Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
37
Frá æfingu á Keflavíkurflugvelli.
fræðilegt mat að ræða um for-
gangsröð slasaðra og á hvaða
spítala þeir eru sendir. Eðlilega er
miðað við að sá læknir sem er fyr-
ir greiningarsveitinni, sem send er
í greiningarstöð II af íslands hálfu,
hafi þá yfirsýn og þekkingu á
sjúkrahúsunum sem til móttöku
eru, að hann miði dreifinguna við
það að afstaða þeirra spítala sé
nýtt þannig, að enginn sjúklingur
þurfi að bíða lengur en neyð krefur
eftir að fá meðferð á skurðstofu eða
í annarri þjónustugrein spítala. Hér
tel ég nauðsynlegt að læknisfræði-
leg stjomun sé á, en Almannavamir
ríkisins þurfa að stórauka þjálfun
og kennslu til þeirra lækna, sem
fara með greiningu og stjóm á söfn-
unarsvæðum slasaðra í hópslysum,
í stjómun og skipulagi á þessu sviði.
Erlendis, í löndum með íbúatölu
sem hleypur á milljónum og em
með margfalt öflugri sjúkra- og
hjálparþjónustu, er litið á hópslys,
sem hér er verið að skipuleggja við-
búnað gegn og æfa, sem meirihátt-
ar „katastroffu". Því verður að
ætla, að hópslys þar sem tugir eða
hundmð myndu slasast, yrði hlut-
fallslega mun meira áfall að ráða
við hér vegna fámennis og smæðar
sjúkraþjónustunnar, sem er sniðin
að okkar íbúatölu. Öflugt og virkt
hópslysaskipulag og innan þess vel
samvirk sjúkraþjónusta með þjálf-
uðu starfsliði á sviði almannavama
er því mun mikilvægara fyrir örygg-
ismál hér á landi en víðast erlendis.
Þeirri skoðun heyrist oft fleygt
að það sé ekki þörf á svona skipu-
lagi og æfingum því „það gerist
ekki hér“. Engin rök mæla með því
að stóráfall í flugi geti ekki orðið
hér eins og annars staðar. Vil ég í
því sambandi minna á að með til-
komu tveggja hreyfla breiðþota,
sem nú em að ryðja sér til rúms á
Atlantshafsflugleiðinni, em gerðar
þær kröfur að þær séu ávallt innan
ákveðinnar öryggisfjarlægðar frá
næsta neyðarvelli og leiti tafarlaust
lendingar ef bilanir verða. Keflavík-
urflugvöllur verður því mikilvægur
neyðarvöllur fyrir breiðþotur fram-
tíðarinnar og veldur þessi breyting
því að líkur em á að lendingum flug-
véla, sem eiga í vanda, fjölgi
vemlega í framtíðinni og verður þá
um að ræða flugmenn sem ekki em
vanir að fljúga á þennan flugvöll,
oft við erfiðar veðuraðstæður.
Eins og áður sagði er vandinn
við að halda svo víðtækri áætlun
virkri sá, að æfingar og þjálfanir á
henni í heild em kostnaðarsamar
og valda mikilli röskun. Hins vegar
hafa þessar æfingar, sem þó hefur
verið hægt að halda, skilað ótrúleg-
um árangri í að styrkja allt kerfíð
og leyst margan vanda. Þeir menn,
sem Vamarliðið teflir fram á
Keflavíkurflugvelli, bæði í skipu-
lagsstarfinu sjálfu og við fram-
kvæmd þess, hafa lagt sig alla fram
til að sem best megi standa að hjálp-
arstarfí, ef vá ber að höndum. Þar
á meðal hafa yfírmenn Vamarliðs-
ins unnið heilshugar við hlið okkar
íslendinga við endurbætur á skipu-
laginu og gert kostnaðarsamar
ráðstafanir til að tryggja að búnað-
ur og nauðsynleg tæki séu til reiðu
í björgunarstarfið. Allir vita líka að
íslensku aðilamir, s.s. björgunar-
menn, læknar, hjúkmnarfólk,
lögreglumenn, slökkviliðsmenn
o.s.frv., og þeir sem leggja það á
sig að leika slasaða og undirbúa
æfingamar, vinna ekki síður gott
starf til að ná fram sem bestri virkni
skipulagsins og þjálfun í beitingu
þess. En engin áætlun um viðbrögð
og vamir gegn vá verður nokkm
sinni öflugri en mennimir sem vinna
verkið þegar til alvömnnar kemur.
