Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Verð á freðfiski hækkar í Bretlandi: Rúmlega 54% verðmæta- aukning það sem af er árínu VERÐ á íslenskum freðfiski á Bretlandsmarkaði hækkaði í gær um allt að 10% miðað við sterl- ingspund. Ýsa og þorskur hækkuðu um 8% til 10% og flat- fiskur á bilinu 6% til 8%. Að sögn Sigurðar Markússonar, fram- kvæmdastióra Sjávarafurða- deildar SIS, hefur verðmæta- aukning á freðfiski á Bretlandsmarkaði numið rúm- lega 54% á fyrstu 10 mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma- bil í fyrra. Sigurður sagði að á vegum dótt- urfyrirtækis SIS í Bretlandi, Iceland Seafood Ltd., hefðu verið flutt út til Bretlands á fyrstu 10 mánuðum ársins 1985 samtals 6.890 tonn af freðfiski, en samtals 8.090 tonn á fyrstu 10 mánuðum þessa árs, sem er 17,4% aukning í magni. Árið 1985 fengust 544 milljónir króna fyrir fiskinn (cif), en á þessu ári 840 milljónir, sem er 54,4% verð- mætaaukning. Sagði Sigurður að þessa þróun mætti rekja til aukinn- ar eftirspumar á Bretlandsmarkaði eftir bæði ferskfiski og freðfiski. Ástæður væru fyrst og fremst þær, að afli í Norðursjó hefði brugðist að nokkru, afli á Noregsmiðum hefði verið mun minni en áætlað var og að minna hefði verið flutt inn af fiski frá Kanada, sem staf- aði af miklum verðhækkunum og aukinni eftirspum á Bandaríkja- markaði. Að sögn Sigurðar hafa orðið nokkarar hækkanir á þessu ári í Bretlandi en frá því í janúar sl. hafa þorskflök með roði hækkað um 29% til 34%, roðlaus þorskflök hækkað um 26% til 32%, ýsuflök með roði um 12% til 14% og roð- laus ýsuflök um 8% til 10%. Ástæðuna fyrir minni hækkun á ýsu en þorski á þessu ári sagði Sig- urður vera þá, að ýsa hefði hækkað talsvert rétt fyrir síðustu áramót. Verðhækkanimar í gær em nokkuð mismunandi eftir stærðar- flokkum, en verð á algengustu pakkningum ýsu og þorsks er eftir hækkanimar í gær: Þorskflök með roði 117 krónur kílóið, roðlaus þorskflök 132 krónur, ýsuflök með roði 126 krónur og roðlaus ýsuflök 138 krónur kflóið. Hér er um að ræða cif-verð. Samkvæmt upplýsingum frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna urðu samsvarandi hækkanir á freð- fiski hjá sölufélagi SH í Bretlandi, Icelandic Freezing Plants Ltd., nú í vikunni. Matthías Bjamason sam- gönguráðherra og Jósep Motzfeldt, samgönguráð- herra Grænlendinga, í móttöku sem haldin var á Keflavíkurflugvelii í gær í tilefni af opnun flugleiðar á milli Narsarsuaq og Kaup- mannahafnar með miili- lendingu í Keflavík. Að baki þeirra má sjá Sigurð Helga- son, forstjóra Flugleiða og Pétur Thorsteinsson sendi- herra Ný flugleið á milli Narsarsuaq og Kaup- mannahafnar með millilendingu í Keflavík GRÆNLANDSFLUG í sam- vinnu við Flugleiðir hefur opnað nýja flugleið á milli Narsarsuaq og Kaupmanna- hafnar með millilendingu í Keflavík, en i febrúar sl. hófst flug á vegum Grænlandsflugs á milli Reykjavíkur og Nuuk. Grænlandsflug hefur heimild fyrir flugleiðinni, en Flugleiðir leggja til vélar og flugmenn. Lagt er af stað frá Kaupmannahöfn á miðvikudögum, millilent í Keflavík og haldið þaðan til Nars- arsuaq. Haldið er af stað frá Narsarsuaq sama dag og flogið til Kaupmannahafnar með milli- lendingu