Morgunblaðið - 24.09.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.09.1986, Qupperneq 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Hvernig fer leikurinn? Morgunblaöiö/Einar Falur • Aukaspyrnur voru œfðar í gærmorgun og hór má sjá Arnór Guðjohnsen skjóta föstu skoti úr einni slíkri en að þessu sinni varði Bjami Sigurðsson mjög laglega í markinu. Ef aukaspyrnur fást í leiknum í dag þá gæti verið stórhætta því f íslenska liðinu eru miklar stórskyttur sem ættu að vera ófeimnar við að skjóta á markið jafnvel þó snillingurinn Dasaev standi í sovóska markinu. Verður erfiðari leikur en gegn Frökkunum „MÉR líst bara vel á þennan leik gegn Sovátríkjunum þó svo þeir sáu mjög sterkir," sagði Sævar Jónsson varnarmaðurinn sterki í samtali við Morgunblaðið f gær- morgun en þá æfði fslenska landsliðið á glœsilegum grasvelli f Mosfellssveit í blýðskaparveðri. „Sovétmenn eru mjög „teknísk- ir“ og leika skipulega. Þeir voru með gott lið í heimsmeistara- keppninni en hafa breytt talsvert síðan þá en engu að síður held ég að þessi leikur verði erfiðari en gegn Frökkum á dögunum. Þeir eru eldfljótir og skyndisóknir þeirra stórhættulegar. Það er þó gott að Belanof er ekki með því hann er frábær leikmaður." Igorj Belanof var markahæsti leikmaður sovéska liðsins í heims- meistarakeppninni í Mexíkó í sumar. Stórskemmtilegur leikmað- ur sem getur skorað úr ótrúlegustu færum. Hann er þekktur fyrir sín fyrnarföstu langskot og þeir sem fylgdust með heimsmeistara- keppninni muna eflaust eftir hinu stórglæsilega marki sem hann skoraði gegn Belgum en þá skaut hann rétt utan vítateigs og lenti knötturinn efst í markstönginni og þaðan í netið — gjörsamlega óverj- andi fyrir Pfaff markvörð Belga og er hann þó enginn aukvisi í mark- inu. Gunnar Gíslason: Þetta getur ekki tognað mikið meira ÞAÐ VAR um tfma útlit fyrir að Gunnar Gfslason, varnarmaður- inn sterki úr KR, gæti ekki leikið með landsliðinu gegn Sovát- mönnum f dag. Gunnar tognaði á Sigurður með hálsbólgu SIGURÐUR Jónsson hefur veríð með hálsbólgu frá því hann kom til landsins og f gærmorgun var óvfst hvort hann yrði með í leikn- um gegn Sovátríkjunum. Sigurður hefur verið hafður í nokkurskonar einangrun þannig að aðrir leikmenn smitist ekki af hon- um en á seinni æfingunni í gær var Sigurður með en hann var hins vegar heima á hóteli þegar strák- arnir æfðu í gærmorgun. „Hann reynir að vera með á æfingunni seinna í dag og ég held hann nái sór góðum fyrir leikinn. Hann hefur verið hitalaus en finnur fyrir eymslum í hálsinum. Hann hefur verið í sérstakri meðferð hjá okkur og við vonum að hann nái sér fyrir leikinn," sagði Þorsteinn Geirharðsson aðstoðarmaður landsliðsins og kylfingur hinn mesti á æfingunni í gærmorgun. hægri ökla á æfingu á mánudag- inn en f gærmorgun var hann mættur á æfingu eins og ekkert væri og virtust meiðslin ekki há honum mikið og þvf líklegt að hann verði f byrjunariiðinu f dag. „Þetta er það sama og ég lenti í í vor en ég held að þetta geti ekk- ert tognað meira. Eg hef svo oft tognað í ökla og þetta er allt orðið svo teygt að það getur ekki tognað meira. Ég