Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Svartlist frá Úzbekistan Myndlist Bragi Ásgeirsson Á dögunum varð mér litið inn í húsakynni MÍR og var erindið að skoða grafíska list frá Miðasíulýð- veldi Sovétríkjanna Úzbekistan. Sýningin var haldin í tilefni af Sov- éskum dögum MÍR 1986 en svipað- ar upákomur hafa verið reglulegur viðburður um langt árabil. í formála segir að stjómvöld hafí eins og í öðmm lýðveldum Sovétrikjanna lagt ríka áherslu á liðnum áratugum á varðveislu og framþróun þeirrar menningararf- leifðar, sem fólgin er í hvers konar þjóðlegri list og handiðum alþýðu manna. Árangur þessarar viðleitni má greina í skapandi bókmenntum og myndlist sem í senn er þjóðleg að formi og sósíalísk að inntaki. Samarkand, Búkhara, Sikileiðin, Avicenna, Ugulbeg — allt em þetta nöfn og heiti, sem þekkt em um allan heim, en jafnframt hvetja þau úzbeska myndlistarmenn til skap- andi verka, þar sem hinn fomi arfur er fellur að nútímakröfum í mynd- gerð. Allt er þetta gott og blessað en eiginlega þekki ég einungis nafn- ið Samarkand og Búkhara áður en ég veit að á þessum slóðum hafa lengi þróast merkilegar handíðir svo sem hefur getið að líta á fyrri sýn- ingum MÍR og á þjóðháttasöfnum erlendis. Myndimar á sýningunni skera sig lítið úr öðmm sýnishomum af sovéskri grafík en þessi sýning hafði yfír sér ákaflega friðsamlegt yfírbragð enda tileinkað friðarári 1986. Það er alveg rétt að listamenn austan hafs og vestan eiga að láta friðarbaráttuna til sín taka og skipt- ast sem mest á hvers konar list- kynningum — því að list í öllu formi er áhrifamikill miðill. í sýningar- skrá segir ennfremur Ótryggt ástand í alþjóðamálum veldur myndlistarmönnum sem öðmm miklum áhyggjum, ri§ar upp hræði- legar stríðsminningar frá æskuár- unum, en vekur jafnframt með þeim skapandi meðvitund. í grafíkverk- um sínum lýsa listamennimir því sem áhyggjunum veldur ... Á sýningunni var mest um mynd- efni frá hversdgslífinu, vel og samviskusamlega gerðar og í út- færslu allri má ráða að grafíkin hafí fyrst og fremst verið notuð til myndlýsinga bóka. Hér vitna ég aftur í sýningarskrá þar sem segin „Einkum tengdist svartlistin í fyrstu skreytingum bóka, sem höfðu að geyma fagurbókmenntir, úzbeska og sovéska. En grafíkin takmarkaðist þó engan veginn við bækur og bókmenntir, og lista- mennimir beita nú ýmiss konar tækni við vinnu sína, byggja í senn á gamalli tækni og nýrri aðferð. Túlkunarleiðir, myndform og vinnu- tækni em einstaklingsbundin ... Ekki er ég með öllu sammála síðastnefnda framslættinum því að NU LETTIST BRUNIN Á RAFSUÐUMÖNNUM Nýja rafsuduvélin vegur aðeins 6,5 kg! Inverter 130, nýja hátíöni - rafsuöuvélin frá L-TEC, er fislétt hörkutól sem gerir rafsuðuna léttari og aðgengilegri. In- verter 130 er fjarstýrð og hentar jafnt til pinnasuðu og tigsuðu. Hún er einfasa, 220 volta og tekur basískan vír, allt að 3.25 mm. LrTEC VAaliW SíS ARGUS/SlA SINDRAi .STÁLHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. i- myndimar vom flestar mjög keimlíkar í útfærslu en nokkrir skám sig þó úr svo sem J. Streln- ikov en mynd hans af stúlkuandliti í hvítum, fíngerðum línum á kol- svörtum gmnni skar sig úr á sýningunni fyrir „artistísk" vinnu- brögð svo og hin mynd hans „Stúlkur frá Kazarbats". Þetta þóttu mér hrifmestu myndir sýning- arinnar hreint grafískt séð. Þá vöktu einnig athygli mínar myndir eftir þá A. Useinov (Sumar í Sidj- ak) og P. Khaitov en myndir hans, Bemskuminningi I og II, minntu dálítið á Chagall en em þó persónu- legar í útfærslu. Aðalgallinn á þessari sýningu var hve hún stóð stutt við ásamt því að opnunartíminn var all furðuleg- ur. Gerði ég nokkrar tilraunir til að nálgast hana áður en það tókst og var ég þá í þann veginn að gef- ast upp er það loks tókst. Sá ég hvergi opnunartímann