Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 54

Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRBEXJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Prófkjör á að vera opið öllum stuðningsmönnum búsettum í Reykjavík - segir Jón Magnússon „ÞAÐ er ánægjulegt að svona margir skuli hafa tekið þátt i prófkjörinu," sagði Jón Magnús- son sem er í níunda sæti að loknu prófkjöri. „Hefði prófkjörið ve- rið opið mundu helmingi fleiri hafa tekið þátt í þvi en i þessu lokaða prófkjöri. Vilji kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefði þá komið mun skýrar fram.“ „Ég er sannfærður um að minn árangur hefði orðið mun betri í opnu prófkjöri vegna þess að ég hef aðallega starfað á öðrum félags- málavettvangi á undanfömum árum en í Sjálfstæðisflokknum," sagði Jón. í próflq'öri fyrir alþingis- kosningamar árið 1982 var hann einnig í níunda sæti en vegna breyt- inga á kjördæmaskipan telja menn að 9. sætið sé nú baráttusætið og sagði Jón að menn hefðu ekki getað valið betri mann í það sæti. Hann taldi prófkjör eiga rétt á sér áfram ef þau væra opin eða að væra þau lokuð þ.e. eingöngu fyrir flokks- menn þá hefðu þeir einir rétt til þátttöku sem væra raunveralegir flokksmenn og greiddu árgjöld til hans. „Staðreyndin er sú að innan við helmingur þeirra sem era á skrá og kjósa greiða árgjöld," sagði Jón. Hann sagði að í opnu próf- kjöri fengju stuðningsmenn sem ekki vildu binda sig ákveðnum flokki en vildu styðja hann við næstu kosningar, tækifæri til að að hafa áhrif á listann. Hann gagn- rýndi hversu illa hefði verið staðið að kynningu frambjóðenda innan flokkskerflsins. Haldnir hefðu verið þrír illa auglýstir fundir sem um 100 manns samtals mættu á. Hefði viljað nafn mitt ofar á listanum - segir Rúnar Guðbjartsson „MÉR er efst i huga að þakka kerfisbundnar hringingar eftir kjör- þeim sem unnu fyrir mig, og veittu mér atkvæði sitt. Að sjálf- sögðu fór ég út í prófkjörsbar- áttu til að komast inu á þing, og hefði viijað sjá nafn mitt ofar á listanum. Engu að sfður er ég ánægður með listann, þingmenn- irnir héldu sfnu og ný andlit bættust f hópinn,“ sagði Rúnar Guðbjartsson, sem hafnaði f 15. sæti á lista flokksins f Reykjavík. Rúnar sagðist f upphafl hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með útkomu sína. Eftirá að hyggja væri útkoma sfn þó vel viðunandi, þar sem 20% kjósenda hefðu gefíð honum at- kvæði sitt. „Ég kem inn í þennan slag nærri óþekktur. Meðal stefnu- mála má líka nefna andstöðu við bjórinn og hvalveiðar, sem era ekki beint í samræmi við tíðarandann í dag. Þannig má segja að ég hafl átt undir högg að sækja," sagði Rúnar. Kostnað sinn við þáttöku í próf- kjörinu sagði Rúnar vera um 120.000 krónur. Hann hefði keypt 4 stórar auglýsingar í Morgun- blaðinu, auk smærri auglýsinga. Hann hefði ekki prentað bækling og ekki hefði verið um að ræða skrá. „Mér finnst þessi kostnaður ekki ýkja mikill" sagði Rúnar. „ Persónulega tel ég raunar að aug- lýsingamar hafl ekkert að segja. En veret held ég að þetta sé fyrir þingmennina sem þurfa að beijast um sæti sín. Ég teldi eðliiegast að þeir héidu sínum öraggu sætum, en við hin berðumst um afganginn." Rúnar Guðbjartsson Hefði viljað sjá þrjár konur í fyrstu níu sætunum - segir Sólveig Pétursdóttir „MÉR finnst mínn árangur ótrú- lega góður,“ sagði Sólveg Pétursdóttir, sem varð áttunda í prófkjörinu. „Ég held að fylgið komi úr öllum stéttum flokksins og endurspegli margvísleg sjón- Dregið tjald á milli mín og Alberts - segir VilhjáJmur Egilsson „Það er ljóst að það var dregið tjald á milli mín og Alberts og það er meginskýringin á því hvetja útkomu ég fékk í próf- kjörinu," sagði Vilhjálmur Egilsson, sem varð í 11. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. lagði á sig geysimikla vinnu og því verður ekki kennt um hvemig fór,“ sagði Vilhjálmur að lokum. armið flokksmanna og ég mótmæli þvi ekki að fjölskyldu- tengs hafa örugglega hjálpað mér.“ Sólveig sagði að velgengnin hefði komið á óvart en ánægðust væri hún með þá viðurkenningu sem í henni fælist gagnvart ungum fram- bjóðendum og konum. „Ég hefði þó viljað sjá fleiri konur komast í öragg sæti að minnsta kosti þijár í fyretu níu sætin," sagði Sólveig. „Baráttan hefur verið erfíð en drengileg og ég efast um að ég mundi vilja taka þátt í öðra próf- kjöri. Kostnaður og vinna er óhemjuleg og ég held að prófkjör endurepegli ekki alltaf vilja flokks- manna. Það er því tímabært að endurekoða þetta fyrirkomulag." Jón Magnússon Sólveig Pétursdóttir Vilhjálmur Egilsson Bessí Jóhannsdóttir María E. Ingvadóttir Stefndi á öruggt sæti á listanum - segir María E. Ingvadóttir „Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum, þar sem ég stefndi á öruggt sæti og það Hann sagði að ef talin væru saman atkvæði sín og atkvæði þau sem Albert Guðmundsson fékk í 1. sæti væri nærri lagi að það næði heildaratkvæðamagninu í prófkjörinu. „Ég vil óska þeim til hamingju sem náðu árangri. Þetta er dómur q'álfstæðismanna í Reykjavík, en mín skoðun er sú að listinn hefði orðið sterkari með ann- an mann í fyrsta sætinu,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist ekkert hafa við regiumar í prófkjörinu að athuga. „Eg vil þakka öllu því fólki sem hjálpaði okkur í prófkjörinu. Það Sjálfstæðismenn ekki vaxnir út úr kvótakerfinu - segir Bessý Jóhannsdóttir „LISTTNN kemur vel út - fyrir þá sem ientu I 8 efstu sætunum. Sjálf er ég að sjálfsögðu ekki ánægð með mína útkomu," sagði Bessý Jóhannsdóttir sem hafnaði í 13. sæti í prófkjörinu. Aðspurð sagðist hún ekki geta dæmt urn hvað ylli þessari niðurstoðu. „Fylgi við mig er sennilega ekki meira, og sjálfsagt skiptir miklu að ég hef verið talin heldur hægra megin í flokknum,“ sagði Bessý. „Hlutur kvenna f þessu prófkjöri er nákvæmlega eins og ég bjóst við. Sjálfstæðismenn era ekki ennþá vaxnir út úr kvótakerfinu," sagði Bessý. Hún sagðist jafnan hafa verið fylgjandi prófkjöram, teldi þau stuðla að eðlilegri endumýjun á framboðsiistanum. „Núna fór auglýsingastríðið út í algjöra vit- leysu. Jafnvel þótt sýnt hafí verið fram á að ekki er bein fylgni á milli Qölda auglýsinga og atkvæðis- magns, geta frambjóðendur ekki sleppt því að auglýsa. Okkur er stilit upp við vegg, og á endanum lendum við í vítahring." Bessý sagðist fylgjandi því að ekki yrði viðhaft prófkjör fyrir allar Alþingiskosningar. Stundum kæmi betur út að láta kjarkmikla kjör- nefiid um að stilla upp lista. Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að gefa aftur kost á sér í próflq'öri flokksins, sagðist Bessý ekki geta sagt fyrir um framtíðina. Hún kvaðst vilja þakka sínum sínum stuðningsmönnum fyrir, og færa átta efstu mönnum ámaðaróskir, þó sérstaklega Sólveigu Péturs- dóttur. tókst ekki hjá mér. En í kosn- ingum verður maður að vera tilbúinn til þess að taka bæði sigri og ósigri," sagði María E. Ingvadóttir, sem varð í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Ég hefði gjaman viljað sjá fleiri konur í efstu sætunum. Mér sýnist að ennþá sé við lýði sá hugsunarháttur hjá kjósendum, að setja eina eða tvær konur á framboðslista til þess að gera skyldu sína. Það er engan vegin nógu gott. Ef til vill megum við nokkuð vel við una samt sem áður. í upphafí kosningabarátt- unnar talaði formaður flokksins um að þijár konur í efstu níu sætunum væri þokkalegur árang- ur, en nú eru þrjár konur í tíu efstu sætunum. Eg vona einung- is að listinn verði sigurstrangleg- ur í komandi kosningum, “ sagði María E. Ingvadóttir einnig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.