Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 3

Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 3 Jólakort Islands- deildar Amnesty JÓLAKORT íslandsdeildar Amnesty International er komið á markaðinn. Að þessu sinni prýðir kortið mynd eftir Kristján Davíðsson. Jólakortið er aðaltekjulind ís- landsdeildarinnar og eru velunnarar samtakanna minntir á að kortin eru afgreidd á skrifstofu samtakanna að 'Hafnarstræti 15, 3. hæð alla virka daga frá kl. 16.00-18.00. Bylgjan: Útvarp allan sól- arhringinn BYLGJAN mun útvarpa allan sólarhringinn frá og með 1. des- ember nk., og er Bylgjan þar með fyrsta útvarpsstöðin hér- iendis til að veita slíka þjónustu. I frétt frá Bylgjunni segir að mikilvægt sé að almenningur geti gengið að starfandi útvarpsstöð all- an sólarhringinn, ekki síst af öryggisástæðum. Einnig er þetta kærkomin nýbreytni fyrir þá sem eru við störf að nóttu til, segir í fréttinni. í næturdagskránni verður flutt tónlist og upplýsingum komið á framfæri við hlustendur um veður, færð, samgöngur og annað sem að gagni kann að koma. Leiknar auglýsingar í næturdag- skrá Bylgjunnar eru á 90 kr. sekúndan og lesnar auglýsingar 80 krónur orðið. 117 þúsund bifreiðar: Rúmlega 48 bifreiðar á 100 íbúa í ÁRSLOK 1985 vóru 117.117 bifreiðar skráðar hér á landi eða 483,8 bifreiðar á hverja þúsund íbúa. Þar af vóru fólksbifreiðar 104.376 eða 443,1 á 1000 íbúa. Fyrir tuttungu árum [1965] vóru 28.779 fólksbifreiðar skráðar hér á landi og bifreiðar alls 34.959. Þá vóru 148,5 fólksbif- reiðar á hveija 1000 íbúa á móti 443,1 nú. Samkvæmt þessum tölum hefur fólksbifreiðaeign íslendinga hér um bil þrefaldast á tuttugu árum. Flestar vóru bifreiðar í Reykjavík (á R-númerum) um sl. áramót eða rúmlega fjörtutíu þúsund talsins. Þar af 36.539 í eigu Reykvíkinga en 3.509 í eigu fólks með lög- heimili annarsstaðar. G-bílar er næst flestir (Hafnarfjörður Garða- bær, Seltjarnames og Kjósársýsla) eða 11.827 talsins. Síðan A-bflar (Akureyri, Dalvík, Eyjafjörður) 7.385 og önnur umdæmi hafa færri ökutæki. GARBO Austurstræti 22 X Eger 10 ára I tilefni dagsins gefur Garbó ykkur 10%afslátt ídag og á morgun FOT KR. 9.450,- SKYRTA KR. 1.690.- BINDI KR. 890.- SKYRTA KR. 1.690.- PEYSA KR. 2.190.- BINDI KR. 890,- NÝ OG BETRI BÚÐ i§j>* . Austurstræti 22 OPIÐ TIL KL. 16 N.K. LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.