Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
23
Blaðburöarfólk
óskast!
UTHVERFI
Ártúnshöfði
(iðnaðarhúsnæði)
Heiðargerði 2-124.
Langholtsvegur 71 -108
Sunnuvegurfrá 2
GARÐABÆR
Langafit
Ásgarðuro.fl.
AUSTURBÆR
Ingólfsstræti
Grænahlíð
KÓPAVOGUR
Hávegur
Traðir
Hvar er stefna
Sjálfstæðisflokks-
ins í skattamáhim?
eftir Júlíus Sólnes
Stefna Sjálfstæðisflokksins í
skattamálum er horfin. Finnandi vin-
samlegast skili henni til skrifstofu
flokksins í Valhöll gegn góðum fund-
arlaunum.
Eitthvað á þessa lund datt mér í
hug, að þyrfti að auglýsa, eftir að
ég las pistil fjármálaráðherra og
formanns Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu nýverið, sem átti að
vera svar við gagnrýni mína á virðis-
aukaskattsbrölt hans. Ef virðisauka-
skatturinn á að skila um 2,5
milljörðum króna meira í ríkissjóð
en núverandi söluskattur, kalla ég
það aukin ríkisumsvif. Ef gjaldend-
um flölgar úr 9.000 til 22.000 þýðir
það aukin umsvif. Auknar niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðum
m.fl. þýða aukin umsvif. Ef það, að
matvara í landinu hækkar að meðal-
tali um 10%, þýðir að afkoma
heimilanna verði betri, þá erum við
öll komin í undralandið með Lísu.
Mig langar til þess að fjalla nánar
um söluskattskerfið í annarri grein,
en sný mér hér að næsta ævintýri í
skattamálum, þ.e. staðgreiðslukerfi
skatta.
Staðgreidslu-
kerfi skatta
I samningum aðila vinnumarkað-
arins núna nýverið kom skipun frá
Garðastræti til ríkisstjómarinnar um
að taka upp staðgreiðslukerfi skatta.
Brást hún skjótt við og hét því, að
það skyldi gert frá og með 1. janúar
1988. Allir féllu um hvem annan
þveran til þess að dásama stað-
greiðslukerfí skatta og lýsa því
hversu launþegar í landinu muni
hagnast á því. En er þetta rétt?
Fyrsta spumingin, sem vaknar er
þessi: Með staðgreiðslukerfí skatta,
er þá ekki verið að staðfesta, að
tekjuskatturinn skuli lifa að eilífu.
Ef tekjuskattur væri felldur niður
hjá öllum launþegum, eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur lofað, þarf
ekkert staðgreiðslukerfí skatta. Eftir
er aðeins að innheimta útsvar og
minni háttar opinber gjöld, sem ætti
fyrst og fremst að vera verkefni
sveitarfélaganna. Þau geta hagað
þeirri innheimtu eins og þeim sýnist
og þurfa hvorki staðgreiðslukeiifí né
annað til þess að sinna því. En það
er eins og annað í þessu landi, við-
kvæðið er, aukum kerfíð, eflum
báknið.
En úr því ljóst er, að öll loforð
um að fella niður tekjuskatt af launa-
tekjum verða svikin, er þá ekki betra
að taka upp staðgreiðslukerfið. Ég
efast stórlega um það og minnist
þess er staðgreiðslukerfí skatta var
tekið upp í Danmörku 1. janúar 1970.
Þessi ár bjó ég og starfaði í Dan-
mörku. Asmundur Stefánsson var
þá námsmaður þar. Er ekki víst, að
hann hafí fylgst eins vel með breyt-
ingunni og ég, sem var þar launþegi.
Dönsku stjómmálamennimir, eins og
starfsbræður þeirra hér, lýstu því
fijálslega hversu mikil bragarbót
staðgreiðslukerfið væri. Allt yrði
hagkvæmara og einfaldara. Miklu
færri starfsmenn þyrfti til þess að
stýra staðgreiðslukerfinu, og laun-
þegar myndu hagnast vemlega.
Þegar tók að líða á árið, fóm að
berast fréttir af miklu húsi, sem
væri verið að reisa í Birkerod, fyrir
starfsmenn og rekstur staðgreiðslu-
kerfísins. Smám saman var hulunni
svipt frá. Kildeskattehuset í Birkerod
birtist sem gríðarlegt bákn. í Ijós
kom, að um 1.000 starfsmenn þyrfti
til þess að stýra staðgreiðslukerfinu
og aðkeyptur tölvubúnaður var með
því mesta, sem þá hafði sést í Dana-
veldi.
Þetta hefði svo sem ekki gert neitt
til ef dönsku stjómmálamennirnir,
þá var borgaraleg stjóm við völd,
hefðu ekki fallið í þá freistni að stór-
auka skattbyrðina með því að taka
pánast ekkert tillit til verðbólgunnar
Júlíus Sólnes
„Ef ekki verður nein
breyting á, er kominn
tími til fyrir alvarlega
hugsandi menn, sem
ekki aðhyllast öfga-
stefnurnar til vinstri,
og- vilja láta atvinnulífið
og peningamáiin þróast
í friði fyrir afskiptum
stjórnmáiamanna, að
snúa bökum saman.
