Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 16

Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Borgarstgórn Deilt um innakst- ur að Staldrinu Júlíus Hafstein (S) lagði á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dag fram tillögu um að rofin yrði miðeyja, sem nýlega var komið fyrir við Stekkjarbakka og innakstur að versluninni Staldrið þannig auðveldaður. Sagði Júlíus það vera skyldu borgaryfirvalda að gera þeirri atvinnustarfsemi kleift að þrífast sem hún úthlutar lóðum undir atvinnurekstur. Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði að ef þessi breyting yrði að veruleika myndi hún fela í sér stóraukna slysahættu og hefðu umferðarsérfræðingar borgar- innar lagst gegn þessu. Taldi hann að ekki ætti að láta undan verslunareigendum sem vildu beina umferð „einmitt að sinni verslun". Bjarni P. Magnússon (A) sagði það ekki skipta sig nokkru máli hvort að tekjur þessa verslunar- eiganda hækkuðu eða lækkuðu. Hann ætlaði að greiða tillögu Júlíusar atkvæði þar sem hann hefði farið á staðinn og gert „vettvangskönnun". Á þeim tíma sem hann var staddur þama hefðu þrír bílar sem ætluðu að Staldrinu virt umferðarhindranir að vettugi og ekið á móti umferð til að komast að staðnum. Taldi hann þetta vera „að fara úr ösk- unni í eldinn“, og með samþykkt tillögunnar væri verið að auka umferðaröryggi. Davíð Oddsson sagðist þegar í borgarráði hafa lýst efasemdum um að skynsamlegt væri að ijúfa þessa miðeyju og taldi eðlilegra að bíða þangað til reynsla væri fyrir hendi um umferðarþunga á staðnum. Hann greiddi því at- kvæði gegn tillögunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) taldi Siguijón Pétursson gera of mikið úr þeirri hættu sem þessi breyting kjmni að skapa. Benti hann á að svipað fyrirkomulag væri t.d. við innkeysluna að Heklu við Laugaveg. Katrín Fjeldsted (S) sagðist ætla að greiða atkvæði gegn til- lögunni þar sem hún taldi að það mundi auka slysahættu að ijúfa þessa miðeyju. Sagði hún slysa- tíðni vera mjög háa þar sem innakstur af þessu tagi væri leyfður, t.d. við Laugaveg og Suðurlandsbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) sagði að sér þætti leiðin- legt þegar verið væri að réttlæta þetta með því að benda á um- ferðarlagabrot, eins og Bjami P. Magnússon hefði gert. Hún taldi ekki að Staldrið mundi missa mikil viðskipti vegna þess, að þessi miðeyja hefði verið sett UPP. °g þó að svo væri gæti það ekki réttlætt að umferðaröryggi yrði stefnt í hættu. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagði beygju af því tagi sem tillagan gerði ráð fyrir vera mikla slysa- gildru og því ekki hægt að samþykkja hana. Tillaga Júlíusar Hafsteins var samþykkt með átta atkvæðum gegn sjö. Staldrið. Deilt var um innakstur að því. Deilt um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í dagvistarmálum Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir (Kvl.) lagði á fundi borgarstjómar á fimmtudag fram tillögu frá Alþýðubandalagi, Kvennalista og Fram- sóknarflokki, um að borgarstjóm mótmæli þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að skera hlutdeild sina i stofnkostnaði dagvistarheimila niður um helming án þess að ætla sveitarfélögunum nýjar tekjur til að sinna lögboðnum skyldum sínum. Ingibjörg Sólrún hafði áður lagt fram svipaða tillögu að bókun á síðasta fundi borgarráðs. Þá höfðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óskað eftir að fá bókað að „út af fyrir sig væri eðlilegt að uppbygging dagvistarheimila sé al- farið verkefni sveitarfélaga fremur en ríkisins". Eðlilegar forsendur fyrir slíkri breytingu væru þó að sveitarfélögum sé bættur tekju- missir og að þau hafi algjört forræði um rekstur og skipan innri málefna dagvistarstofnana. Ingibjörg taldi þetta vera hluta af þeirri stefnu að „bijóta niður alla félagslega þjón- ustu" og væri þessi tillaga „fijáls- hyggja í hnotskum". Var hún sérstaklega andvíg því að sveitarfé- lögin hefðu algjört forræði í þessum efnum og taldi það leiða til að eng- inn ætti meiri rétt „en sveitarfélag- inu þóknast". Með þessu væri verið að stuðla að efnahagslegu misrétti. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði félagslega frumkvæðið oftast hafa komið frá sveitarfélögunum sjálfum og „forræðishyggju“ Ingi- bjargar Sólrúnar vera „með ólíkind- um“. Sagði hann sveitarfélögin alveg geta sett sér reglur til að vinna eftir sjálf. Verið væri að treysta hina félagslegu þjónustu með því að „flýja reglugerðarfargan ríkisins". Davíð sagði það vera í samræmi við stefnu sveitarstjómar- manna hvarvetna að auka forræði sveitarfélaganna og áleit að íbúar sveitarfélaganna vildu það líka frekar, en að þessi mál væm í hönd- um „einhverra manna í ráðuneytinu sem þeir hafa aldrei séð og geta ekki náð til“. Sagði hann engan lqörinn fulltrúa Reykjavíkur hafa komið nálægt þeim reglugerðum sem þar vom settar. Varðandi áætl- un ríkisstjómarinnar um að skera niður hlutdeild sína um helming sagðist hann hafa meiri áhyggjur af, að verið væri að taka tekjur frá sveitarfélögunum með því að skerða tekjur jöfnunarsjóðs. Þetta væri tekjumissir_ upp á 300 