í Keflavík. f . -m Hlemmur: Ráðist á lögreglu HÓPUR unglinga réðst á lög- regluþjóna í biðstöð strætisvagna við Hlemm í gær. Lögregluþjónamir, sem voru þrír saman, voru kvaddir að Hlemmi síðdegis til að koma unglingum út úr húsinu. Höfðu unglingamir verið með óspektir og læti við aðra gesti biðstöðvarinnar. Þegar lögreglan kom á vettvang brugðust ungling- amir ókvæða við málaleitan um að yfirgefa staðinn og réðust á lög- regluþjónana. Einn þeirra tognaði mjög illa á fingri og annar var hár- reyttur svo iililega að stór hárflygsa var rifin af höfði hans. Þeir ungling- ar sem verst létu vom teknir og fengu þeir sem aldur höfðu til þess gistu hjá lögreglunni um nóttina. Keflvíkingar vilja kísilmálm- verksmiðju við Helguvík Keflavík. MIKILL áhugi er nú hjá bæjar- stjórn Keflavíkur fyrir byggingu og reksturs kísilmálmverksmiðju við Helguvík. Mál þetta var kynnt fyrir alþingismönnum Reykja- neskjördæmis er þeir komu í heimsókn til Keflavíkur á föstu- daginn var. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri í Keflavík sagði í samtali við Morg- unblaðið að að vísu væri búið að binda með lögum byggingu kísil- málmverksmiðju við Reyðarfjörð, en ljóst væri að það þætti í dýrara lagi að reisa verksmiðjuna þar til að það borgaði sig. „Við viljum því benda ráðamönnum á þennan val- kost,“ sagði Vilhjálmur ennfremur. í lauslegri greinargerð sem Al- menna verkfræðiskrifstofan hefur gert um aðstæður í Helguvík um stóriðjuver af millistærð segir m.a.: Fullyrða má að aðstæður í Helguvík fyrir millistórt stóriðjuver eru með þeim bestu sem gerist hérlendis. Til staðar verði innan tveggja ára mjög góð hafnaraðstaða, hagkvæm og hentug byggingarlóð, nægjan- legt vatn í næsta nágrenni verk- smiðjusvæðisins og tenging við orkuveitukerfi landsins væri auð- veld. Mikið og gott vinnuafl væri fáanlegt í nágrannasveitarfélögum sem eru í innan við 10 km fjarlægð frá hugsanlegri verksmiðju og þar búi um 12.000 manns. Þá er bent á að í Keflavík og nærliggjandi sveitarfélögum sé þróaður þjón- ustuiðnaður til staðar. - BB Forval Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík: Um 200 nýir félagar gengu í flokkinn FRESTUR tU þess að gerast félagi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík fyrir forval flokksins sem verður á morgun og sunnudag, rann út kl. 22 í gærkvöldi, 60 klukkustundum áður en kjörfundur ópnar, og þá höfðu samkvæmt upplýsingum flokksskrifstofunnar um 200 nýir félagar gengið í Alþýðubandalagið. Fyrir voru í Alþýðubandalags- félaginu í Reykjavík nálægt 1.300 manns. Samkvæmt upplýsingum flokks- skrifstofunnar í gærkvöldi, þá var nokkuð stöðugt streymi nýrra fé- laga með inntökubeiðnir sínar á flokksskrifstofuna í gær, og mestur var straumurinn f gærkveldi. Var bæði að einstakir umsækjendur kæmu með inntökubeiðni sína, og að frambjóðendur skiluðu inn inn- tökubeiðnum nýrra félaga. Að þessu sinni sækja mun færri um inngöngu, en fyrir forval vegna borgarstjómarkosninga í fyrra, en þá sóttu um 400 manns um inn- göngu í flokkinn. Forvalið verður á morgun og sunnudag og eiga samkvæmt þessu, um 1.500 manns rétt á þátttöku í forvalinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.