Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
29
cr
ttús í HÁSKÓLA ÍSLANDS
ifrædinemi fremur gjöming i Há- Læknadeild var með allstóra sýningu á sínum verkefnum sem mik-
ibíó, þar sem um 400 ™nn« voru ill fjöldi manns sótti. Hér er fylgst með sjónvarpsýningu af áhuga.
uikomnir til að fylgjast með hinum
jvíslegu brellum þeirra.
Félagsleg siðfræði er ein þeirra greina sem guðfræðinemar þurfa
að leggja stund á. Hér útskýrir Ragnheiður Erla, guðfræðinemi,
hvaða þættir siðfræði það eru sem leggja þarf stund á i guðfræðideild.
kynntu sér
i Islands
Orator, félag lögfræðinema, hélt málflutningæf-
ingu í Lögbergi. Hér er Þórey Aðalsteinsdóttir,
lögfræðinemi, í hlutverki sækjandans í skilnaðar-
Einn ungur gestur fékk óvænta meðferð hjá tann-
læknanemum. Vonandi hefur engin veríð skemmd.
máh.
þessum hætti. Töldu þeir flestir
að þessi kynningarstarfsemi yrði
til að opna augu fólks fyrir nauð-
syn þess að hlúa vel að Háskóla
íslands, æðstu menntastofnun
þjóðarinnar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
voru einnig sammála um að þessi
kynnig hefði verið of yfírgripsmik-
il fyrir þá sem kynnast vildu
mörgum starfssviðum, og sögðu
að lengja hefði mátt opna húsið
um einn dag. Háskólarektor tók
undir þetta og sagði í samtali að
um fullvíðtæka kynningu hefði
verið að ræða á einu bretti. „Sú
hugmynd hefur hins vegar komið
fram að Háskólinn kynni ein-
hveija þætti starfsemi sinnar á
hverju hausti hér eftir og mætti
hugsa sér að hægt yrði að gera
það í þremur hlutum," sagði Sig-
mundur. Sagði hann að kynna
mætti allar hugvísindagreinar
samtímis, þá heilbrigðisgreinam-
ar, og að lokum verkfræði- og
raunvísindafög. Taldi hann slíkar
kynningar gefa framhaldsskóla-
nemum prýðilegt tækifæri til að
kynna sér þær kennslugreinar
sem hægt er að leggja stund á
við Háskólann.
steinaríki íslands sem safnað
fa.
eldfjöllin, og boðið var upp á fyrir-
lestra og kvikmyndasýningar um
sögu og starf Háskólans.
Allar deildir Háskólans voru
með einhverskonar kynningu á
starfsemi sinni, og voru þær mis-
vel sóttar, en á flestalla staðina
mætti mikill fjöldi fólks, þó svo
að læknadeildin hafí að líkindum
átt vinninginn hvað varðaði fjölda
gesta. í húsi lækna- og tann-
læknadeildar var mikið um að
vera, og margt að sjá á sunnudag-
inn og höfðu gestir mikinn áhuga
á því sem þar fór fram.
Svo virtist sem gestir opna
hússins hefðu almennt verið mjög
ánægðir með þetta framtak Há-
skólans, og þeir sem blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við voru
allir sammála um kosti þess að
starfsemi hans væri kynnt með
íeð dóttur sína.
tefánsson, Sam-
emi
Skilningur á
starfseminni
verður meiri
HÚS LÆKNADEILDAR
hafði greinilega mikið að-
dráttarafl þvi mikill fjöldi
fólks skoðaði þá kynningu
sem þar var á starfsemi
lækna og tannlækna.
Uppi á annarri hæð í húsinu
þar sem læknadeild hafði aðset-
ur hafði Morgunblaðið tal af
Bryngeiri Guðmundssyni, raf-
eindavirkja á Borgarspítalan-
um. Hann kvaðst einungis ætla
að kynna sér starfsemi lækna-
deildarinnar því það væri það
sem lyti að hans áhugasviði.
Hann var að því spurður hvort
hann teldi „opið hús“ af þessu
tagi hafa mikla þýðingu fyrir
Háskólann? „Kynning á starf-
semi Háskólans þar sem
almenningi gefst kostur á að
koma á vettvang hefur án efa
mikla þýðingu fyrir hann, og
er til þess fallinn að efla skiln-
ing manna á starfseminni,"
sagði Bryngeir. Hann taldi þó
að skilningur fólks á verkefnum
og störfum Háskólans væri þó
talsvert misjafn eftir því hvaða
deildir og kennslugreinar ættu
í hlut.
ið stuðli það að
mningu á hans
;ði Magnús Stef-
lokum.
Bryngeir Guðmundsson, raf- Elln Ingólfsdóttir og Guðmundur Jónsson ásamt dóttur sinni
eindavirki. Signýju
Það þarf að hlúa vel
að Háskólanum
„ÞAÐ ER svo mikið að sjá hér
að það kemst enginn yfir
þetta allt á einum degi,“ sagði
Gerður Pálsdóttir, kennarí,
við blaðamann Morgunblaðs-
ins, þar sem hún var önnum
kafin við að kynna sér starf-
semi líffræðideildar Háskól-
ans í húsi verkfræði- og
raunvísindadeildar.
Þessi kynning er alveg
geysilega skemmtileg og
fróðleg í alla staði. Eg tók
með mér bömin mín, og eldri
stelpumar, sem eru 14 og
16 ára hafa haft mikla
ánægju af að sjá þetta allt,“
sagði Gerður.
Hún taldi alla kynningu
af þessu tagi hljóta að vera
til bóta fyrir Háskólann og
álit almennings á starfsemi
hans. „Það þarf að hlúa vel
að Háskóla Islands, þetta er
æðsta menntastofnun þjóð-
arinnar, og öll æðri menntun
hlýtur að skila sér til þjóð-
félagsins aftur með einhveij-
um hætti, og við þurfum á
Gerður Pálsdóttir
menntuðum einstaklingum
að halda,“ sagði Gerður og
var þar með rokinn brott til
að kynna sér fleira.
Góð kynning
á starfsemi
Háskólans
GUÐMUNDUR Jónsson, vel-
virki, og eiginkona hans, Elín
Ingólfsdóttir, fiskverkunar-
kona, sátu i húsi læknadeild-
ar, drukku kaffi og biðu eftir
dóttur sinni, Signýju, sem var
að kynna sér starfsemi deild-
arinnar.
„Það er alveg furðulegt hvað
mikill fyöldi fólks hefur komið
hingað til að kynnast starfsem-
inni, sögðu þau hjónin um leið
og þau létu í ljós ánægju sína
með „opna húsið". „Þetta er án
efa góð kynning fyrir almenning
á starfseminni, fólk kemur fróð-
ara héðan og gerir sér betur
grein fyrir mikilvægi Háskól-
ans,“ sögðu þau.
Þau voru að því spurð hvort
þau merktu að Háskólinn byggi
við þröngan kost og sögðu þau
að svo hlyti að vera, þar sem
húsnæði hans og aðstöðu væri
dreift um allan bæinn. „Það er
nauðsynlegt að gera Háskólann
eins vel úr garði og frekast er
unnt því það fjármagn sem til
hans rennur hlýtur að skila sér
aftur, sögðu Elín og Guðmundur
þar sem þau biðu eftir dóttur
sinni.
*