjavík. Hann
lauk námi í lögum frá Háskóla ís-
lands árið 1952. Síðan starfaði hann
hjá Samvinnutryggingum og stund-
aði framhaldsnám í Engiandi. Hann
var lögfræðingur vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli frá 1956-1961.
Næstu ár starfaði Bjöm sjálfstætt
en varð hæstaréttarrritari árið 1972
og hefur gegnt því starfí síðan.
Kona Bjöms er Soffía Einarsdóttir.
Jón Erlendsson er fæddur 29.
apríl 1940 á Seyðisfirði. Hann lauk
laganámi árið 1968 og stundaði
síðan framhaldsnám í Kaupmanna-
höfn. Fulltrúi ríkissaksóknara varð
Jón árið 1970 og gegndi því starfí
þar til hann varð sakadómari árið
1982 , að undanskildu árinu
1976-1977 er hann var fulltrúi
sýslumanns N.- Múiasýslu og bæj-
arfógetans á Seyðisfirði. Jón
kvæntist Jóhönnu Sigríði Sigurð-
ardóttur fyrir réttum níu árum, 24.
september 1977.
Umsækjendur um saksóknara-
stöðumar tvær voru sjö talsins. Auk
þeirra Bjöm og Jóns sóttu um þeir
Amgrímur ísberg, fulltrúi lögreglu-
stjórans í Reykjavík, Egill Steph-
ensen, fulltrúi við embætti
ríkissaksóknara, Gunnar Stefáns-
son, fulltrúi hjá ríkissaksóknara,
Hjörtur O. Aðalsteinsson, fulltrúi
yfírsakadómara og Karl F. Jó-
hannsson, varafulltrúi sýslumanns-
ins í Amessýslu og bæjarfógetans
á Selfossi.
Tveir sterkir þorskárgangar
og því lag að rétta við stofninn
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist Morgunblaðinu
vegna fréttar um skoðanankönn-
un meðal íbúa á Seltjarnarnesi.
„í Morgunblaðinu var s.l. sunnu-
dag fjallað um skoðanakönnun sem
Baldur, félag ungra sjálfstæðis-
manna á Seltjamamesi, gerði meðal
bæjarbúa um afstöðú þeirra til fyr-
irhugaðra byggingaframkvæmda á
Valhúsahæð. I frétt blaðsins er
haft eftir Sigurgeir Sigurðssyni
bæjarstjóra, að ekki hafí verið rétt
að könnuninni staðið.
Þar sem við undirritaðir stóðum
að gerð þessarar könnunar, þykir
okkur rétt að koma á framfæri at-
hugasemdum við þá fullyrðingu. í
úrtakinu voru 250 íbúar og náðist
til 206 þeirra. Allir voru spurðir
Norræna húsið:
Tónleikar
í norræna
húsinu
TÓNLEIKAR eru S dag í Nor-
ræna húsinu kl. 21. Tónleikarnir
eru á vegum U.N.M. á íslandi
(Ung Nordisk Musik). Tónleik-
arnir eru haldnir til kynningar
og fjáröflunar fyrir þátttöku ís-
iands í árlegri tónlistarhátíð
norræns æskufólks, sem verður
að þessu sinni haldin { Árósum
dagana 4.- 12. október. Áætlað
er að 13 manna hópur ungra
hljóðfæraleikara og tónskálda
sæki hátiðina af íslands háifu og
flutt verði átta íslensk tónverk.
Á efnisskrá tónleikanna í Nor-
ræna húsinu verða fjögur þessara
verka. Frumflutt verður „Tríó“ eftir
Hauk Tómasson. Flytjendur eru
Gerður Gunnarsdóttir á fíðlu,
Bryndís Björgvinsdóttir á selló og
Anna Guðný Guðmundsdóttir á
píanó. Anna Guðný mun einnig
leika undir víólu Helgu Þórarins-
dóttur í „Dimmu" Kjartans Óiafs-
sonar, en geta má þess, að þetta
verk hreppti verðlaun í tónsmíða-
samkeppni Ríkisútvarpsins á
síðasta ári. Eftir Misti Þorkelsdótt-
ur verður flutt „Danslag", en það
heyrist nú í fyrsta sinn í útfærslu
fyrir sópranrödd. Það er Jóhanna
Linnet, sem syngur við gítarundir-
leik Páls Eyjólfssonar. Fjórða verkið
á efnisskránni er raftónverk eftir
Helga Pétursson og ber það titilinn
„Trans I-II“.
