Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 268. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Söngvakeppni EBU: ísland fjórða i roðmni Brussel, AP. FULLTRÚI íslands í söngva- keppni Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) á næsta ári verður fjórði í keppnisröðinni og treður upp á eftir fulltrúum Noregs, ísraels og Austurrikis. Dregið var um keppnisröð þátt- tökuþjóðanna í gær. Sandra Kim, sigurvegari í keppninni í Bergen sl. vetur, dró nöfn landanna í beinni útsendingu vinsæls síðdegisþáttar í belgíska útvarpinu. Næstur á eftir fulltrúa íslands treður belgíski fulltrúinn upp, þá fulltrúar Svíþjóðar, Ítaiíu, Portú- gals, Spánar, Tyrklands, Grikk- lands, Hollands, Lúxemborgar, Bretlands, Frakklands, Vestur- Þýzkalands, Kýpur, Finnlands, Danmerkur, írlands, Júgóslavíu og Sviss. Rauði krossinn verðuráframí Suður-Afríku Jóhannesarborg', Reuter. PIK Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, tilkynnti í gær- kvöldi að fulltrúar Alþjóða Rauða krossins (ICRC) fengju áfram að starfa í Suður-Afríku og hefði stjórnin fallið frá fyrri ákvörðun um að banna starfsemi samtakanna í landinu. Botha sagði þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir að fram kom í við- ræðum við forseta alþjóðanefndar Rauða krossins að hann hefði verið ósamþykkur því að reka fulltrúa Rauða kross Suður-Afríku af árs- fundi samtakanna í Genf í október sl. Yfirvöld í Suður-Afríku höfðu gefíð fulltrúum ICRC frest til 30. nóvember til að koma sér úr landi. Margir þeirra eru þegar famir úr lándi. AP/Símamynd Réttarhöld hafin yfir Bokassa Réttarhöld yfir Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisara Mið-Afríku- lýðveldisins, hófust í gær í Bangui, höfuðborg landsins. Hann er m.a. sakaður um fjársvik, fjöldamorð og mannát. Honum var steypt árið 1979 þegar sannað þótti að hann hefði látið myrða 100-200 skólabörn, sem mótmælt höfðu því valdboði keisarans að þau skyldu klæðast sérstökum skólabúningi, sem fyrirtæki I eigu hans framleiddi. Edwin Meese: Fleiri viðriðiiif greiðslurnar til skæruliða Waahington, AP. Reuter. EDWIN Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að fleiri væru viðriðnir peninga- greiðslur til Contra-skæruliða en aðeins þeir John Poindexter, sem sagði af sér starfi öryggisráð- gjafa Bandaríkjaforseta, og Oliver North ofursti, aðstoðar- maður hans. „Það verður ekki liðið að Po- indexter og North verði gerðir að blórabögglum. Það áttu fleiri aðild að því að koma peningunum, sem Iranir greiddu fyrir bandarísk vopn, inn á leynireikning Contra. Þeir verða leitaðir uppi og afhjúpaðir. Þeir verða látnir gjalda gjörða sinna og sóttir til saka ef um lögbrot reyn- ist að ræða,“ sagði Meese. Hann sagði að ekkert hefði kom- ið fram sem benti til að aðrir af nánustu samstarfsmönnum Reag- ans hefðu haft vitneskju um málið. Demókratar á þingi leggja hins vegar lítinn trúnað á það og sagði Bill Bradley öldungadeildarmaður frá New Jersey t.d. að ef forsetinn, starfsmannastjóri Hvíta hússins (Donald Regan) eða yfirmaður leyniþjónustunnar (William Casey) hefðu ekkert vitað um greiðslurnar til Contra væru þeir sekir um stór- kostlega vanrækslu í starfi. Dómsmálaráðuneytið í Sviss til- kynnti í gær að það væri ékki ólöglegt að leggja peninga, sem Iranir hefðu greitt Bandaríkjunum fyrir vopn, inn á reikning skærulið- anna. Vestrænir sendifulltrúar sögðu í gær að greiðslumar til Contra- skæraliða væra áfall fyrir Banda- ríkjaforseta og stefnu hans í málefnum Nicaragua. Sandinistar hefðu ástæðu til að gleðjast því málið yrði að öllum líkindum til að styrkja stöðu þeirra út á við. Reagan var yfirheyrður um vopnasendingamar Nefnd kannar hlutdeild Þjóðaröryggisráðsins Washington, AP. Reuter. REAGAN Bandaríkjaforseti og helztu ráðherrar hans