Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
________• ■ ■ ■ . ■ - - ...................
V estmannaeyjar:
Formanns-
skiptí hjá út-
vegsbændum
Aðalfundur LÍÚ
haldinn í Eyjum
Vestmannaeyjum.
FORMANNSSKIPTI áttu sér
stað hjá Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja á aðalfundi fé-
lagsins i síðustu viku. Kristinn
Pálsson, sem gegnt hefur for-
mennsku í féiagi útgerðarmanna
i Eyjum í sjö ár, baðst undan
endurkjöri og var Hilmar Rós-
mundsson kjörinn formaður i
hans stað. Hilmar er jafnframt
framkvæmdastjóri Útvegs-
bændaf élagsins.
Á aðalfundinum voru mál rædd
og samþykktar ýmsar tillögur um
hagsmunamál útgerðarinnar. M.a.
var samþykkt eftirfarandi tillaga
um landhelgi við Vestmannaeyjar
sem svo mjög er nú á dagskrá
meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi
í Eyjum:
„Aðalfundur Útvegsbændafélags
Vestmannaeyja, haldinn 10. októb-
er 1986, samþykkir að mælst verði
til þess við Sjávarútvegsráðuneytið
að þriggja sjómílna fískveiðiland-
helgi verði ákveðin í kringum
Heimaey. Bátum 80 rúmlestir og
minni verði þó heimilt að stunda
togveiðar á þessu lokaða svæði 1.
febrúar til 1. september ár hvert".
Eftirtaldir útgerðarmenn skipa
aðal- og varastjóm Útvegsbænda-
félags Vestmannaeyja: Hilmar
Rósmundsson formaður, Sigurður
Einarsson, Karl _ Guðmundsson,
Leifur Ársælsson, Óskar Matthías-
son, Gísli Valur Einarsson, Magnús
Kristinsson og Siguður Elíasson.
Ákveðið hefur verið að aðalfund-
ur Landssambands íslenskra
útvegsmanna verður haldinn í Vest-
mannaeyjum dagana 5.-7. nóvem-
ber nk. Verður það í annað skiptið
sem útgerðarmenn ræða mál sfn á
aðalfundi í stærstu verstöð landsins.
- hkj.
Hugmynd um há-
skóla á Alþingi 1845
Aðalbygging Háskóla íslands
Háskólinn I:
eftirÞórð
Kristinsson
75 ár eru nú liðin síðan Háskóli
íslands tók til starfa, en hann var
settur fyrst þann 17. júní 1911 á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar,
forseta Hins íslenska bókmenntafé-
lags, en regluleg kennsla hófst 4.
október þá um haustið. Reyndar
var skólinn stofnaður að lögum
tveimur árum fyrr, á Alþingi 1909,
og hlutu lögin staðfestingu kon-
ungs 30. júlí þá um sumarið.
Við þessi tímamót er ýmislegt
gert tii fagnaðar og hátíðabrigða
svo sem eðlilegt er, enda háskólinn
hinn eini með smárri þjóð og ein
af forsendum sjálfstæðis hennar.
En hér er ekki ætlunin að rita af-
mælisgrein, heldur verður reynt í
fáeinum pistlum að varpa svolitlu
ljósi á vettvang háskólans og þá
vinnu sem þar er innt af hendi.
Háskóli er þess eðlis — eða á
að vera — að hann verður aldrei
gamall þótt árin færist yfir og af
sömu sökum verður engin grein
gerð fyrir slíkum skóla í einu vet-
fangi, né heldur verður það gert í
eitt skipti fyrir öll. En vert er að
skyggnast svolítið um.
Enda þótt Háskóli íslands sé
engin heilög kýr, fremur en önnur
mannanna verk, þá er hann
íslensku samfélagi býsna mikilvæg-
ur um margt og ef til vill yrði það
okkur ljósara ef við hugsuðum okk-
ur samfélagið án hans — ef við þá
getum það. í fljótu bragði er nefhi-
lega vandséð hvemig það er hægt
En hinu má auðvitað ekki gleyma
að hann stendur ekki sömu rótum
og náttúrulögmálin; skólinn heldur
ekki áfram að vera til og daftia,
nema með því einu að stutt sé við
hann með ráðum og dáð — í senn
af þeim sem starfa við hann og
þeim er fara með opinbera sýslan.
Og hið sama gildir skiljanlega um
samfélagið.
Þessi sannindi eru engin ný bóla,
þau voru mönnum ofarlega í huga
er hugmynd um háskóla var fyrst
hreyft á hinu fyrsta endurreista
Alþingi árið 1845. Jón Sigurðsson
forseti bar þar fram tillögu um
„þjóðskóla" á íslandi, er „veitt
gæti svo mikla menntun hverri stétt
að nægir þörfum þjóðarinnar". En
36 ár liðu uns málið var aftur tek-
ið til umræðu á Alþingi. Árið 1881
flutti Benedikt Sveinsson, sýslu-
maður, frumvarp til laga um
stofnun „háskóla" á íslandi og enn
á þingunum 1883 og 1891. Málið
var einnig fyrir þinginu 1885 og
1893 og var samþykkt tvívegis, en
konungur synjaði staðfestingu.
