Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 17

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Meistari frásögunnar Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Daníelsson: BRÆÐ- URNIRIGRASHAGA. 3. útg. 183 bls. Lögberg. Reykjavík, 1986. Ekki er líklegt að tuttugasta og fyrsta öldin lesi allt sem fært hefur verið í letur á þessari. Hún mun velja og hafna. Og það val hlýtur að verða strangt, umfangsins vegna. Verði t.d. gefið út skáld- sagnasafn með helstu höfundum en aðeins fáum verkum eftir hvem er ég viss um að Bræðumir í Gras- haga verða þar með. Þetta er einhver ferskasta og litríkasta saga Guðmundar Daníelssonar — þó svo að höfundurinn hafi síðar skrifað þroskaðri verk, byggð á víðtækari lífsreynslu og agaðri kunnáttu, það er annað mál. Bræðumir í Grashaga var frum- raun. Þótt Guðmundur Daníelsson hefði áður sent frá sér bók var þetta fyrsta skáldsaga hans; kom út 1935. Stöldmm aðeins við það ár. Þá eru þeir ungir og upprennandi höf- undar, Halldór Laxness og Guðmundur G. Hagalín, báðir ný- búnir að skapa sér sinn stíl og þá ímynd með lesendum sem lítið átti eftir að breytast. Kristinn E. And- résson fylkti liði með róttækum rithöfundum og hóf að gefa út Rauða penna. Kristmann Guð- mundsson sneri heim frá Noregi eftir að hafa náð ótrúlega skjótri frægð þar um slóðir. Gunnar Gunn- arsson hafði fært út landmörk íslensks sagnaskáldskapar þótt hann skrifaði á dönsku. Ljóðlistin var hér með góðu lífsmarki. En fyrst og fremst vom þetta ár skáldsögunnar; ár hinnar breiðu, viðamiklu þjóðlífslýsingar. Hygg ég að Guðmundur Danielsson hefði goldið þess — ef hann hefði ekki kvatt sér hljóðs svo hressilega sem hann gerði — að hann kom næstur á eftir fyrrgreindum höfundum; varð í raun að stilla sér upp að baki þeim ef svo má að orði komast. En andi skáldsögunnar lá nú einu sinni í loftinu, að henni beindist áhuginn og athyglin. Og þessum komunga rithöfundi tókst að senda frá sér svo tilþrifamikið, en jafn- framt vandað skáldverk, að lesend- ur gleymdu fljótlega aldursmun og forskoti og hleyptu þessu nýja nafni fram í röðina. Þetta var þeim mun meiri sigur fyrir Guðmund að hann var ekki studdur af þess háttar pólitískum bakhjalli sem varð svo mörgum höfundi til brautargengis um þessar mundir. Hann kaus að standa einn. Góðir höfundar lifa það stundum Guðmundur Daníelsson að sjá verk sín gefín út öðru sinni. Þriðja útgáfa er sjaldgæf. En nú eru Bræðumir í Grashaga komnir út í þriðja sinn. Fyrsta útgáfa er vitanlega löngu þorrin. Önnur líka fyrir löngu uppseld. Utgefandi hef- ur hagað því svo að þessi þriðja útgáfa geti raðast með ritsafni því sem kom út fyrir fáum ámm í tíu bindum. Það þarf vissa spennu — annað- hvort í þjóðlífinu eða einkalífí — til að skáldverk verði til. Og þess hátt- ar þjóðlífshræringar vom hér einmitt viðvarandi á ritunartíma Bræðranna í Grashaga. Þjóðin var að gangast í gegnum aldahvörf sem vom hvort tveggja: spennandi og kvíðvænleg. Bræðumir, Ari og Sverrir, em fulltrúar þess háttar afla sem helst tókust á: annar at- hugull óg grandvar og byggir á traustum gmnni; hinn gáskafullur, ólmur að grípa strax þau tækifæri sem andartakið færir honum í hend- ur, síður hugsandi um afleiðingam- ar. Straumur tímans birtist strax á fyrstu síðunum í gervi tveggja kvenna sem em langt að komnar. Þær verða síðar til að raska því friðsæla jafnvægi sem áður hafði ríkt á rótgrónu heimili. Þetta var vissulega táknrænt fyrir sviptingar þær sem ollu skjálfta með hinu alda- gamla íslenska samfélagi á umræddu tímabili. Lesendur tóku Bræðmnum í Grashaga með kostum og kynjum — ekki endilega vegna þess að þar væri að fínna einhverjar dulbúnar ráðningar á flókinni þjóðfélagsgátu eða útskýringar á kaflaskiptum í íslandssögunni, heldur sakir hins að þama var á ferðinni sú ómeng- aða, listilega frásagnargleði sem þjóðin hafði unað við um aldir, ann- aðhvort í munnlegri geymd eða þá af skrifuðum bókum. Saga var til að segja hana. Og skáldverk eins og Bræðumir í Grashaga var sem næst framhald hinnar munnlegu, sígildu frásagnarlistar eins og hún hafði gerst best. Þreyta í baki ? Stífur háls ? Jólagjöfin í ár er auðvitað nýji nuddpúðinn. ngur í baki eítir daglanga setu við tölvuna, stífur háls eftir margra tíma akstur í bíl eða bólgnir fætur eftir langan og erfiðan vinnudag ? Clairol nuddpúðinn getur hjálpað þér, láttu hann gæla við hálsinn, hrygginn og fæturna reglulega yfir daginn, þannig að vöðvarnir haldist mjúkir og blóð- streymið sé eðlilegt. Þeir sem notaClairol nudd- púðann koma síður þreyttir heim úr vinnunni. Clairol nuddpúðinn góð vinargöf um jólin. Clairol nuddpúbinP8^* er alltaf við hendina Hann gengur fyrir rafhlöðum og því hægt = að nota hvar og hvenær sem er. SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 EINSTOK ORMSSON HF LAGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.