Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Jónas Ingimundarson og Krístinn Sigmundsson með nýju plötuna sem nefnist Ljóðaperlur. Hljómplata með Kristni og Jónasi LJÓÐAPERLUR nefnist ný hljómplata með söng Kristins Sigmundssonar og píanóleik Jón- asar Ingimundarsonar,. sem bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út í tilefni tuttugu ára afmælis síns. Þetta er þriðja platan með söng Kristins sem bókaútgáfan sendir frá sér og að ósk útgefanda voru valin lög til flutnings eftir þijú íslensk ljóðskáld, þá Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Halldór Laxness og Hannes Hafstein. Lögin við Ijóðin eru eftir Markús Kristjánsson, Pál ísólfsson, Karl Ó. Runólfsson, Sig- valda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Jakob Hallgrímsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Þórarinn Guðmundsson, Áma Thorsteinsson og Sveinbjöm Sveinbjömsson. Ljóð Davíðs Stefánssonar eru: Minning, Hrosshár í strengjum, Vögguvísa, Litla kvæðið um litlu hjónin, Allar vildu meyjamar eiga hann, Nirfíllinn, Hirðinginn, Mamma ætlar að sofna og Hamra- borgin. Ljóð Halldórs Laxness em: Maí- stjaman, Hjá lyngri móðu, Vorvísa, Bráðum kemur betri tíð, Ég er brott frá þér bemska og Vor hinsti dagur er hniginn. Ljóð Hannesar Hafsteins eru: Áfram, Valagilsá og Sprettur. Ljóðaperlumar voru hljóðritaðar í Hlégarði sl. sumar. Upptöku ann- aðist Halldór Víkingsson. Skurður var unnin hjá Tape One en pressun hjá Alfa. Umslag vann Sigurþór Jakobsson en ljósmyndatöku Guð- mundur Ingólfsson. Ljóðaperlur er einnig fáanleg á snældu. Michael Voslensky ræðir um leiðtogafundinn í Reykjavik DR. MICHAEL S. Voslensky, prófessor í MUnchen, flytur erindi á ensku og svarar fyrir- spurnum á hádegisfundi, sem Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sam- eiginlega í Átthagasalnum í Hótel Sögu laugardaginn 29. nóvember. Salarkynni verða opnuð klukkan tólf. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum og gestum þeirra. Umræðuefni dr. Voslenskys er: Leiðtogafundurinn í Reykjavík. 1. Hver vom hin raunverulegu ágreiningsefni? 2. Hin tvö kerfí: Hið opna, banda- ríska þjóðfélag og hið lokaða, sovéska þjóðfélag. Er hægt að bera þau saman? Sé svo, þá hvem- ig? Dr. phil. Arnór Hannibalsson, dós- ent við Háskóla Islands, kynnir ræðumann í upphafí fundar. Voslensky er höfundur hinnar Michael Voslensky. heimsfrægu bókar um herrastétt- ina í Sovétríkjunum, „Nómenklat- úra“, og er nú forstöðumaður Sovétrannsóknastofnunarinnar í Miinchen, en áður var hann m.a. Arnór Hannibalsson. framkvæmdastjóri Afvopnunar- máladeildar Sovézku vísinda- akademíunnar og starfsmaður Heimsfriðarráðsins. (Fréttatilkynning). Hafralækjarskóli í Aðaldal: Verður kennsla felld niður á mánudaginn? - bílstjórar fá ekki greidd laun 15. bindi af „Aldnir hafa orðið“ FIMMTÁNDA bindið af „Aldnir hafa orðið“ eftir Erling Davíðsson er komið út hjá Skjaldborg hf. á Akureyri. Þau sem frásagnir eiga í þessu bindi em Elín Stefánsdóttir húsfreyja og Ijósmóðir að Miðfelli í Hreppum, Finnlaugur Pétur Snorrason frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, Helga Gunnarsdóttir verkakona á Akureyri, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur í Reykjavík, Jóhann Ámason í Rammagerðinni á Akureyri, Sigurður Elíasson iðnrekandi í Kópavogi og Þórarinn Vigfússon skipstjóri á Húsavík. Með þessum 15 bókum em sögu- menn Erlings orðnir 105 talsins og segir í fréttatilkynningu frá Skjald- borg að auk þess að vera skemmtileg- ar aflestrar em merkar heimildir um ættfræði, atvinnusögu, þjóðhætti, sagnfræði og margt fleira í bókunum. BÍLSTJÓRAR, sem sjá um að aka nemendum til og frá Hafralækj- arskóla í Aðaldal hafa ákveðið að leggja niður störf ef þeir fá ekki greidd laun sem þeir eiga inni. Sigmar Ólafsson skólastjóri segir að ákvörðun verði tekin á 'næstunni um hvort skólahald verði þá fellt niður. í Hafralækjarskóla em 108 nem- endur á aldrinum 7-15 ára og Ný unglingabók eftir Andk és Indriðason stærsta hluta þeirra er ekið daglega í skólann, en um 25 em í heimavist eða búa í næsta nágrenni. „Skólan- um, sem og öðmm skólum í kjör- dæminu hefur ekki borist endurgreiðsla frá rikinu á akstur- kostnaði" sagði Sigmar „bílstjórar hafa ekki fengið greitt fyrir októb- ermánuð og em því ekki tilbúnir að halda akstrinum áfram.