Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Varahlutir í vörubíla Eigum alla varahluti fyrirliggjandi í Scania, Volvo, Mercedes, Dodge, Bedford og Renault 310. Eigum einnig varahluti í flestar gerðir Man-vörubíla. Höfum einnig alla varahluti í vélar, gírkassa, mismuna- drif, drifsköft, fjaðrir og felgur. Ný og notuð dekk í öllum stærðum. Höfum einnig hús á: Volvo, Scania, Mercedes, Dodge, Bedford, Ford, Ren- ault 310, Transcontinental og fleiri tegundir. Lokaðir alúminíum kassar 4—10 metrar að lengd. Höfum kassa og palla á tveggja og þriggja öxla bíla. Nýir og notaðir vörubílar til sölu. STAALING Sími 0045 6 625300 - 0045 6 638277 Telex: 66 264 Exdyt m<KVTM( Helgarferðir Amsterdam - verðfrá 14.180 kf. )Rom verðfrá29.220kr. \ París verðfrá 20,160 kl, \ Hamborg „ _ ' verðfrá 17.960 kf. (D Glasgow verðfrá 12.410 k qj London verðfrá 13.175 kl*. € T <X> Kaupmannahöfn ,. AnA1 verðfrá 16.980 kf. Verö miöaö við tvo saman í gistingu með morgunveröi VÖRUSÝNINGAR ----muAJí" KAUPSTEFNUR VIÐSKIPTAFERÐIR Umboó a Islandi fyrir DINERS CLUB VIÐ SKIPULEGGJUM FERÐIR HVERT SEM ER í VERÖLDINNI. INTERNATIONAL OTKXVnt FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHUSINU HALLVEIGARSTIG 1. SÍMAR 28388 - 28580 Láttu þér vaxa tré Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Halldóra B. Björnsson: Þyrill vakir. Urval. Hörpuútg-áfan 1986. Þyrill vakir er úrval ljóða Hall- dóru B. Bjömsson. Ljóðin eru öll úr bókunum Ljóð (1949), Við sanda (1968) og Jarðljóðum (1968). Hér er á ferðinni smekklegt úr- val. Halldóra B. Bjömsson var eitt dæmi af mörgum um skáld sem þróaðist frá sveitahagmælsku í það að verða raunverulegt skáld sem tók mið af því sem efst var á baugi í ljóðlist. Þyrill vakir er þróunar- saga. Aðeins fáein ljóð í fyrri hluta bókarinnar geta talist meira en at- hyglisverð, en þegar á bókina líður fjölgar ljóðum sem ort em af kunn- áttu og skáldlegum þrótti. A Þjóðminjasafninu er til dæmis eitt þeirra, hefðbundið ljóð um „hina löngu horfnu konu“ sem þrátt fyrir háttbundið form miðlar hugsun sem í senn er gömul og ný: „En hver veit nema finnist þér fávíslegt að spyrja,/hvað fólst í þínu geði,/því ég er máske arftaki allra þinna sorga/og allrar þinna'r gleði?" Astaljóðin órímuðu, Ef einhver spyrði, Milli mín og þín, En sum blóm ilma aðeins við snertingu og Þessvegna, em vemlega góð ljóð. Halldóra B. Björnsson Ljóð sem ég hef alltaf haldið uppá er Láttu þér vaxa tré. Þetta ljóð er dálítil hvatning um að taka nú eftir því sem lífíð hefur upp á að bjóða, standa vörð um verðmæti þess, bjartsýnt ljóð og vel ort. Ljóðin nafnlausu sem Þyrill vakir endar á em misjöfn, sum góð, önn- ur síðri. Halldóra var nokkuð háð gömlum viðhorfum og átti það til eins og mörg skáld af hennar kyn- slóð að leggja áherslu á að boða. Þetta var arfur nítjándu aldar sem var ekki auðvelt að losna við. Best er Halldóra B. Bjömsson þegar hún yrkir hvað einfaldast, ljóð hennar verða raddir hjartans, nakin en sterk. Eitt af nafnlausu ljóðunum er svona: Móðir hverfa eins og fræ í jörð auðmýkjast týna sjálfri sér stefna þó að björtu marki vita sitt hlutverk risa upp ný hrein sigrandi laufgað tré Ljóð Halldóru em mörg