finn lítið fyrir þessu núna og vonast til að veröa orðinn góður fyrir leikinn þannig að ég geti leik- ið,“ sagði Gunnar, en hann er þekktur fyrir allt annað en að kvarta að ástæðulausu enda harð- jaxl hinn mesti. ísland—Sovétríkin: Landsliðsmenn á ferð og flugi ÞAÐ MÁ með sanni segja að landsliðsmenn okkar í knatt- spymu hafi í nógu að snúast þessa dagana. Það er ekki nóg með að þorri þeirra fljúgi hing- að til lands f landsleiki heldur þurfa þeir þess á milli að ieika leiki með sínum fólagsliðum eriendis. Þeir sem hafa haft mest að gera að undanföru og munu hafa á næstu dögum leika alls níu leiki á 29 döguml Gamanið byrjaði laugardaginn 6. september með því að leikið var í viðkomandi deildum. Mið- vikudaginn á eftir, þann 10. sept., léku kapparnir síðan með íslenska landsliðinu hér heima gegn Frökkum, flugu síðan út til aö leika á laugardaginn með sínum félagsliðum þann 13. Miðvikudagurinn rann upp og þá var leikur í Evrópukeppni fé- lagsliða þar sem Ómar Torfason, Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eð- valdsson og Arnór Guðjohnsen léku allir með sínum félagsiiðum. Ásgeir, Atli og Arnór léku á heimavelli en Ómar skrapp til Moskvu þar sem Luzern lék við Spartak Moskva. Enn var haldið áfram og laug- ardaginn 20. september var enn leikið í deildarkeppninni og nú eru þeir komnir hingað heim til að leika gegn Sovétmönnum. Eftir leikinn verður flogið bein- ustu leið út þar sem leikið vérður á laugardag í deildarkeppninni, þann 27. september, og síðan eru Evrópuleikir 1. október og þá leikur Arnór í Póllandi, Ásgeir í Sovétríkjunum, Atli skreppur yfir landamærin til Austur-Þýska- lands og Ómar ieikur á heima- velli. Þessu annasama tímabili lýkur síðan með deildarleikjum þann 4. október. Af þessari upptalningu sést að menn leggja ýmislegt á sig í knattspyrnunni — 9 leikir á 29 dögum er ekkert smáræði og auk þess þarf auðvitað að æfa svona endrum og sinnum. Morgunblaöið/Einar Falur • Það var ekkert gefið eftir á æfingunni f gærmorgun í Mosfeils- sveit og hór má sjó Ragnar Margeirsson ná knettinum af Atla Eðvaldssyni og þeir Ómar Torfason og Ásgeir Sigurvinsson fylgj- ast með. Ásgeir, Atli, Ómar og Arnór hafa haft f nógu að snúast undanfarnar vikur og ótrúleg vinna og ferðalög sem þeir hafa lagt á sig til þess að geta leikið með landsliðinu og sínum félagsliðum. HVERNIG fer leikurinn? Þessa spurningu lögðum við fyrir nokkra vegfarendur í Austur- stræti í gær. En sem kunnugt er leika Islendingar við Sovát- menn á Laugardalsvelli f dag kl. 17.30. Þórarinn Friðriksson: Sovétmenn hafa á að skipa betra liði en Frakkar og spái ég því að þeir vinni okkur, 1:2. Sigurður HaHbjömsson: ísiand vinnur 1:0. Við eigum að geta unnið þá þar sem íslenska liðið sýndi mjög góðan leik gegn Frökkum á dögunum. Kolbrún Eiríksdóttlr: Ég spái að Sovétmenn vinni með þremur mörkum gegn engu. Þeir eru betri en Frakk- arnir. Kristján Björgvinsson: Þetta verður góður leikur en Sovétmenn eru betri og ná að merja sigur, 1:2. Þurfður Sigmundsdóttir: Ég vona að Island vinni. Segjum 2:1 fyrir ísland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.