Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. ÖKTÓBER 1986 Framlag Kíwanísmanna til geðheilbrigðismála eftir Odd Bjamason Kiwanismenn hafa í samvinnu við Geðvemdarfélag íslands um margra ára skeið lagt þeim lið sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir hafa safnað fé meðal landsmanna á svonefndum K-dögum og hefur því verið varið til að styrkja endurhæf- ingu geðgukra af öllu landinu. Þannig var ágóðanum af fyrsta K-deginum varið til uppbyggingar Bergiðjunnar sem er endurhæfíngar- vinnustaður fyrir geðsjúklinga. Agóðanum af síðari K-dögum hefur að mestu verið varið til að reisa end- urhæfingarstöð Geðvemdarfélags íslands. . Þótt sá flárstyrkur sem ^eosjúkl- ingar hafa fengið að tilhlutan Kiwanismanna sé mikils verður er ekki minna vert um þann siðferðilega stuðning sem Kiwanismenn hafa veitt þeim með starfí sínu. Þeir hafa vakið athygli á þeim vanda sem geð- sjúklingar eiga við að etja og aukið skilning samborgara sinna á honum. Kiwanismenn hafa enn einu sinni ákveðið að leggja þeim lið sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir hyggjast nú sérstaklega leggja hönd á plóginn með þeim sem vinna með unglingum sem eru með alvarleg geðræn vandamál. Þetta munu þeir gera með því aðsafna fé næstkom- andi föstudag og laugardag til unglingageðdeildar sem verið er að koma upp á Dalbraut 12 í Reykjavík. Geðtruflanir unglinga hafa lengi verið vandamál sem ekki hefur verið nægur gaumur gefínn. Rannsóknir benda til að a.m.k. fimmtungur ungl- inga eiga við veruleg geðræn vandamál að stríða og þurfí á aðstoð að halda þess vegna, Slík vandamál eru oft orsök að félagslegum vanda- málum unglinga og jafnvel að alvarlegum árekstrum þeirra við samferðamenn. Því er mikilvægt að greina og taka á þessum vandamál- um eins fljótt og unnt er. Þetta verður ekki gert nema til sé unglingageðdeild með sérþjálfuðu starfsliði. Því miður hefur slfit deild ekki verið til en nú er að rætast úr þessu. Ríkisspítalar hafa fest kaup á húsinu á Dalbraut 12 í Reykjavík þar sem nú er rekin bamageðdeild Landspítalans og Upptökuheimili Reykj avíkurborgar. Þó að húsnæðið sé fengið er eftir að lagfæra það og festa kaup á nauðsynlegum búnaði til að það sé fullnægjandi fyrir sér- hæfðan rekstur ungiingageðdeildar. Ég heiti á alla landsmenn að taka Kiwanismönnum vel þegar þeir leita eftir stuðningi við þetta mikilvæga verkefiii með sölu IGwanislykilsins. Framlag Kiwanismanna til endur- hæfíngar og meðferðar á geðsjúkl- ingum hefur nýst mjög vel. Það er ekki úr vegi að gefa nokkra hug- mynd um það með því að gera stutta grein fyrir starfsemi endurhæfingar- stöðvar geðvemdarfélagsins fyrstu tvö árin. Endurhæfingarstöðin Endurhæfíngarstöð Geðvemdarfé- lags íslands var tekin í notkun 27. október 1984. Hún hefur komið til móts við brýna þörf og hefur verið vel nýtt. Til þess að stuðla að því að endurhæfingarstöðin komi að sem bestum notum vil ég kynna stöðina og starfsemi hennar fyrsta eina og hálfa árið fyrir lesendum Geðvemdar. Endurhæfíngarstöðin er af því tagi sem nefndur hefur verið áfangastað- ur og er samastaður fyrir sjúklinga meðan stendur á endurhæfíngu vist- manna undir leiðsögn og með stuðningi ýmissa aðila innan geð- heilbrigðiskerfisins. Hún er sérstak- lega hönnuð með hliðsjón af þeirri starfsemi sem þar á að fara fram. Þar er rými fyrir átta íbúa svo og lítil íbúð sem nota má fyrir húsráð- endur, hjón í endurhæfíngu eða aðstandendur sjúklinga utan af landi. Húsið er samtals 366 fermetrar að flatarmáli á tveimur hæðum. Á neðri hæð er anddyri, íbúð, þijú ein- staklingsherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Á efri hæð er eldhús, borðstofa, setustofa, sjón- varpsstofa, þijú einstaklingsherbergi, eitt tveggja manna herbergi og vinnuherbergi. Oddur Bjamason „Þótt sá fjárstyrkur sem geðsjúklingar hafa fengið að tilhlutan Kiw- anismanna sé mikils verður er ekki minna vert um þann siðferði- lega stuðing sem Kiwanismenn hafa veitt þeim með starfi sínu.