Morgunblaðið - 21.10.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 21.10.1986, Síða 33
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 33 Urslitin eru mikil traustsyfirlýsing - segir Halldór Blöndal Get ekki verið annað en ánægður með útkomuna - segir Björn Dagbjartsson „ÚRSLITIN eru mikil traustsyfirlýsing, sem ég mun reyna að standa undir,“ sagði Halldór Blöndal. „Björn Dagbjartsson fékk líka mjög afgerandi kosn- ingu.“ „Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem tóku þátt í prófkjörinu og unnu að því - það fór mjög prúðmannlega fram.“ Hveraig lýst þér á að fá Tómas í þriðja sætið? „Tómas er kunnur baráttu- maður. Hann hefur einarðar skoðanir og er fylginn sér. Það munar um að fá hann á listann. Vigfús Jónsson á Laxamýri hélt sínum hlut og er í fjórða sæti sem áður.“ Áttu von á að Tómas komist á þing? „Samkvæmt síðustu kosning- um hefði hann komist á þing miðað við þau lög sem nú hafa tekið gildi og því er góður mögu- leiki á því að hann nái kosningu ef við vinnum vel saman. Mér finnst andrúmsloftið gott í kjör- dæminu - ég verð var við mikinn stuðning. Eg tel það mikið að rúmlega þúsund manns skuli taka þátt í prófkjöri sem einung- is er bundið við flokksbundna menn og ég tel að þessi listi sé sterkur. Þess vegna er ég mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Halldór Blöndal. Halldór Blöndal „ÉG ER ánægður með út- komuna - get ekki veríð annað. Ég sagði einhvera tima að ég ætti von á að við Halldór fengjum góða út- komu en réttara væri kannski að segja að ég von- aði það og mér sýnist þær vonir hafa rætst,“ sagði Björn Dagbjartsson. „Ég þakka árangurinn góðum stuðningsmönnum og sérstaklega vil ég þakka fjölskyldu minni og tengdafólki sem lagði mikla vinnu fram.“ Nú kemur Tómas nýr inn á listann. Hvernig lýst þér á það? „Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Ég hef reyndar lengi átt von á að hann myndi hafna í þriðja sæti. Mér fannst það á undirtektum. Þetta var val kjós- enda og ég hlakka til samstarfsins við Tómas.“ Björn sagði að skv. niðurstöð- um síðustu kosninga og nýjum kosningalögum hefði Sjálfstæðis- flokkurinn fengið þijá þingmenn „og mér virðist á bæjarstjómar- kosningunum að við séum heldur að bæta við okkur í kjördæmin svo ég sé ekki annað að við getum verið sæmilega bjartsýnir á að þriðja sætið sé að minnsta kosti brennheitt," sagði Bjöm. Prófkjör Sjálfstæðismanna: Halldór Blöndal hlaut langflest atkvæði HALLDÓR Blöndal, alþingismaður, hlaut flest atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra vegna vænt- anlegra alþingiskosninga. Halldór hlaut 919 atkvæði, þar af 654 í 1. sæti. Fimm fystu sætin eru bindandi en í þeim eru Halldór Blöndal, Björa Dagbjartsson, Tómas Ingi Olrich, Vigfús B. Jónsson og Margrét Krist- insdóttir. Alls kusu 1074 í prófkjörinu og er það mjög góð þátttaka - yfír 82%. Bjöm Dagbjartsson, alþingismaður, varð í öðm sæti með 849 atkvæði alls en 482 í 2.sætið. Tóm- as Ingi Olrich, menntaskólakennari, varð í þriðja sæti. Tómas hlaut 246 atkvæði í það sæti en 674 alls. Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri varð í fjórða sæti - fékk 132 atkvæði í það sæti en 576 atkvæði alls. í fímmta sæti varð svo Margrét Kristinsdótti með 131 atkvæði í það sæti en 567 alls. í sjötta sæti varð Stefán Sigtryggsson við- skiptafræðingur með 441 atkvæði, Bima Sigur- bjömsdóttir hjúkmnarfræðingur varð sjöunda með 272 atkævði og Tryggvi Helgason flugmaður lenti í áttunda sæti með 93 atkvæði. Er hæstánægður með niðurstöðuna - segir Tómas Ingi Olrich „ÉG STEFNDI á eitt af þremur efstu sætunum en mér var hins vegar ljóst að ég átti enga möguleika á að komast ofar en í þriðja sæti. Ég náði því sem ég stefndi að og er því hæstánægður með niðurstöð- una,“ sagði Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akur- eyri, i samtali við Morgun- blaðið. Tómas sagðist alveg eins hafa búist við að fá ekki þann fjölda atkvæða sem hann hlaut og niður- staðan hefði því komið sér gleðilega á óvart. „Ég var undir það búinn að fá verri útkomu," sagði hann. Fólk hefur talað um Tómas sem sigurvegara prófkjörsins en hann sagðist ekki ilja dæma um það. „Ég er ánægður með prófkjörið í heild. Mér fínnst gott að þingmennimir fengu góða kosningu því það styrk- ir samstarfsgrundvöllinn eftir prófkjörið." Ertu bjartsýnn