Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Lokið glugganum, það gustar svo! eftir Halldór Vilhjálmsson Því verður ekki neitað, að lausaa- fregnir um væntanleg harkaleg viðbrögð vestur-þýskra stjómvalda við vissum ummælum rithöfundar- ins Giinthers Wallraffs í íslenzka sjónvarpinu á dögunum, hafí komið fjölda Islendinga á óvart og mælzt almennt illa fyrir. í frétt sjónvarps- ins, föstudaginn 4. desember sl. var og greint frá því, að vestur-þýzk stjómvöld hygðust vegna þessa jafnvel láta grafast fyrir um ástæðu þess, að Goethe-stofnunin skyldi bjóða jafn lítt frambærilegum nöldrara og Giinter Wallraff til ís- lands, til þess að hann gæti þá í makindum borið út enn meiri óhróð- ur um afstöðu landa sinna til erlendra farandverkamanna og svert enn meir Vestur-Þjóðveija sem ólýðræðislega, hrokafulla herraþjóð — jafnvel farið óviður- kvæmilegum orðum um sjálfan kanzlara Sambandslýðveldisins í íslenzkum fjölmiðlum. Þetta er þá meiri viðkvæmni en við íslendingar eigum yfírleitt að venjast. — ☆ — ☆ — ☆ — Því hefur að vísu aldrei fylgt nein sérstök ánægja fyrir viðkom- andi aðila að þurfa að þvo sitt óhreina lín — af pólitískum eða fé- lagslegum toga — í allra augsýn eins og gjaman tíðkast í þeim ríkjum, sem eiga sér langa lýðræð- ishefð. Umræðan um Víetnamstyij- öldina innan Bandaríkjanna á sínum tíma, um ríkjandi kynþáttamisrétti þarlendis, Watergate eða um vopnasöluna til írans, sem núna er í fullum gangi, kann að vísu að hafa valdið ýmsum hinna æðstu stjómsýslumanna í Washington megnustu óþægindum og hefur varpað óþægilega sterku ljósi á nokkra óæskilega þætti í stjóm- sýslu og milliríkjasamningum þessa volduga og margslungna þjóðríkis. — En því ber samt ekki að gleyma, að einmitt slík vandræðamál, sem Goethe-lnstitut viðmð em í allra augsýn, ættu að verða til þess að hreinsa andrúms- loftið í lýðræðisríki, stinga á kýli, sem myndast kann í opinberri stjómsýslu: Þetta er einn veiga- mesti þáttur virks lýðræðis, og það stjómskipulag, sem gefur þegnun- um kost á slíkri umræðu og umber hana, sýnir á þann hátt óvéfengjan- lega styrk sinn sem lýðræði. _☆_☆_☆_ í einræðisríkjum heims fer færri sögum af því, sem aflaga fer í inn- anríkismálum, þótt vitað sé að þar er af nógu að taka. Einræðisríki IMÚ ERKOMINNTIMI TIL AÐ TENGJA Laser-plötuspilara frá Pioneer eða Sharp við gömlu góðu tækin ; : |j§gggg|f§ggg %ll|lihs8!;’38Slí mmí w'- i, mmm DX-610 H frá Verð kr. 19.950,- PD-X303 frá CðPIOIMEER Verð kr. 22.980,- Kynnið ykkur hinn full- komna hljóm í Hljómbæ. Hljómbær tryggir gæði og greiðslukjör Sk»pftr(uTH}a Sa:kóa'k'uHi KfA Akurt-v'i. wJi9tgh n^Xvtfétrtei w Hvtítavt'öi. M M Setfosw V«p*n»jnr>4eyttim. RaðKirrísf Ribiartitfy. JL Humð Rt'yVjjvtk „Svo vel hefur hingað til tekizt til með starf- rækslu Goethe-stofnun- arinnar í Reykjavík, að hún er þegar orðin mörgum Islendingum álíka ómissandi gluggi til okkar gömlu vina- þjóðar eins og Norræna húsið eða Menningar- stofnun Bandaríkjanna á íslandi.