Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 43

Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 43
og eiga þau þrjú böm. Árið 1932 giftist Elísabet Steinari Steinssyni skipasmið og síðar skipaeftirlits- manni og bjuggu þau lengst af á Þórshamri á Ísafírði. Þau eignuðust fjögur böm. Þau eru Ólöf, sem býr í Reykjavík, hún var gift Pétri Páls- syni tónskáldi, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þijú böm. Helga, hún býr á Hvoli í Dalasýslu, gift undirrituðum, og eiga þau fjögur böm, Halldór Trausti, kennari en hann lést árið 1979 langt um aldur fram, hann var giftur Sigríði Vigfúsdóttur kennara og eiga þau þijú böm, og Steinunn Lilja, hún er gift Inga Sigurvinssyni húsgagnasmið í Reykjavík. Þau eiga þijú böm. Þau Elísabet og Steinar bjuggu á ísafírði til ársins 1963, er þau fluttu til Reykjavíkur, en Steinar lést Qórum ámm síðar, 1967, og eftir það bjó Elísabet ein á Soga- vegi 101 í Reykjavík og naut góðrar heilsu lengst af, en síðustu vikumar var hún á sjúkrahúsi að mestu, og lést á Borgarspítalanum 11. október sl. á 86. aldursári. Þannig hefur langri ævi verið skilað og mikið og farsælt dagsverk unnið. Ég vil þakka henni einstaklega ánægju- lega viðurkynningu síðan ég bættist í hennar fjölskyldu, ávallt var gott að koma á hennar fund, heimilið ávalit opið og tekið á móti öllum er að garði bar með sömu hlýjunni, reisn og myndarskap, og aldrei þótti það nógu gott sem reynt var MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 43 að gera til góða, þá komið var á heimili hennar. Hún var mikil myndarkona, í sjón og raun, barst ekki á í lífínu, en framkomu hennar og fasi fylgdi sú reisn og festa, sem jafnan einkenndi dagfar hennar og viðmót allt. Hún var fróðleiksfús, las mikið og kunni góð skil á hinum margvíslegustu efnum og ljóðelsk var hún mjög. Hún unni góðskáld- unum og var títt með ljóð þeirra á vörum og sest gat hún niður við orgelið sitt og spilað og sungið og var þá sem hún gleymdi stund og stað og færi á vit ljóðs og tóna og gleymdi amstri hversdagsins. Þann- ig átti hún sín áhugamál, og oft spiluðu þau saman hjónin, því Stein- ar spilaði á fíðluna sína, og þá var ieikið og sungið og við þetta ólust bömin upp og varð þetta síðar sá fjársjóður í minningu þeirra, er seint mun fymast. Og ávallt var hún glöð, viðmótsþýð og vakandi á líðandi stund. Og þannig þekktum við hana og þannig hélt hún andlegum kröft- um sínum til hinstu stundar. Við sem nutum samvista við hana, söknum hennar og munum við lengi geyma í minning þær stundir allar er við áttum með henni og nutum þess, er hún gaf og var, fram til hinstu stundar. Og við þökkum það, að hún skyldi fá að kve^ja, án teljandi veikinda, með þeirri reisn og þeim látlausa þokka, er henni var svo eiginlegt f lífinu. Megi góður Guð blessa hana og leiða á framtíðarvegum. Hún er með söknuði kvödd, en við vitum, að lífið heldur áfram á vegum eilífðarinnar, þar sem meira er að starfa Guðs um geim. Og í því felst vonin, hin eilífa von iífsins, og í því ljósi kveðjum við með þakk- læti og gleði vegna þess að við vitum að í veröld ódauðleikans er allt ljós og líf, friður og fögnuður. Vér möglum ei, þó svíði hjartasárin nær sjáum við þig lagða á grafarbeð, en þökkum Drottni daga, vikur, árin er dvaldir þú oss lífs á vegi með. (Guðlaugur