Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 56

Morgunblaðið - 21.10.1986, Side 56
STERKTKÐRT Fannst látinn í ókleifu gili MAÐUR fannst látinn í ókleifu klettagili í Borgarfirði eystri í gær. Talið er að hann hafí hrap- aði í gilinu, en maðurinn var einn á ferð. Maðurinn, sem var um fertugt, fór að heiman á sunnudagskvöld til að gæta að sauðfé. Þegar hann var ekki kominn heim í gærmorgun var hafín flölmenn leit og tóku þátt í henni björgunarsveitin á staðnum, hjálparsveit skáta á Egilsstöðum, flokkar frá Seyðisfirði og víðar. Ennfremur var leitað til Landhelgis- gæzlunnar og var þyrla á leiðinni austur er maðurinn fannst síðdegis í gær í ókleifu gili. Björgunarmenn urðu að láta sig síga niður til að ná honum. Sigurður Helgason, sýslumaður f N-Múlasýslu, stjórnaði leitinni ásamt lögreglunni á Egils- stöðum. Maðurinn var ókvæntur. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Ellefu hlutu bindandi kosning’u ELLEFU af fímmtán frambjóð- endum í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavík fengu helming gildra atkvæða og hlutu bindandi kosningu gagnvart kjörnefnd. Á kjörskrá voru 10.707, atkvæði greiddu 6.546 eða 61.1%, auðir seðlar og ógild- ir voru 324. Fjögur efstu sætin hlutu núver- andi þingmenn flokksins í Reykjavfk; Albert Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Ragnhildur Helga- dóttir. í næstu flórum sætum urðu Eyjólfur Konráð Jónsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir. Sjá nánar um úrslit prófkjörsins og viðtöi á bls. 36, 52, 53, 54 og 55 og forystugrein. ÁTVRfækk- ar tegundum á söluskrá NÚ ERU uppi áform um að fækka tegundum sem til sölu eru hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrirtækið hefur í sölu. „Þetta verður svipað og í deilda- keppninni í fótboltanum, þær tegundir. sem eru neðst á sölu- lista á hveiju ári falla út og aðrar koma inn í staðinn", sagði Hö- skuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum með um 700 tegundir af áfengi í sölu og þriðjungur þess selst í minna magni en 500 flöskum á ári“, sagði Höskuldur. „Þessar tegundir mynda lager sem hreyflst lítið og það getur t.d. verið óráðlegt að geyma létt vín lengi, því sum þeirra þola illa geymslu. Þá má nefna það sem dæmi að við seljum vodka frá 21 fyrirtæki, en ætlum að hafa 8-10 tegundir framvegis. Þetta ætti ekki að koma sér illa fyrir viðskiptavini, því nú er hægt að sérpanta þær tegundir sem menn óska eftir." Höskuldur sagði að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um það hvaða tegundir hyrfu af markaðin- um og þessar breytingar kæmu ekki til framkvæmda fyrr en í febrú- ar. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/RAX TF-JDL á lendingarstað á Miðdalsfjalli seint í gærkvöldl. Ljósin fjær eru frá Laugarvatni og Selfossi. Vélin stöðvaðist á nokkrum metrum og aftan við hana sjást för eftir hjól hennar og vængenda sem straukst utan i hlíðina. Á innfelldu myndinni eru Björn Baldursson flugmaður vélarinnar tíl vinstri og Axel Eiríksson. tm Slysalaus nauðlending LÍTIL einkaflugvél, TF-JDL, nauðlenti á Miðdalsfjalli fyrir ofan Laugarvatn klukkan 14.50 í gærdag. Flugvélin er svo til óskemmd og flugmaður og far- þegi sluppu ómeiddir. Aðstæð- ur á slysstað eru með þeim hætti að með ólíkindum verður að teljast að flugmaðurinn skyldi geta lent vélinni óskemmdri og siysalaust. Tveir ungir menn voru í flugvél- inni, Bjöm Baldursson flugmaður sem er einn af eigendum vélarinn- ar og Axel Eiríksson. Þeir vom á leiðinni að Flúðum, en ætluðu að fljúga yfir Miðdals§all í leiðinni. Þeir sögðu í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins á Miðdals- flalli