Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 18

Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Afmæliskveðja: Hulda Jakobsdóttir Það eru liðin allmörg ár frá því ég kom fyrst að Marbakka í heim- sókn til Rútar frænda. Fyrsta verk frændsystkina minna var að fara með mig í útihúsin og sýna mér bæði fíðurféð og svínin. Þau síðar- nefndu hafði ég ekki séð áður. Þessu búi hafði frændi minn komið upp á stríðsárunum. En hann hafði þá þegar í mörg hom að líta. Því að svo vildi til, að fólkið sem var á þessum árum að mynda og móta byggðina í Kópavogi, hafði leitað til hans um að hafa foiystu fyrir málefnum hreppsins. Fyrir stríðið hafði atvinnulaust fólk úr Reykjavík byrjað að taka sér bólfestu á háls- unum, sem tilheyrðu jörðunum Kópavogur og Digranes. Það land sem Kópavogskaupstaður stendur nú á var þá urðin ein. Það voru engar hallir, sem fólkið settist að í. Það varð að ryðja gijótið í kring um húsin með berum höndunum. A stríðsárunum rættist úr um vinnu, þvf að brezka setuliðið reisti nokkur braggahverfí þama á hálsunum. Hver varð að grafa sinn eigin bmnn og ryðja stíga heim að húsunum, því að einu samgöngumar við höf- uðborgina voru Hafnarfjarðarvagn- amir, sem gengu á klukkustundar- fresti og vom ætíð yfírfullir á morgnana og síðdegis. Þessi byggð tilheyrði Seltjamar- neshreppi hinum foma. Hrepps- nefndarmenn litu „landshomalýð- inn“ í Kópavogi frekar homauga og vonuðust til að hann hypjaði sig eitthvað annað að loknu stríðinu. En það varð fljótt ljóst, að þama var að myndast byggð sem myndi standa. Kópavogsbúum varð fljótt ljóst, að enginn bæri mál þeirra fyrir bijósti annar en þeir sjálfír. Framfarafélag Kópavogs var stofn- að árið 1945. Það var sérkennilegt félag að því leyti, að í því vom menn úr öllum stjómmálaflokkum. En það félag lifði lengi og stóð í mörgum stórræðum. Tímamót urðu árið 1946. Framfarafélagið fékk þijá menn kosna af fimm í hrepps- nefnd. Þessi hreppsnefndarmeiri- hluti lét hendur standa fram úr ermum. Efst á blaði var að leggja vatn og rafmagn í húsin og að stofna bamaskóla. Haustið 1945 var Guðmundur Eggertsson ráðinn til að kenna 7—10 ára bömum í Kópavogi. Hann fékk til umráða tvö herbergi að Hlíðarvegi 9. Það var ekki auðsótt _mál að fá að byggja bamaskóla. Á þessum árum þurfti að fá leyfí fyrir íjárfestingum. Skólanefnd ákvað þegar er hún settist á rökstóla að byggja skóla á landi við Digranesveg, sem hafði lengi verið notað til fískverkunar. En það tók tíu mánaða þvarg við yfírvöld að fá leyfí til að heijast sjötíu og fimm ára handa við bygginguna. Skólanefnd- in var gagnrýnd fyrir það, að hún væri að byggja alltof stórt hús. En hún hélt áfram ótrauð, og loks var hægt að hefja kennslu í húsinu í janúar 1949. En bömum fjölgaði hratt í hreppnum og einhvers stað- ar varð að kenna þeim. Finnbogi Rútur Valdimarsson hafði byggt hús við Kársnesbraut og hugðist reka þar prentsmiðju. Vélamar vom komnar til landsins. Hann seldi þær upp á Akranes og leigði hreppnum húsið til skólahalds. Hús þetta á nú Málning hf. — Að sjálfsögðu mæddu þessar framkvæmdir allar mjög á formanni skólanefndar. Hulda Jakobsdóttir hafði verið kos- in formaður skólanefndar Seltjam- ameshrepps árið 1946. Hún varð formaður skólanefndar Kópavogs- hrepps, eftir að hann var stofnaður 1. janúar 1948. Og hún var formað- ur fræðsluráðs Kópavogskaupstað- ar (eftir að hreppurinn var gerður að kaupstað) frá 1955 til 1962. Allar framkvæmdir í skólamálum Kópavogs mæddu því á henni í sext- án ár. Á þessum árum fjölgaði íbúum Kópavogs stundum um 50% á ári. Þeir vom að meginhluta til ungt bamafólk. Það þurfti því að stækka Kópavogsskóla, byggja við hann leikfímihús. Að því kom að það þurfti að byggja skóla á Kárs- nesi. Tvisvar synjuðu yfirvöld um leyfí fyrir byggingunni. Bæjar- stjómin tók þá af skarið og vitnaði í lög um það, að sveitarstjómir bæm ábyrgð á að böm fengju lög- boðna fræðslu. Kársnesskóli tók til starfa í febrúar 1957. En Hulda Jakobsdóttir lét fleira til sín taka en skólamál. Hún átti þátt í stofnun Kvenfélags Kópavogs árið 1947 og var formaður þess árin 1952—1954. Henni fannst kon- ur of hlédrægar og að Kvenfélagið ætti að vera vettvangur, þar sem konur gætu æft sig að taka til máls og standa fyrir máli sínu. Með ámnum fjölgaði þeim störf- um sem hlóðust á Huldu. Hún var bæjarstjóri Kópavogs árin 1957—1962, fyrst kvenna til að taka að sér slíkt starf. Á þeim ámm var Kópavogur í hröðum vexti og miklar framkvæmdir á vegum bæj- arins. Strætisvagnar Kópavogs tóku til starfa 1957. Skrifstofur bæjarins, sem verið höfðu í Máln- ingarhúsinu, fluttu í nýbyggt félagsheimili, sem opnað var 1959. Þá tók þar til starfa kvikmyndahús og bókasafn Kópavogs flutti þang- að úr Kópavogsskóla, sem löngum hafði verið miðstöð félagslífs í bæn- um. Bæjarstjórinn hafði því vissu- lega nóg á sinni könnu. Og það vom ekki aðeins bæjarmálin sem komu til kasta bæjarstjórans. Mér er kunnugt um það, að fjöldi fólks kom til Huldu með öll sín vandamál og bað hana ásjár. Hulda hætti ekki þátttöku í bæj- armálum eftir að tímabili hennar sem bæjarstjóra lauk. Hún sat í bæjarstjóm árin 1970—1974 fyrir Samtök fijálslyndra og vinstri manna og tilheyrði þá minnihlutan- um. Samt fékk hún að minnsta kosti ráðið einu máli til lykta á þeim ámm. Hitaveita Reykjavíkur hafði gert áætlun um að leggja heitt vatn í hús í Kópavogi og Hafn- arfirði. En þá gerðist það, að einn bæjarfulltrúi í meirihlutanum sner- ist gegn þessari áætlun. Mikið var í húfí og stórir hagsmunir að veði. Hulda hikaði þá ekki við að bjarga málinu með því að styðja meirihlut- ann. Annars hefði hitaveita ekki verið lögð í Kópavog fyrr en að afloknum næstu kosningum. Hver er hún, þessi kona sem svo mörgu góðu hefur komið til leiðar? Hulda Jakobsdóttir fæddist að Bergstaðastræti 66 í Reykjavík 21. október árið 1911. En að henni standa ættir úr Önundarfírði og af Snæfellsnesi. Faðir hennar, Jakob Bjamason, var fæddur og uppalinn á Flateyri við Önundaifyörð (f. 1888). Hann réðst ungur til starfa í hvalveiðistöð Ellefsens á Sólbakka og lærði þar á gufuvélar. Hann starfaði alla ævi sem vélstjóri og var einn af stofnendum Vélstjórafé- lags íslands. Kona hans og móðir Huldu var Guðrún (f. 1884) Ár- mannsdóttir Jónssonar skipasmiðs og hreppstjóra að Saxahvoli (eða Saxahóli) sem er í Neshreppi utan Ennis á yztu tá Snæfellsness. Þau byggðu húsið að Skólavörðustíg 23 og bjuggu þar. Hulda hefur sagt mér frá því, að hún fékk að fara með foður sínum árið 1925 til Hull og Grimsby, en hann var þá vél- stjóri á Kveldúlfstogaranum Val- pole. Hulda fékk snemma áhuga á tungumálum og bókmenntum. Hún stefndi að stúdentsprófí. En tvo vetur varð hún samt að stunda námið utanskóla. Hún fór þá í