Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 56

Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 56
SEGÐU RNARHÓLL PEGAR PÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍAII18833—---- STERKTKORT MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. LISTAMAÐURINN OG FYRIRSÆTAN VERK hins heimsþekkta iista- manns, Edvards Munch, voru tekin upp úr kössunum í Nor- ræna húsinu í gær, en þar hefst sýning á 40 verkum hans nk. laugardag. Sýningin verður opnuð kl. 15.00 og stendur fram til 2. nóvember. Listaverkin koma hingað til lands úr Munch-safninu í Noregi. Unnið hefur verið um árabil að undirbún- ingi sýningarinnar og er það norska stórþingið sem gaf út ríkis- ábyrgð fyrir verkunum, en tryggingarverð listaverkanna nemur 1,1 milljarði íslenskra króna. Á myndinni eru Ólafur Kvaran, listfræðingur, Knut Ödegárd, for- stjóri Norræna hússins, og Hilmar Einarsson og Ríkharð Hördal, sem yfirfóru verkin er þau voru tekin upp úr kössunum i gær. Lista- verkið á myndinni ber heitið „Listamaðurinn og fyrirsætan" og nemur tryggingaverð hennar einnar 38,5 milljónum króna, en verðmesta myndin á sýningunni ber heitið „Módel við körfustól- inn“ og er tryggingaverð hennar 49,5 milljónir króna. Saltfiskframleiðsla 14% meiri en í fyrra; Markaðsverð á saltfiski hækkað um 30% á þessu ári - Fjórði hver þorskur úr sjó fer á Portúgalsmarkað Saltfiskframleiðsla fyrstu níu mánuði þessa árs er um 46 þús- und tonn, sem svarar nærri 150 þúsund tonnum af fiski upp úr sjó. Er það um 14% meiri fram- leiðsla en á sama tima í fyrra. Um 23 þúsund tonn hafa farið til Portúgal sem þýðir að þangað hefur farið fjórði hver þorskur, sem dreginn hefur verið úr sjó. Mikil eftirspurn er nú eftir íslenskum saltfiski og verðmæti saltfisksútflutnings það sem af er þessu ári er um 1.2 milljörðum krónum meiri en alls útflutnings árið 1985. Þrátt fyrir mikla framleiðslu- aukningu eru birgðir af saltfiski um þessar mundir aðeins um 1.500 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Sölusambandi íslenskra fískfram- leiðenda. Verðmæti saltfískútflutn- ings þessa árs til 15. september er 5.2 milljarðar íslenskra króna, en verðmæti alls útflutnings 1985, sem var 49 þúsund tonn, nam 4 milljörð- um króna. Eftirspum eftir íslenskum salt- físki er nú mun meiri en fyrirsjáan- lega verður hægt að sinna. Er ljóst, að skortur mun verða víða í mark- aðslöndunum þegar líða tekur á vetur. Nýlega yoru gerðir samningar við kaupendur á Spáni, Italíu, Frakklandi og Þýskalandi um sölu á haustframleiðslunni. Þeir samn- ingar fela í sér verðhækkanir í Bandaríkjadollurum á bilinu 8 til 15%. Með þessum samningum hefur Dagskrá Stöðvar 2 í Eyjafirði STOFNAÐ hefur verið Eyfirzka sjónvarpsfélagið, sem fyrirhug- að er að hefji útsendingar á Akureyri í nóvember og hefur þegar verið send umsókn um útsendingarleyfi til útvarpsrétt- amefndar. Eyfirzka sjónvarps- félagið mun leigja tækiabúnað af Samveri á Akureyri. 1 undir- búningi er tvöföldun hlutafjár Samvers. Eyfirska sjónvarpsfélagið - Sjónvarp Akureyri, hefur staðið í samningum um að senda út sjónvarpsdagskrá íslenska sjón- varpsfélagsins h.f. og hyggst stunda jafnvel einhveija dag- skrárgerð jafnframt því, að sögn Hermanns Sveinbjömssonar rit- stjóra Dags, sem verið hefur einn helsti hvatamaðurinn að sjón- varpsrekstri í Eyjafirði. „Við höfum átt í viðræðum við íslenska sjónvarpsfélagið h.f. um, kaup á dagskrá þess til útsendinga hér nyrðra en enn hefur ekki verið gengið frá neinu í því sambandi," sagði Hermann. Eigendur Samvers h.f. eru Kaup- félag Eyfirðinga, en hluthafar í Eyfírzka sjónvarpsfélaginu eru einnig SÍS, Höldur hf. og einstakl- ingar. Samver á megnið af þeim tækjabúnaði, sem þarf til sjón- varpsútsendinga. markaðsverð á saltfíski hækkað á árinu í öllum markaðslöndum um rúmlega 30% að meðaltali í dollur- um talið. Frá áramótum til 1. september sl. hafði 45% af þorskaflanum farið til saltfiskverkunar. Borgarráð: Uthlutar lóð undir nýtt hótel BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Jóni Ragnarssyni veitinga- manni lóð undir 14 hæða hótel í nýja miðbænum. Hótelið verður reist á homi Listabrautar og Kringlumýrar- brautar. Hefur Jón haft fyrirheit um lóðina, sem hefur nýtingar- töluna 1,5, frá því s.l. haust. Áætlað gatnagerðargjald er 25 milljónir króna. Þriðjung upp- hæðarinnar þarf að greiða innan mánaðar frá úthlutun, ella fellur hún sjálfkrafa úr gildi. Loðnuverð SR og reglur um sýnatöku: Mikil óánægja meðal sjómanna og útgerðarmanna Loðnuskipunum hugsanlega siglt heim eða beint í aðrar verksmiðjur MIKILLAR óánægju virðist gæta meðal útgerðamanna og sjómanna á útgerðarskipum með þá ákvörðun Síldarverk- smiðja ríkisins að breyta reglum um sýnatöku á loðnu. Landsamband útgerðarmanna hefir sent stjórn Síldarverk- smiðjanna bréf, þar sem mótmælt er ákvörðun stjórnar- innar, en nýjar reglur, sem kveða á um sýnatöku við verk- smiðjuvegg, tóku gildi í dag 24. september. Þær reglur hafa verið í gildi, að sýnatakan, sem verðið byggist á, fer fram um borð í skipunum, en samkvæmt nýju reglunum fer hún fram við verksmiðjuvegg. Þegar komið er að verksmiðju- vegg, hefur loðnan rýmað nokkuð og verð hennar lækkað, miðað við það að sýnið sé tekið um borð. „Stjórn Sídarverksmiðjanna taldi nauðsynlegt að lækka loðnu- verðið um 100 krónur, en í stað þess að lækka það um 100 krónur lækkuðu þeir það um 50 krónur og breyttu samhliða reglunum um sýnatöku, sem hefur í för með sér 50 króna lækkun. Það kostaði miklar deilur að fá reglunum um sýnatöku breytt á sínum tíma, því þykir manni þessi ákvörðun gremjuleg," sagði Jónas Haralds- son lögfræðingur LÍÚ í samtali við Morgunblaðið. Jónas kvað það ólíklegt að stjóm SR breytti ákvörðun sinni og myndu útgerð- armenn ráða ráðum sínum á morgun. „Ég hef heyrt af því, að einhveijir bátar ætli að sigla heim í mótmælaskyni, en ég er persónu- lega á móti heimsiglingum og tel það mun eðlilegra að bátamir leiti til annarra verksmiðja, enda um frjálsa álagningu að ræða.“ I gærkvöldi hafði ekki frétst af neinum skipum, sem haldið höfðu heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.