Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 i Nú reynir á að halda þeim gæðum Ræða Soffaníasar Cecilssonar formanns Sambands fiskvinnslustöðva á aðalfundi sambandsins Okkar síðasti aðalfundur var langur, hann hófst 25. október 1985 en lauk honum ekki fyrr en sex mánuðum síðar. Það var ekki að ástæðulausu að við tókum okkur svo rýmilegan tíma. Menn voru argir og þreyttir á botnlausum taprekstri undanfar- andi ára. í framhaldi af þessum fundi var forsætisráðherra skrifað svohljóð- andi bréf, þann 29. október 1985. Hr. forsætisráðherra Steingrimur Hermannsson. Á aðalfundi Sambands fisk- vinnslustöðvanna 1985, er haldinn var á Hótel Sögu föstudaginn 25. október síðastliðinn, var samþykkt að fresta frekari aðalfundarstörfum þar til málin skýrast betur varðandi rekstrarskilyrði fískvinnslu í landinu og þar með afkomu greinar- innar í heild. Það er á vitorði allra að starfs- greinin er rekin með stórlegum halla og ríkisstjórnin vinnur að bættum rekstrarskilyrðum hennar. Því fól aðalfundurinn stjóm Sam- bands fískvinnslustöðvanna að fylgjast grannt með málum og boða til fundar með stjóm og varastjóm samtakanna til að taka ákvörðun um framhaldsaðalfund, þá þegar þess sjást merki að rekstrarskilyrði fara batnandi. Með tilvísun til þess er þess ósk- að að stjómin eigi þess kost að fylgjast mjög náið með þeim að- gerðum stjómvalda er leiða til G®Ð J®L GLEÐILEG JÓL Bestu jólagjafahugmyndir ársins: Bay Jacobsens heilsudýna og heilsukoddi. Fyrir fjölskylduna, vini eða þig sjálfan. Margir velja heilsudýnu Bay Jacobsens vegna baksins og þeir eru svo sannarlega ánægðir með hina frábæru eiginleika dýnunnar. En sífellt fleiri velja Bay Jacobsens heilsudýnu og kodda til þess að fá góðan næt- ursvefn svo að þeir geti vaknað hressir og úthvíldir. Heilsudýn- an inniheldur 80.000 litlar kúlur sem einangra gegn kulda neð- anfrá. Þær halda líkamshitanum stöðugum alla nóttina. Auk þess verka þær sem nudd á líkamann og hafa þannig frískandi áhrif. Það er vísindalega sannað að nuddáhrif dýnunnar koma í staðinn fyrir helminginn af þeim hreyfingum sem maður annars framkvæmir að næturlagi til þess að finna þægilega hvíldar- stellingu. Svefninn verður rólegri, dýpri og lengri án hinna mörgu truflana. Árangur: Maður er hress og úthvíldur næsta morgun. Dýnan er 3 cm þykk. Fáanlegar þreiddir eru 70/80/90 cm. Lengdin passar ( rúm sem eru 190-200 cm. Verð kr. 4.860,-. Heilsukoddinn styður fullkom- lega við hnakka og höfuð. Sérstaklega hannað loftrásar- kerfi tryggir þægileg, tempruð hitaáhrif alltárið. Verð kr. 1.960,- Hreiðrió hefur jóiagjöfina í ár - •> BAY JACOBSEN' heilsudýnuna og koddann - og það er 14 daga skilafrestur frá 24. desember. HREIDRIÐ Grensásvegl 12 Sími 688140-84660 PósthóU 8312- 128 Rvk. Soffanías Cecilsson „Það skal viðurkennt að nú í bili er bjart yfir verðlagsmálum sjávar- afurða og flest fyrir- tæki með þolanlegan rekstur, nemaþau sem að sigldu of djarft hin dapurlegu verðbólgu- ár. En förum hægt, mér sýnist blika við sjón- deildarhring.“ breytinga á rekstrarskilyrðum greinarinnar. Frekari tilvísun er gerð til til- lagna Sambands fiskvinnslustöðv- anna í 9 liðum er afhentar voru forsætisráðherra, sjávarútvegsráð- herra og viðskiptaráðherra á fundi 11. júlí sl. svo og „Minnisatriði til ríkisstjómarinnar frá sjávarútvegs- ráðherra. Drög III, dags. 15. október 1985, en þar er að finna afstöðu sjávarútvegsráðherra til til- lagnanna. Þá er vakin sérstök athygli á meðfylgjandi samþykkt aðalfundar Sambands fiskvinnslustöðvanna. Virðingarfyllst, Knútur Óskarsson. Afrit var sent öllum ráðherrunum. Þétt var fundað og fylgst með framvindu mála. Það var ekki fyrr en 28. apríl 1986 að við kláruðum aðalfundinn okkar. Þá hafði lítillega