“ Bílstjóramir, sem em að sögn Sigmars 5 talsins, hafa sent frá sér svohljóðandi bréf: „Við undirritaðir skólabílstjórar við Hafralækjar- skóla sjáum okkur tilneydda til að stöðva akstur skólabama frá og með 29. nóvember n.k. vegna þess að greiðslur hafa enn ekki borist fyrir oktobermánuð. Þar sem það er orðin regla en ekki undantekning að greiðsla kemur ekki á umsömd- um tíma er ljóst að eitthvað róttækt verður að gera í þessu máli.“ Sigmar fékk bréfíð í hendurnar og segist hafa boðsent það til fræðslustjóra umdæmisins. Hann sagði að sveitaryfirvöld hefðu af- tekið að leysa þessi mál, bankalán hefðu verið slegin fyrir launa- greiðslum mars og apríl þar sem greiðslur bámst ekki, og enginn vilji væri til að slá lán í þriðja sinn. Erlingur Davíðsson. ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu unglingabókin Enga stæla! eftir Andrés Indriðason. Þetta er sjálfstætt framhald af bók Andrés- ar Bara stælar! sem kom út í fyrrahaust. í frétt frá Máli og menningu segir: „Enga stælaígerist í unglinga- vinnunni sumarið eftir 8. bekk. Þar púla þau í sólskininu Jón Agnar, Lilli himnastigi og Ragnhildur (þessi sem slagar hátt upp í Ungfrú heim). Jón Agnar og Ragnhildur fá það verkefni að mála yfír ósóma sem Lilli hefur skrifað á skólavegginn meðan verk- stjórinn var að horfa á annað, og þá verða þau af tilviljun vitni að því að brotist er inn í skólann þeirra. I kjöl- farið fylgir æsispennandi eltingaleik- ur sem þó verður stundum gráthlægilegur, því krakkamir eiga ekki eingöngu í höggi við þjófa held- ur leynifélagið Svörtu hauskúpuna líka.“ Enga stæla er 140 bls., unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Brian Pilkington gerði kápumynd. Framsóknarflokkurinn í Norðurlandi vestra: Páll í 1. sætið o g Stefán í 2. sætið Andrés Indriðason PRÓFKJÖR framsóknarflokks- ins í Norðurlandi vestra fór fram sl. sunnudag og tóku 2.408 þátt. Kosningarétt höfðu 17 ára og eldri, búsettir í kjördæminu. Frambjóðendur voru fimm og kosið var bindandi kosningu í þijú efstu sætin. Páll Pétursson, alþingismaður, varð í fyrsta sæti. Hann hlaut 1.132 atkvæði í fyrsta sætið og 502 í annað sætið, alls 1.332,8 stig, en vægi atkvæða í annað sætið gilda 40% miðað við fullt vægi fyrsta sætis. Stefán Guðmundsson, al- þingismaður, hlaut 987 atkvæði í fyrsta sætið og 344 í annað sætið, alls 1.124,6 stig. í þriðja sæti varð Sverrir Sveinsson, Siglufirði. Hann hlaut 121 atkvæði í fyrsta sætið og 486 atkvæði í annað sætið, en þar sem hann hlaut ekki 40% af heildarþátttöku fékk hann ekki annað sætið metið upp til bindandi kjörs. Elín R. Líndal, Lækjarmóti í Vestur-Húnavatnssýslu, fékk 114 stig alls og Guðrún Hjörleifsdóttir, Siglufirði, 16 stig. wEA/ny TURBO PC 640K Wendy PC, 640K RAM, 70% braðvirkari. Klukkutíðní skiptanleg 4.77 og 8MHz Tvö diskadrif 360K hvort Prentaratengi og samskiptatengi, Ijóspennatengi (parallel og serial tengi) Rauntímaklukka á korti 100 hnappa JME lyklaborð Gulur eða grænn TTL skjár að vali Hercules samhæft skjákort, (720 x 348 punktar) Dos 3.1 stýrikerfi Ritvís ritvinnsluforrit/Editor m mzm Verð aðeins kr. 54.457.- Greiðslukjör. WENDY TURBO PC, IBM PC samhæfð tölva á frábæru verði Fyrir IBM PC samhæfðar tölvur er nú til eitt mesta forritasafn f heimi, fyrir smærri atvinnurekstur, nám, ritvinnslu, tengingu við jaðartæki og fl. Skiphotti 9 s: 24255 & 622455
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.