Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 32

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 TIL JOLAGJAFA Pennasett • Pennastatíf • Töfl • Servíettur • Leikspil • Vönduö tréleikföng • Kertaglös • Kerti • Óróar • Allar jólabœkurnar • Hnattlíkön • Jólakort • Spil • Jólaskraut • Slaufur og boröar • Skrifborösmottur • Merkimiöar • Jólapappír • Skjalatöskur • O.m.m. fl Meö nyjungarnar og nœg bílastœöi Siðumula 35 — Simi 36811 Hvernig merkir þú j ólaböggulinn? eftir Guðjón B. Baldvinsson Á þessari jólaföstu berast heimil- um landsins jólamerkimiðar ásamt smábréfi frá sjálfseignarstofnun- inni SKJÓL, sem er að reisa umönnunar- og hjúkrunarheimili við Kleppsveg hér í borg. Óþarft er, góðir lesendur, að riíja upp hve langir biðlistamir eru yfir fólk sem bíður umönnunar og hjúkmnar, fólk sem þrotið er að heilsu eftir langan starfstíma innan samfélagsins okk- ar. Umhverfisvernd Þetta er nokkurskonar tízkuorð, en er víðfeðmt, nær yfir marga þætti mannlífsins. Það er ekki bara peningalykt eða óhollar sýrur og gufur sem spilla andrúmslofti og jörð, heldur ekki síður tregða við að skoða í eigin barm og leita þess neista, sem einn gefur lífinu gildi, þ.e. mannúðarinnar, fómarviljans sem leiðir af kærleika, tilfinningu fyrir samhygð með samferðafólk- inu. Hraðferð okkar um lífsstigu gef- ur okkur ekki tíma til að beita huganum að hlutskipti annarra, nema að mjög takmörkuðu leyti. Kapphlaupið umhverfis kökuna, sem til skipta kemur í þjóðfélaginu, heltekur svo einstaklingana, að þeir taka ekki eftir samferðafólkinu eða hrinda því frá sér í grófri sér- hyggju og af fávisku. Þetta er illa sagt gagnvart þeim sem muna aðra. Og sem betur fer þarf ekki að minna alla á þá, sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni. Jafnvel eru til dýravinir, sem beijast góðri bar- áttu fyrir því að í gangi sé dýraspít- ali, þar sem fótbrotin kisa getur notið aðhlynningar, og að það séu til dvalarheimili fyrir hunda. Og fjölmargir eru þeir, sem gefa fugl- unum þegar jörð frýs eða jarðbönn verða vegna snjóa. Þegar nú mannkindin horfir svo samúðarfullum augum til dýranna, hversu miklu fremur skyldi hún þá ekki líta til sinnar eigin tegundar? Eða er sjálfsbjargarhvötin svo rík að það gleymist að sumir eru eða verða af eðlilegum ástæðum ósjálf- bjarga eins og fótbrotni kötturinn, eða þurfa vist á dvalarheimili vegna einsemdar eins og heimilishundur- inn þegar húsbændumir hans skreppa í sumarfrí? Nokkur samtök og stofnanir era að hugsa til eldri borgara, sem Guðjón B. Baldvinsson „Þegar nú mannkindin horfir svo samúðarfull- um augum til dýranna, hversu miklu fremur skyldi hún þá ekki lít atil sinnar eigin teg- undar?“ þurfa á umönnun að halda umfram það venjulega, og reisa hjúkranar- heimili með 90 sjúkrarúmum, 15 gistirúmum og dagvistunarrými að auki. Þetta hrekkur skammt munu sumir segja, en það er ekki afsökun fyrir því að gera ekkert. Samfélag krefst þess að menn hugsi saman, starfi saman, lifi saman allt frá vöggu til grafar, og samfélag vill vera lifandi, fullt gleði og sam- kenndar er léttir áhyggjum og styður alla til sjálfsbjargar hvem eftir hans getu. Þó að þessi draumur rætist ekki til fulls í okkar tíð, þá er ærin ástæða til að muna þá, sem aldnir era og hafa búið í haginn fyrir þá sem nú lifa. Höfundur er formaður Bandalags tífeyriaþega ríkis ogbæja. Stofnfundur Landssambands sjúkraflutn- ingsmanna STOFNFUNDUR Landssambands sjúkraflutningsmanna var haldinn fyrir skömmu. Tildrög að stofnun LS er reglugerð um sjúkraflutninga sem væntanlega verður gefín út á næstunni og er byggð á lögum um heilbrigðisþjónustu. Við setningu fundarins vora við- staddir Ólaíur Ólafsson landlæknir, Guðjón Magnússon formaður RKI og Guðmundur Sigurðsson for- maður nefndar er samdi reglugerð- ina. Þeir ávörpuðu fundinn og kom fram í máli þeirra stuðningur við reglugerðina og stofnun LS og töldu þetta vera til hagsbóta fyrir þá er njóta þjónustu sjúkraflutnings- manna. Reglugerðin kveður jafnframt á um betri samræmingu á bifreiðum til sjúkraflutninga_ en það er ný- lunda hér á landi. Á fundinum kom fram sú ósk að heilbrigðisráðherra gengi hið fyrsta frá reglugerðinni til hagsbóta bæði fyrir sjúklinga og sjúkraflutninga á landinu. Undir- búningsstjóm LS var falið að starfa áfram og undirbúa lög fyrir LS sem lögð verða fram á framhaldsstofn- fundi LS í vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.