rofað til. Launaskattur var felldur niður af fiskvinnslu og endur- greiðslu söluskatts var beint í réttan farveg. Þessi tvö atriði komin af skilningi ríkisvaldsins eru þakkar- verð því þau vega um 2% sem rekstrarbati hjá okkur. Auk þess hillti undir það ótrúlega að fískurinn okkar var enn að hækka í verði á erlendum mörkuðum, þótt við teld- um hann hafa farið yfír toppmarkið á þessum langa aðalfundi okkar, svo og var léttara yfír mörgum vegna sæmilegrar vetrarvertíðar. Sumarið var gott og gjöfult og rekstrarbati varð nokkur í kjölfar þess. Okkar ágætu sölumenn físk- afurða hafa náð góðum árangri enda er þurrð á flestöllum fískmörk- uðum og því mikið hungur í okkar háklassa gæðafísk. Vel horfír nú í aliri botnfísksölu en uppsjávarfískamir, sfld og loðna, eru í lægri kantinum. Skreið er nánast ekki framleidd nema lítið eitt á Ítalíumarkað. Gamlar birgðir af Afríkuskreið eru miklar og óselj- anlegar á viðunandi verði. Þær eru því mikill rekstrarmínus hjá þeim fyrirtækjum sem eiga þær. Það er nú nokkum veginn víst að þetta ár mun verða mesta aflaár sögunnar. Þann 1. nóvember sl. var heildaraflinn orðinn 1.239.830 lest- ir en á sama tíma í fyrra var hann 1.222.867 Iestir. Stærsti hluti aflans er loðna eða 642.328 lestir á móti 655.654 í fyrra. Þorskurinn er í öðru sæti með 307.351 lest en var í fyrra 282.341 lest. í þriðja sæti er annar botnfískur. Það er ýsa, karfí, koli, ufsi, langa o.fl. samtals 237.580 tonn á móti 226.380 í fyrra. í fjórða sæti er rækjan með 28.360 tonn en 19.490 í fyrra. Síðan kemur hörpudiskur með 11.059 tonn nú en 10.267 á sama tíma í fyrra. Sfldin er nú í sjötta sæti með 10.634 tonn á móti 26.360 í fyrra. Þessi minnkun sfldarinnar stafar af síðbúnum sölusamningi og var því veiðitímanum seinkað. Humarinn varð nú 2.518 tonn en 2.375 árið áður. Þessi mikli afli, samfara góðri þróun í verðlagi og gæðamálum, hefír verið ánægjulegur. Veruleg vakning hefír orðið bæði á sjó og í landi um fagleg vinnu- brögð við meðhöndlun á ferskum físki, mikil aukning á notkun kassa og almennt raðað í þá á réttan hátt, slæging hefír verið til umfjöll- unar og vinnubrögð bætt þar. Eg vil nefna hér tölulega sönnun um aukin gæði og þá styðst ég við gæðaskýrslu SIF, en einmitt í salt- físki koma gæðin best í ljós. Af vertíðarfiskinum janúar til 15. mái voru 45,2% nr. I af saltfiskinum en aðeins 35,5% á vertíðinni í fyrra. í sumarfiskinum var þróunin betri eða 48,1% nr. I nú en aðeins 28,9% í fyrra. Það er einnig fróðlegt að skoða stærðarskiptinguna í salt- fískinum. Þar hefír líka orðið veruleg verðmætaaukning. Þessi vetrarvertíð gaf í stærðina 10/30 58,6% en 54,6% vertíðina ’85. Sum- arfiskurinn bætti meira við stærð sína og var nú í 10/30 32% en 23% 1985. Á fiskiþingi í fyrra hafði ég framsögu um gæðamál. Efnisskrift erindisins var ljóðræn og af því að málshátturinn segir, aldrei er góð vísa of oft kveðin, því læt ég hana fljóta héma með. Hann spurði því kom’ann spnmginn og dauður inn á dekkið. Var skakkt skorinn á háls svo klumban gapti á manninn. Þið eruð ekki maigir sem þetta ekki þekkið. En gæðaskýrsla SÍF, hún segir okkur sanninn Fiskur þvers og kruss með kviðinn upp í kö6sum. Með fingrafór á þunnildum og þau svo illa bretin. Þá við deyjum drottni ef þetta ddd pÖ6sum. Svo að lokum sligast, allur stóri flotinn. Sjómenn mínir lærðu vísuna svo vel að nefndir gallar hurfu í þeirra afla og allur þeirra fiskur í sumar var nr. I upp úr bát og saltfiskgæði í takt við það eða 83% í I. flokk í stað 40% á liðnum sumrum. Það má lengi velta fyrir sér hvað veldur þessum gæðabreytingum. Ég tel að þessi auknu gaeði í salt- físki komi að töluverðu frá tækni- veisluborðið §
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.