á að þú komist á þing? „Við eigum góða möguleika á að ná þriðja sætinu en ef það á að gerast er ljóst að við verðum að bæta við okkur fylgi." Tómas bauð sig nú í fyrsta skipti fram í prófkjöri vegna al- þingiskosninga. Hann var spurð- ur hvort hann ætti sér einhver uppáhaldsmál i landspólitíkinni? „Það er ljóst að fyrir mér em stjómmál fyrst og fremst það að skapa mannlífínu ákveðnar leik- reglur og það fer eftir því hvemig þær em hvemig atvinnulífíð og kjaramálin ganga. Því verr sem gengur að stjóma þessum málum með einföldum hætti því meira vex miðstýringin og þar af leiðandi fyr- irgreiðslupólitíkin. Mjög miðstýrt þjóðfélag hefur þess vegna tilhneig- ingu til þess að ýta stjómmála- mönnunum út í fyrirgreiðslupólitík. Miðstýringin leiðir til þess að fyrir- greiðslan verður eitt af aðalhlut- verkum stjómmálamanna og það er mjög miður." Tómas sagði að ef hægt væri að ráðast gegn miðstýringunni og stýra efnahagsmálum með einfald- ari hætti þá dreifðist vald sjálf- krafa. „Svo má hugsa sér meiriháttar valddreifíngu sem væri stjómarfarslegs eðlis en ég álít hitt Tómas Ingi Olrich atriðið miklu meira virði - að fyrir- tæki, hvar sem þau starfa, öðlist meira Qárhagslegt sjálfstæði. Hvetju þakkar þú þennan árangur í prófkjörinu? „Ég hafði með mér hóp manna sem vann mjög vel og vann í raun og veru hávaðalaust og af mikilli tillitssemi og hófsemi við kjósend- ur. í öðru lagi held % að það sé ljóst nú að auglýsingamennska sem fylgir prófkjörum er farin að ganga út í öfgar. Auglýsingar em tvíeggja vopn. Þær geta komið mönnum til góða í vissum tilvikum en þær geta líka orðið mönnum til tjóns og ég er ekki í nokkmm vafa að auglýs- ingaherferðin sem farin var fyrir prófkjörið nú varð nokkram fram- Er ekkí óánægður - segir Vigfús B. Jónsson „ÉG ER fyrst og fremst mjög þakklátur þvi marga og góða fólki sem kaus mig, studdi mig og vann fyrir mig. Ég er ekki ósáttur við þetta," sagði Vigús B. Jónsson bóndi á Laxamýri. Ertu ánægður með skipan efstu manna á listann? „Það er erfitt að segja um þetta. Akureyri er voðalega sterk eining í kjördæminu og það er hlutur sem réði miklu. Ég hef ágætis álit á Tómasi Inga Olrich en skal ekki segja hvort hann er heppilegur maður í baráttusæti - ég er ekki viss um það. En þetta fór svona og við því er ekkert að gera.“ Vig- fús var í fjórða sæti listans við síðustu kosningar og sagðist því í raun halda sínu. „Ég er ekkert óánægður, langt frá því. Ég er ekki ósáttur við eitt eða neitt og þessi niðurstaða breytir engu varðandi mínar sannfæringar.Ég mun halda áfram að styðja Sjálfstæðisflokkinn og tek þessu vel,“ sagði Vigfús. Vigfús B. Jónsson bjóðendum til tjóns. í þriðja lagi legg ég ríka áherslu á að það er mikilvægt að undirbúa prófkjör - og þá ekki bara mánuðinn áður en prófkjör á sér stað. Maður þa að kynna skoðanir sínar og láta fólk fá það á tilfínninguna að þama sé maður sem lengi hefur haft áhuga á stjómmálum. Ég var ritstjóri ls- lendings í eitt ár og það var mér mikilvægt. Þar kynnti ég viðhorf mín og reyndi að vanda til leiðara- skrifa. Og ég fann að það hafði sín áhrif í þessari baráttu, meiri áhrif en margir telja. Nú, viðbrögðin við því hvernig ég auglýsti benda til þess að það hafí verið rétt ákvörð- un. Ég auglýsti aðeins tvisvar og hvatti þá Sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu en auglýsti ekki sjálfan mig.“ Hefði gjarnan vilj- að vera svolítið ofar á listanum - segir Margrét Kristinsdóttir „ÉG VARÐ fyrir vonbrigðum með útkomuna - hefði gjaman viljað vera svolftið ofar. En það var við ramman reip að draga þar sem svona öndvegisfólk var f kjöri," sagði Margrét Kristins- dóttir. „Ég setti ekki steftiuna á ákveð- ið heldur vildi gefa fólki kost á að ákveða hvar það kysi mig - en stefndi auðvitað ofarlega á listann." Margrét sagðist vera mjög fegin því að hún skyldi taka þátt í próf- kjörinu „því þetta hefur verið lærdómsríkur tími. Ég er ánægð með þátttökuna því hún sýnir að fólk hugsar um stjómmál og lætur sig málin skipta." Margrét sagði að sér litist vel á listann. „Ég hefði auðvitað viljað vera ofar en annars lýst mér vel á hann. Vigfús hélt sínu en Tómas er sigurvegari prófkjörsins. Hann Margrét Kristinsdóttir bar persónulegan sigur enda unnið vel fyrir þvf og ég er sátt við hann.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.