“ Stjóm endurhæfingar- stöðvarinnar Endurhæfíngarstöðin er sjálfs- eignarstofnun sem hefúr sérstaka stjóm. Meðlimir stjómarinnar em til- nefndir til 3ja ára í senn af stjóm geðvemdarfélagsins. Nú em eftir- taldir menn í stjóminni: Tómas Helgason, prófessor, formaður; Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi, gjaldkeri; Sigrún Júh'us- dóttir, yfirfélagsráðgjafí, ritari. Ennfremur Nanna Jónasdóttir, hjúkmnarframkvæmdastjóri, Jón K. Olafsson, sveitarstjóri í Sandgerði, Eyjólfur Guðmundsson, bóksali, og Oddur Bjamason, læknir. Sigrún Júlíusdóttir, Bragi Guðbrandsson og Oddur Bjamason sitja í starfsstjóm sem hefur yfimmsjón með dagiegum rekstri áfangastaðarins. Það er rétt að geta þess að þeir Jón og Eyjólfúr em báðir Kiwanismenn. Nauðsyn endurhæfingar Geðsjúkdómar hafa í för með sér mikinn vanda fyrir geðsjúklinga, fjöl- skyldur þeirra og allt samfélagið. Þeir valda sjúkhngunum oft á tíðum rrúkilli sálarkvöl og skerða getu hans til starfa og félagslegra samskipta. Þeir draga úr tekjum og ógna afkomu hans. Þeir spilla fyrir tengslum hans við samferðamenn og draga úr tæki- fæmm hans til að hasla sér völl í samfélaginu og hagnýta sér þau hlunnindi sem það býður upp á. Mik- ill hluti þeirra sem fá örorkubætur eiga við geðsjúkdóm að stríða. Margir geðsjúklingar hafa vem- legt gagn af venjulegri meðferð og getað lifað góðu lífí, þegar henni er lokið. Sumir em þó ekki svo lánsam- ir og verða að eiga kost á fullnægj- andi endurhæfingu ef þeir eiga að geta gert sér vonir um að geta hasl- að sér völl í samfélaginu og lifað þar eðlilegu lífí. Til þess að koma við slíkri endur- hæfingu er nauðsynlegt að hafa nægilegt rými á endurhæfíngardeild- um, endurhæfíngarstöðvum og vemduðum vinnustöðum. Því miður em skilyrði til endurhæfíngar ekki nægilega góð hér á landi. Rými er ekki nægjanlegt á þeim stöðum sem nefndir em hér að ofan. Maigir þeirra sem hafa átt við langvarandi geðsjúk- dóm að stríða eiga því ekki kost á fúllnægjandi endurhæfingu og verða að láta fyrirberast á geðdeildum leng- ur en þörf krefur eða beijast í bökkum í samfélaginu vegna skorts á starfegetu eða félagslegri fæmi. Starfsemi á áfangastað Áfangastaður er heimili sem ætlað er geðsjúklingum sem hafa náð þeirri heilsu, að þeir þurfa ekki lengur að dvelja á geðdeildum en em ekki enn í stakk búnir til að lifa á eigin vegum í samfélaginu. Glevmum ekki gedsjúkum ■ iaokt. 21 Endurhæfíngarstöðin er sama- staður fyrir geðguklinga meðan á vinnuþjálfun eða annarri endurhæf- ingu utan stöðvarinnar stendur en fyrst og fremst er hún þó vettvangur félagslegrar endurhæfíngar. Starf- semin þjónar meðal annars þeim tilgangi að veita vistmönnum nauð- synlegan læknisfræðilegan, félags- legan og tilfínningalegan stuðning meðan á endurhæfingu stendur og veita þeim tækifæri til markvissrar endurhæfingar með leiðbeiningu og stuðningi ýmissa sérþjálfaðra aðila innan geðheilbrigðiskerfísins. Megin- markmið endurhæfíngarinnar er að auka fæmi vistmanna til daglegs lífs, starfs og mannlegra samskipta. I endurhæfíngarstöðinni er ekki beitt meðferð í venjulegum skiiningi þess orðs. Meðan einstaklingur dvelst þar er lögð áhersla á sjálfstæði hans og sjálfsábyrgð. Gert er ráð fyrir að hann stundi regiulega vinnu, vinnu- þjálfun eða nám. Ennfremur er gert ráð fyrir að hann greiði leigu og framfærslukostnað og taki þátt í heimilishaldi með aðstoð leiðbeinenda sem hafa geðheilbrigðisstarfsfólk að bakhjarli. Einar Einarsson, félagsráðgjafi á geðdeild Landspítalans, hefúr haft með höndum umsjón og eftirlit með áfangastaðnum frá því er starfsemin hófet þar til 15. maí sl. Nú hefúr Bjamey Kristjánsdóttir, félagsráð- gjafí á geðdeild Landspítalans, tekið við því starfi. Félagsráðgjafínn hefur haft vikulega fundi með íbúum og tveimur leiðbeinendum sem starfa á staðnum. Hann hefur handleitt leið- beinendur með reglulegum hætti. Þá