Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 33 r AKUREYRI Sýningin í Vín: „Gengrir vel“ „ÞETTA hefur gengið vel. Að- sókn hefur verið nyög góð. Fólki finnst huggulegt að sameina það að fá sér kaffisopa og skoða sýn- inguna,“ sagði Iðunn Ágústs- dóttir, ein þeirra kvenna sem nú standa að myndlistarsýningu í Vín í Eyjafirði, í samtali við Morgunblaðið. Sýningin er opin alla daga til kl. 23.30 og þar sýna Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, Lóa ? Guðrún Leonardsdóttir og Ruth Hansen auk Iðunnar. Sýningin stendur jrfir til 5. október. Á sýningunni eru um 40 verk unnin í olíu, vatnslit, Past- el og túss. Fólksflótti úr sveitunum? SVO VIRÐIST sem stefni I öran fólksfjölda úr sveitum Norður- lands ef ekki tekst að efla nýjar búgreinar þar um slóðir, þar sem verulegur samdráttur er fyrir- sjánlegur í búvöruframleiðslu hefðbundinna búgreina. Unnið er að heildarúttekt á bú- skaparháttum á Norðurlandi, þar sem jarðir eru flokkaðar eftir bú- skaparaðstöðu. Nokkrar niðurstöð- ur voru lagðar fram á fundi Ræktunarfélags Norðurlands að Stóru Völlum í Bárðardal þann 5. september s.l. og sagði Jón Viðar Jónmundsson, sem hefr unnið að könnuninni, að augljóst væri að treysta þyrfti í auknum mæli á aðrar búgreinar en hinar hefð- bundnu, svo sem loðdýrarækt og fískeldi. „Við hefðum þurft að gera þessa úttekt 4-5 árum fyrr“ sagði Jón Viðar, „til að geta brugðist við þessum samdrætti og hraðað upp- byggingu nýrra búgreina.“Jón sagði að könnunin sýndi að tals- verður eðlismunur væri á sauðijár- framleiðslu og mjólkurframleiðslu, svo virtist sem sauðfjárframleiðsla ætti sérstaklega í vök að veijast og væri nánast stunduð sem aukabúgrein t.d. í Eyjafírði. Landsleikur a Akur- eyrarvelli á morgun Á MORGUN verður landsleikur í knattspymu á Akureyrarvelli. Þar leiða saman hesta sína ísland og Tékkóslóvakía, lið skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri. Leikur- inn hefst kl. 17.30 og er hann liður í Evrópukeppni landsliða. Það er ekki á hveijum degi sem landsleikur fer fram í höfuðstað Norðurlands þannig að ástæða er til að taka undir óskir KSÍ um að Akureyringar og nær- sveitamenn fjölmenni á völlinn. í landsliðshópnum eru fjórir leik- menn frá Akureyrarfélögunum, Siguróli Kristjánsson, Hlynur Birg- isson og Júlíus Tryggvason úr Þór og Þorvaldur Örlygsson úr KA. Þá er einnig I hópnum gamall KA- maður, markvörðurinn Hermann Haraldsson, sem býr nú í Danmörku en lék með KA í yngri flokkunum. Annars er íslenski hópurinn þannig skipaður Hermann Har- aldsson Næstved, Þorsteinn Gunnarsson ÍBV, Andri Marteins- son Vfkingi, Loftur Ólafsson KR, Júlíus Tryggvason Þór, Hlynur Birgisson Þór, Siguróli Kristjánsson Þór, Þorvaldur öriygsson KA, Ólaf- ur Kristjánsson FH, Kristján Gísla- son FH, Jón Þórir Jónsson Breiðabliki, Guðmundur Guð- mundsson Breiðabliki, Gauti Laxdal Fram og Jón Sveinsson Fram. Ólaf- ur Þórðarson ÍA og Viðar Þorkels- son Fram eru einnig í hópnum en þeir verða báðir í A-landsliðshópn- um í leiknum gegn Sovétmönnum á Laugardalsvelli í kvöld. Þeir koma því ekki norður fyrr en á morgun, fimmtudag. Þj ónustumiðstöð í miðbænum? EIGENDUR veitingahússins Bautans hafa fengið vUyrði byggingarnefndar fyrir lóð und- ir þjónustumiðstöð í hjarta bæjarins. Stefán Gunnlagsson, einn af eig- endum Bautans, sagði að verið væri að kanna undirtektir við þess- ari hugmynd, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að ýmsar verslanir og þjónusta við ferðamenn verði undir sama þaki. Mætti þar m.a. nefna hárgreiðslustofu, snyrtistofu, líkamsrækt, matvöru og gjafaversl- anir og fleira. Jafnframt væru uppi hugmyndir um íbúðir á efstu hseð sem seldar yrðu til félagasamtaka. „Við fengum þessa lóð frátekna