Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 12
" Í2 MÖRGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 21. OKTÓBER 1986
Nauðsyii stofnun-
ar ferðamálaskóla
eftir Gunnar G.
Schram
í kjölfar leiðtogafundarins hér í
Reykjavík hefur mönnum orðið
miklum mun ljósara en áður hve
góðar horfur eru á að stórefla megi
ímynd íslands sem ferðamanna- og
ráðstefnulands.
Hin jákvæða kynning þeirra þús-
unda fréttamanna á landi og þjóð,
sem fundinn sóttu, hefur skapað
okkur gífurlega mikla innistæðu á
þessum vettvangi, sem góða vexti
mun bera í framtíðinni, ef rétt er
á málum haldið hér heima fyrir.
Aldrei áður hefur verið um slíka
landkynningu að ræða, sem náð
hefur augum og eyrum hundruð
milljóna manna um allan heim. Ef
vel tekst til getur ferðamannaiðnað-
urinn orðið sú atvinnugrein, sem
mesta vaxtamöguleika á næstu ár-
in. En til þess að svo megi verða
þarf ýmsu að breyta og búa betur
í haginn á þessu sviði.
Grein þessi er skrifuð til þess að
vekja athygli á einum þætti þessa
máls, sem miklu skiptir að vel sé
staðið að.
4 milljarðar í tekjur
í dag skilar ferðamannaþjónusta
raunar meiri tekjum í þjóðarbúið
en margir gera sér ljóst. Á þessu
ári munu gjaldeyristekjur af erlend-
um ferðamönnum nema um 4
milljörðum króna. Það er um 7%
af heildar útflutningstekjum þjóðar-
innar og jafngildir um 28% af
útflutningstekjum allra fiskafurða
landsmanna. Af þeim tölum sést
hve gildur þáttur í þjóðarbúskapn-
um ferðamannaþjónustan er þegar
orðin.
Á því leikur ekki nokkur vafi að
sá þáttur getur orðið miklum mun
stærri á næstu árum. ísland er land
hins hreina vatns, tæra lofts og
ómengaðrar náttúru. Hingað hefur
því ferðamaðurinn margt að sækja,
lífs- og landgæði, sem orðin eru æ
meir á hverfanda hveli í öðrum lönd-
um vegna mengunar og skamm-
sýnna mannanna verka. Ómældir
eru þeir kostir sem ísland hefur
þannig yfir að ráða í hverum sínum
og heitum laugum.
Kjörnara land fyrir uppbyggingu
heilsulinda og baðlækninga er vart
hægt að hugsa sér í Evrópu og þó
víðar væri leitað. Niðuretaða rann-
sóknar á möguleikum Islands sem
ferðamannlands, er Sameinuðu
þjóðimar framkvæmdu fyrir 15
árum, sýndi að eiginleikar bæði
vatns og leirs hér á landi eru á
borð við það sem best gerist á fræ-
gustu heilsulindastöðum Evrópu. í
þessum efnum stöndum við enn á
þröskuldi uppbyggingar, en mögu-
leikamir em miklir og markaðurinn
er mjög stór að mati þeirra sem
gerst þekkja til þessara mála.
Nýtum nýja möguleika
Með þessum orðum er ekki verið
á nokkum hátt að varpa rýrð á þá
sem að ferðamálum og landkynn-
ingu starfa í dag. Þvert á móti.
Þeir hafa unnið þar mörg dijúg
dagsverkin, eins og raunar tölumar
um gjaldeyristekjumar í upphafi
þessarar greinar bera vott um.
En eftir Reykjavíkurfundinn hafa
skapast alveg ný viðhorf í þessum
efnum, nýtt tækifæri, sem vart mun
koma aftur. Þess vegna veltur á
miklu að menn bregðist nú rétt við
og nýti alla möguleika hinnar nýju
stöðu.