Mynda nýja breiðfylk-
ingu borgaralegs afls,
sem veitir Sjálfstæðis-
flokknum aðhald frá
hægri.“
við ákvörðun skattvísitölunnar. Þetta
er nákvæmlega hliðstætt því, er
gerðist hér í sumar, er skattbyrði
einstaklinga jókst skyndilega vegna
þess, að við ákvörðun skattvísi-
tölunnar var ekki nægjanlega tekið
tillit til þess, að verðbólgan hafði
hjaðnað. Þegar staðgreiðslukerfið
verður tekið upp 1. janúar 1988,
þarf að breyta skattvísitölunni sem
nemur verðbólgu milli ára, til þess
að skattbyrðin aukist ekki. Hver trú-
ir því, að það verði gert?
Annað, sem fljótlega kom í ljós
hjá Dönum var það, að nú þurfti allt
í einu að fylla út margar skattskýrsl-
ur á ári. Fyrst þurfti að fylla út og
skila inn svokallaðri fyrirframskatt-
skýrslu, „forskudsopgorelse", þar
sem tekjur og gjöld vom áætluð.
Síðan kom álagningin, skattakortið,
en ef það líkaði ekki varð að fylla
út nýja fyrirframskýrslu og svo koll
af kolli. Að lokum þurfti svo að fylla
út venjulega skattaskýrslu og tíunda
tekjur og gjöld eins og þau urðu í
reynd.
Núna stynja allir launþegar í Dan-
mörku undan staðgreiðslukerfínu.
Skattakortið, sem sýnir skattapró-
sentuna, venjulega 40—50%, þ.e. það
sem atvinnurekandinn heldur eftir
af laununum, er mikilvægasta spjald
launþegans. Hann verður að fram-
vísa því, hvar sem hann vinnur og
er þá strax byijað að að taka af laun-
unum. Kerfíð er ómanneskjulegt og
virkar lamandi á alla. Vel getur ver-
ið, að okkur takist betur til á Islandi,
en ég leyfi mér að efast.
Uppreisn frá hægri
Núna síðustu dagana rekur hvert
stórmálið annað, þar sem forysta
Sjálfstæðisflokksins er yfirleitt í
hlutverki sósíalistans. Aukin
ríkisumsvif, meira kerfi. Þegar ég
fluttist heim til íslands fyrir 12 árum
gekk ég ótrauður til samstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn og hélt að ég
hlyti að fá að lifa það, að undir for-
ystu hans myndi þjóðlíf og atvinnulíf
færast í frjálsræðisátt og skynsemin
fengi að ráða. Ég vil taka það fram,
að ég er enginn fijálshyggjupostuli,
né trúi ég á það, að óheft markaðs-
stefna eigi við á íslandi. Þótt margt
hafi áunnizt, ekki endilega fyrir til-
FALLEG DUKKA
er frábær gjöf. Leikfélagi og vinur,
sem hún á eftir að eiga lengi.
Þýsku dúkkurnar frá Zapf eru
vönduð leikföng, sem ekki láta á
sjá við misjafna meðhöndlun ungra
eigenda.
TÓmSTUnDRHÚSIÐ HF
Laugavegi 164, sími 21901
stilli Sjálfstæðisflokksins, er ég
orðinn úrkula vonar um, að eðlilegt
ástand skapist fyrir minn dag. Að
ég fái að fjárfesta erlendis eins og
mér sýnist, borða danska spægipylsu
ef mér fínnst hún betri en sú íslenska
og drekka bjór í staðinn fyrir
brennivín.
íslendingar eru duglegt fólk. Ef
allt væri með felldu gætum við lifað
hér góðu lífi með afkomu eins og
hún gerist bezt í Vestur-Evrópu. I
staðinn er lífskjörum hér haldið niðri
vegna óeðlilegra afskipta stjóm-
málamanna af peningamálum þjóð-
arinnar, vegna afskipta þeirra af
framkvæmdavaldinu og rekstri fyrir-
tækja, sem þeir hafa ekki vit á.
Ef ekki verður nein breyting á,
er kominn tími til fyrir alvarlega
hugsandi menn, sem ekki aðhyllast
öfgastefnumar til vinstri, og vilja
láta atvinnulífíð og peningamálin
þróast í friði fyrir afskiptum stjóm-
málamannanna, að snúa bökum
saman. Mynda nýja breiðfylkingu
borgaralegs afls, sem veitir Sjálf-
stæðisflokknum aðhald frá hægri.
Höfundur er prófessor við Há-
skóla tslands.
M EIRA EN
AUGAÐ GREINIR
pIiúrgmmMnfottii
Metsölublad á hverjum degi!
HERRADEILD
P&O’
Austurstræti 14, s: 1234S.
MÁ