Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Fyrsta þingrímman; Þingdeild á rás tvö Framsóknarþingmenn deila á fjármálaráðherra FRAMSOKNARMENN Hér ganga fjórir framsóknar- menn i þingsal. Fremstir fara Steingrimur Hermannsson, for- sætisráðherra (sem raunar er skroppin utan), og Jón Helgason, landbúnaðarráðherra. Að baki Jóns er Stefán Guðmundsson (F.-Nv.) og á milli ráðherranna er Þórarinn Siguijónsson (F.Sl.). Það er komínn kosningatitringur í framsóknarmenn, sagði Helgi Seijan (Abl.-Al.), þegar hann blandaði sér í deilur stjórnarflokkanna, varðandi 27. grein frumvarps til lánsfjárlaga, sem kveður á um, að aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum skuli renna í ríkis- sjóð, en í útvarpslögum eru þessar skatttekjur markaðar Ríkisútvarpi. Rás 2 blandaðist inn í þessa umræðu, eins og kemur fram í eftirfarandi fréttafrásögn. Skerðingarákvæði í öðrum kafla frumvarps til láns- Qárlaga eru flórtán greinar sem kveða á um að skatttekjur, sem markaðar eru ákveðinni ráðstöfun í öðrum lögum, skuli að hluta tii eða öllu leyti renna í ríkissjóð. í greinargerð með frumvarpinu seg- ir; „í samræmi við markaða stefnu í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1987, um skerðingu lögboðinna framlaga, er nauðsynlegt að ákvæðum hlutaðeignandi laga sé breytt". Löng hefð er fyrir skerð- ingu af þessu tagi í lánsfjárlögum. I 27. grein frumvarpsins er kveðið á um að tolltekjur af tilgreindum vörum skuli renna í ríkissjóð í stað sjóði RÚV. Gagnrýni fram- sóknarmanna Frumvarp til lánsQárlaga kom til framhalds fyrstu umræðu í efri deild í gær. Þn'r þingmenn Fram- sóknarflokks, Haraldur Ólafsson (Rvk.), Davíð Aðalsteinsson (VI.) og Jón Kristjánsson (Al.) létu í ljós efasemdir um þetta skerðingar- ákvæði og gagnrýndu orð fjár- málaráðherra, sem féllu í fyrri hluta umræðunnar, og þeir töldu túlka vilja til sölu rásar tvö hjá RÚV til einkaaðila. „Hugmynd“ fjár- málaráðherra Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, sagði efnislega, að lítið samræmi væri í því að þingmenn, sem teldu ríkisútgjöld of mikil, gagnrýndu viðleitni til þess að beita ströngu útgjaldaaðhaldi, m.a. tii að skapa ekki auknar skatt- heimtuforsendur. Við fyrri hluta umræðunnar hefðu nokkrir þingmenn, einkum úr stjómarandstöðu, gagnrýnt skerðingu á framkvæmdafé RÚV, sem fælist í 27. grein frumvarps að lánsflárlögum. Hann hafi þá sagt, að RÚV yrði að sæta út- gjaldaaðhaldi að þessu leyti, eins og aðrar ríkisstofnanir. Hann hafí engar tiliögur gert um sölu rásar tvö en hinsvegar slegið fram þeirri hugmynd í umræðunni, að hugsan- lega mætti losa um framkvæmdafé með sölu rásar tvö, ef þörfín á slíku fjármagni vægi það þungt í hugum þingmanna. Hörð rimma Haraldur Olafsson (F.-Rvk.) minnti á að RÚV bæri, samkvæmt lögum, að reka tvær hljóðvarpsrás- ir. Stendur til að flytja frumvarp til breytinga á gildandi lögum um söluna, spurði hann. Og ef sala er fyrirhuguð á þá að selja stúdíóað- stöðu eina sér eða dreifíkerflð með? Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.) taldi að stuðningur þingmanna við frjálst útvarp á liðnu þingi hafí að hluta til byggst á yfírlýsingum ráðherra um uppbyggingu RÚV, sem þjónaði landinu öllu, ekki að- eins höfuðborgarsvæðinu. Um- deildt ákvæði í frumvarpi að lánsljárlögum fæli ekki í sér efnd- ir á þessu fyrirheiti. Jón Kristjánsson (F.