Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 6

Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Þá og nú Þjóðveijar hafa greinilega sótt í sig veðrið á sjónvarpssviðinu og fáum við íslendingar að njóta þeirrar framsóknar í ríkissjónvarpinu þar sem í það minnsta þrír þýskir framhalds- þættir gleðja augað þessa dagana: Der Alte Sá gamli sem er á dagskrá á fostudögum, Die Schwarzwaldklinik eða Sjúkrahúsið í Svartaskógi sem er á dagskrá á miðvikudögum og svo hófst nýlega á þriðjudögum þáttaröðin Die Welt der 30er Jahre eða Heimur- inn fyrir hálfri öld. Að mínu mati eru hér á ferð athyglisverðir sjónvarps- þættir byggðir á traustum grunni aldinnar menningarhefðar. Er gott að hverfa til þessa menningarheims þá Hollywoodfroðan keyrir úr hófi á skerminum. Að vísu finnst mér síðast- nefndi þátturinn: Die Welt der 30er Jahre bera svolítinn svip af heimstyrj- aldaþáttum BBC og er svo sem ekki leiðum að líkjast en í þessum þáttum bera þjóðveijamir stöðugt saman núið og heiminn fyrir um það bil hálfri öld. Sannarlega fróðlegur samanburður og vafalaust gagnlegur til dæmis við kennslu í sagnfræði á framhalds- og háskólastigi. Er óskandi að þessi þáttaröð rati inní bókasöfn skólanna við hlið sagnfræðiritanna. í síðasta þætti Die Welt der 30er Jahre var sjónvarpsgeislanum beint að lífínu í Bretlandi á kreppuárunum og í Sovétríkjunum undir stjóm félaga Stalíns. Finnst mér satt að segja alltaf jafn merkilegt að skoða þann ofríkis- mann er sveigði víðlendasta ríki heims undir sinn stálvilja. Birtust í þættinum athyglisverð myndbrot er sýndu rétt- arhöld gegn rússneskum múnkum er að sjálf sögðu voru allir drepnir og til hvers? Arthur Köstler komst þannig að orði í bókinni: Myrkur um miðjan dag þá aðalpersónan félagi Rubashov hafði verið dæmdur til dauða af skó- sveinum Stalíns fyrir upplognar sakir. Ég beygi kné mín fyrir landinu,fyrir almúganum, fyrir þjóðinni allri..." Og hvað svo? Hvað lá fyrir þessum alm- úga- og þessari þjóð? I fjörutíu ár hafði þjóðin verið rekin áfram yfir eyðimörkina með hótunum og loforð- um, með ímynduðum ógnum og ímyndaðri umbun. En hvar var fyrir- heitna landið? Á sömu stundu og ógnir Stalíns- tímans ertu skilningarvitin í Ríkissjón- varpinu mættust þeir félagi Jón Baldvin og félagi Svavar í Návígi hjá Páli Magnússyni á Stöð 2. Tekist var á um þá mikilsverðu spumingu hver hneppir það hnoss að sitja í ríkisstjóm undir forystu Jóns Baldvins. Ekki virt- ist félagi Svavar hafa mikinn áhuga á stjómarsetu undir forystu félaga Jóns sem hann telur rígfastann í sögu- legu faðmlagi við „viðreisnardraug- inn“. Félagi Jón Baldvin sakaði hins vegar félaga Svavar um að vera bund- inn í báða skó af fortíðardraugum er hann skilgreindi ekki nánar en virðast sumir hverjir að minnsta kosti ættaðir úr ríki félaga Stalíns. Þunga byrði dragnast þeir félagam- ir með og þó virtist mér nú félagi Jón Baldvin öllu léttari á bámnni enda fljótur að grípa álitleg hugmyndabrot úr tískuhugmyndastefnum líðandi stundar. Sannarlega ólatur maður Jón Baldvin og kann þá list að setja fram einfalda og auðskilda hugmyndafræði er ætti að falla allri þjóðinni í geð því þar er skeytt saman fíjálshyggjuhug- myndafræði og jafnaðarstefnu þannig að allir fá nokkuð fyrir sinn snúð hvar (flokki sem þeir standa nema náttúru- lega framsóknarmennimir blessaðir. Félagi Svavar virðist hins vegar hafa gefíst upp á að sjóða saman hand- hæga hugmyndafræði er kemst fyrir í svo sem einni málsgrein og hentar til að skjóta inn í sjónvarpsrabb enda máski ekki á allra færi að snúa niður fortíðardrauga á borð við félaga Stalín. Það er helst í minni ágætu heimabyggð þar sem félagi Stalín hangir sums staðar enn uppá vegg að menn hafa sigrast á fortíðinni. Og svo má ekki gleyma þeirri ágætu trillu Stalínbjörgu er dregur björg í bú. Væri máski ekki úr vegi fyrir félaga Svavar að ráða sig sumarlangt á þá trillu. Spumingin er svo hvort nokkuð fískaðist ef Jón Baldvin sæti við stý- rið? Þorskurinn er lttt gefinn fyrir mas. Ólafur M. Jóhannesson Rástvö: Gesta- gangur Ragn- heiðar ■■■■■ Hjá Ragnheiði O"! 