í frumvarpi sínu notaði Benedikt
Sveinsson orðið „háskóli" um það
menntasetur sem hann vildi að sett
yrði á fót og taldi það nýmæli, en
hann sagðist hins vegar fús að
breyta því í landskóla eða þjóðskóla
ef heitið færi fyrir brjóstið á mönn-
um; fyrir honum vekti að draga
saman í eina heild þær vísinda-
stofnanir sem til væru í landinu „og
við eigum að hafa“. Andleg sam-
vist og samvera yrði „ftjóvgari,
innilegri, §örugri og aflmeiri“; hins
vegar mætti „ekki ætlast til, að
menn skapi fullkomnar vísindalegr-
ar stofnanir í fyrstu, heldur að hinar
vísindalegu stofnanir skapi þá eig-
inlegu vísindamenn; einungis með
tímanum ná slíkar stofnanir fúll-
komnum blóma, vexti og viðgangi,
og þennan vöxt og viðgang fá þær
af sjálfum sér. Það er best fyrir
oss að sníða okkur stakk eftir
vexti; vér verðum að byija þar, sem
við erum komnir".
íslenska orðið háskóli er sömu
merkingar og latneska orðið „uni-
versitas" sem tekur til allra fræði-
greina sem menn leggja stund á;
það birtist fyrst í prentuðu máli í
ritum Þorláks biskups Skúlasonar,
í þýðingu á Gerhardi-hugvekjum
árið 1630 og svo í formála að Þor-
láksbiblíu árið 1644. Benedikt
Sveinsson vakti því orðið upp af
sveftii í frumvarpi sínu og hefur
það haldið vöku sinni æ síðan.
Skólamir sem Benedikt vildi
draga saman í eina heild voru tveir
embættismannaskólar, prestaskól-
inn, stofnaður 1847, og læknaskól-
inn sem stofnaður var 1876, en
báðir þessir skólar voru vísar að
háskóla eða á „háskólastigi" með
nútíðarorðalagi. Árið 1907 fékkst
samþykkt þingsályktunartillaga í
neðri deild Álþingis þar sem skorað
er á landstjómina að endurskoða
lögin um embættismannaskólana
og semja frumvarp um stofnun
háskóla. Hannes Hafstein, ráðherra
íslands, fól forstöðumönnum emb-
ættismannaskólanna, þeim Jóni
Helgasyni í prestaskólanum, Guð-
mundi Bjömssyni í læknaskólanum
og Lámsi H. Bjamasyni í lagaskól-
anum, sem tekið hafði til starfa
haustið 1908, að semja téð frum-
varp og létu þeir fylgja því frum-
varp um laun háskólakennara.
Voru bæði frumvörpin samþykkt
sem lög og fengu staðfestingu kon-
ungs 30. júlí 1909. Með lögum nr.
36,11. júlí 1911 vom forgangsrétt-
indi kandídata frá Háskóla Islands
til embætta á íslandi staðfest og
fé veitt til skólans.
Hinn nýstofnaði háskóli, sem
settur var fyrsta sinn 17. júní 1911
og hóf starfsemi 4. október um
haustið, var í fjómm deildum, guð-
fræðideild (prestaskólinn), lækna-
deild (læknaskólinn), lagadeild
(lagaskólinn) og heimspekideild
sem var ný í þeim skilningi að eng-
inn skóli var fyrirrennari hennar.
Við skólann fyrsta veturinn vom
45 nemendur, 11 fastir kennarar
og 7 stundakennarar. Rektor skól-
ans var Bjöm M. Ólsen.
Höfundur erprófstjóri við Há-
skóla Islands.
Viðskiptin við Sovétríkin:
Stefnir í halla á
vöruskiptunum
- ef ekkert verður úr saltsíldarsölu
VIÐSKIPTIN við Sovétríkin hafa
undanfarin ár verið um 10% af
inn- og útflutningi íslands. Á
árinu 1985 fluttum við út vörur
til Sovétríkjanna fyrir 2.271
milljónir kr. og fluttum inn fyrir
3.016 milljónir kr. Var vöru-
skiptajöfnuðurinn því okkur í
óhag um 744 milljónir kr., eins
og reyndar yfirleitt hefur verið.
í ár snerist dæmið hins vegar
við, aðaliega vegna lækkunar á
verði olíu sem er 90% af innflutn-
ingi okkar frá Sovétríkjunum,
og stefnir nú i að vöruskiptajöfn-
uðurinn verði jákvæður fyrir
okkur, samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk hjá Jóni
Ögmundi Þormóðssyni deildar-
stjóra í viðskiptaráðuneytinu. Ef
núverandi olíuverð helst óbreytt
og ekkert verður úr saltsildar-
kaupum Sovétmanna stefnir á
nýjan leik í halla á vöruskiptum
okkar við Sovétríkin á næsta árí.