-Al) sagði að rás tvö næði ekki til landsins alls. Stór svæði á Austurlandi næðu ekki stöðinni. Nær væri að gera stöðinni kleift að sinna þjón- ustuhlutverki sínu við landið allt. Eiður Guðnason (A.- VI.) sagði RÚV svipt álíka tekjustofni og Kvikmyndasjóði væri nú skenktur. Greinilegt væri að þingmenn Framsóknarflokks væru ekki sáttir við framkomið stjómarfrumvarp að lánsfjárlögum. Eiður sagði m.a. að dreifíkerfi sjónvarps og rásar tvö væri að hluta tii eitt og hið sama. Þessvegna þurfi að liggja ljóst fyrir, hvort dreifíkerfið væri ' inn í söluhugmyndum ráðherrans. Hann taldi og vafa leika á því að ijármálaráðherra hafí heimild til eftirgjafar af innflutningsgjöldum á lyklum (afrétturum) í tengslum við Stöð 2. Helgi Seljan (Abl-Al.) sagði kosningatitring kominn í fram- sóknarmenn. Þessar snemmbæru deilur þeirra á stjómarfrumvarp lofaði góðu um framhaldið í vetur. Stjómarflokkamir væru þegar teknir að bera ósætti sína inn í þingsali. Hann tók að öðm leyti undir gagnrýni á tekjuskerðingu RÚV. Sigriður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði að rás tvö hefði átt að þjóna fleiri starfs- þáttum en dægurhljómlist. Hún nefndi sérstaklega fræðsluútvarp, sem þjóna hlyti stóm hlutverki í skólamálum framtíðarinnar. Kvennalistinn hafí og bent á út- leigu á einhveijum tíma rásarinnar til aðila, sem standa vilji að sjálf- stæðri dagskrárgerð. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, lagði áherzlu á að umrætt skerðingarákvæði væri aðeins eitt af mörgum og hluti af nauðsynlegu útgjaida- og um leið skattheimtuaðhaldi. Hann hafí sett fram hugmynd, að gefnu tilefni, en ekki tillögu um möguleika á söiu rásar tvö. Ráðherra sagði að hér hafí þeir verið háværastir sem harðast hafí gagnrýnt fijálst útvarp. Varðandi tolleftirgjöf á lyklum að Stöð 2 sagði ráðherra að rekstrarstaða aðila, sem ættu í samkeppni að þessu leyti, ætti að vera sem jöfn- ust. í stað fangelsunar: Endurgj aldslaus vinnuþjónusta „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að skipa nefnd til að kanna, hvort endur- gjaldslaus vinnuþjónustua I þágu samfélagsins geti við ákveðnar aðstæður komið í stað afplánunar dóma í fang- elsi og einnig orðið til þess að gera skilorðsdóma mark- vissari. Slík vinna yrði samkvæmt nánari ákvæðum laga og ákvörðunum ákæru- valds og dómstóla". Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem fímm þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Alþingi: Kristín S. Kvaran, Salome Þorkelsdóttir, Ámi Johnsen, Frið- jón Þórðarson og Valdimar Ind- riðason. I greinargerð segir efnislega að það að sitja í fangelsi sé ekki n Stuttar þingf réttir Fundir vóru í báðiun þing- deildum í gær. í efri deild fór drýgstur hluti fundartímans í fyrstu umræðu um stjórnar- frumvarp að Iánsfjárlögum, samber aðra frétt hér á þing- síðu. Eiður Guðnason (A.-Vl) mælti fyrir frumvarpi um frídag sjómanna. í neðri deild vóru og nokkur lagaf rumvörp til fyrstu umræðu: * Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk) mælti fyrír frumvarpi til breytinga á bamalögum, sem hún flytur ásamt Guðrúnu Helgadóttur (Abl.