Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 °13
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Schubert, Ófullgerða sinfónían
Paul Patterson, Klarinettukon-
sert
Sibelius, Tapiola
Einleikari: Sigurður I. Snorra-
son.
Stjórnandi: Petri Sakari.
Tónleikamir hófust á þeirri ófull-
gerðu eftir Schubert. Óþarft er að
tíunda nokkuð um gæði þessa lista-
verks, því trúlega hafa flestir þeir
sem á annað borð hlusta á tónlist
átt ófáar stundir með þessu yndis-
lega en þó um leið þunglyndilega
verki. Stjóm Petri Sakari á sinfóní-
unni var vandvirknislega unnin og
mátti heyra að hann gaf gaum að
ýmis konar smáatriðum og dró þau
nokkuð fram. Margir em því mót-
fallnir og telja slík vinnubrögð lík
þvf og heyra má í hljómplötuupptök-
um, svo að margar upptökur em
fyrir þá sök taldar í raun fölsun,
miðað við það sem svo heyrist á
tónleikum þegar litlir möguleikar
em á því að draga einstaka atriði
út úr tónvefnaðinum. Hvað sem
þessu líður þá var flutningur Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á þeirri
ófullgerðu mjög fallega útfærður
af Petri Sakari. Annað verkið á
efnisskránni var sérkennilegur kon-
sert fyrir klarínett og litla strengja-
sveit. Tónhugmyndir þær er
tónvefnaður strengjasveitarinnar
var unninn úr, vom allt að því fár-
ánlegar en þrátt fyri það var
heilmikil tónsmíði í samskipan
þeirra, þar sem unnið var með
hveija tónmynd eins og stefnt væri
að einhveiju marki. Klarinettuhlut-
verkið var allt annað að gerð og
þar mátti heyra laglænt ferli og
tóntiltektir sem vom tónalar og
þrátt fyrir þessar andstasður f tón-
máli einleikshljóðfærísins og
Námskeið og fyrir-
lestrar um geðveik
börn og unglinga
Umsjónarfélag einhverfra barna
hefur boðið sálfræðingnum De-
metrious Haracopos hingað til lands
dagana 19.—26. október.
Demetrious stundaði sérkennara-
og sálfræðinám í Bandaríkjunum 1
Danmörku. Frá árinu 1969 starfaði
hann sem sálfræðingur við Sofie-
skólann, en það er sérskóli/með-
ferðarheimili fyrir 37 geðveik/
einhverf böm og unglinga f
nágrenni Kaupmannahafnar. Sl.
vor tók Haracopos við starfi for-
stöðumanns skólans. Haracopos
samdi ásamt öðmm bókina „Psy-
kotisk adfærd" árið 1975. Einnig
hefur hann skrifað fjölda greina f
alþjóðleg tímarit um einhverf böm
og unglinga. Hann á sæti í fjöl-
mörgum nefndum og stjómum sem
vinna að uppbyggingu og þjónustu
fyrir umræddan hóp bama og ungl-
inga.
Auk þess að heimsækja stofnan-
ir, félög og eiga fundi með ráða-
mönnum og foreldrum einhverfra
bama hér á landi, mun Haracopos
vera með eftirtalda fyrirlestra og
námskeið sem er opið fyrir alla þá
sem áhuga hafa á þessum málum.
Á morgun, miðvikudaginn 22.
okt. kl. 16.00 ( Kennaraháskóla
íslands.
Föstudaginn 24. okt. kl. 17.00 í
Norræna húsinu, á vegum Sérkenn-
arafélags íslands.
Laugardaginn 25. okt. kl. 9—17,
námskeið í Borgartúni 6, sem ber
yfriskriftina: Heildar- og lang-
tímaúrræði fyrir geðveik/ein-
hverf börn og unglinga. Skóli —
heimili — starf — frítími. Auk
fyrirlestrar verður m.a. sýnt mynd-
band og skuggamyndir. Aðstoð
verður fyrir þá sem þurfa á þýðingu
að halda. Þátttökugjald er kr. 1000
og em veitingar innifaldar.
strengjasveitarinnar náðu þessir
ólíku tónstraumar saman í einstaka
hápunktum, þannig að það flar-
stæðukennda og venjubundna
mynduðu samfellda tónsmíð. Sig-
urður Ingvi Snorrason lék konsert-
inn frábærlega vel og til að gera
andstæður ljótleikans og fegurðar-
innar enn skarpari lagði hann
sérlega rækt við fallega og mjúka
tónmyndun er gaf verkinu sérkenni-
legan blæ. Síðasta verkið var
Tapiola eftir Sibelius. Tónaljóðið
Tapiola er hugsað fyrir hljómsveit
með mun stærri strengjasveit en
sinfónían hefur á að skipa, því tón-
skáldið gerir víða í verkinu ráð fyrir
tvískiptri og jafnvel stöku sinnum
þrí- og íjórskiptri raddskipan í
strengjunum. Þrátt fyrir liðfæð í
strengjasveit var flutningur verks-
ins góður og á köflum áhrifamikill.
Petri Sakari er ágætur stjómandi,
enda hafa Finnar lagt mikla áherslu
á þessa grein og átt mjög góða
stjómendur, sem fært hafa ungum
og efnilegum samlöndum sínum
þekkingu og reynslu og þykir það
nokkur trygging fyrir góðri kunn-
áttu í hljómsveitarstjóm, að hafa
numið við tónlistarskólann í Hels-
inki.
Sigurður Ingvi Snorrason
Petri Sakari
Suzuki Swift er lipur, snöggur og
snar í snúningum. Er það ekki það
sem skiptir máli í erfiðari borgarum-
ferð? Svo er hann líka ótrúlega rúm-
góður. Komdu og reynsluaktu Suzuki
Swift og við ábyrgjumst að þú verður
ekki fyrir vonbrigðum.
Swiftinn er til afgreiðslu strax:
Suzuki Swift
Suzuki Swift
Suzuki Swift
Suzuki Swift
3d.5gíra Kr. 319.000.*
3d.Sjálfsk.Kr. 351.000.-
5d.5gíra Kr. 343.000.-
5 d.Sjálfsk. Kr. 371.000.-
Opið virka daga frá kl. 9-18
laugardaga frá kl. 10 -17
SVEINN EGILSSON
Skeifan 17 - Sími 685100
SÓLUUMB0Ð: Bilavertistæðl Guðvarðar Eliss., Drangahraun 2 Bifreiðaverkst. Lykill Brynjar Pálsson, Hólmagrund 19 Ótafur G. Ólafsson, Suðurgata 62
220 Hafnarfjörður - 91/52310 740 Reyðarfjörður - 97/4199-4399 550 Sauðárkróki - 95/5950-5317 300 Akranes - 93/1135-2000
Bflaumboð Stefnis hf., Austurvegur 56-58 Bílaverkst. Jóns Þorgrimss., Garðarsbraut 62-64 Dalverk, Vesturbraut 18 Kaupfélag Húnvetnlnga
800 SelfOM - 99/1332-1626 640 Húsavík - 96/41515 370 Búðardal - 93/4191 540 Blðnduósi- 95/4198
Ragnar Imsland, Mlðtún 7 Blasalan hf., Strandgata 53 Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 56
780 Hðfn Homaf. - 97/82496222 600 Akureyri - 96/21666 310 Borgames - 93/7577