Olía er 90% af innkaup-
um Islands í
Sovétríkjunum
Árið 1985 vom helstu tegundir
útflutningsvara okkar til Sovétríkj-
anna eftirfarandi: Freðfískur 1.046
milljónir, saltsfld 750 milljónir, ull-
arvömr 287 milljónir og lagmeti
105 milljónir kr. Frá Sovétríkjunum
fluttum við inn olíuvömr fyrir 2.718
milljónir, rækjur 147 milljónir,
timbur 82 milljónir og bfla fyrir 51
milljón kr., svo helstu tegundur séu
nefndar. í Bandaríkjadollurum
reiknað var olíukaupareikningurinn
í Sovétríkjunum 70 milljónir dollara
árið 1985 en vegna lækkunar á
heimsmarkaðsverði olíu fer reikn-
ingurinn niður í um 40 milljónir
dollara í ár.
Á mánudag era fyrirhugaðar í
Moskvu viðræður við Soyétmenn
um olíukaup á næsta ári. í gildi er
rammasamningur um viðskipti á
milli landanna á ámnum 1986 til
1990 en í lok hvers árs em gerðir
samningar um olíuviðskipti ársins
á eftir. Samningamir hafa yfírleitt
gengið Jjannig fyrir sig að sendi-
nefhd Islends fer til Moskvu að
hausti til samningaviðræðna og
hefur þá oftast verið gengið frá
bráðabirgðasamkomulagi sem síðan
er endanlega gengið frá fyrir árs-
lok. Verðið á olíunni fer eftir
Rotterdamskráningu en verið er að
ganga frá magni einstakra tegunda
°g ýmsum framkvæmdaatriðum.
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri viðskiptaráðuneytisins stýrir
íslensku viðræðunefndinni og er
hann þegar kominn til Moskvu. Með
honum í nefndinni em forstjórar
olíufélaganna þriggja, Þórður Ás-
geirsson, Indriði Pálsson og Vil-
hjálmur Jónsson, auk Ama Kr.
Þorsteinssonar deildarstjóra hjá
Olíufélaginu hf. Þeir fara utan í
dag. Það er ríkisstjómin sem gerir
samninginn en framselur hann
síðan til olíufélaganna sem annast
framkvæmd hans.
50% af olíunni keypt í
Sovétríkjunum
Á síðasta ári keyptu íslendingar
304 þúsund tonn af olíuvöram í
Sovétríkjunum og er það 50,9% af
öllum olíuinnkaupum okkar það
árið, miðað við magn. Árið áður
keyptum við þar 329 þúsund tonn
og er samdrátturinn aðallega vegna
minnkandi svartolíunotkunar hér.
Hlutfall olíukaupa okkar í Sov-
étríkjunum lækkaði við þetta úr um
60%, sem algengast hefur verið á
undanfömum ámm, niður í rúm
50%.
Olíuinnkaupin árið 1985^ vom
þannig I grófum dráttum: í Sov-
étríkjunum keyptum við 107
þúsund tonn af svartolíu, sem er
öll sú svartolía sem hingað var
keypt. Þaðan keyptum við 61 þús-
und tonn af bflabensíni sem er 64%
af innkaupum okkar af þeirri teg-
und. Heildarbensínkaupin vom 95
þúsund tonn og var mest af þessum
34 þúsund tonnum keypt frá Port-
úgal, en minna frá Bretlandi og
öðmm löndum. Frá Sovétríkjunum
keyptum við 136 þúsund tonn af
gasolíu en heildargasolíukaupin
vom 237 þúsund tonn og er hlut-
fall Sovétríkjanna því 57%. Afgang-
urinn er aðallega keyptur frá
Hollandi en minna kom frá Portú-
gal, Noregi og fleiri löndum. íslend-
ingar kaupa ekki aðrar en þessar
þijár helstu olíutegundir í Sovétríkj-
unum. Af öðmm tegundum vegur
þotueldsneyti mest en það er mest
keypt í Hollandi en einnig lítils-
háttar í Noregi, Belgíu og Portúgal.
Það litla sem keypt er inn af flug-
vélabensíni er keypt frá Hollandi.
Þaðan kom einnig megnið af smur-
olíunni okkar.
Olíukaupasamningurinn við Sov-
étmenn fyrir árið 1986 hljóðar upp
á 120 þúsund tonn af gasolíu, 120
þúsund tonn af svartolíu og 70
þúsund tonn af bensíni. Er þessi
samningur svipaður og árið áður,
en reynslan sýnir að innkaupin fara
ekki alltaf nákvæmlega eftir hon-
um. Til dæmis er búist við að
svartolíunotkun hér hafi enn dregist
saman í ár og að ekki verði staðið
við samninginn að fullu í því efni.
Jón Ögmundur Þormóðsson bjóst
við að í Moskvu yrðu málin rædd
á svipuðum nótum og áður, en sagði
að ekkert væri hægt að fullyrða
um niðurstöðu fyrr en skrifað hefði
verið undir.