Það þarf að móta ákveðna og
markvissa ferðamálastefnu fyrir
næstu misseri og ár, ekki síst með
þá miklu uppbyggingu gistihúsa í
huga, sem nú þegar er hafín. Hing-
að munu koma 120 þúsund erlendir
ferðamenn á þessu ári. Ekki er
óraunhæft að stefna að því að þeir
verði helmingi fleiri eftir fimm ár.
Slík stefnumótun gerist fyrst og
fremst fyrir frumkvæði einstakl-
inga og samtaka þeirra, en hlutur
ríkisins má ekki hér eftir liggja. I
ljósi þess þarf að endurskoða þær
fjárveitingar, sem til ferðamála eru
ætlaðar af opinberu fé á næstu
árum.
Fjölmennari en
bankastarf semin
Eitt af því sem huga þarf að í
þessum efnum sem fyrst er stofnun
íslensks ferðamálaskóla. Fjöldi
þeirra sem að ferðamálum vinna fer
mjög vaxandi og það er mikils um
vert að menn geti aflað sér mennt-
unar og fræðslu í þessum efnum
hér innanlands. Fram til þessa hef-
ur orðið að sækja hana að verulegu
leyti í erlenda skóla, en sumum
þáttum slíks náms hefur þó verið
vel sinnt hér innanlands. Má þar
Gunnar G. Schram
„Þetta sýnir að fyllilega
er orðið tímabært að
koma á fót almennum
ferðamálaskóla, þar
sem auk gisti- og veit-
ingareksturs yrðu
kenndar aðrar greinar
sem að móttöku og
þjónustu við ferðamenn
lúta.“
nefna Hótel- og veitingaskólann og
þau námskeið sem haldin hafa ve-
rið fyrir leiðsögumenn.
Samgönguráðuneytið hefur áætl-
að að ársverk þeirra, sem storfuðu
að ferðamálum á síðasta ári, hafí
verið um 3.500 og enn stefnir í
aukningu. Til þess að fá samanburð
við aðrar atvinnugreinar má t.d.
nefna að vægi ferðaþjónustu á
vinnumarkaðnum er heldur meira
en allrar bankastarfsemi í landinu.
Alls eru á þessu ári 28 ferðaskrif-
stofur starfandi hér á landi og
leggja þær aukna áherslu á að selja
erlendum ferðamönnum ferðir til
íslands.
Ferðamálaskóli
í Kópavogi
Þetta sýnir að fyllilega er orðið
tímabært að koma á fót almennum
ferðamálaskóla, þar sem auk gisti-
og veitingreksturs yrðu kenndar
aðrar greinar sem að móttöku og
þjónustu við ferðamenn lúta.
Nokkur undirbúningur að því
máli hefur þegar átt sér stað. Árið
1983 var gerður samningur milli
menntamálaráðuneytisins og bæj-
arstjómar Kópavogs um skólahald
á framhaldsskóla- og grunnskóla-
stigi í Kópavogi. Er m.a. gert ráð
fyrir að komið verði þar upp skóla
í matvælagreinum og að hagkvæmt
yrði að tengja saman hótel- og veit-
ingaskóla og matvælaskóia. Hefur
nefnd, sem um mál þessi hefur §all-
að, lagt til að við Fjölbrautarskól-
ann í Kópavogi verði komið upp
bóknámssviðum, gestamóttöku-
braut og leiðsögubraut, sem
tengdist verknámi á matvæla- og
hótelsviði.
Með þessu hefur þegar ákveðið
undirbúningsstarf verið unnið og
greinilega er það bæði hagkvæmt
og skynsamlegt að tengja nám í
ferðamálum við Hótel- og veitinga-
skólann, sem verða mun í Kópavogi
þegar húsnæði þar hefur fengist.
með stofnun fyrsta Ferðamála-
skóla landsins þar mun mikilvægt
skref verða stigið til þess að efla
þessa ört vaxandi atvinnugrein og
það tryggt að ungt fólk, sem starfa
vill að ferðamálum, þurfí ekki að
sækja menntun sína lengur út fyrir
landsteinana.