Og engir menn em hæfari til að
vinna verkið en þeir sem hafa feng-
ið tækifæri til að öðlast þá þjálfun
sem úrlausn verkefnisins krefst.
Höfuadur er framkvæmdastjóri
Almannavarna.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GRAHAM EARNSHAW
Norður-Kórea:
Vilji til að opna landið — en
grunnt er á leyndarhyggjunni
ÝMISLEGT bendir til þess að Norður-Kóreumenn vilji nú koma
inn úr kuidanum, aflétta þeirri einangrun, sem ríkt hefur í
landinu, og taka þátt i viðskiptum á alþjóðlegum vettvangi. Svo
sýnist alténd heimildamönnum í Pyongyang, sem þekkja vel til
mála. Þótt grundvöllur virðist fyrir opnari viðskiptum i Norður-
Kóreu gegnir öðru máli um mannleg samskipti. Útlendingar, sem
búið hafa í höfuðborg landsins árum saman, segja að það sé er-
fitt að afla sér norður-kóreskra vina og fæstir hafa þeir komið
inn á heimili þarlendra.
Norður-Kórea er auðugt land
af hráefnum, en Norður-
Kóreumenn hafa andstætt við
Kínveija haldið tryggð við efna-
hagskerfi að fyrirmynd Jósefs
Stalíns heitins. Kaupmenn segja
að norður-kóreskir embættis-
menn, sem sinna viðskiptum, séu
nú opinskárri í samskiptum en
áður. Erlendar heimildir herma
að Norður-Kóreumenn séu einnig
áfjáðir í að ganga í Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.
„Ef þeir geta tekið sig á er
ekki ástæða til að ætla annað en
Norður-Kórea geti orðið að styrku
afli í efnahagsmálum," er haft
eftir erlendum kaupsýslumanni.
„Verkamenn í Norður-Kóreu eru
mjög eljusamir og takist stjóm-
völdum að virkja þau öfl, sem
fyrir hendi eru, á svipaðan hátt
og Kínveijar hafa gert, geta þau
horft björtum augum til framtíð-
arinnar.“
Einangrað þjóðfélag
- lokað land
Útlendingar búsettir í Pyong-
yang segja að lífið hér sé ekki
auðvelt enda ríkir slík leyndar-
hyggja og gaumgæfilegt eftirlit
með þjóðfélaginu að einstakt er í
heiminum.
Útlendingar í höfuðborginni
eru fáir og ber þar hæst starfslið
við sendiráð Kínverja annars veg-
ar og Sovétmanna hins vegar. 24
sendiráð önnur eru í Pyongyang.
Flest eru þau á vegum Varsjár-
bandalagsríkja, en einnig eru þar
sendiherrar frá Finniandi, Aust-
urríki og Svíþjóð. Bandaríkja-
menn, Bretar, Japanir, Frakkar
og Vestur-Þjóðveijar viðurkenna
ekki stjórn Norður-Kóreu og í
borginni eru aðeins nokkrir
kínverskir og sovéskir blaðamenn
til að lífga upp á litlausa daga
stjórnarerindreka og fréttaritara.
„Ég hef verið hér árum saman
og tala hrafl i kóresku," segir
útlendingur í höfuðborginni, „en
ég hef aldrei farið í heimsókn til
Kóreumanns og ég á enga kór-
eska vini."
Útlendingar búsettir hér vita
ekki til þess að Norður-Kóreu-
menn hafí gengið í hjónaband með
útlendingum. Aftur á móti virðist
sem dregið hafi úr eftirliti leyni-
þjónustunnar með útlendingum
undanfarið ár. „Við vorum eltir
hvert fótmál þar til fyrir tveimur
árum, en það hefur minnkað
síðan," segir erlendur íbúi.
Og það er meira að segja vand-
kvæðum bundið að versla. í
Pyongyang eru venjulegar búðir
og „dollarabúðir" með hlöðnum
hillum af munaðarvörum, sem að
mestu leyti eru fluttar inn frá
Japan. En útlendingamir skipta
mest við eina verslun í Pyongyang
og þar er úrvalið oft af skomum
skammti. Útlendingur var spurður
hvað þar væri helst að fá: „í
fyrsta lagi ber að telja agúrkur,
þá mætti nefna agúrkur, að
ógleymdum agúrkum." En úrvalið
er ekki betra í verslunum fyrir
innfædda og stjómarerindreka
flytja mikið af mat og nýlenduvör-
um með sér að utan. Algengt er
að erindrekar fari með maka sína
í verslunarferð til Peking enda
tekur aðeins tvær klukkustundir
að fljúga þangað.