-Rvk.). Frum- varpið gerir ráð fyrir að „valds- manni sé heimilt að úrskurða að lífeyrisdeild Tiyggingarstofn- unar ríkisins greiði framlög vegna menntunar og starfsþjálf- unar bams ef meðlagsskyldur aðili er ekki lengur á lfí eða ef að öðmm ástæðum reynist ókleift að innheimta framlög..., svo og vegna bama örorku- og ellilífeyrisþega sem bamalífeyris hafa notið, skv. 14. gr. laga um almannatryggingar". * Gunnar G. Schram (S.- Rn.) mælti fyrir frumvarpi til laga um umboðsmann Alþingis, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Fmmvarpið er endurflutt. Það gerir ráð fyrir embætti umboðs- manns er „hafi það hlutverk að styðja menn til þess að ná rétti sínum í skiptum við stjómvöld, koma í veg fyrir að menn séu beittir rangindum af hálfu opin- berra aðila og stuðla þannig að bættri opinberri sljómsýslu...". * Málmfríður Sigurðar- dóttir (Kl.-Ne.) mælti fyrir frumvarpi um lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra. Fmmvarpið gerir ráð fyrir því að heimavinnandi húsmæður, sem em í minna en hálfu starfi utan heimilis, skuli öðlast aðild að Söfnunarsjóði lífeyrisrétt- inda. Skal ríkissjóður greiða mánaðarlegt iðgjald til sjóðsins er nemi 6% af 26.680 kr. vegna hverrar heimavinnandi húsmóð- ur. Kristín S. Kvaran mannbætandi. í annan stað sé erf- itt fyrir fanga að koma aftur út í samfélagið. í þriðja lagi líði oft langur tími frá því að dómur fellur unz afplánun hefst. Tilgangur refs- ingar á að vera tvennskonar: að koma í veg fyrir að aðrir bijóti af sér og að hinum dæmda lærist að haga sér í samræmi við lög og reglur samfélagsins. Úrræði af þvi tagi, sem tillagan geymir, hafí víða reynst vel með öðmm þjóðum. Flutningsmenn segja sum brot þess eðlis að óhjákvæmiiegt sé að viðkomandi afpláni dóm í fangelsi. Það eigi við þegar almannahags- munir krefjist slíks og þegar lífi sé stefnt í voða. Brot af öðmm toga, svo sem auðgunarbrot, séu hinsvegar þesseðlis, að hægt sé að koma við samfélagsþjónustu sem refsingu. „Eitt af gmndvallaratriðum þess að samfélagsþjónsta nái tilgangi sínum er að hún sé innt af hendi utan venjubundins vinnutíma, þannig að viðkomandi geti jafn- framt stundað almenna vinnu. Að mati flutningsmanna yrði það aðal- lega líknarfélög, svo og bæjar- og sveitarfélög sem gætu rutt braut þeirri samfélagsþjónustu sem þing- sályktunartilagan gerir ráð fyrir“, segir í greinargerð. Framsókn: Tveir kvenþingmenn Þingflokkur framsóknar- manna er eini þingflokkurinn sem ekki getur státað af kven- þingmanni. Nú hefur hinsvegar heldur betur hlaupið á snærið hjá framsóknarmönnum. Þing- flokkinn skipa þessa dagana tvær konur, að austan og vest- an, varaþingmenn, sem leysa tvo ráðherra flokksins af hólmi þingstarfanna. * Guðrún T ryggvadóttir, varaþingmaður Framsóknarflokks í Austurlandskjördæmi, er mætt til þings í íjarveru Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráðherra. * Magðalena Sigurðardóttir, annar varaþingmaður Framsóknar í VestQarðakjördæmi, leysir Steingrím Hermannsson, forsætis- ráðherra, af hólmi þingstarfa, í fjarveru hans erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.