Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 3

Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 3
MORGÚNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 18. ÖKTÓBER 1986 3 Ritstjóri Samúels: Sakfelldur fyrir tóbaksauglýsingu RITSTJÓRI og ábyrgðarmað- ur tímaritsins Samúel, Ólafur Hauksson, var í gær dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í 12 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið gegn banni á tób- aksauglýsingum í grein i tímaritinu á síðasta ári. í ákæru var Ólafí gefíð að sök „að hafa sem ritstjóri og ábyrgðar- maður tímaritsins Samúel birt á blaðsíðu 4 og 5 í desemberhefti tímaritsins 1985 í myndum og texta með yfírskriftinni „Þýskar gæðasígarettur á markaðinn" um- fjöllun, sem telja verður auglýsingu á tóbaksvörum og með þeim hætti brotið gegn banni á slíkum auglýs- ingum, sbr. 7. greina laga 74 frá 1984 um tóbaksvamir." Agúst Jónsson sakadómari kvað upp dóminn. Alþingi: Viðreisnarflokkarn- ir nú með meirihluta VIÐ inngöngu þingmanna Bandalags jafnaðarmanna í Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn myndaðist meirihluti flokkanna á Alþingi. Þessir tveir flokkar stóðu að Við- reisnarstjórninni árin 1959 til 1971, en hún var lengur við völd en nokkur önnur ríkis- stjórn lýðveldisins. í síðustu Alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 23 þingmenn kjöma og hefur nú 24 þingmenn, eftir að Kristín Kvaran gékk í þingflokkinn. Alþýðuflokk- urinn fékk 6 þingmenn í síðustu kosningum en eftir að Guðmundur Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Benediktsson gengu í flokk- inn fyrir skömmu urðu þingmenn hans 9. Samtals hafa Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur 33 þingmenn af 60 og gætu myndað meirihluta í báðum deildum þings- ins. Norræna húsið: Rúmlega 5 þúsund hafa þegar komið á Munch—sýninguna „Það er gaman að geta sagt frá því að sýningin á verkum Munch hefur slegið öll met í aðsókn,“ sagði Knut Ödegárd í samtali við Morgunblaðið. Þegar hafa milli 5 og 6 þús- sýningu hún virðist höfða til und manns séð sýninguna og allra aldurshópa, segja öllum sagði Knut, að mikill fjöldi ungs eitthvað," sagði bann. Sýningin, fólks hefði komið á sýninguna, sem stendur til 2. nóvember er sem væri óvanalegt. „Það er opin alla daga frá kl. 14:00 til svolítið merkilegt með þessa 19:00. Ný íslenzk kvikmynd frumsýnd NÝ íslenzk kvikmynd, Stella í orlofi, verður frumsýnd i Austur- bæjarbíói í Reykjavík og Félags- biói í Keflavík í dag. Framleiðandi er kvikmyndafélagið Umbi. Myndin fjallar um orlofsferð reyk- vískrar húsmóður með þrjú böm og sænks ferðamanns. Gerist margt spaugilegt í þeirri för. Leikstjóri myndarinnar er Þórhildur Þorleifs- dóttir. íslensk föt sýndá Broadway SUNNUDAGINN 19. október kl. 15.00 verður haldin umfangsmikil tiskusýning á Broadway. Sýningu þessari er ætlað að koma í stað kaupstefíiunnar ísiensk föt, sem haldin hefur verið tvisvar á ári undanfarin ár. Tískusýningin mun gefa gott yfírlit yfir það sem innlend framleiðslufyrirtæki eru að fást við nú á haustmánuðum og í nánustu framtíð. Eftirtalin fyrirtæki munu kynna framleiðslu sína: Álafoss hf., Arblik hf., Ceres, Drífa hf., Eggert Jóhanns- son feldskeri, Fatagerðin Fasa, Gefjun, Hagkaup hf., Henson hf., Hilda hf., Hlín hf., Iðnaðardeild Sam- bandsins (skinn og ull), Kamabær hf., Max hf., Prjónastofan Iðunn hf., Rimill hf./Nesver, Scana hf., Sjó- klæðagerðin hf., Trico hf. og Ultíma hf. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK laugardaginn 18. október ATKVÆÐISRETT EIGA allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við Alþingiskosningarnar, þ.e. verða 18 ára 23. apríl 1987 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. HVERIMIG Á AÐ KJÓSA Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan fram- boðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess frambjóð- anda sem óskað er að skipi þriðja sæti framboðslistans o.s.frv. KJÓSIÐ í ÞVf HVERFI SEM ÞÉR HAFIÐ NÚ BÚSETU Í Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. des. 1985 og ætlið að gerast flokksbundinn, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. atkvæðaseðill illlllliö^ gerl me0 SSSIiiiiiS KJORSTAÐIR VERÐA OPNIR SEM HER SEGIR: Laugardaginn 18. október á 4 kjörstöðum í 5 kjörhverfum frá kl. 09—21. 1. kjörhverfi Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjar- hverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrar- hverfi. Öll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga, nýja álman 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vest- ur og suður, öll byggð vestan Kringlumýrar- brauta* og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1, (vestur- salur 1. hæð) 3. kjörhverfi Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1, (aust- ursalur 1. hæð). 4. kjörhverfi Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúnsholt og Graf- arvogur og byggð Reykjavíkur norðan Elliða- áa. Kjörstaður: Hraunbær 102B (suðurhlið). 5. kjörhverfi Breiðholtshverfin. Öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við Gerðu berg. MUNIÐ: NÚMERA SKAL VIÐ FÆST 8 OG FLEST 12 FRAMBJÓÐENDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.