Höfundur er alþwgismaður.
Draugarnir eru
famir úr Höfða
eftír Pétur Pétursson
í sambandi við leiðtogafundina
margumræddu í Höfða var rækilega
sagt frá ýmsum draugasögum varð-
andi húsið og draugatrú Islendinga
almennk Töiur voru neftidar um álfa-
trú og hindurvitni af ýmsu tagi.
FVammámenn þjóðarinnar skemmtu
jaftivel erlendum fréttamönnum með
sögum og tölum af þessu tagi og
má gera ráð fyrir að þeir hafí notað
sér það í landkynningum þegar lítið
var að frétta af fundunum fyrstu
dagana. Vonandi hafa hinir erlendu
fréttamenn ejtthvað fengið að heyra
um að við íslendingar rekum hér
háþróaðar fískveiðar með meiri af-
köstum en annars staðar gerist, um
ullina af flallalömbunum okkar og
dugnað íslendinga almennt og orku-
tækni og margt fleira sem ekki
verður rekið á draugatrú og hindur-
vitnum einum saman.
Léleg landkynning
Menn þurfa ekki að koma til ís-
lands til þess að uppgötva þá stað-
reynt að trúarbrögðin eru ekki dauð,
hvað þá heldur ýmis þjóðtrú og al-
þýðutrúarfyrirbrigði. Sú kenning að
trúin hverfí með auknum framförum
og iðnvæðingu og fjölþættri menn-
ingu stenst ekki. Mannskepnan
breytist lítt hvemig svo sem allt velt-
ur. Menn eiga erfítt með að hugsa
sér himin og jörð án skapara eða að
minnsta kosti einhvers afls sem er
æðra og meira en mannskepnan. Þá
freistast menn einnig til að hafa
samráð við máttaröflin um ýmis mál
sem þeim eru nákomin, óskir, vonir
o.s.frv. sem ekki verður komið í fram-
kvæmd með veraldlegum aðferðum.
Margir vilja sjá fyrir óorðna hluti og
eru vinsældir stjömuspádóma þessu
til vitnis, en vinsældir þeirra hafa
aukist í öllum löndum hins svokallaða
menntaða heims undanfama áratugi
ef dæma má af birtingu þeirra í
dagblöðum ogtímaritum. Rannsóknir
á ýmiss konar afbrigðum þjóðtrúar
hafa venjulega komið mönnum á
óvart vegna þess hve stórt hlutfall
segir sig trúa eða gera ráð fyrir hinu
„yfímáttúrulega“ sem möguleika. Á
ráðstefnu þjóðfræðinga hér í
Reykjavík í sumar kom það fram að
nýleg könnun sýndi að um 19%
manna í Noregi og Danmörku hefðu
haft samband við spákonu eða anda-
lækni. í nútíma heilsugæslu er mikið
um alls konar töfratrú sem einkum
kemur í ljós þegar önnur ráð þijóta,
en oftast er ekki mikið um þetta
talað.
Þessi fyrirbrigði em því alls ekki
neitt séríslenskt. Það vill svo til að
til em góðar samanburðartölur um
nokkur trúaratriði af þessu tagi. Hér
er um að ræða nýlega könnun sem
Hagvangur stóð að á Islandi, en sömu
spumingamar vom lagðar fyrir í hin-
um ýmsu löndum og er þessi könnun
því alveg einstök.
í samvinnu við Bjöm Bjömsson,
prófessor við Háskóla íslands, hef
ég athugað þessi gögn. Við birtum
nokkrar niðurstöður í næstseinasta
hefti Kirkjuritsins.
Tafla
Þessar tölur sýna að íslendingar
hafa svipaða trú á því að hægt sé
að hafa með hugskeytum samband
við fjarstaddan mann. Þeir trúa jafn-
mikið eða heldur minna en aðrir á
að hægt sé að sjá fram í óorðinn
tíma eða aftur í tímann.
