Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 51 vera stærðarflokkaðar. Öll afbrigði sem talin eru hæf til manneldis geta verið í 1. flokki. Það eru neyt- endur, sem ákveða hvaða afbrigði seljast. Gulrófur í 1. flokki skulu vera jafnar að stærð og útlitsfallegar. Þær mega ekki vera léttari en 200 grömm og ekki þyngri en 1 kg. Gulrófur falla í 2. flokk ef þær eru þyngri en 1 kg og léttari en 200 gr. Trénaðar rófur eru ekki hæfar til manneldis. Stefnt er að því að bragðprófa kartöflur og gulrófur. Ef óbragð flnnst af þessum garðávöxtum soðnum þá eru þeir ekki hæfir í 1. flokk. Þá mega kartöflur í 1. flokki ekki detta í sundur við suðu eða dökkna skömmu eftir suðu. Merkingar á neyt- endaumbúðum Gerðir hafa verið sérstakir miðar til að líma á neytendaumbúðir. Þar eru upplýsingar um gæða- og stærðarflokka, uppruna vörunnar og pökkunardag. Afurðastöðvar geta látið prenta þessar upplýsingar á umbúðirnar og þá þarf aðeins að bæta við pökkunardeginum. Skil- yrðislaust verður að koma fram heiti á kartöfluafbrigði, hvort sem kartöflumar eru seldar lausar í verslunum eða í umbúðum. Eftirlit með gæðum Gert er ráð fyrir að eftirlit með sölu garðávaxta verði hert frá því sem það er í dag. Þar sem verið er að selja ómetnar kartöflur eða gulrófur ber að sekta viðkomandi aðila, sem er ábyrgur fýrir sölunni og ennfremur er heimilt að gera vöruna upptæka. Vitlausar og vill- andi upplýsingar um vöruna leiða til þess að þeir, sem ábyrgðina bera, verða sektaðir. Því miður hafa veruleg svik við sjóðakerfi landbúnaðarins fylgt frelsinu í sölu garðávaxta. Það má fastlega gera ráð fyrir að þeir, sem svíkjast um að greiða lögboðin gjöld til sjóða landbúnaðarins, greiði ekki til ríkis eða sveitafélaga af þessari framleiðslu. Það ber að greiða 1,10% af verði garðávaxta í Búnaðarmálasjóð, til Stofnlánadeildar er gjaldið 1%. Þá kemur neytenda- og jöfnunargjald, sem reiknast af heildsöluverðinu, en það er 2%. Gjald til Framleiðslu- ráðs er 0,25%. Það verður varla liðið mikið lengur að framleiðendur og verslunaraðilar standi ekki skil á þessum gjöldum. Það ber að senda skýrslur til Framleiðsluráðs um sölu þessara afurða. Ef þær berast ekki á tilskildum tíma ber Framleiðslu- ráði að áætla söluna hjá þeim, sem vanrækja að gera grein fyrir henni.“ Þrjár af afgreiðslustúlkum Krásar. Nýtt bakarí Seljahverfi NÝLEGA var opnað nýtt bakarí í Seljahverfi, Krás sf. Það er til húsa að Hólmaseli 2 í nýju 300 fm húsnæði. Húsið er frá upp- hafi liannað með þarfir bakarís fyrir augum. Stefnt er að því að innan skamms verði hægt að bjóða upp á búðar- bakstur í nýjum ofni frammi í búð, þar sem viðskiptavinir fá glæný og heit vínarbrauð, formkökur ofl. beint úr ofninum. Bakaríið Krás er rekið af Bjarna Friðfinnssyni og Ingólfi Sigurðs- syni, sem er jafnframt bakarmeist- arinn. KCLLatex TAKTU HLUTINA FÖSTUM TÖKUM KCL Latex gúmmíhanskarnir eru afar hentugir þar sem hreinlætið er í fyrirrúmi. Þeir eru þunnir en sterkir og verja hendurnar gegn skrámum, óhreinindum, sterkum efnum og annarri óáran sem þær geta komist í tæri við í daglegu eldhúsamstri, við hreingerningar o.þ.u.l. KCL Latex hanskarnir eru búnir sérstökum gripfleti í lófanum sem gerir þér kleift að taka hlutina föstum tökum. Farðu vel með hendurnar þínar - notaðu KCL Latex gúmmí- hanska. K.RICHTERhf OOTT FÖLX Hraðlán og Launalán V/fRZlUNflRBflNKINN -uúuuvwteð pin.1 Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Auðveld og hröð lánafyrirgreiðsla Eigendur TT-reiknings eiga kost á Hraðláni, að ákveðnu hámarki. Hrað- lánið er tveggja mánaða víxill. Þetta lán fæst afgreitt í afgreiðslu bankans án milligöngu bankastjóra. Ennfremur eiga TT-reikningseig- endur kost á Launaláni, sem er skuldabréfalán, að vissu hámarki. Launalánið er til allt að átján mánaða og er einnig afgreitt í afgreiðslu bank- ans án heimsóknar til bankastjóra. í þessu tvennu felst jafnt öryggi sem tímasparnaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.