Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Hvað er í kassanum? Þegar félagar hittast vantar oft leiki til að fara í. Hérna er ein hugroynd. í þessum leik notið þið stóran pappakassa. Á botn kassans gerið þið gat, sem ekki má vera stærra en svo að rétt aðeins sé hægt að smeygja hendinni inn í. Þegar leikurinn byijar hefur einn úr hópnum verið sendur fram. Á meðan fínna hinir nokkra hluti sem lagðir eru í kassann (athugið að setja ekki of marga hluti í einu). Sá sem fór fram er nú kallaður inn og má setja hendina í gatið á kassanum. Með því að koma við hlutina á hann að reyna að fínna út og segja hvaða hlutir eru faldir í kassanum. Varið ykkur á að nota odd- hvassa og beitta hluti. Annars eru lítil takmörk fyrir því hvaða hluti er hægt að setja í kassann. Þið getið t.d. notað skó, bolla, kart- öflu, hárbursta, hanska, lítinn bíl o.fl. ofl. Góða skemmtun. Vissir þú Fyrir aldamótin ákváðu þeir í Englandi að hámarkshraði bíla mætti ekki vera meiri en 7 km á klukkustund. Til þess að tryggja að ekki yrðu slys á fólki var maður látinn ganga á undan bílnum með rauðan fána. Hvaðan komu bréfin? Síðast fékk barnasíðan bréf frá átta stöðum. Nú eru bréfin frá fimm stöðum. Getið þið fundið út frá hvaða stöðum bréfin eru? Stöfunum hefur verið ruglað. Reynið að raða þeim saman og sendið svörin til barnasíðunnar. Kökurnar hennar Gerðu Gerða ci sniðug og skemmti- leg stelpa. Henni finnst hún geta margt. Hérna er skemmtilegt kvæði um hana Gerðu eftir Valdimar V. Snævarr. Hún Gerða þóttist kunn’að baka kökur; ég kveða vil um bakstur hennar stökur. — Hjá mömmu sinni mjólk hún fékk og hveiti og makaði svo stóra plötu’í feiti. Svo hrærði’hún deig og hnoðaði það lengi og hreykin var og sagði’að vel sér gengi. svo breiddi’hún út og bjó til kökur smáar, - já, bömin góð, þær voru ekki fáar. Hún raðar þeim á plötuna með prýði og puntar þær með mauki úr eplahýði, Myndagáta 17 Svarið við Myndagátu 16 var yddari. Ekki höfðu allir rétt svar við henni en úr réttum svörum drógum við nöfn írisar og Daní- els Tosti úr Engjaselinu í Reykjavík. Nú fáum við Myndagátu 17. Hún er ekki mjög erfíð, en horf- ið samt vel á hana áður en þið svarið svo þið séuð alveg viss um hvað er á myndinni. Svörin sendið þið svo til Bamasíðunnar. Heimilisfangið er Bamasíðan Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik. En mamma æ á umgenpina lítur. Nú eldhúsbakkur, sem var mjallahvítur var málaður úr mauki’og plöntufeiti og makaður úr sírópi og hveiti. En Gerða úti lék sér nokkuð lengi við litla bróður sinn og fleiri drengi. Er inn hún kom, að ofninum hún stekkur, en undrandi til baka strax hún hrekkur. „Nei, mamma, - þær eru allar eins og klessa, - og allar hvítar, — nú er ég bara hlessa!" En mamma segir „Var það svona vina? Þú ferður að læra betur aðferðina!" Þið, litlu stúlkur, mömmu trúa megið: Hún mamma setur ger í kökudeigið, og þær sem baka, allar ættu að vita: á ofninn má ei gleyma að setja hita!“ Já, þannig fór fyrir henni Gerðu. Nú læra allir krakkar eitthvað í matreiðslu, ekki bara Gerður og Gunnur heldur líka Gíslar og Guðjónar! Kannski fáið þið að taka þátt í jólabakstrinum sem byijar e.t.v. í næstu viku! og allt saman hún inn í ofninn setur — f og út svo hleypur, fljótast sem hún getur. En mamma kallan „Vantar ekkert vina?“ „Nei, - vita máttu: ég kann aðferðina. Eg fer nú út, - þær hljóta bara’að bakast.“ Þá brosti mamma: „Skyldi það nú takast?“ J V Gangbrautarmerki Rauði karlinn Græni karlinn Guðjón og Gunnhildur Guðjón fann út að hann ætti að nota gangbrautir til að fara yfír götur, samt ætlar hann að muna að gá vel að bílum áður en hann fer yfír. Gunnhildur og Guð- jón höfðu fundið út að það voru allskonar merki sem notuð voru í umferðinni og fannst þeim gam- an að fylgjast með og læra að þekkja merkin. Gangbrautar- merkin voru tvennskonar, bæði viðvörunarmerki sem erþríhym- ingur og leiðbeiningarmerki sem er femingur. Nú hafa þau Gunnhildur og Guðjón líka lært að nota gang- brautarljós. Ef þau vilja fara yfír götuna hjá ljósunum eiga þau að ýta á ákveðinn takka og bíða síðan þangað til rauði karlinn fer og grænn karl kemur í staðinn. Þá fyrst mega þau ganga yfir. En þau urðu að læra að líta samt sem áður til beggja hliða til að vera alveg örugg! Sumir bílstjórar stoppa ekki alveg strax við göngu- ljós!! ^ -O *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.