Guðmundsson.) Og hugurinn fylgir henni fram á veginn. Gakk heil til himins sala úr heimsins þunga klið, og englatungur tala um traust og náð og frið, og góða konu kveðja með kærleik böm þín nú, sem vildu græða og gleðja þitt geð í von og trú. (JJ. Smári.) Blessuð sé minning Elísabetar Halldórsdóttur, og þeirra hjóna beggja, því Steinar var ljúfur maður og góður drengur og hvers manns hugljúfí í hvívetna. Megi minningin um þau lifa um ókomin ár í huga okkar og allra þeirra er nutu þeirra í lífínu. Blessuð sé þeirra minning. Ingiberg J. Hannesson AMERICAN STYLE q s>Tnbol jor good jood. preparud thc american vmo\' ! ____SKIPHOLTI 70 SIMI 666836_ Kjúklinga- PARTY Aðeins 49 kr. bitinn út mánuðinn. Veitingastaðurínn þinn KONUR ERU ENN í SÓKN 24. Október 1986 - Dagur kvenna MARKMIÐASETNING ÞJÁLFUN1ÁKVEÐNI Ef þú hefur áhuga á því aö fá betri stööu og telur þig hafa þá þekkingu sem til þarf er það fyrst og fremst áframhaldandi ögun og þjálfun hvers og eins sem stuðlar að enn frekari árangri. Námskeiðið gerir þátttakandann með- vitaðri um sérhæfileika sína og leggur á ráðin um frekari þróun þeirra. Þátttakandinn lærir tækni í ákveðniþjálfun sem mun hjálpa honum að setja sér greinileg markmið og finna leiðir til að ná þeim. Kennt verður hvernig sýna megi ákveðni í framkomu án þess að vera með yfirgang og rætt verður um hvernig þátttakandinn geti raunverulega náð þeim mark- miðum sem hann hefur einsett sér. Leiðbeinandi: Anne McQuade, en hún er framkvæmdastjóri fyrir „Management Action Programme" en það fyrirtæki sérhæfir sig í þjáifun stjórnenda. Hún starfar nú við þjálfun stjórnenda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, en þar er hún uppalm. Hún var sérlegur ráðgjafi um jafnréttismál hjá aðstoðarráðherra þessara mála í Kanada en hún rekur nú eigið alþjóða ráðgjafafyrir tæki í London. Námskeiðið fer fram á ensku. Tími og staður: 24-25. október 1986 kl. 9.00 til 17.00 á Hótel Loftleiðum. Námseiningar: 1,5. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 621066 VíkingaTerðir Víkingaferðir bjóða upp á skíðaferðir nk. vetur eins og undanfarin ár til Zell am See og Kaprúnjökulsins í Austurríki. Ferðir þessar hafa notið mikilla vin- sælda, góð skíðalönd, mikil náttúrufegurð, þægileg hótel og frábær þjónusta hefur gert þessar ferðir ógleymanlegar. Brottför: 31. Janúar, 14. febrúar og 11. aprfi (páskaferð). Þá bjóða Víkingaferðir skíðaferðir til ST. Johann, Wagrain og Flachau (Dalirnir þrír). Betri almennings skíðasvæði finnast vart í Austurríki. Hór er um að ræða samtengd skíðasvæði með 56 lyftum. Boðið er upp á þrjú góð hótel, sem eru staðsett rétt við lyftu og auðvelt er aö skíða heim að þeim. Brottför: 7. febrúa., 21. fobrúar og 7. mars. Reyndir og góðir fararstjórar (Valtýr Sigurðsson og Hermut Maier.) Beint flug til Salzburg, en þaðan er aðeins um 1 klst. akstur til framangreindra skíðasvæða. Skíðakynning Víkingaferða verftur haldln 24. október nk. í Gafl- inumy Hafnarfirði. Matargestir mæti kl. 19.30 í kokteil og mat með dinner-musik fyrir kr. 1.000. Borðapantanir í síma 91-51857, 22. og 23. október. Allar nánarí upplýsingar á skrifstofu Víkinga- ferða í Keflavík sími 92-2900 og á kvöldin í síma 92-2152 (Kristján) og í síma 91-53293 (Jón).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.