Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 19 ljósaskiptunum (Björg Þorsteinsdóttir) nokkrum öldum og stóð lengi yfir. Sem betur fer hafa gömlu aðferð- irnar og handþrykkið komið aftur á síðustu árum. Tæknigaldrar hafa boðið heim hvers konar meðalmennsku og flatneskju, sem upp á vegg komin virkar líkast andlausu veggfóðri er tímar líða. Það er hið manniega og persónu- lega, sem ber að stefna að á tækniöld, en án þess að vanrækja hina nýju tækni að neinu leyti. Menn mega einfaldlega ekki varpa hinu gamla og handfasta fyrir róða — útrýma því líkt og Geirfuglin- um... Sumir vilja stöðugar breytingar og heljarstökk frá einni sýningu til annarrar en þá skal minnst orða Henri Matisse: „Menn eiga aldrei að reyna að vera frumlegir heldur stöðugt halda sínu striki — eigi maður einhvem frumleika til þá kemur hann fram óþvingaður og eðlilegur." Þetta er einmitt svipað því sem er broddurinn í framslætti Picasso er hann sagði. „Ég leita ekki, held- ur fínn.“ Þessir menn vissu hvað þeir vom að segja enda höfðu þeir þumalfíng- urinn í pallettinu dag hvem og rissblýið á lofti og höfðu enga þörf fyrir að slá um sig með innantómum slagorðum, sem Iíta vel út á yfír- borðinu líkt og tæknilega vel gerð mynd sem skortir innihald — blóð, tár og svita ... Ég fer hér ekki út í það að tíunda einstakar myndir því þá yrði grein mfn of löng — en ég hef lagt áherslu á að reifa ýmis mikilvæg atriði er varða fortíðina, stöðuna í dag og framtíðina. fram einkenni svipaðs hugblæs, en þær hafa ekkert með stælingar að gera. Þessum málumm og íleiri dýrk- endum landslagsmálverksins í sinni náttúrulegustu mjmd hefur Eyjólfur haft ríkuleg tsekifæri til að kynnast á söfnum í Dresden, sem á þeim ámm og þar til hún var lögð í rúst í iok seinni heims- styrjaldarinnar var ein undursam- legasta listaborg veraldar — háborg fágaðs handverks og völ- undarsmíði í byggingarlist og listiðnaði ásamt hvers konar hag- leiks svo sem „Græna hvelfingin" var og er til vitnis um — en hún geymdi í rammgerðri umgerð fjár- sjóði Ágústar sterka af Saxlandi. Og Zwinger-listasafnið var engu safni líkt í veröldinni fyrir fegurð ytra sem innra og ótal listaverk snillinga listasögunnar. Ég minnist á þetta vegna þess að ýmsar náttúrustemmningar Eyjólfs J. Eyfells leiða huga minn að skoðun þýskra listasafna vestan tjalds sem austan og þá ekki síst í Dresden. Hins vegar gekk Eyjólf- ur ekki í gegnum þann stranga og harða skóla er kostaði fjölmörg ár viðkomandi hjá meistumm málara- listarinnar, svo sem þessum miklu listamönnum, er hrifti hann vfsast mest. Eyjólfur varð því íslenzkt nátt- úrubam og um margt sjálflærður í útfærslu myndefna sinna, enda em myndir hans ákaflega misjafn- ar að gæðum, en jafnan skín úr þeim flestum bamsleg einlægni, sem er aðal þeirra og helstu sér- kenni. Eyjólfí tekst að mínu mati lang- samlega best upp í einföldum stemmningsríkum myndum, þar sem honum lánast að forðast alla væmni, og nefni ég hér máli mínu til stuðnings og áréttingar auk þeirra, sem ég hef þegar vísað til, myndimar „Þingvellir" (41), „Frá Hafnarfírði" (46), „Úr Reykholts- dal“ (47), „Eiríksjökull" (67) og „Frá Þingvöllum" (102). Fjórar litlar myndir gerðar á Spáni árið 1982 skera sig úr á sýningunni fyrir það, hve bjart er yfír þeim og pensildrættimir leik- andi léttir og lifandi (myndir nr. 54—57). Fleiri myndir frá sama ári geta bent til þess, að listamað- urinn hafí orðið fyrir sterkukm hughrifum frá þessum tíma og verið léttur í lund og hamingjusam- ur. Eyjólfur málaði það sem honum fannst fallegt í náttúmnni og aðrir báðu hann um að mála, er var þeim hugstætt, en hann gerði það á sinn eigin hátt, var hóglátur í eðli sínu og tróð aldrei öðrum málurum um tær, svo ég viti til, sem er fágætur og virðingarverður hæfíleiki í þessu landi. Það var gott að fá þessa sýningu frá hálfu fjölskyldunnar, og hún leggur á hendur sérfróðum þá skyldu að gera list Eyjólfs J. Ey- fells ítarlegri skil í vandaðri og hnitmiðaðri samantekt, því að þetta er vissulega ein hliðin á íslenzkri list aldarinnar, sem á fyllsta rétt á, að gaumur sé gefinn og skipað sé til verðugs sætis. Innrás Hoopers frá Mars Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Innrásin frá Mars (Invaders from Mars). Sýnd í Tónabíó. Stjörnugjöf: ★ ★ Bandarísk. Leikstjóri: Tobe Hooper. Handrit: Dan O’Bannon og Don Jacoby. Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Kvikmyndataka: Daniel Pearl. Tónlist: Christopher Young. Helstu hlutverk: Karen Black, Hunter Carson, Timothy Bottoms og Lou- ise Fletcher. David (Hunter Carson) vaknar við það eina nóttina að risastórt geimskip lendir skammt frá heim- ili hans. Pabbi (Timothy Bottoms) og mamma (Laraine Newman) trúa honum auðvitað ekki enda David hugmyndaríkur strákur. En um morguninn fer pabbi að athuga málið og kemur aftur svolítið skrítinn. Hann drekkur kollu af brennheitu kaffí í botn án þess að blikna. Og það er sár á hálsinum á honum. Kennslukonan, frú McKeltch (Louise Fletcher), er líka með svona sár á hálsinum og er afar viðskotaill. Svo fær mamma sár á hálsinn og brátt eru allir í kringum David komnir með sár og hegða sér undarlega. Nema skóla- hjúkkan (Karen Black) og hún og • David komast að því að það hefur geimskip frá Mars lent við litla smábæinn þeirra og að marsbúar eru gersamlega forljót kvikindi og ill. Þessi nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Tobe Hoopers, Innrás- in frá Mars (Invaders from Mars), sem sýnd er í Tónabíó, er endur- gerð samnefndrar marsbúamyndar frá 1953. Hana gerði William Cam- eron og hún var líka um marsbúa sem lenda á jörðinni, dáleiða fólk og nota til að vinna fyrir sig skemmdarverk. Hooper leikstýrir mjmd sinni í anda geimvísindamynda sjötta ára- tugarins og þó meira í stíl hasar- blaðanna gömlu; setningamar, sem hijóta af vörum persónanna og margar sviðsetningar eru eins og klipptar útúr teiknimyndablöð- um, persónumar eru ríkulega skáldaðar og teiknimjmdalegar eins og vindiltyggjandi hershöfð- inginn og ógnvænlega kennslukon- an, sem David kemur einu sinni að þegar hún er að troða upp í sig frosk í tilraunastofu skólans. Þótt myndin heiti á íslensku Innrásin frá Mars á hún ekkert skylt við vísindaskáldsögu H.G. Wells um þrífætt stálskrýmsli, sem tókst næstum að leggja heiminn í rúst áður en kvefpestir lögðu þau að velli. í mjmd Hoopers eru það ekki pestir heldur bandaríska land- gönguliðið, sem vinnur bug á marsbúunum í samræmi við Rambóískan tíðarandann. Tæknibrellumar eru allar hinar skemmtilegustu á að horfa og marsbúamir, sem eru lítið annað en tennur á fjórum fótum, eru bæði hláturmildir og banvænir. Innviðir geimskipsins em dularfull- ir og ævintýralegir eins og vera ber þótt að utan líti það út eins og ruslahaugur. Leikurinn er ekk- ert til að hrópa húrra fyrir nema hjá Louise Fletcher, sem gæðir kennslukonuna sérlega illu lífí, og spennan er líklegri til að negla krakka í sætið en veraldarvanari áhorfendur. Maður veit samt aldrei hvort Hooper er að gera hér mynd fyrir böm eða ekki. En hann er örugglega að gera mynd fyrir þá sem átu í sig hasarblöðin hér einu sinni og fengu aldrei magafylli. Um borð S geimskipinu frá Mars. Munið opna húsið í Háskóla íslands á morgun, sunnudag, frá kl. 10.00—18.00. Alls verða 19 bygg- ingar opnar. — Allir velkomnir. Háskóli íslands Míel SOLUSYNING í dagkl. 10—16 í húsnœði JP innréttinga, Skeifunni 7. Við kynnum hin eftirsóttu Míele eldhústæki. Við sýnum keramikhelluborð, blást- ursofna, örbylgjuofna, viftur, stjórn- borð, uppþvottavélar, kæliskápa. Samræmt útlit. Heimsþekkt gæða- vara. Veldu Miele annaÖ er málamiðlun Einkaumboð á Islandi [g JÓHANN ÓLAFSSON & CO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.