lat- ínutíma til móðurbróður síns, Krist- ins Ármannssonar (síðar rektors), og lærði erlend mál í námsflokkum. En stúdentspróf tók hún með jafn- öldrum sínum vorið 1931. Hún hafði hug á að fara í háskólanám og lauk heimspekilegum forspjallsvísindum hjá prófessor Ágústi H. Bjamasyni. En af frekara námi varð ekki, því að þann 10. apríl 1933 fórust fað- ir hennar og Gunnar bróðir hennar með togaranum Skúla fógeta er hann sökk í ofviðri út af Grindavík. Gunnar var þá tvítugur og fór nokkra túra með föður sínum til að kynnast sjómennskunni. Hulda var elzt systkinanna og nú var ekki annar kostur en að fara að vinna. Um sjö ára skeið var hún erlendur bréfritari hjá Efnagerð Reykjavík- ur, er Stefán Thorarensen rak á efstu hæð Laugavegsapóteks. Eftir að Jakob dó hóf Guðrún ekkja hans að leigja herbergi og taka kost- gangara. Þá vildi svo til, að ungur maður, sem hafði nýlega tekið við ritstjóm Alþýðublaðsins, leigði her- bergi á Skólavörðustíg 23. Hann hét Finnbogi Rútur Valdimarsson. Þau Hulda gengu í hjónaband haustið 1933. Þau settu saman bú í Reykjavík. Árið 1936 byggðu þau sér sumarbústað á Kársnesi við Fossvog. Þau byggðu smám saman við húsið og fluttu þangað 10. maí 1940. Ætlun þeirra þá var ekki sú, að verða frumkvöðlar byggðarinnar í Kópavogi. En undan því varð ekki vikizt. Hulda hafði annazt afgreiðslu fyrir Brunabótafélag íslands ásamt öðrum störfum fyrir Kópavogs- hrepp og -kaupstað. Árið 1964 stofnaði félagið sérstakt útibú í Kópavogi og Hulda tók að sér for- stöðu þess. Það starf hafði hún á hendi til ársins 1980. Þau Finnbogi eignuðust fímm böm. Þau eru: 1. Elín (f. 1937). F'yrsti maður hennar var Öm Er- lendsson. Þau skildu. Hún átti Guðmund Svein Jónsson verkfræð- ing, en missti hann eftir stutta sambúð. Maður hennar er Sveinn Haukur Valdimarsson, hrl. Sonur hennar er Finnbogi Rútur Amar- son. 2. Gunnar (f. 1938), ógiftur. 3. Guðrún (f. 1940). Hún var gift Jórdana, Jabali að nafni, og synir hennar eru tveir, Fahad og Ómar. 4. Sigrún (f. 1943). Hennar maður er Styrmir Gunnarsson og eiga þau tvær dætur, Huldu Dóm og Hönnu Guðrúnu. 5. Hulda (f. 1948). Henn- ar maður er Smári Sigurðsson. Þau eiga þijú böm, Gunnar, Elínu Björgu og Hrafnhildi. Bamabömin em því orðin átta. Ég óska Huldu til hamingju með afmælið og alls velfamaðar um ókomna daga. Arnór Hannibalsson Þau fluttu að Marbakka í maí 1940, á óbyggt nes sunnan Foss- vogs. Hversvegna kusu þau hjónin að setjast þama að, fjarri þægindum og byggð? Það þarf þor til að ger- ast fmmbyggi og enginn hefur efast um framsýni þeirra. Þau sáu ómælda möguleika í ónumdu landinu og höfðu hug á að yrkja jörðina, enda stunduðu þau garð- yrkju og kúabúskap þrátt fyrir allar aðrar annir. Ég þekki afmælisbamið ekki mikið, en verkin hennar betur og umtalið hefur verið sérstaklega hlý- legt. Gamlir Kópavogsbúar tala með einstakri virðingu um Huldu. Saga þessarar ungu byggðar og heimilisins á Marbakka fléttast náið saman. í júlí 1946 ná Kópavogsbúar meirihluta í hreppsnefnd Seltjamar- neshrepps. 