til 1. júlí“ sagði Stefán, „meðan við erum að kanna hvort áhugi er hjá mönnum um að taka þátt I svona fyrirtæki." Lóðin sem hér um ræðir er austan við Bautann, á mótum Kaupvangsstrætis og Drottningar- brautar. Tómstundaskólinn tekur til starfa INNRITIJN stendur nú yfir f Tómstundaskólanum, en þetta er fyrsta starfsár hans á Akureyri. Að sögn Elínar Antonsdóttur for- stöðumanns skólans verður boðið upp á 19 námskeið í vetur. Fýrst um sinn deilir skólinn hús- næði og skrifstofu með Námsflokk- um Akureyrar. Meðal kennslu- greina má nefna fluguhnýtingar, þjónustustörf á veitingahúsum, bókhald smærri fyrirtælq'a, málms- míði, framsögn og leiklist, smíði smáhluta, stjóm og gerð útvarps- þátta, viðtöl og greinaskrif, skap- andi skrif og fleira. Þá verður boðið upp á sögurölt á sunnudegi, en þar er gert ráð fyrir gönguferð um eldri hluta bæjarins í fylgd fróðs leið- sögumanns. Innritun í skólann stendur yfir þessa vikuna og þá næstu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsaon Sovésku vísindamennimir og fulltrúi Orkustofnunar sem blaðamaður hitti við sprengingar í Eyjafírði. Frá vinstri: dr. Juri M. Misnik, Alexey G. Goncharov, Vadim V. Knyazev, Vladimir I. Gatiev og Eyþór H. Ólafsson. Þeir Misnik, Goncharov og Gatiev eru frá Leningrad en Knyazev er frá Moskvu. Samvinna sovéskra vísindamanna og Orkustofnunar: Kanna jarðlög' með sprenging- um o g endurkastsmælingum SOVÉSKIR visindamenn hafa undanfamar þrjár vikur stundað sprengingar f Eyjafirði og gert endkurkastsmælingar þvi samfara til að kanna jarðlög f grennd við Akureyri með tilliti til jarðhita. Þeir verða hér nyrðra fram til 5. október við þessa iðju sína. Að sögn Eyþórs H. Ólafssonar hjá Orkustofnun, sem er með Sovét- mönnunum, komu þeir hingað til lands á eigin kostnað og standa alfarið straum af kostnaði við rann- sóknimar. Orkostofnun fær hins vegar allar niðurstöður úr þeim sem hún getur nýtt sér. „Aðferðinni sem notuð er má líkja við bergmálsdýptarmælingar. Sprengt er dýnamíthleðsla á ákveðnum stað og hljóðbylgjumar sem við það fara af stað um jörðina eru greindar á nokkrum stöðum á beinni línu út frá skotmörkunum. Með þvf að tölvuvinna síðan gögnin sem þannig fást má ákvarða hraða bylgjunnar á mismunandi dýpi. þannig fást vissar upplýsingar um efnasamsetningu og þéttleika hinna ýmsu jarðlaga og þar með dýrmæt- ar upplýsingar um jarðhitann á .svæðinu," sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans em ekki jarðhita- svæði í Sovétríkjunum á borð við þau sem hér era þannig að rann- sóknir sem þessar gátu ekki farið þar fram. Eyþór sagði að engin hætta væri á ferðum vegna sprenginganna þar sem mjög litlar hleðslur væra sprengdar í einu. „Hins vegar geta þær virst nokkuð stórar þar sem af spamaðarástæðum er sprengt mjög nærri yfírborði en ekki grafíð eða borað niður í klöpp,“ sagði Eyþór. Eyþór vildi þakka bændum í Eyjafírði og Hitaveitu Akureyrar fýrir mjög gott samstarf, en Hita- veitan gaf lejrfi fyrir því að sprengt jrrði á svæði hennar og bændur hafa sýnt mikinn skilning að sögn Eyþórs. Eitthvað hefur verið um að hestar hafí fælst og einn slasað- ist eitthvað er hann hljóp á girðingu. Kýmar sem fylgdust með einni sprengingunni í gærmorgun, við bæinn Torfur, voru hins vegar salla- rólegar þrátt fyrir drunumar sem fylgu sprengingunni. Helst virtust þær verða svolítið forvitnari! Fri sprengingunni við bæinn Torfur i gærmorgun. Súlan rfs hátt í loft upp þrátt fyrir að þeir sem að sprengingunni stóðu segðu hana eki iqjög stóra. Þeir sprengja alltaf í vatni þannig að súlan rís hærra en ella. Til samanburðar sést hve bíll þeirra félaga er smár - neðst f vinstra horninu á seinni mydinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.