Útlendingar senda börn sín
allajafna ekki í norður-kóreska
skóla. „Skólabækumar eru fullar
af áróðri, byssum og hatri," segir
faðir einn og móðir segir að böm
útlendiena séu skylduð til að
standa teinrétt við borð sín og
þakka hinum mikla leiðtoga, Kim
Il-Sung forseta, fyrir kex og mjólk
rétt eins og norður-kóresk börn.
Erfitt er að skemmta sér í Py-
ongyang. í einu stóru hótelanna
er þó diskótek, sem reyndar er
aðeins ætlað útlendingum. Það
telst heppni ef maður rekst þar á
ferðamannahóp frá Eistlandi eða
japanskan kaupsýlumann, sem
hefur brugðið sér til borgarinnar
til að kaupa maðk í beitu.
Helsta umræðuefni erindrek-
anna er stjómmál í Norður-Kóreu.
Þar vita menn fátt og sjaldgæft
er að staðreyndir komi fram til
að hrekja allar þær kjaftasögur
og slúður, sem ganga manna í
millum.
Grynnkað á skuldum
Talið er að Norður-Kóreumönn-
um hafi tekist að minnka erlendar
skuldir sínar um hálfan milljarð
Bandaríkjadollara á undanförnum
tveimur árum og þær nemi nú um
1,5 milljörðum dollara. Það er
aftur á móti haft fyrir satt að
viðskiptavinir Norður-Kóreu hafi
oft fengið lélega vöru í hendur
og tíðum standi á greiðslum. Er-
lendir kaupsýslumenn segja að
iðnaður sé skammt á veg kominn
í landinu, vélar gamlar og þeim
illa við haldið og vörur illa hannað-
ar og ósamkeppnishæfar á al-
þjóðlegum markaði. Því reyni
fyrirtæki, sem skipta við Norður-
Kóreu, að krefjast gréiðslu fyrir-
fram.
Haft er eftir kaupsýslumanni
að svo virðist sem Norður-Kóreu-
menn setji fyrirtæki í forgangs-
röð. Þeir sem efstir séu á listanum
fái ætíð borgað á réttum tíma en
aðrir sitji á hakanum.
Sagt er að allar ákvarðanir séu
teknar með undarlegum hætti í
Norður-Kóreu. „Einhvers staðar í
skrifræðinu er ákveðið að kaupa
vöru og skrifað undir samning,
en annars staðar neita skrif-
finnarnir að láta fé af hendi
þannig að ekkert verður af við-
skiptunum," segir kaupsýslumað-
ur einn og bætir við að því nái
aðeins einn viðskiptasamningur
af fímm fram áð ganga.
Helstu útflutningsvörur lands-
ins- eru málmar, stál og steypa,
en lágt verð á heimsmarkaði hef-
ur haft afdrifarík áhrif á við-
skiptajöfnuð. Engar fullnægjandi
tölur eru til um útflutning og
efnahag Norður-Kóreu vegna
þess að mikið er um vöruskipti
við þriðja aðilja, aðallega austan-
tjaldslöndin.
Aftur á móti þurfa Norður-
Kóreumenn að flytja nærri alla
olíu, sem þeir nota, inn í landið.
Þeir kaupa mestan hluta hráolíu
af Irönum og greiða fyrir með
vopnum, skotfærum og neysluvör-
um fyrir hermenn, að því er haft
er eftir áreiðanlegum heimildum.
Hyggilegt er þó að gera sér
ekki of glæstar vonir um stórkost-
leg umskipti í viðskiptaháttum
Norður-Kóreumanna fyrr en
breyting verður á stjómarháttum
og mokað út þvi illgresi sem pu-
krinu og leyndinni er samfara.
Sovéskur stjómarerindreki kveður
aðeins hægt að tala um betri sam-
skipti Norður-Kóreumanna við
Kremlarbændur vegna þess að
andað hefur köldu í garð stjóm-
valda í Peking. „Kínveijar fengu
alltaf meiri upplýsingar en við,
en nú stöndum við jafnfætis,“
segir hann: „Allir vitum við ekki
neitt!"
Fyrir skömmu komst sá orðrómur á kreik að Kim Il-Sung, leið-
togi Norður-Kóreu, hefði veríð ráðinn af dögum. Rúman sólar-
hring ríkti óvissa um hvað væri að gerast í landinu: hafði bylting
verið gerð eða voru fréttimar um tilræðið staðlausir stafir. Mál-
ið komst fyrst á hreint þegar Kim tók á móti starfsbróður sínum
frá Mongólíu á flugvellinum í Pyongyang.