Morgunblaðið - 21.10.1986, Qupperneq 51
Blótsyrði
Jón Oddgeir Guðmundsson
hringdi:
í sjónvarpsþætti Ingva Hrafns
Jónssonar, fréttastjóra, eitt kvöldið
á dögunum voru blótsyrði tvinnuð
í gegnum þáttinn svo óþolandi var
að hlusta á hann. Raunar er það
íslenskum fjölmiðlum til skammar
sem eiga að vaka yfír fögru og
vönduðu tungutaki að viðhafa
slikan sóðaskap fyrir alþjóð.
Slök þjónusta í úti-
búi Landsbankans
Laugarvegi 77
EJ hringdi: Landsbankinn átti
100 ára afmæli í sumar og hélt
veglega upp á það fyrir starfsfólk
og viðskiptavini. Sú afmælisgjöf
sem bankinn átti hins vegar að
gefa viðskiptavinum sínum er sú
að þjónustan verði bætt á Laugar-
vegi 77 í sparisjóðsdeild. Gjald-
keramir hafa tekið að sér alla
vinnuna, að vísu var þeim ^ölgað,
og að sjá þá alla í vinnu um mán-
uðarmót er jú mjög gott. En þegar
komið er fram í miðjan mánuð
þá eru alltof oft starfandi aðeins
tveir gjaldkerar, en aðrir gjald-
kerar sitja f makindum fyrir
innan. Hvers vegna geta gjald-
keramir ekki setið í gjaldkerastól-
unum frekar en þama fyrir innan,
og þar með bætt þjónustuna? Það
er ekki bara ég sem er óánægð
með þjónustuna þama heldur veit
ég af ijölda fólks sem er sama
sinnis. Nú má ef til vill segja, af
hveiju fer þessi ekki í annan
banka en það vill svo til að Lauga-
vegur 77 er á mjög svo heppileg-
um stað fyrir mig. Það skal tekið
fram að ég þarf oft að fara í önn-
ur útibú bankans og fæ mun
skjótari afgreiðslu þar.
KJ hvetur alln til að sjá II Trovatore sem islenska óperan sýnir
um þessar mundir.
Seljið rás 2 Omega gullúr
Ragnar HaUdórsson (7167 -
6625) hringdi:
Ríkisútvarpið á tafarlaust að
losa sig við rás 2. Varla finnur
maður nokkum sem lengur hlust-
ar á þeirra prump. Skoplegt var
að heyra Eið Guðnason tala um
jafnrétti. Útvarpsráð, með hann í
broddi fylkingar, sá það helst ráð
að koma þessum uppvakning á
lappir með því að efna til skoðana-
könnunar þar sem eldra fólki var
meinuð þátttaka. Sami maður
gekk lengst allra í skammarleg-
asta máli íslendinga fyrr og síðar,
svo kölluðu hvalamáli og reyndi
að höfða til þjóðrembu tilfínninga
til að bjarga atkvæðum fyrir sjálf-
an sig. Enn eitt dæmi um siðferði
innan þingsala. Seljið strax Rás
2 eða gefíð hana, ef einhver vill
þyggja - hún á ekki heimia á
íslensku menningarsviði.
Þríhjól
Rautt og gult Baronia þríhjól
fannst í Efra-Breiðholti. Uppl. í
síma 7 61 77.
Omega kvengullúr tapaðist
annað hvort á Vörðuleikvelli eða
Flögunum í Garðabæ. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í sfma 4 35 38 eftir kl. 19. Fundar-
laun.
Hver orti
vísuna?
NN hringdi og spurðist fyrir um
eftirfarandi vísu, hver væri höf-
undur hennar og hvar hana væri
að fínna:
Ég sit hér í rökkrinu
og reyni að raða brotunum saman.
Eg særi mig á þeim
en samt er það gaman.
Sjáið 11 Trovatore
KJ hringdi:Ég brá mér í óperuna
um daginn og þó ég byggist við
miklu varð ég svo sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum. Uppfærsla
íslensku óperunnar á II Trovatore
er sannarlega stórkostleg. Vil ég
hvetja alla til að sjá þetta meist-
araverk og missa ekki af því.
STJÓRNANDINN OG HLUTVERK HANS
Stjórnendur fyrirtækja hafa oft tilhneigingu til að
leggja áherslu á atriði er lúta að lausn ákveðinna
verka þar sem árangurrnn kemur fljótt I Ijós. En
hlutverk stjórnenda ætti öóru fremur að beinast að
markaössetningu, stefnumótun, gerð áætlana og
starfshvatningu. Einnig þurfa stjórnendur að gera
sér grein fyrir hlutverki og tilgangi fyrirtækisins.
Markmið: Að gera stjórnendur hæfari til að meta á
raunhæfan hátt starfssvið fyrirtækja sinna, sem
auðveldar þeim að á fram markvissara verkefna-
vali, einfaldari og árangursrikari stjórnun.
Efni:
Stefnumótun fyrirtækja og deilda.
Setning markmiða — stjórnun
markmiða.
Áætlanagerð.
Stjórnunarstílar.
Ákveðni i stjórnun.
Viðurkenning — starfshvatning.
Eftirlit — bakveiti (feed-back).
Gæðaeftirlitshringir kynntir.
Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrar-
hagfræðingur. Forstöðumaöur rekstrarráögjafar-
deildar Skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar.
Timi: 27.—30. október 1986, kl. 14.00—18.00.
■ Scjórnunarféldg
islands
1S S.™ 671066