auglýstan né hve lengi sýningin stæði. Þetta þarf að taka til athugunar næst. Listmunir frá Úzbeskistan Myndllst Bragi Ásgeirsson í tengslum við sovézka daga vom og tónleikar og danssýningar svo og sýning á listmunum frá Úz- beskistan í eystri gangi Kjarvals- staða. Á sýningunni vom ýmiss konar handíðir, svo sem ofín og saumuð teppi, leirmunir, munir skomir í tré, málmhlutir o.fl. Munu margir sýningarmunanna hafa verið fengn- ir að láni úr handíða- og þjóðminja- söfnun í Úzbekistan. Ég hafði mikla ánægju af að virða fyrir mér gripina, sem í gerð sinni styðjast auðsjáanlega við alda- gamla hefð, vinnubrögð, sem gengið hafa í arf kynslóð fram af kynslóð og þróast á ýmsa vegu. Því miður fór listafólkið með munina með sér aftur til síns heima eftir skamma viðdvöl svo að mér gafst ekki kostur að gera sýningunni jafngóð skil og ég hugðist gera. Kom mér það mjög á óvart hve stutt hún stóð, þar sem allar aðrar sýningar í húsinu á sama tíma standa yfír í tvær vikur, fyrir vikið er eystri salur líkastur tómu gapi eftir að hinir fögru gripir eru horfn- ir af veggjunum. Þessi sýning hefði mátt vera bet- ur undirbúin og upp sett því að auðsjáanlega hefur henni verið rubbað upp á skömmum tíma og galt hún þess mjög. Annars var maður mjög þakklát- ur fyrir að fá að skoða þetta sýnishom fomar hefðar í handíðum í hinu fjarlæga Asíulýveldi Úzbesk- istan og vil ég auglýsa eftir stærri og vandaðri sýningum í framtíð- inni. En hér stóðu sjálfír gripimir fyrir sfnu þótt þeim væri á köflum ankannanlega komið fyrir. VafaJítið hafa þjóðdansamir og tónlistin heillað marga upp úr skón- um og það gerði einnig handbragð listmunina hvað mig snerti í mörg- um tilvikum. PETUR Myndlist Bragi Ásgeirsson Eftir að nýbylgjan í málverkinu flæddi um lönd hafa æ fleiri fundið hjá sér köllun til átaka á sviði nýja málverksins. Auðvitað fínna menn upp hin fjölskrúðugustu nöfn fyrir hvert nýtt fyrirbæri í myndlist jafn- vel þótt kveikjan sé hin sama. Hugmyndafræðilega listin greindist einnig fljótlega í marga geira með ólík heiti og sama var að segja um poppið. Ætti ég að skilgreina málverk Péturs Halldórssonar, sem um þessar mundir sýnir í Listasafíii ASÍ við Grensásveg mundi ég neftia þau villta og hömlulausa málverkið. Eins og segir í sýningarskrá hafa störf hans mest snúist um prent- hönnun, myndskreytingar og auglýsingar. En á stolnum stundum tekur hann hamskiptum: kastar þjónsbúningnum, hættir brauð- vinnu, klæðist stríðsveijum málar- ans og gleymir sér í æsilegri orustu á víðáttum strigans ... Þetta er allt rétt en jafnvel þessi tegund málverks og vinnubragða þarfnast vægðarlausrar þjálfunar áður en hún skilar markverðum árangri. Áhrifin eru innflutt ekki síður en suðræn aldin, og árangurinn verður naumast íslenzkari þótt menn séu famir að tengja slfk skap- gerðareldgos fyrir framan strigann við eldform, goðmögn og undarleg- ar skepnur sér til fulltingis. Þetta er frumraun Péturs Hall- dórssonar á sýningarvettvangi og verður að dæmast samkvæmt þvf og satt að segja hefur sýningin sterkan svip af ungæðislegum og óþroskuðum vinnubrögðum. Ahrif má sjá víða að allt frá Kandinsky („Karlsvagninn" nr. 9 á skrá) og til hinna ýmsu tegunda villta mál- verksins og eru hér myndimar „Morgunhiminn" (15) og „Kollótt- ur/Taums“ (19) dæmigerðar fyrir þann myndstíl. En þær myndir er orkuðu sterk- ast á mig vom myndir sérkennilegs birtuflæðis sem má heimfæra á skynræna upplifun úr íslenzku um- hverfi svo sem nr. 2 „ótitluð" og nr. 3 „Hjól“. Þá er sérkennilegt líf og mikið að gerast í myndinni „Vað- fugl“ (1), sem máski er áleitnasta mynd sýningarinnar. Engu verður spáð um framtíðina af þessari sýningu en augljóst er að Pétur Halldórsson býr yfír góð- um en óþjálfuðum hæfileikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.