Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 27

Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 27 Ágreiningiir um túlkun yfirlýsingar ríkisstj órnarinnar frá 1983: Eru lán Húsnæðisstofnunar 250—400 milljónum of há? UMRÆÐUR og ágreiningur um túlkun ákvörðunar rikisstjórnar ís- lands frá þvi í ágúst 1983 hefur að undanförnu komið upp á yfirborðið i fjölmiðlum. Deilt er um hvort ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um 3% lækkun lánskjaravísitölunnar í september 1983 hafira. Hjá þeim kom fram að lánskjaravísitalan myndi hækka um 8,1% þann 1. september. Mikill vilji hefði verið fyrir því innan ríkisstjórn- arinnar að lækka fjármagnskostnað og taka upp nýjan grundvöll til útreiknings lánskjaravisitölu þá þegar, en frá því hafi verið horf- ið af lögfræðilegum ástæðum fyrst og fremst. Þeir sögðu að nýja lánskjaravisitalan tæki gildi 1. október en ríkisstjórnin hefði þó ákveðið að ganga til móts við húsbyggjendur og námsmenn með þeim hætti að nýja lánskjaravísitalan gilti strax gagnvart þeim og yrði því 5,1% í stað 8,1% i september. Jafnframt myndi ríkissljómin beina þeim tilmælum til lífeyrissjóða að þeir hefðu sama hátt á húsnæðislánum sínum. Félagsmálaráðherra tilkynnti stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins um þessa hækkun á eftirfarandi hátt: „Félagsmálaráðuneytið til- kynnir hér með stjóm Húsnæðis- stofnunar ríkisins, að þrátt fyrir ákvörðun og tilkynningu um að lánskjaravísitala fyrir september- mánuð 1983 skuli hækka um 8,1%, hefur ríkisstjómin ákveðið að til- svarandi álag á lán, veitt úr Byggingasjóði ríkisins, skuli aðeins nema 5,1% fyrir september 1983. Menntamálaráðherra sendi hlið- stætt bréf til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og tilmæli svipaðs eðlis vom send til lífeyrissjóðanna. Eftir einhverjar bréfaskriftir við félagsmálaráðuneytið ákvað Hús- næðisstofnun að lækka afborgun þess eina láns við stofnunina sem var með gjalddaga í septembermán- uði 1983. Var það svokallað framkvæmdalán vegna ijölbýlis- húss sem byggt var í nafni Bygg- ingasamvinnufélags Reykjavíkur að Neðstaleiti 6—8. Lánasjóður íslenskra námsmanna mun hafa óskað skýringa menntamálaráðu- neytisins en aldrei fengið svar og ekkert gert frekar í málinu. Þá hefur enginn lífeyrissjóður lækkað húsnæðislán sín, samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst. Jóhann Einvarðsson aðstoðar- maður félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvörðun hafi einungis gilt fyrir þau lán sem komu til greiðslu í septemb- er 1983. Vísaði hann á Húsnæðis- stofnun ríkisins um nánari útfærslu á málinu. Sigurður E. Guðmunds- son framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins sagði að Húsnæðisstofnun hefði framkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar ná- kvæmlega á þann hátt sem til hefði verið ætlast. Breyting hefði verið gerð á því eina láni sem á gjald- daga hefði verið í september, en það var framkvæmdalán vegna 17 íbúða fjölbýlishúss. „Þetta var búið mál af okkar hálfu og hefur því ekkert verið skoðað síðan. Nú hefur aftur á móti komið upp sú skoðun að ríkisstjómin hafi verið að taka ákvörðun um nýja lánskjaravísitölu sem áfram ætti að standa. Ég lít svo á að okkar skilningur hafi verið réttur enda framkvæmdum við málið í fullu samráði við félags- málaráðuneytið," sagði Sigurður. Bjami Bragi Jónsson aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka íslands telur að í samþykkt ríkisstjómar- innar hafi ótvírætt falist ákvörðun um nýja lánskjaravísitölu gagnvart verðtryggðum lánum Húsnæðis- stofnunar og námslánum og þar með stofni lánanna frá þeim tíma að telja. „Með tilliti til aðdraganda yfirlýsingarinnar og aðstæðum þeg- ar hún var kynnt er ekki hægt að skilja hana öðm vísi en þessi ákvörðun ætti að koma öllum til góða. Hann sagði að leitað hefði verið álits Seðlabankans á þessu máli og hefði umsögn bankans ve- rið á þennan veg. Húsnæðisstofnun hefði hins vegar ekkert gert með það og hefðu lán Húsnæðisstofnun- ar ekki breyst í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar á sínum tíma. Stefán Ingólfsson deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins áætlar að höfuðstóll verðtryggðra lána Húsnæðisstofnunar ríkisins sé 250—400 milljónum hærri í dag en hann væri ef lækkun lánskjaravísi- tölunnar um 3% í september 1983 hefði verið látin gilda til frambúðar. PRÓFKJÖR ÁSIU Ragnheði í Annað Sætið Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er landsþekkt fyrir farsœl störf að fjölmiðlun og ferðamólum. Fylkjum okkur um Ástu Ragnheiði í 2. sœti í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík 29.-30. nóvember. Stuðningsmenn. FRAMSÓKNARFLOKKSINS OTRULEGA LÁGT VERE> kr. 17.800 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar TVEGGJA DYRA KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Samt. stærö: 275 I. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. VISA Heimilis- og raftækjadeiid. HEKIAHF LAUGAVEG1170-172 SlMI: 695550 EINSTÖK ln*fi4»]ÉÉ B R Æ Ð U R N l_R ORMSSONHF Lagmúli 9 ISI 8760 128 Reykjavík, Isiand

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.