voru allir yfirheyrðir í rannsókn dóms- málaráðuneytisins á vopnasöl- unni til írans, að sögn háttsetts fulltrúa í ráðuneytinu. Voru þeir spurðir í þaula á heimilum sínum eða skrifstofum um síðustu helgi og stjómaði Edwin Meese, dóms- málaráðherra, sjálfur yfirheyrsl- unum. Reagan skipaði i gær þriggja manna nefnd til að rannsaka fram- kvæmd vopnasölusamningsins og þátt Þjóðaröryggisráðsins í málinu. Ráðið hefur verið sagt hafa átt frumkvæðið að leynisamningunum og stjómað vopnaflutningunum. Dan Howard, talsmaður Hvíta hússins, sagði að nefndinni hefði verið gefnar frjálsar hendur um Þriðja Parkinson-lögmálið kynnt í Ósló: Leiðindi eru mesta meinið í vestræn- um samfélögum ÓhIó, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. CYRIL N. Parkinson, prófessor, sem kunnur er um heim allan fyrir Parkinson-lögmálið, er nú staddur í Ósló og I gær setti hann fram þriðja lögmál sitt, lögmálið um sjálfvirknina. Er inntak- ið í þvi, að „afleiðingin af aukinni vélvæðingu og sjálfvirkni í vestrænum samfélögum er almenn leiðindi". Það var Ragnar S. Halldórsson, mál sitt og lagði mikla áherslu Símamynd/Verdens Gang Prófessor Cyril N. Parkins (t.v.) og Ragnar Halldórson, for- stjóri ISAL. Myndin var tekin í Osló í gær. Simamynd/Verdens Gang. forstjóri íslenska álfélagsins, sem fékk sagnfræðinginn, rithöfund- inn, blaðamanninn og háðfuglinn Parkinson til að koma til Óslóar en Ragnar er einnig stjórnarfor- maður í Sambandi norrænna álverksmiðja. Á fundi sambands- ins í gær kynnti Parkinson þetta á, að sér væri full alvara með því. Útskýringamar og dæmisög- umar, sem hann kom með máli sínu til stuðnings, vöktu þó oft mikla kátínu meðal fundarmanna. „Mesta meinið, sem nú hijáir Vesturlönd, er leiðindi. Menn era meðhöndlaðir eins og vélar og þeir era æ meir famir að haga ■ sér og hugsa eins og vélar. Við lifum í leiðinlegum heimi fjölda- framleiðslunnar,“ sagði Parkin- son. „Áður flýði fólk tilbreytingar- leysi hverdagslífsins með því að leita á náðir áfengis, tóbaks og fjárhættuspils en nú hafa hávað- inn (popptónlistin), hraðinn (kraftmiklir bílar og vélhjól) og eiturlyf komið í staðinn." Parkinson telur það helst til ráða, að ungt fólk læri aga og að engum sé gert að vera alltaf við leiðinleg og sjálfvirk störf. Þá vill hann, að þegar skólagöngu Ijúki verði allir að vinna í tvö ár í þágu samfélagsins án annarra launa en vasapeninga. rannsókn málsins og hún fengi að- gang að öllum gögnum, sem það kynnu að varða. Henni væri ætlað að kafa til botns í öllum þáttum vopnasölumálsins. Nefndina skipa John Tower, fyrram öldungadeild- armaður frá Texas, Edmund Muskie, fyrram utanríkisráðherra, og Brent Scowcroft, sem var örygg- ismálaráðgjafí Geralds Ford, fyrr- um Bandaríkjaforseta. Eftir að hafa tilkynnt skipan nefndarinnar héldu bandarísku for- setahjónin til Kalifomíu í fjögurra daga leyfi en í dag ganga í garð almennir frídagar vegna þakkar- gjörðar til Guðs í Bandaríkjunum. Ekki er búizt við að öldur lækki næstu daga vegna frídaganna. Þingleiðtogar úr röðum demókrata hóta nú að knýja í gegn lagabreyt- ingar til að skerða vald Þjóðarör- yggisráðsins. Vilja þeir að það verði aðeins forsetanum til ráðgjafar en því bannað að stuðla að og standa í leynilegum aðgerðum á borð við vopnasöluna til Iran. Kölnarblaðið Express sagði í gær að bandarískir ráðherrar hefðu reynt að fá ríkisflugfélagið Luft- hansa til að flytja vopn til írans um ísrael. Þegar félaginu hafi verið neitað um skýringar á því hvers vegna ekki mátti koma fram á farmbréfum hver varan væri hefðu stjómendur þess synjað erindinu. Talsmenn flugfélagsins sögðust hins vegar ekki kannast við að reynt hefði verið að fá félagið til vopna- flutninganna. Sjá ennfremur fréttir á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.