í gærkvöldi að vélin hefði skyndilega misst afl á leiðinni inn yfír ijallið. Þeir hefðu séð fram á að hafa sig ekki yflr fjallið og þá hafí aðeins verið um tvennt að ræða, að snúa við eða reyna að lenda. „Það var lítill tími til að hugsa málið, þessir kostir komu til skiptis upp í kollinn, en svo sá ég skyndilega lendingarstað og náði að lenda upp í móti brekku," sagði Bjöm. Hann viðkurkenndi að þeir hefðu verið í mikilli lífshættu og ef hann hefði tekið hinn kostinn hefði að öllum líkind- um farið verr. Bjöm og Axel stigu út úr flug- vélinni og gengu til byggða. Vom þeir komnir niður að bænum Ket- ilvöllum eftir 25 mínútur. Þar sögðust þeir hafa fengið góðar móttökur og dvalið ( besta yfír- læti um daginn. Þaðan tilkynntu þeir um slysið til Loftferðaeftir- litsins. í gærkvöldi vom þeir að reyna að finna leiðir til að koma vélinni niður af fjallinu. Lendingarstaður vélarinnar er í þröngu dalverpi í svokölluðum Húsadölum. Vélin hefur stöðvast á nokkram metmm enda lenti flugmaðurinn henni upp í móti brekku. Heimamenn telja að þetta sé eini staðurinn á fjallinu sem hægt hefði verið að lenda flugvél- inni óskemmdri, enda em gil og stórgrýti þama um allt. Miðað við þá þröngu stöðu sem flugmaður- inn var kominn í hefði nauðlend- ingin ekki getað tekist öllu betur. TF-JDL er frönsk einshreyfils flugvél af Jodel gerð. Hún er 4 sæta og em eigendur hennar fímm menn í Mosfellssveit og Reykjavík. Viðskiptin við Sovétmenn rædd í ríkissljóm í dag Engir samningar um olíukaup verða gerðir að svo stöddu segir viðskiptaráðherra VIÐSKIPTl íslands og Sovétrlkj- anna verða rædd á fundi ríkis- stjórnar Islands í dag í ljósi þess, að enn hefur tekizt að semja um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna. Á þessum fundi verður tekin af- staða til þess hvort sovézkum stjórnvöldum verður send ein- hver opinber orðsending varð- andi viðskipti landanna. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, segir að ekki verði gengið frá samningum milli þjóðanna um olíukaup að svo stöddu, þó nefnd héðan sé stödd í Moskvu til við- ræðna um olíukaup. Matthías Bjamason sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hann hefði í gær boðað sendiherra Sovétríkj- anna hér á landi á sinn fund og falið honum að koma þeim boðum til stjómvalda sinna, að viðræðum um saltsfld yrði haldið áfram, en upp úr þeim slitnaði í síðustu viku. Hann hefði lagt áherzlu á það, að verð á niðurgreiddri sfld gæti ekki talizt eðlileg viðmiðun í þeim við- ræðum. Nær væri að miða við verð, sem önnur markaðslönd greiddu. Með þeim hætti gæfum við Sovét- mönnum ekkert og þeir okkur ekki heldur. Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og formaður olíuviðræðunefndar- innar, hefur rætt við fu .rúa Prodintorg, matvælainnkaupa- stofnunar Sovétríkjanna, en þar segjast menn enn ekki hafa heimild- ir til kaupa á meira en 40.000 tunnum og á mun lægra verði en í fyrra. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn væm ekki búnir að gefa upp alla von um að samningar um sölu saltsfldar næð- ust. Hins vegar væri engin ástæða til bjartsýni í þeim efnum. Áfram væri haldið að reyna að ná ein- hveiju sambandi við Sovétmenn vegna þessa. Aðspurður um hvort vænta mætti einhverra sérstakra viðbragða frá íslenzkum stjóm- völdum vegna þessa, sagði Halldór að of snemmt væri segja til um það. Menn væm að reyna að gera sitt bezta til að fá einhveija niður- stöðu, en tíminn væri að renna frá okkur. Þetta yrði sjálfsagt rætt á fundi ríkisstjómarinnar og viðbrögð yrðu metin þá í ljósi þeirra upplýs- inga, sem lægju fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.