Tvö skip seldu
í Englandi
TVÖ íslensk fiskiskip seldu í
Englandi á þriðjudag, samtals
128 tonn.
Sveinborg SI seldi 93 tonn í
Grimsby fyrir tæpar 5 milljónir að
meðalverði 53.40 krónur. Af aflan-
um var 85 tonn þorskur sem fór á
55.10 að meðalverði. Steinunn SF
seldi 35 tonn í Hull fyrir rúma 1.8
milljón, að meðalverði 52 krónur.
sömu spumingar: „Hver er afstaða
þín til fyrirhugaðra byggingafram-
kvæmda á Valhúsahæð ?“ Það má
því vera ljóst, að spumingin var á
engan hátt'Villandi eða leiðandi. í
áðumefndri frétt er gagnrýnt að
aðeins hafí verið spurt einnar spum-
ingar, en þar sem tilgangurinn var
sá einn að fá fram afstöðu íbúa
bæjarins til þessara framkvæmda,
verður ekki séð að þörf hafí verið
á fleiri spumingum. Auk þess verð-
um við að telja að hafí verið spurt
fleiri spuminga, hafi verið auðveld-
ara að véfengja niðurstöðumar.
Tilgangurinn var að fá fram skýra
afstöðu bæjarbúa, og því var aðeins
spurt einnar spumingar. Við undir-
búning könnunarinnar var haft
samráð við sérfræðinga á þessu
sviði, og var tekið mið af ráðlegg-
ingum þeirra við val úrtaksins, m.a.
hvað varðar aldurs- og hverfadreif-
ingu.
Niðurstaða könnunarinnar var sú
að 60% þeirra sem tóku afstöðu,
kváðust mótfallnir framkvæmdun-
um, en 40% vom þeim meðmæltir.
Það má því segja, með venjulegum
fyrirvara um áreiðanleika skoðana-
kannana að almennt megi draga
þá ályktun af þessum niðurstöðum
að meirihluti íbúa á Seltjamamesi
sé í raun á móti því að byggt verði
á hæðinni."
Undir þetta rita Jón Þór
Víglundsson og Ámi Hauksson
í SKÝRSLU Haf rannsóknar-
stofnunar er fjallað um ástand
sjávar, plöntusvifs og átu í hafinu
við landið og einnig er allýtalega
fjallað um uppvöxt fiskstofna og
ástand þeirra.
Samkvæmt nýju stofnmati sem
nú liggur fyrir er veiðistofn þorsks-
ins talinn hafa verið um 900 þúsund
tonn við upphaf þessa árs, en það
er um 50 þúsund tonnum meira en
áður var talið. Gert er ráð fyrir að
hrygningarstofn hafí í ársbyijun
verið 420 þúsund tonn. Framreikn-
ingar á stofnstærð, miðað við 350
þúsund tonna afla á þessu ári kveða
á um að veiðistofninn í byijun næsta
árs verði 1050 tonn, og hrygningar-
stofn verði svipaður og í byrjun
þessa árs. Þá benda rannsóknir til
að þorskárgangamir frá 1983 og
1984 séu báðir sterkir, en í þeim
er gert ráð fyrir um 300 milljónum
nýliða. I samræmi við þessar niður-
stöður hafa útreikningar á áhrifum
mismunandi aflamagns verið gerð-
ar. Þá er einnig gert ráð fyrir að
næstu tveir árgangar verði stórir,
en sjaldgæft er að slíkt gerist.
Hafrannsóknarstofnun bendir því á
í skýrslu sinni að nú sé lag að rétta
stofíiinn við með því að takmarka
aflann við 300 þúsund tonn næstu
tvö ár, og nýta þannig stóra ár-
ganga til endurreisnar stofnsins.
