Morgunblaðið - 24.09.1986, Side 46
I
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
félk f
fréttum
CAFDL
NIELSSCN
THERITZ
Carol Nielsson syngur á Ritz hótelinu út sept-
embermánuði.
Carol Nielsson
syngnr
á Ritz í London
Það er orðið kunnara en frá þurfí að segja að Carol Nielsson gerir
það gott í Lundúnum. Carol eða Janis Carol eins og hún hét hérlendis,
hefur undanfarin ár sungið í London aðalhlutverkin í nær öllum helstu
söngleikjum Andew Lloyd Webbers, sem malað hafa gull um
heimsbyggðina síðan farið var að setja þá upp snemma á áttunda
áratugnum. Carol hljóp skyndilega í skarðið fyrir aðalsöngkonuna í einum
þessara söngleikja, en nú er svo komið að hún hefur sungið aðalhlutverkin
í „Cats“, „Evitu" og „Song and Dance", svo eitthvað sé upp talið. Nú í
septembermánuði bætti söngknoan síðan þeirri Qöður í hatt sinn að koma
fram á veitingastað Ritz-hótelsins í London með kvöldskemmtun, sem
byggir eingöngu á söng hennar og framkomu.
Þar sem þeir á Ritz þykja afar vandir að virðingu sinni þegar val á
skemmtikröftum er annars vegar mun ekki amalegt fyrir söngvara að
vera beðnir að skemmta gestum í gylltum sölum glæsihótelsins.
í fríi með
„Soffíu
frænku“
Enska krónprinsafjölskyldan skrapp
nýverið í haustfrí til spænsku eyj-
arinnar Mallorca. En haustfrí er hvíld
sem konungborið fólk tekur sér eftir
hið hefðbundna sumarfrí til þess að
undirbúa sig fyrirjólafríið. Að vonum
undi Vilhjálmur litli prins hag sínum
hið besta á sólarströndu og ekki
skemmdi fyrir að miklir kærleikar
tókust með honum og Soffíu
Spánardrottningu, sem einnig var
stödd á eynni ásamt Qölskyldu sinni.
Var litli prinsinn farinn að kalla
drottninguna „frænku" áður en fríið
var úti, en hér sjást þau einmitt á
leiðinni út á flugvöll að afloknu
velheppnuðu haustleyfí. í baksýn glittir
í Díönu prinsessu af Wales, vel
úthvílda.
KELLY MCGILLIS
Sparkað í gær
— stjarna í dag
Kelly McGillis er nafn sem
gestir kvikmyndahúsa eiga
eflaust eftir að hafa á takteinum
næstu árin, a.m.k. ef svo heldur
fram sem horfír.
Hér á landi muna menn vænt-
anlega eftir samleik hennar og
Harrison Fords í myndinni „Vitn-
ið“, sem Ástralíumaðurinn Peter
Weir gerði og hvarvetna hefur
notið mikilla vinsælda. Nú má líta
þessa fríðu leikkonu augum í kvik-
myndinni „Top Gun“, sem eitt
kvikmyndahúsanna sýnir þessa
dagana og þykiri
stjama Kelly
McGillis fara
hækkandi með
hverri mynd, þar sem
hjá henni fari saman
glæsilegt útlit og góð-
ir leikhæfileikar.
VVS'
VáuV'03 . r\ó'
»*SZ**1
tácr
að;
G'vft'sr
«VVT',
V'vPa’
ELDIST
ELTON JOHN
ILLA?
Elton John geislaði ekki beinlínis
af lífsgleði um daginn er hann
tók sér ferð yfir Atlantshafíð, nánar
tiltekið frá London til New York,
ásamt konu sinni, Renötu.
Þótti söngvarinn hinn rytjuleg-
asti að sjá, þreytulegur, úfínn og
órakaður, en kona hans mun hressi-
legri. Svo var af söngvaranum
sívinsæla dregið, að hann mæltist
til þess að fá til afnota einhvers
konar rafknúinn hægindastól, sem
hann var síðan ferjaður í milli
límósínu og flugvélar.
Elton neitaði þó alfarið fyrir-
spumum um það hvort hann gengi
ekki heill til skógar, sagðist bara
vera þreyttur.
Hins vegar kemur ímyndin af
honum í rafknúna stólnum ekki al-
veg heim og saman við innihald
nýjasta smellsins hans, „I’m Still
Standing" eða eins og útleggja
mætti nafn lagsins á góðri íslensku:
„Ég hef ennþá fótaferð".
,ttVvU«
brvvhv
rVvw1
d'vtvvw
vvvap
egna
lt6frvv«v
MsSM
w
- ' ■■-
i
Sjálf telur þessi 29 ára gamla
leikkona það hafa verið sitt mesta
lán að vera rekin úr hlutverki í
myndinni „Piparsveinapartí" fyrir
ijórum árum, „sökum skorts á
kyntöfmm".
„Þetta með kyntöfranna má
mín vegna alveg liggja á milli
hluta, það erujskki þeir sem ég
nota mér til framdráttar,“ segir
Kelly McGillis. „En í dag er ég
óskaplega fegin því að mér skyldi
vera sparkað úr aðalhlutverkinu
í þessarri mynd Þar vom leik-
hæfíleikar manns nefnilega ekki
látnir sitja í fyrirrúmi, og hefði
ég leikið það hlutverk sem mér
var ætlað að leika þar, sæti ég
- að öllum likindum föst í svokölluð-
um „djörfum" gamanmyndum og
hefði aldrei fengið þau tækifæri
til að spreyta sig í góðum mynd-
um, sem ég hef nú fengið."