milljónir. Guðrún Ágústsdóttir sagðist ekki skilja af hveiju borgarstjóm gæti ekki sameinast um þá tillögu að mótmæla niðurskurðinum, þar sem mjög svipuð tillaga hefði verið sam- þykkt samhljóða á síðasta ári. Tók hún undir orð Ingibjargar Sólrúnar um að varasamt væri að fela sveit- arfélögum algjört forræði í þessum efnum og sagðist hafa svipaðar áhyggjur og hún. Bjami P. Magnússon (A) sagðist vera sammála tillögu sjálfstæðis- manna og að hann héldi, að við gætum áfram treyst þvf að bömum yrði áfram séð fyrir góðri þjónustu. Sagði hann það vera í samræmi sjónarmið þeirra sem trúa þvf ekki „að almætti ríkisins geti séð okkur best fyrir félagslegri þjónustu". Sagðist hann treysta þeim sem sætu í borgarstjóm betur til að tryggja þessa þjónustu en ríkisvald- inu. Hann sagði það þó vera eðlilegt að löggjafinn setti reglur um lág- markskröfur. Lagði hann til að borgarstjóra yrði falið að hefja við- ræður við ríkisstjómina um hvemig veita mætti sveitarfélögunum tekj- ur til að taka að sér að fjármagna og reka dagvistarheimili. Siguijón Pétursson (Abl.) sagði oft hafa verið þörf en nú nauðsyn að sveitarfélögin stæðu gegn þess- um niðurskurði. Sagði hann það nánast vera orðna reglu að eftir því sem ríkisstjómir tala meira um forræði sveitarfélaga taka þær meira af telcjum þeirra. En þó að skerðing jöfnunargjaldsins væri svívirða taldi hann að ekki mætti gleyma „litlu málunum" eins og hlutdeildinni í stofnkostnaði dag- vistarheimila. Júlíus Hafstein (S) sagði að á næsta ári mætti ætla að kostnaður borgarinnar vegna rekstrar dag- vistarheimila verði um hálfur millj- arður og væri þetta „mikill og þungur rekstur". Spurði Júlfus hvort ekki væri kominn tími til að athuga aðrar leiðir og nú rekstrar- form í þessum efnum án þess þó að draga úr félagslegri þjónustu. Taldi hann að taka ætti þetta til athugunar og ekki væri skaði ef sveitarfélögin fengju að stjóma sér sjálf og „forræðishugsun Kvenna- listans viki“. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagðist hafa áhyggjur af því, að í framtíð- inni yrðu ekki til peningar til að tryggja uppbyggingu dagvistar- heimila. Sagðist hún ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að konur sem em heima hjá bömum sfnum, og taka jafnvel að sér böm annarra, fái greitt fyrir það frá ríkinu. Ákveðið var, með atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, að samþykkja tillögu Bjama P. Magnússonar. Mundu eftir C-vítamíninu. Stuttar fréttir úr borgarstjórn Starfslaun til listamanna Á fundi borgarstjómar á fimmtudag var ákveðið að vísa til menningarmálanefndar, til frekari umfjöllunar tillögu minni- hlutaflokkanna um að frá og með árinu 1987 verði veitt úr borgar- sjóði starfslaun til a.m.k. þriggja listamanna og ætti upphæðin að nema að minnsta kosti þremur árslaunum, eins og þau em skil- greind í núgildandi reglum um starfslaun listamanna og vera veitt til listamanna í þremur ólík- um listgreinum. Kristín Ólafs- dóttir (Abl.), sem mælti fyrir tillögunni, sagði þetta vera „sólskinsbjarta tillögu" sem allir ættu að vera stoltir af að sam- þykkja. Taldi hún að þetta mundi kosta borgina tæpa milljón á ári umfram það sem nú er veitt til þessara mála. Sundlaug Sjálfs- bjargar Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins báru á fundinum fram tillögu um að greiðsla fyrir heitt vatn í sundlaug Sjálfsbjargar í Hátúni 1_2 verði hin sama og í sundlaugum Reykjavíkur, þ.e. 30% af húshitunarverði og yrði þá laugin opin almenningi síðdeg- is og um helgar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði það rétt að almenningssundlaugar fengju vatn á þessu verði en það fengju hins vegar ekki t.d. skólasund- laugar og sundlaug Grensás- deildar Borgarspítalans. Taldi hann þó mörg sanngimisrök lúta að því að sundlaug Sjálfsbjargar fengi vatn á niðurgreiddu verði og lagði til að málinu yrði vísað til borgarráðs þar sem menn gætu fundið lausn á því sem all- ir sættu sig við. Mengnn frá fiskeldisstöðvum Á fundinum var samþykkt að vísa til borgarráðs tillögu frá Sig- rúnu Magnúsdóttur (F) um að gerð yrði athugun á mengun frá fískeldisstöðvum undan strönd- um Reykjavíkur. Kostnaður vegna af- mælishátíðar Nokkrar umræður urðu á fundinum um svar borgarstjóra við fyrirspum Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur (Kvl.) um kostnað vegna afmælishátíðar Reykjavíkurborgar sem hann lagði fram á fundi borgarráðs þriðjudaginn 14. október sl. Taldi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nær að áætla kostnaðinn 134 milljón- ir en 80—90 milljónir þar sem svarið væri „alls ekki tæmandi og ýmislegt annað inni í mynd- inni“. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að afmælishald sem þetta yrði ekki „niðumjörvað fyrir- fram“. Hann sagði þó tölur standast almennt nema hvað tæknisýninguna varðar, en þar væri líka um vemlega eigna- myndun að ræða. Siguijón Pétursson (Abl.) sagði að þeir liðir er snem að afmælinu virtust vera í lagi, en að sér hefði bmgð- ið þegar hann sá kostnaðinn végna tæknisýningarinnar, þar hefði orðið „sprenging" $ kostn- aði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.