Hins vegar er talið að stofnin muni
ekkert rétta við verði til dæmis leyft
að veiða 350 þúsund tonn og muni
það leiða til sóknar í smáfísk.
Lagt ér til að hámarksafli á ýsu
og ufsa verði svo til sá sami og á
þessu ári. Þó er um örlitla hækkun
á ufsakvótanum að ræða. Verði
farið að þessum áætlunum má
reikna með að veiðistofn ýsunnar
fari stækkandi, ekki síst vegna þess
að þar er að fínna tvo sterka ár-
ganga sem eru í uppvexti. Ástand
ufsastofnsins er ekki hægt að meta
svo nákvæmlega en reikna má nieð
að miðað við þessa sókn í hann
fari bæði veiði-og hrygningarstofn
örlítið hækkandi með árunum.
Leyfð karfaveiði á þessu ári er
83 þúsund tonn en Hafrannrann-
sóknarstofnun leggur til að hún
verði minnakuð niður í 75 þúsund
tonn. Sé miðað við 80 þúsund tonna
afla á næstu tveim árum má gera
ráð fyrir að ástand stofnsins haldist
nær óbreytt en hrygningarstofninn
minnki nokkuð. Við 70 þúsund árs-
afla má hins vegar gera ráð fyrir
að hrygningarstofninn muni einnig
haldast óbreyttur og heildarstofn
stækka lftillega.
Grálúðsusókn hefur verið heldur
mikil á undanfömum árum sam-
kvæmt skýrslu stofnunarinnar og
því leggur hún til að dregið verði
úr ásókn í hana. Segir að stofn
grálúðunnar hafí verið í hámarki
Háskóli íslands:
um 1980 og þá hafí hrygningar-
stofninn náð hámarki en síðan hafí
hann minnkað jafnt og þeft og því
verði að grípa til ráðstafana.
í horfum og tillögum um afla á
síld segir að allt frá því að farið
var að veiða fslenska sumargotssíld
árið 1975 þá hafí veiðamar miðað
að svokallaðri kjörsókn og því verið
stillt mjög í hóf. Einnig segir að
aukin sókn í stofninn leiði ekki til
neins því þegar til lengri tíma sé
litið muni það ekki leiða til aukins
afrakstrar. Hafrannsóknarstofnun
leggur því til að síldaraflinn á
vertíð- inni fari ekki fram úr 70
þúsund tonnum, sem er 5000 tonn-
um meira en á þessu ári. Þessi
bráðabirgðatillaga verður þó tekin
Aðstoð við skip á
hafi úti:
Gjaldskráin
skiptist í grunn-
gjald, tonnagjald
og tímagjald
ÁKVEÐIN hefur verið ein gjald-
skrá fyrir þóknun þá er skip fá
fyrir að aðstoða önnur skip í
erfiðleikum og skiptist hún f þijá
liði, grunngjald, tonnagjald og
tímagjald.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu
i síðustu viku að fulltrúar Land-
helgisgæslunnar, tryggingafélaga,
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, Farmanna- og fískimanna-
sambandsins og Sjómannasam-
bandsins hefðu undirritað
samkomulag til eins árs um það
hver skyldi vera þóknun varðskipa
eða fískiskipa, sem koma öðrum
skipum til aðstoðar á hafí úti.
Grunngjaldið ræðst af stærð og
verðmæti skipsins sem aðstoðað er.
Er það reiknað þannig að deilt er
með brúttórúmlestatölu skipsins í
húftryggingaverðmæti þess. Flókn-
ar reglur gilda sfðan um ákveðið
hámark og lágmark þessa gjalds.
Tonnagjaldið fæst þannig að hver
brúttórúmlest skipsins er margföld-
uð með 600 krónum. Tímagjaldið
er tólf þúsund krónur þegar hjálpar-
skipið er í „lausakeyrslu", t.d. við
siglingu að skipi því sem aðstoðar
þarfnast. Gjaldið hækkar hins vegar
f 18 þúsund krónur á klukkustund
eftir að skip hefur verið tekið í tog.
til endurskoðunnar að aflokinni
haustvertfð.