“ þola einfaldlega ekki slíka op- inskáa, opinbera umræðu um spill- ingu eða annað, sem úrskeiðis fer, enda hefur landslýður enga aðstöðu til að leggja neitt til málanna, því hann þarf nauðsynlega að vera „mundtot“ — óvirkur og áhrifalaus. Við þekkjum öll þær fréttir, sem berast af meðferð mála í einræð- isríkjum, sem lúta að spillingu eða afglöpum í stjórnsýslu: „Hinir seku hafa verið teknir af lífí“, eða „Af- brotamennimir hlutu ævilangt fangelsi", eða þá „Hinum seku var umsvifalaust vikið frá störfum“. Jú, menn kannast svo sem við slíka tóna. Það má teljast nánast hlálegur misskilningur, ef satt er, að vestur- þýzk stjómvöld óttist, að einmitt bók Wallraffs, „Ganz unten,“ sé til þess fallin að kasta rýrð á orðstír þýzku þjóðarinnar erlendis, vegna þeirra neikvæðu lýsinga á sam- skiptum Vestur-Þjóðveija og er- lendra farandverkamanna, sem bókin hefur að geyma. Hitt er sönnu nær, að t.d. venjulegir íslenzkir les- endur munu víst vel flestir líta á þann „óhreina, mislita þvott“, er Vallraff tínir til á síðum bókar sinnar, sem nauðsynlega og athygl- isverða umfjöllun á vissum félags- legum vandamálum, sem gert hafa vart við sig í mörgum löndum Vest- ur-Evrópu að undanfömu. Sæmi- lega upplýstur lesandi veit mæta vel, að lýsingar Wallraffs gætu eins vel verið frá Svisslandi eða Svíþjóð, frá Hollandi, Frakklandi eða Dan- mörku. Þjóðveijum sem lýðræðisþjóð er það alveg tvímælalaust til sóma — en ekki til vanza — að hafa með bókinni „Ganz unten“ opnað víðfemar, opinskáar umræður um þessi viðkvæmu mál, að vissu leyti fyrir hönd nágrannaþjóða sinna: Það sýnir styrk lýðræðisaflanna í V estur-Þýzkalandi. — ☆ — ☆ — ☆ — Um fárra ára skeið hefux Goethe-stofnunin starfað á Islandi að margháttaðri kynningu á þýzk- um menningarmálum, bæði úr samtíð og úr fortíð. Leikur enginn vafí á því, að með þeirri starfsemi, sem Goethe-stofnunin rækir undir öruggri stjóm dr. Coletta Búrling, hefur samskiptum þessara tveggja frændþjóða verið unnið mikið gagn. Þýzkum rithöfundum og ljóðskáld- um hefur verið boðið hingað til að lesa úr verkum sínum og ræða þau við íslenzka áheyrendur — nýjar þýzkar, listrænar kvikmyndir hafa verið kynntar, auk myndlistar og tónlistar — og stofnunin hefur einn- ig gengizt fyrir að kynna okkur það helzta, sem annars er að gerast á menningarsviðinu í Vestur-Þýzka- landi. Þennan virðingarvott, sem þýzk stjómvöld hafa loks sýnt okkur ís- lendingum með starfrækslu Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík, höfum við vissulega kunnað vel að meta. Aldrei hefur áður ríkt jafn almennur áhugi á þýzkunámi eins og á undanfomum ámm — og var sá áhugi þó ænnn fyrir. Stöðugt fjölgar þeim íslendingum, sem kjósa að stunda framhaldsnám við æðri þýzkar menntastofnanir í vísindum og listum, þrátt fyrir mik- inn kostnað. Þýzkaland hefur um árabil verið íslendingum einn helzti sjónarhóllinn yfír evrópska menn- ingu og alþjóðleg vísindi. Svo vel hefur hingað til tekizt til með starfrækslu Goethe-stofnunar- innar í Reykjavík, að hún er þegar orðin mörgum íslendingum álíka ómissandi gluggi til okkar