hver lífsjátningar. Þau krefjast þess af okkur, lesendum hennar, að við séum vakandi, lifum og fínnum til. Annað nafnlaust ljóð má kalla til vitnis um þetta: Hvort sem það er bátur að koma að blóm í varpa ferð á heimsenda vinur á leið úr fjarska ljóð í geijun ólesin bók landið handan landsins óskasteinn á lækjarbotni blik í bamsauga hlýjar kveðjur sveitafólksins draumfarir næturinnar eða hvað annað sem er aðeins að þú hafir eitthvað að hlakka til það er nóg „...eru íslenzkar konur sjálf- ar búnar að átta sig á að þær eru jafnar karlmönmim?“ Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Svava Þórleifsdóttir, skólastjóri frá Skinnastað, Guli i lófa fram- tíðar, minningarrit. Útg. Samband borgfiskra kvenna og Hörpuútgáfan 1986. Þessi bók er gefin út í tilefni af því, að nýlega em liðin eitt hundrað ár frá því Svafa Þórleifsdóttir fædd- ist. Hún var mikill og merkur frömuður í skóla- og uppeldismálum á sinni tíð og langt á undan sinni samtíð, hvað ótal mál snerti er til framfara horfðu. Hún er kennd við Skinnastað í Öxarfírði og þar fékkst hún fyrst við kennslu, eftir að hafa aflað sér tilskilinna réttinda. Síðar varð hún skólastjóri og brautryðj- andi á Bíldudal og síðan í aldarfjórð- ung á Akranesi. Hún stjómaði þar einnig kvöldskóla og líkast til ein fárra kvenna, eða kannski sú eina, sem hefur verið skólastjóri iðnskóla. Roskin að aldri flutti hún til Reykjavíkur og vann þá meðal ann- ars í Kvenfélagasambandinu og var í útgáfustjóm Húsfreyjunnar, og lét aðskiljanleg málefni kvenna til sín taka. Svava Þórleifsdóttir í þessari bók hefur verið safnað saman ýmsum fróðleik um ævi og starf Svöfu Þórleifsdóttur. For- göngu um það hefur haft Samband borgfirska kvenna en innan þess sambands starfaði hún mikið, með- an hún bjó á Akranesi. Minningar- greinar um Svöfu skrifa Sigurður Gunnarsson, Frímann Jónasson, Þorsteinn frá Hamri, Sigríður Áma- dóttir, Stefán Hjálmarsson, Herdís Ólafsdóttir og Sigríður Thorlacius. Þessar greinar em yfirleitt einkar upplýsandi og fróðlegar og nokkuð vel samræmdar, þannig að ekki verður óhóflega mikið af endur- teknum upplýsingum. Síðan em birtir ýmsir fmmsamd- ir kaflar eftir Svöfu, fáeinar hugnæmar smámyndir, sem hún hefur væntanlega hugsað sem smá- sögur. Snoturlega gerðar. Persónulega fannst mér mestur akkur í erindum og greinum, sem Svafa skrifaði um skóla- og uppeld- ismál. Allar þær bera vitni miklum skilningi og þekkingu á efninu og ekki síður góðum og starfssömum huga. Nefna má hugvekju hennar um samstarf heimila og skóla, vemdun tungunnar og kafli sem kallaður er bömin og samferðafólk- ið. Að endingu em svo þýðingar á smásögum eða þáttum eftir nokkra skandinaviska höfunda, svo sem Selmu Úagerlöf. Þessi bók er kannski ekki beinlín- is spennandi aflestrar, en hún er læsileg og góð og stórfróðleg. Og segir athyglisverða sögu af stór- brotinni konu, sem vann mikið verk á sviði skólamála og barðist ótrauð fyrir bættri stöðu kvenna. Kvenna- baráttan var sem sé hreint ekki fundin upp af okkar kynslóð, þótt við virðumst halda það margar. H ™ h U SI ð; Kópavogi Opið 10—19 virka daga, laugardaga 10—16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.