Endanlegar tillögur um há-
marksafla loðnuveiða lágu ekki
fyrir í skýrslunni, en reikna má
með að þær verði fyrirliggjandi eft-
ir bergmálsmælingar í október. Þó
má geta þess að mælingar á þeim
stofni loðnunnar sem veiddur verð-
ur á þessari vertíð voru gerðar í
febrúar á þessu ári og mældust
alls um 125 milljarðar físka, og þar
af 52.5 milljarðar af árganginum
frá 1983, sem er eldri árgangur,
en það þykir óvenju hátt hlutfall í
hrygningarstofni. Segir að líta beri
á þessa mælingu sem bráðabirgða-
mælingu. Aflahámark tímabilsins
júlí til nóvember er hins vegar 800
þúsund tonn.
Kennt í gamla Verzlunarskólanum
Þurfum 30% aukningu á húsnæði strax
- segir Halldór Guðjónsson kennslustjóri
HÁSKÓLI íslands hefur fengið hús Verzlunarskólans við Grund-
arstíg til afnota og er ákveðið að þar fari fram kennsla fyrsta árs
nema í lögfræði í vetur. Að auki verður kennd danska, þýska og
íslenska í en ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðrar greinar að
sögn Halldórs Guðjónssonar kennslustjóra.
Fjórar kennslustofur eru ætlaðar
fyrir tölvubúnað, kennslu með
myndböndum og ein er búin rann-
sóknartækjum. Með því að taka
þetta húsnæði í notkun bætast um
1000 fermetrar við þá 30 þús. sem
Háskólinn hefur. Halldór sagði að
miðað við aðra skóla af svipaðri
stærð þyrfti húsnæðið að stækka
um 50%. „Ef við ættum í dag að
vera fullsæmdir af húsnæði okkar
og getað gert nemendum okkar
full skil, þá þyrftum við strax 30%
aukingu á húsnæði," sagði Halldór.
„Aðbúnaður nemenda er alvarlegt
mál og er á ýmsan hátt fyrir neðan
allar hellur. Það hefur verið mjög
algengt á síðustu árum að skipa í
stofur þannig að nemendur komast
í rauninni ekki fyrir. 120 nemendur
í 100 manna stofu svo að dæmi sé
tekið. Þetta er hægt að meija með
því að láta þá sitja í gluggum og á
göngum." Halldór sagði að jafnvel
hefði verið gengið lengra þegar 150
nemendum hefði verið ætluð 100
manna stofa ög þá verið full ljóst
að einhveijir hafa orðið frá að
hverfa.
Halldór benti á að nýting á
kennsluhúsnæði Háskólans væri að
jafnaði 40 stundir í hverri kennslu-
stofu á viku og aldrei farið niður
fyrir 37 stundir að jafnaði. Vegna
þessa væri engan veginn hægt að
fullnægja kröfum um hagræðingu
á stundarskrá og nemendur verða
oft að sætta sig við að hún sé slit-
rótt og vegna takmarkaðrar lestrar-
aðstöðu nemenda í kennsluhléum
nýtist biðtíminn illa. Þá sagði Hall-
dór að ef farið væri eftir þeim
áætlunum sem til eru um bygging-
arframkvæmdir Háskólans, þá hafí
því fé sem honum er ætlað frá
Happdrætti Háskólans þegar verið
ráðstafað fram til aldamóta. í þeim
áætlunum er lítið sem ekkert
kennsluhúsnæði, því víðar kreppir
að á öðrum sviðum.
„Það ætti að vera hveijum manni
ljóst að það fé sem Háskólinn hefur
frá happdrættinu, en það hefur
haldið nokkuð í við verðbólgu og
fólksfjölda, nægir engan veginn
vegna Qölgunar stúdenta," sagði
Halldór. „Ráðstöfunarféð hefur í
raun farið minnkandi. Þá má benda
á að hluti þess fjár sem kemur frá
happdrættinu er einnig ætlað til
viðhalds á byggingum skólans og
lóð. Smátt og smátt verður ekkert
fé eftir tilj nýbygginga."