Að einu leyti skera þeir sig úr.
Þeir trúa meira en aðrir að hægt sé
að fínna fyrir nálægð látins manns.
Þetta bendir til þess að einhver fótur
sé fyrir hinni miklu draugatrú íslend-
inga. Ég held hins vegar að íslend-
ingar skeri sig meira úr miðað við
aðrar þjóðir, sérstaklega nágranna-
þjóðimar á hinum Norðurlöndunum,
að því leyti að þeir tala meira um
drauga, svipi og raunverulega eða
hugsanlega reynslu sína og annarra
af þeim. Annars staðar liggur þetta
mál í þagnargildi a.m.k. þegar um
opinberar umræður er að ræða.
Liklega á öflugt sálarrannsóknarfé-
lag hér fyrr á öldinni sinn þátt í
þessu, en það hvatti menn til þess
að saftia sögnum af dularfullum at-
burðum og sinna reynslu sinni af
þeim.
Friðarmál og
umhverfisvernd
Þetta getur haft bæði jákvæðar
og neikvæðar hliðar. Það getur orðið
Dulræn reynsla ísl. Svíþj. Danm. Finnl. Nor.N-Evr. S-Evr.
A) Samband við Qarstaddan 33 23 14 35 18 33 33
B) Fjarsýni 7 7 11 15 7 14 27
C) Nálægð látins 41 14 9 15 9 23 25
Pétur Pétursson
„Menn þurfa ekki að
komatilíslandstilþess
að uppgötva þá stað-
reynt að trúarbrögðin
eru ekki dauð, hvað þá
heldur ýmis þjóðtrú og
alþýðutrúarfyrirbrigði.“
neikvætt ef klifað er sífellt á hjátrú
íslendinga í flölmiðlum og gefið í
skyn að hér búi draugatrúuð og
frumstæð veiðimannaþjóð sem slys-
ast hafi inn í iðnvæðingu Evrópubúa.
En það má líka benda á jákvæðar
hliðar dultrúarinnar eins og Sigurður
heitinn Nordal gerði í forspjalli að
Þjóðsagnabókum sínum. Hann vill
nota, eða gera trú manna á náttúru-
anda, álagabletti og álfa að hjálpar-
tæki í umhverfisvemd. Hann skrifan
„Því má vel samsinna, að eitthvert
trúarlegt viðhorf gæti orðið örugg-
asta undirstöðuatriði verulegra
úrbóta í náttúruvemd. En ef litið
er á trúna á bannhelgi sem áminn-
ingu einhverra hulinna náttúm-
valda, að jörðin sé mannkindinni
ekki skilyrðislaust undirgefin, þá
eiga íslendingar í henni og hinni
fomu hugmynd um landvættir lif-
andi kjama átrúnaðar, sem vonandi
kular ekki.“
Ég er viss um að ef Reagan og
Gorbachev hefðu tekið draugtrúna
alvarlega, og ég tala nú ekki um ef
þeir hefðu fært hana upp á hærra
plan með því að ganga út frá ódauð-
leika sálarinnar og hlutdeild manns-
ins í eilífðinni að loknu þessu lífí (sem
kristindómurinn hefur reyndar boðað
hér í þúsund ár), þá hefðu þeir náð
árangri í samningaviðræðum sínum.
Þessi trú, ef hún magnaðist og
breiddist út yrði friðarbaráttunni
mikill sfyrkur.
Pétur Pétursson ertrúariífafélags-
fræðingur.
Fjöltefli í
Firðinum
SPARISJÓÐUR Hafnaifyarðar og
Skákfélag Hafnarflarðar efna til
fjölteflis fimmtudaginn 30. október
1986 og hefst taflið klukkan 20. í
frétt, sem Morgunblaðinu hefur
borizt segir að teflt verði í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, en þar mun
Margeir Pétursson stórmeistari og
nýbakaður íslandssmeistari í skák
tefla á 40 borðum.