Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 37
Nýttjóla- kort frá Ás- grímssafni JÓLAKORT Asgrímssafns 1986 er komið út. Það er prentað eft- ir vatnslitamyndinni „Haust á Þingvöllum". Myndin sem var máluð um 1949 er nú til sýnis á haustsýningu safnsins. Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins (16x22 sm) og er með íslenskum, dönskum og enskum texta á bakhlið. Grafík hf. offsetprentaði. Listaverkakortið er til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða- straeti 74, á opnunartíma þess, sunnudögum, þriðrjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16.00 og í Rammagerðinni, Hafnarstræti 19. Vandræði með mynd- lykilinn HEIMILISTÆKI HF. hafa beðið Morgunblaðið að birta eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Þar sem komið hefur í ljós að margir eigendur myndlykla hafa átt í vandræðum með að ná inn ótruflaðri mynd vill Heimilistæki hf. taka fram eftirfarandi: Hér er um að ræða smávægilegt tækni- vandamál sem nú hefur verið leyst. Komið hefúr í ljós að flatkapall fyr- ir myndlykil getur valdið truflunum og erfiðleikum við að ná ótruflaðri mjmd. Þeir sem hafa átt í erfiðleikum eru vinsamlegast beðnir um að koma með flatkapalinn f verslun Heimilistækja, Sætúni 8, og fá þar nýja kapal. Við viljum taka fram að tækni- erfiðleikar þessir eru algjörlega óháðir útsendingum Stöðvar 2. Við- skiptavinir okkar eru beðnir velvirð- ingar á þeim óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessa máls." Ljóðatón- leikar í Jónshúsi MARGRÉT Bóasdóttir, sópran- söngkona og Margrét Gunnars- dóttir, píanóleikari, efna til ljóðatónleika í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn miðvikudaginn 22. október kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda, þeir eru: Páll ísólfsson, Kerstin Jeppson, Þorkell Sigurbjömsson, Edvard Grieg, Franz Schubert, Hugo Wolf og Gabriel Fauré. Margrét Bóasdóttir og Margrét Gunnarsdóttir hafa áður haldið saman tónleika erlendis og auk þess starfað saman að tónleikahaldi hér á landi. Að þessu sinni munu þær halda Ijóðatónleika í Hróar- skeldu og í Jönköbing í Svíþjóð, auk tónleikanna í Jónshúsi. (Fréttatilkynning) MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 37 Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum: Jólakort Ásgrimssafns 1986. Vilja tvo fulltrúa í varnarmálanefnd Vogum, Vatnsleysuströnd. STJÓRN Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum (SSS) samþykkti nýlega að beina þeim tilmælum til utanríkisráðherra að hann beiti sér fyrir því að framvegis eigi sveitarfélögin á Suðurnesjum tvo fulltrúa í vam- armálanefnd. Þeir verði kosnir árlega á aðalfundi SSS. Guðfinnur Sigurvinsson nýkjör- inn formaður sambandsins sagði í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins um ástæðuna fyrir þessum tilmælum að heimamenn hefðu ekki haft eðlilegan aðgang að vamar- málanefnd. Það væri því til bóta að Suðumesjabyggð fengi tvo fastafulltrúa í nefndina og að þeir væru kosnir árlega á aðalfundi SSS til að tryggja það að viðkomandi menn væru ávallt í góðum tengslum við fólkið á svæðinu. EG VIÐ STYÐJUM STÓRBÓNDANN OG A THAFNAMANNINN á Laxamýri í öruggt sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi eystra 18. október. STUÐNINGSMEIMN AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.