00 Davíðsdóttur ** verður gesta- gangur í kvöld, en hún mun fá Helga Daníelsson, yfír- lögregluþjón hjá Rann- sóknarlögreglu Ríkisins, í heimsókn. Helgi var um árabil einn af snjöllustu knattspymu- mönnum íslendinga og hefur látið málefni íslenskrar knattspymu talsvert til sín taka. Eflaust mun knattspym- an verða ofarlega á baugi í samtali þeirra Ragnheiðar Helgi Daníelsson, rann- sóknarlögreglumaður. og Helga í kvöld. Einnig verða rædd störf hans hjá Rannsóknarlögreglunni, en Helgi hefur einkum fengist við mál sem tengjst ungl- ingum. Stöð tvö: Frægð og fegurð 23±2 Á læstri dag- skrá Stöðvar tvö er bandaríska kvikmyndin Rich and Famous, eða „Frægð og fegurð“, eins og hún nefn- ist á íslensku. Aðalhlutverkin í þessari mynd, sem er bæði fyndin og einlæg, leika þær stöllur Jacqueline Bisset og Candice Bergen. Myndin lýsir vináttu þeirra í gegn- um þykkt og þunnt í tuttugu ár, en báðar fást þær við ritstörf. Margt ber til á leiðinni áfram veginn, frægð, frami, vonbrigði, ástaræv- intýri og sorg, en allt er þetta kryddað með inn- byrðis samkeppni vin- kvennanna, bæði á ritvell- inum og í ástamálum. Kvikmyndahandbókin hrósar George Cukor (The Philadelphia Story) sér- staklega fyrir frábæra leikstjóm og gefur mynd- I inni fjórar stjömur af fímm mögulegum. Myndin er 117 mínútna I löng. Candice Bergen og Jacqueline Bisset. UTVARP FIMMTUDAGUR 27. nóvember 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þorgrímur Gestsson og Guömundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl.8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Húsiö á klöppinni" eftir Hreiðar Stefánsson. Þórunn Hjartardóttir lýkur lestrinum (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. 9.46 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tiö Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. /Z 11.03 Kvikmyndasöngleikir. Annar þáttur: Sögulegt yfirlit áranna 1967—1975. Umsjón: Árni Blandon. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Efri árin Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Guðjón S. Brjáns- son. 14.00 Miödegissagan: „ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. SigurðurGunn- arsson les þýöingu sina (18). 14.30 ( lagasmiðju Everts Taube. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Stjórnandi: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími Leifur Þórarinsson kynnir. 17.40 Torgiö — Menningar- mál Meðal efnis er fjölmiðlarabb sem Bragi Guðmundsson flytur kl. 18.00. Umsjón: Óðinn Jónsson. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.40 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál- efni. 20.00 Á leið til Mekka Þáttur f umsjá Aöalsteins Bergdal og Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur. Gestur þeirra er Sigríður Hagalín. 21.20 Sumarleyfi í skammdeg- inu — Holland Helga Ágústsdóttir segir frá. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræðan — Sérkennslan í skólakerf- inu. Stjórnandi: Arnar Björnsson. 23.20 Kammertónlist a. Gítarkvartett ( E-dúr op. 2 nr. 2 eftir Joseph Haydn. Julian Bream og félagar í Bremona-kvartettinum leika. b. Píanókvintett í Es-dúr op. 44 eftir Robert Schumann. Ronald Turini og Orcford- kvartettinn leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP FOSTUDAGUR 28. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies). 19. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 23. nóvemþer. 18.55 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Spítalalíf (M*A*S*H). Níundi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersdins í Kóreustriðinu. Aðalhlutverk Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.30 Fréttir og veöur 20.00 Sá gamli (Der Alte). 24. þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk Sieg- fried Lowitz. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnað Greifarnir. 21.35 Þingsjá Umsjónarmaöur Ólafur Sig- urðsson. 21.50 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.20 Á döfinni, 22.35 Seinni fréttir 22.40 A götunni (Blue Knight) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1973 sem hlaut Emmy- verölaun á sínum tíma. Höfundur sögunnar er Jos- eph Wambaugh. Leikstjóri Robert Butler. Aðalhlutverk: William Holden og Lee Remick. Söguhetjan er lög- reglumaður í Los Angeles. Hann er orðinn gróinn í starfi en framinn lætur á sér standa. Hann hugleiðir því að hætta, ekki síst eftir að hann kynnist fallegri konu og vill festa ráð sitt. Þýð- andi Reynir Harðarson. 00.20 Dagskrárlok. STÖDTVÖ FIMMTUDAGUR 27. nóvember 17.30 Myndrokk 18.30 Teiknimynd 19.00 fþróttir Umsjón Heimir Karlsson. 20.00 Fréttir 20.30 Bjargvætturinn (Equalizer). Bjargvætturinn verður að velja á milli þess að eyða ótta Iftillar stúlku eða að fá greidda gamla skuld. 21.15 Tíska (Videofashion). 21.40 Eltingarleikur (CHASE). Bandarísk kvikmynd frá CBS-sjónvarpsstöðinni. Ung stúlka flytur aftur heim að loknu laganámi. Hún hyggst nýta sér menntun sina og þjálfun úr stórborg- inni, en því er ekki vel tekiö af öllum. Aöalhlutverk er leikið af Jennifer O'Neill og Richard Farnsworth. 23.10 Frægð og fegurð (Rich and Famous). Bandarisk kvikmynd frá 1981 með Candice Bergen og Jacqueline Bisset í aðal- hlutverkum. Liz og Merry eru æskuvinkonur. Liz vinn- ur bókmenntaverölaun á unga aldri, en þegar Merry getur gert sér vonir um sömu verðlaun eftir margar bækur (og misjafnar) fer að slást upp á vinskapinn. 00.40 Guðfaðirinn er látinn (The Don Is Dead). Bandarísk kvikmynd frá 1973 með Anthony Quinn f aðalhlutverki. Myndin fjall- ar um innbyrðis deilur þriggja mafíufjölskyldna í stórborg einni í Bandarikjun- um. Myndin er ekki við hæfi barna. Endursýnd. 02.15 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 27. nóvember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Barnadagbók i umsjá Guöriðar Haralds- dóttur að loknum fréttum kl. 10.00, tónleikar helgar- innar, Matarhornið, tvennir tímar á vinsældalistum og fjölmiðlarabb. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Hingaö og þangað um dægurheima með Inger Önnu Aikman. 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Tilbrigði Þáttur i umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. 17.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynn- ir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiöi Daviðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Arja Þáttur um finnsku söng- konuna Örju Saijonmaa í umsjá Sigurðar Skúlasonar. 24.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. M.a. er leitaö svara við spurningum hlustenda og efnt til markaöar á Markaðs- torgi svæðisútvarpsins. r989 FIMMTUDAGUR 27. nóvember 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslög hlustenda, gömul og ný. Tapaö fundið, opin lína, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem fielst er í fréttum, sqgja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaöurinn er á dag skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar siðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík síödegis. Hallgrimur leikur þægilega tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónina Leós dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Bjarni O. Guð- mundsson stýrir verðlauna getraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar með fréttatengt efni og Ijúfa tón list. 24.00—01.00 Inn í nóttina með Bylgjunni. Ljúf tónlist fyrir svefninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.