gömlu vinaþjóðar eins og Norræna húsið eða Menningarstofnun Banda- ríkjanna á íslandi. — ☆ — ☆ — ☆ — Það væri dapurlegt til þess að vita, ef til einhvers uppnáms kæmi við hina ungu Goethe-stofnun í Reykjavík, vegna nokkurra fljót- fæmi vestur-þýzkra stjómvalda eða misskilins ofurkapgs þýzkra sendi- fulltrúa á íslandi. Islendingar hafa ekki gleymt þeim diplómatísku mis- tökum, sem háttsettum vestur- þýzkum sendifulltrúum hefur stundum orðið á hér á landi — að því er virðist vegna reynsluleysis þeirra eða ef til vill skilningsleysis á því, hjá hvaða þjóð þeir raun- verulega em komnir til starfa. Það kynni vel að hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir hið góða samband íslendinga og Vestur- Þjóðveija, ef tekið væri skyndilega til að hrófla af handahófí við starf- semi menningarstofnunar á borð við Goethe-Institut, sem enn er í mótun og er enn að festa rætur hjá okkur. Það ber að virða það, sem vel hefur verið unnið við bætt sam- skipti íslendinga og Vestur-Þjóð- veija, og á forstöðumaður Goethe-stofnunarinnar á íslandi, dr. Coletta Búrling, sérstakar þakk- ir skildar fyrir þann mikla skerf og það brautryðjandastarf, sem hún hefur lagt af mörkum að efla til nánari samskipta þjóðanna tveggja á menningarsviðinu. Fáir Þjóðveijar hafa lagt sig svo mjög fram við að öðlast dýpri skilning á íslenzkri menningarhefð og nútímaþróun á sviði lista og bókmennta íslendinga. Það hefur ekki verið okkur íslend- ingum lítið happ, að fyrsti forstöðu- maður Goethe-stofnunar hér á landi skuli vera aðili, er kann jafngóð skil á íslenzkri menningu og íslenzkri tungu og dr. Coletta Búrl- ing, er auk þessa hefur til að bera þá nauðsynlegu háttvísi og diplóm- atísku eiginleika, sem ómissandi eru í hennar starfí. Höfundur er menntaskólakennari. Frá rektor Kennaraháskóla íslands: Rannsóknir eru á ábyrgð starfsmanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jónasi Pálssyni, rektor Kennaraháskóla íslands: „Vegna ummæla í dagblöðum undanfarið þar sem vikið er að þætti Kennaraháskólans í rannsókn dr. Braga Jósepssonar á „einkaskól- um“ (Skóli Isaks Jónssonar) og ríkisskólum skal eftirfarandi tekið fram: Fastir kennarar Kennarahá- skólans eiga að stunda rannsóknir og veija til þess verulegum hluta af föstum starfstíma sínum. Þannig kostar skólinn rannsóknir starfs- manna með hluta af föstum launum auk þess sem þeir gera áætlun til fjárlaga um beinan útlagðan kostn- að sem þeir gera ráð fyrir og sótt er um fé til. Rannsóknir eru á ábyrgð starfs- manna og hefur yfirstjóm skólans ekki afskipti af þeim. Þó Hefur skól- inn stuðlað að útgáfu skýrslna og rannsóknarritgerða sem kennarar hafa unnið. A útgáfunefnd, sem skipuð er fulltrúum skora, að taka ákvarðanir um slík verk. Umrædd rannsókn dr. Braga er ekki gefín út á vegum skólans, enda fór hann ekki fram á slíkt. Hún er gefín út af skólaskrifstofu Reykjavíkur og er Kennaraháskól- anum óviðkomandi að öðru leyti en því að hún er verk eins starfsmanna hans.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.