1. janúar 1948 verður Kópavogur sjálfstætt hreppsfélag og kaupstaður 11. maí 1955. Finnbogi Rútur, eiginmaður Huldu, var í forystuhlutverki fram- an af, fyrst sem oddviti, síðan fyrsti bæjarstjórinn í Kópavogi. Hulda stóð við hlið manns síns, stýrði stóm og bammörgu heimili, vann á skrifstofu sveitarfélagsins um árabil og 1957, þegar Finnbogi Rútur verður bankastjóri Útvegs- bankans, stígur Hulda fram. Söguiegur atburður gerðist. Fyrsta konan var orðinn bæjarstjóri á íslandi. Það þótti eðlilegt og sjálf- sagt að Hulda tæki við af manni sínum vegna hæfni sinnar og þekk- ingar. Það hefur samverkafólk hennar frá þessum ámm sagt mér, að hún hafí verið afar góður hús- bóndi, harðdugleg, réttsýn og umfram allt hlý. Hún hafi haft góð tök á starfí sínu, verið virt og vin- sæl. Hulda sinnti þessu vandasama embætti til 1962. Bærinn þandist út og verkefnin kölluðu á vinnufús- ar hendur. Hulda hafði forgöngu um mörg merk verkefni, þar á meðal byggingu hinnar fögm Kópa- vogskirkju, en útlínur hennar móta bæjarmerkið. I Kópavogi em aðeins tveir heið- ursborgarar, hjónin á Marbakka. Þannig vill bæjarfélagið tjá þeim virðingu sína og þökk. Þau hjónin lögðu gmnninn að þeirri félagslegu uppbyggingu, sem einkennt hefur Kópavog umfram önnur sveitarfé- lög. Nú er margt breytt. Þétt byggð á Kársnesinu öllu og austur háls- ana. Byggðin hefur líka nálgast Marbakka. Þeim hjónum er sjálf- sagt ekki af því ami, að út um gluggana á höfuðbólinu blasir nú við nýrisið dagvistarheimili, sem auðvitað ber nafnið Marbakki og senn verða byggðar þama á sömu torfúnni íbúðir fyrir aldraða. f dag á Hulda Jakobsdóttir 75 ára afmæli og 24. september sl. varð Finnbogi Rútur 80 ára. Bæj- arbúar samfagna þeim og fjölskyldu þeirra og áma þeim allra heilla. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Hulda og Finnbogi Rútur taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs í dag kl. 17—19. Fjölskylda Jóhanns og vinir hans Békmenntir Jenna Jensdóttir Ingibjörg Möller. Til sjós og lands. Nanna Bjömsdóttir teiknaði myndimar. Námsgagnastofnun 1986. Þeim fjölgar sögunum sem Námsgagnastofnun gefur út handa yngstu lesendunum. Nýút- komin er sagan Til sjós og lands eftir Ingibjörgu Möller. Hún fjallar um Jóhann tíu ára strákling, fjölskyldu hans og vini. Jóhann segir söguna og þeir at- burðir sem í henni gerast eru skráðir út frá hans sjón og hugs- un. Hann lýsir systkinum sínum, Önnu Lóu 12 ára og Óla 4 ára, foreldrum sínum og vinum. Svo koma dagamir með sína skemmtilegu atburði. Af því að Jóhann er glaðlegur og lifandi fyrir umhverfí sínu verður flest sögulegt sem hann, fjölskylda hans og félagar taka sér fyrir hendur. Allir í flölskyldunni fá viss einkunnarorð: „Mamma ræð- ur mestu hér heima." „Pabbi reynir alltaf að sjá eitthvað gott við allt.“ Anna Lóa systir hans „talar oft í sírna" og Óli „er stund- um smákjáni". En Jóhann sjálfur? Myndir af honum og tilveru hans í sögunni gefa litlum Tesendum hugmynd um hvemig hann er. Stærsti atburður sögunnar er þeg- ar fjölskyldan og vinir Jóa fara sjóferð um sundin á bátnum þeirra. Sú ferð endaði öðruvísi og varð lengri en til var stofnað í byijun. Þetta er ágæt smábamasaga, yfir henni er ferskur léttleiki, sem heldur ungum lesendum við efnið. Gaman væri að heyra frá höf- undi á rismeira sviði skáldskapar. Mér segir svo hugur að hann eigi þar dulda hæfíleika. Myndir eru misgóðar. Ágæt er myndin af Jóa og félögum hans, svipur hans á myndinni undirstrikar persónu- leika hans í sögunni. Ég er ekki sátt við ljóðformið á sögunni, og hefí ég áður tjáð mig um slíkt form á bókum Námsgagnastofn- unar fyrir yngstu lesenduma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.