Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Fjölbreytt mannlíf Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir NÍU LYKLAR Höf: Ólafur Jóhann Ólafsson Útg.: Vaka Helgafell Það er einkennilegt að þegar mað- ur fær bækur eftir unga og óþekkta rithöfunda upp í hendumar, hefur maður tilhneigingu til að nálgast þær af varfæmi og tortryggni. Maður varast að vera með væntingar af þvi það er svo sjálfsagt að það taki höf- und hálfa ævina að þróa stíl og orðfæri svo vel fari. Svo fær maður „Níu lykla", og getur ekkert sagt. Sest bara niður í hrifningarvímu. Bókin hefur að geyma níu smásög- ur. Sögur um fólk sem er allt í kringum okkur, andlit sem við tökum ekki eftir, kannski af því það er til svo mikið af áberandi fólki. Þó er ekki hægt að segja að Ólafur Jóhann sé að skrifa um fólk sem hverfur í fjöldann. Persónur hans em mjög ólíkar hver annarri. Pjölbreytni mannlífsins er dregin skýmm drátt- um í bókinni. Þótt persónur sagnanna séu ólík- ar, eiga þær margt sameiginlegt. Þær hafa tilfinningar og þurfa að lifa í þessum heimi sem á svo smáa skammta af tillitssemi og umburðar- ljmdi við það sanna og hreina í manneskjunni. „Níu lyklar", segir heilmikið um bókina, því hverri sögu gefur Ólafur Jóhann lykil að þeirri persónu sem hann skapar. Hann opinberar okkur þann atburð sem veldur straum- hvörfum í lífi þeirra, hversu sár sem hann er. í fyrstu sögunni segir frá fullorðn- um manni, gömlum drykkjurút, sem lifír löngu liðna atburði, alls óvænt. Minningin eltir hann uppi og sviptir hann hjúpi sjálfsblekkingarinnar. Hann hefur alltaf talið sig hafa skap- að sinn heim og stendur frammi fyrir því að verki hans er lokið, ef hann var þá einhvem tíma til. Hann legg- ur á flótta út í snjó og kulda til að gleyma aftur. Það er ógemingur að gera þessari bók þau skil sem hún verðskuldar í stuttri umfjöllun. í einfaldleika sínum eru sögumar oft margþættar og höfða það mikið til tilfinninganna að efnisleg frásögn getur aldrei orðið annað e_n flatneskjan ein. Stíll Ólafs Jóhanns hefur fátt sem flokkast gæti undir byijendabrag. Hann virðist hafa nánast fullkomið Brúarsmiðurinn mikli Ólafur Jóhann Jónsson vald yfír því sem hann er að fást við, hvort sem það eru persónur eða orð. Hann segir mikið í fáum orðum, heila ævisögu í stuttri smásögu. Ólaf- ur er laginn við að nota veðurfarslýs- ingar, stuttar og einfaldar, til að leggja áherslu á aðstæður þær sem persónur hans búa við. Aðstæður sem þær ráða ekki við, frekar en veðurfarið. En þótt Ólafur Jóhann skrifí um sársauka, þjáningu og sorgir eru sögur hans enginn tárahvati og alls- endis eru þær lausar við að vera þyngslalegar og torsóttar. Það eru einmitt svona bækur sem geta gert okkur að betri mönnum. Békmenntir / Jenna Jensdóttir C.S. Lewis Sigling fara Myndirnar gerði Pauline Baynes. Kristín Thorlacius íslenskaði. Almenna bókafélagið 1986. Kynjaveröld C. S. Lewis, Namía er sveipuð dulúð, sem gerir ævin- týri eftirsóknarvert lestrarefni. Frásögn er beitt af kunnáttu og þeirri hófsemi að atburðimir skapa sterka heildarmynd, litríka og lif- andi. Þannig að lesandi veit ekki fyrr en sagan er búin. Þetta er þriðja Namíu-sagan í íslenskri þýð- ingu, en alls eru bækumar sjö. Nú em það bara tvö systkinin, Játvarður og Lúsía, sem hverfa inn í kynjalandið, er þau horfa á mynd af skipi frá Namíu. Einmöstmð skúta, með stórt rásegl. Frændi þeirra, Elfi-áður Kormák- ur, sem hefur heyrt allt tal systkin- anna um Narníu, gerir gys að þeim og myndinni. Allt í einu em þau sjálf komin í hafíð, þar sem öldum- ar bijóta á skútunni. Þeim er bjargað um borð í hana — öllum þrem. Þar verða fagnaðar- 'ANTOMMUR í 'tw *® STCR. BYÐUR EINHVER BETUR? HUÐMBÆR Umboðsmenn,- HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Opið til kl. 16.00 í dag Bókaskemman Akranesi, Radíóver Húsavík, Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli, Kaupfélag Borgfiröinga, Skógar Egilssfööum, M.M.búöin Selfossi, Sería ísafirði. Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum, Rás Þorlákshöfn, Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki, Myndbandaleiga Reyöarfjaröar, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, KEA Akureyri, Djúplö Djúpavogi, Fataval Keflavík, Radíóröst Hafnarfiröi, Búland Neskaupstaö, J.L. húsiö Reykjavík, Hornabœr Hornafiröi, fundir. Hér siglir skútan Dagfari, með Kaspían konunginn unga, sem þau systkin höfðu hjálpað að kom- ast til valda seinast þegar þau vom í Namíu. Kaspían hafði á krýningardegi sínum svarið þess eið, með sam- þykki ljónsins, Aslans, að sigla austur undir heimsenda, tækist honum að koma á friði í Narníu. Erindi hans er að leita sjö vina föð- ur síns og hefna þeirra. Börnin þijú fara með í leiðangur- inn. Pilturinn Elfráður er hrokafull- ur og leiðinlegur fyrst í stað, en sérstæð lífsreynsla hans í ferðinni hefur djúptæk áhrif á hann og breytir hugsunarhætti hans og framkomu. Músin Pipíríp er spakmál og ráðagóð. Að útliti er hún ólík öllum öðmm músum. Ferðin til heimsenda er átaka- mikil og full ævintýra. Sum þeirra em harmsöguleg. Aðferð höfiindar við að hafa ávallt ótal tækifæri opin til að vinna viturlega úr erfið- um aðstæðum, er hreint snilldarleg. Umhverfíslýsingar em stórkostleg- ar. Kaspían konungur og fylgdarlið hans á Dagfara komast oft í hann krappan. Fárviðri og sjóræningjar stofna lífí þeirra í tvísýnu. í Stak- eyjaklasanum, sem er undir yfir- ráðum Narníu komast þau í bráða lífshættu oftar en einu sinni. Þekking Lúsíu og Játvarðar á Namíu, frá því þau ríktu þar, verð- ur ómetanleg. Tilgangi ferðarinnar er náð í sögulok. Þetta ævintýri býr yfir seiðmætti sem felst í því að þræðir raun- vemleika fortíðarinnar ber það uppi: Átök heimsvelda og lífshætt- ir. Atburðir sem áttu sér stað blandaðir óskhyggju þess sem horf- ir til baka og getur leyft sér allt í ævintýri. Ljónið Aslan, sem í öllu og alls staðar býr, sem máttur þess góða, segir við bömin í sögulok er þau hverfa til baka: „Ég er þar en þar hefí ég annað nafn. Þið verðið að læra að þekkja mig með því nafni. Einmitt þess vegna vomð þið send til Namíu, til þess að þið fengjuð að kynnast mér hér um hríð, svo að þið gætuð betur þekkt mig þar.“ Aslan er brúarsmiðurinn mikli. Þessi ævintýri C.S. Lewis em einstök í sinni röð, hugljúf og spenn- andi. Þýðing er góð. En ekki kann ég að meta að Gunnari á Hlíðar- enda, Njáli og Bergþóm er blandað inn í ævintýrið úr fortíð — aftur á Arthúr konungur þar heima frá höfundar hendi. Frágangur er ágætur. u Ný hljómplata - „Með góðum mat ÚT ER komin hljómplatan „Með góðum mat“. Ragnar Jónsson, tónskáld, leikur á píanó gamlar og nýjar laglinu í eigin útsetn- ingfu. Hljómplatan hentar einkar vel sem „dinner“-tónlist. Það má nefna lög eins og „White cliffs of Dover", „Solace" og „Hymn to freedom" og fleiri. Hljómplatan er gefín út til styrktar útgáfu og flutnings á „Friðar cantötu" tón- skáldsins. Hljómplatan fæst í hljómplötu- verslunum um allt land. Dreifíngu annast Tónlistarskóli Ragnars Jóns- sonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.