hefur hann setið vikulega fundi með starfstjóminni. Hann tekur við um- sóknum um dvöl og greinargerðum frá meðferðaraðilum og sér um inn- tökuviðtöl ásamt ráðgefandi félags- ráðgjafa sem á sæti í hússtjóm. Hann skipuleggur einnig meðferð- aráætlanir í samvinnu við skjólstæð- inga og meðferðaraðila þeirra og fylgir eftir hverri áætlun með föstum mánaðarlegum viðtölum. Hann tryggir að skjólstæðingum sé veittur regiulegur stuðningur og eftiriit og hefur samvinnu við lækna þegar um lyfjameðferð er að ræða. Á þeim tveimur árum sem áfanga- staðurinn í Álfalandi 15 hefur verið starfræktur hefúr verið samfelld starfsemi og góð nýting á plássum. Átján íbúar hafa á þessu tímabili dvalist í húsinu — 12 karlar og 6 konur. Tólf hafa verið undir 35 ára aldri og allir undir sextugu. Það hef- ur verið eindregin stefna stjómar endurhæfingarstöðvarinnar að þeir sem þess þurfa eigi kost á vist án tillits til búsetu. Tíu íbúar áttu lög- heimili í Reykjavík en 8 utan Reykjavíkur. Suðurvör í Þorlákshöfn kaupir hraðfrystihúsið á Eyrarbakka „Þurfum öflugt félag,“ segir Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri Selfossi: FISKVERKUNARFYRIRTÆKIÐ Suðurvör í Þorlákshöfn hefur keypt Hraðfrystihúsið á Eyrarbakka. Einnig hefur fyrirtækið keypt 170 tonna bát, Hugrúnu frá Bolungavík, sem er væntanleg til Þorláks- hafnar í dag, laugardag. Suðurvör hefur haft hraðfrysti- húsið á leigu síðan 15. maí 1985 og verið með rúmlega 100 manns í vinnu á Eyrarbakka þegar mest hefúr veið. Fyrirtækið starfrækir saltfísk- og áildarverkun ( Þorláks- höfn. Á Eyrarbakka er auk hrað- frystingar starfrækt humarvinnsla, síldarflökun og frysting og skreið- arverkun. Hallgrímur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri sagði að fyrir dymm hefði staðið hjá Suðurvör að setja upp frystingu í Þorlákshöfn en þar sem þar væm tvö frystihús fyrir og oft mannekla hefði verið ráðist í að leigja hraðfrystihúsið á Eyrar- bakka og kaupin hefðu orðið í framhaldi af því. Hallgrímur sagði að ráðist hefði verið í að kaupa bátinn Hugrúnu til þess að styrkja hráefnisöflunina en reyndin væri sú að fyrirtækin við suðurströndina þyrftu aðreka öflugt togarafélag með fjóra togara til að miðla fiski á þeim tíma sem bátamir skila ekki nægu hráefni að iandi. Slíkt félag þyrfti að vera sjálfstæð eining, nú væm tveir tog- arar á svæðinu í eigu Meitilsins en með stærri einingu yrði reksturinn hagkvæmari. Hann gat þess að Hugrún væri ekki viðbót við flotann þar sem seldur hefði verið bátur frá Þorlákshöfn, brúttótonnafjöldi flot- ans væri sá sami Missir togarans Bjama Heijólfs- sonar er enn ofarlegaí hugum manna á Árborgarsvæðinu og er þá fyrst nefndur sá kvóti sem fór með skipinu. Hallgrímur og Hjör- leifur Brynjólfsson fyrstihússtjóri á Eyrarbakka sögðu að togarar af sömu stærð og Bjami var, væm núna mjög hagkvæmirí rekstri. Þeir bentu á að það ætti alis ekki að vera útilokað að togari fengist til suðurstrandarinnar þar sem svæðið hlyti að eiga rétt á slíku eftir að Bjami fór. Þeir gátu þess. einnig að núna litu menn vonaraug- um til bfuarinnar yfir Ölfusárósa sem gerði allanrekstur léttari og kostnaðarminni. Á einu ári væri t.d. búið að greiða tvær og hálfa milljón í vegaskatt vegna aksturs með fisk frá Þorlákshöfn. Afkoma frystihússins á Eyrar- bakka hefur verið á uppleið og reksturinn, það sf er árinu, hefur gengið betur en í fyrra. „Þess vegna eram við bjartsýnir", sagði Hallg- rímur. Hjörleifur sagði að starfsemin færi hægt og sígandi af stað nú í haust, Hugrún færi á línu eftir helgi og þegar síldin kæmi færi allt á fullt. „Það er duglegt og hæft starfsfólk á staðnum sem við höfum átt gott samstarf við og það er ekki síst þess vegna sem við eram bjartsýnir", sagði Hjörleifur frysti- hússtjóri. Sig. Jóns. Hjörleifur Brynjólfsson frystihússtjóri og Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri Suðurvarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.