Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 39

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR i6. DÉSEMÖ&R 1986'' 39'* Vélmennið geðþekka og Steve Guttenberg í myndinni Ráðagóði róbótinn. Ráðagóði róbótinn sérlega gefinn fyrir slík smáatriði. Vélmenni númer 5 verður fyrir eld- ingu og ruglast svo gersamlega að í stað þess að vera fullkomin stríðsvél verður það mannvinur og friðarsinni hinn mesti; einskonar sambland af E.T. og tölvuvæddum gervilimalager. Eftir það tekur vél- mennið stjómina í sínar hendur, rúllar í burtu og eignar sér myndina upp frá því. Enginn mannlegur leikari kemst með tæmar þar sem Númer 5 hefur skriðbeltin. Úps, það er ekki alveg rétt. Indvetjinn (G. W. Bailey), fé- lagi Guttenbergs á rannsóknarstof- unni, stelur oft senunni frá vélstjörnunni þegar hann ruglar eins og bilað vélmenni einhveija tóma vitleysu á bjagaðri amerísk- unni sinni. „Hún er jómfrú," segir hann hugsandi um Stefaníu (Ally Sheedy), sem Crosby skýtur sig í, „eða hefur einhverntíman verið það.“ En annars er ekkert sem skyggir á vélmennið Númer 5. Það rúllar út í mannheima með núll þekkingu á veröldinni en er fljótt að læra. Það þarf svosem ekki að koma neinum á óvart að hegðunarmynstur sitt kemur það til með að byggja að miklu leyti á hinu eilíft vakandi ameríska sjónvarpi, gömlum glæpa- myndum, vestrum og auglýsingum. Travolta í Saturday Night Fever (fyrsta fræga Badham-myndin) kennir því t.d. að dansa. Ally Sheedy leikur Stefaníu, stelpuna sem Númer 5 leitar til í öngum sínum því það er hundelt af velvopnuðum en óttalega klaufa- legum öryggisvörðum vopnafyrir- tækisins. Það hlýtur að vera þolraun fyrir leikara að leika á móti víra- flækjum og jámstykkjum eins og ekkert sé sjálfsagðara en Sheedy og Guttenberg (þótt hann sé ósköp einfaldur og takmarkaður) tekst næstum alltaf að láta eins og ekk- ert sé. Og þótt góður húmorinn detti einstaka sinnum niður á hallæris- planið, sérstaklega þegar foringi öryggisvarðanna lætur til sín taka, er Ráðagóði róbótinn ágætis skemmtun núna um jólahátíðina. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ráðagóði róbótinn (Short Circu- it). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnu- gjöf: ☆ ☆ V2. Bandarisk. Leikstjóri: John Badham. Handrit: S.S. Wilson og Brent Maddock. Framleiðendur: David Foster og Lawrence Tur- man. Kvikmyndataka: Nick McLean. Tónlist: David Shire. Helstu hlutverk: Ally Sheedy, Steve Guttenberg, Fisher Ste- vens og Austin Pendleton. Velkomin til Hollywood níunda áratugarins. Maðurinn er ekki leng- ur númer eitt á hvíta tjaldinu. Genginn er í hönd tími furðufígúr- anna. Stjömur dagsins eru Spiei- bergískir geimálfar og Gremlar, David Cronenberg gerir mynd um mannflugu, sem verður skotin í stelpu, Lucas gerir mjmd um Önd sem verður skotin í stelpu, Richard Franklin gerir mynd um apann Link, John Badham gerir mynd um tölvustýrt vélmenni og svona mætti lengi telja. Þetta æði er raunar ekki aðeins bundið við Hollywood. í Japan var vinsælasta myndin í sumar með kött í aðalhlutverki. En það rignir niður furðufígúrum í Hollywood og ef þær koma ekki ofan úr geimnum em þær búnar til á jörðinni með öllum indælustu mannlegu eigin- leikunum. Eins og til dæmis vélmennið Númer 5, nýjasta leik- fangið hans Badhams (Blue Thunder, War Games) í hinni ágætu gamanmynd, Ráðagóði róbótinn (Short Circuit), sem sýnd er i Bíó- höliinni um jólin. Það er geðþekkur heimilisvinur og sjarmör og lengst af er óljóst hvort vélmennið eða Steve Guttenberg hlýtur stelpuna í lokin. Guttenberg leikur vísindamann- inn Newton Crosby sem vinnur hjá vopnasölufyrirtæki og hefur hannað vélmenni til notkunar í stríði þótt hann hafí megnustu óbeit á því. Af hveiju hann gerir það samt er aldrei útskýrt enda er Badham ekki RETTA MYNDIN LESENDUR eru beðnir að afsaka hin meinlegu myndabrengl í „Ver- öld“ síðastliðinn sunnudag þegar teikning sem átti að fylgja stuttri umfjöllun um áhyggjur Sovétforystunnar af trúarbrögðum tók á rás og skaut upp kollinum i frásögn af hinujn illræmdu „mýrarmorðum" í Bretlandi. Hér með er hin rétta mynd sem sýnir lögreglumenn með sporhunda við leit að líkamsleifum í mýrinni þar sem álitið er að morðingjarnir hafi grafið fórnarlömb sín. ÞORLÁKSM ESSU HÁDEGI Á HÓTEL BORG Vegna gífurlegra vinsælda hvetjum við alla þá, sem áhuga hafa til að eyða hádeginu í SKÖTU VEISLU á Borginni, til að panta borð tímanlega. Úrvals skata og saltfiskur Sfmi 11440 Jólaglaðnmgur frá B.B. & Borvél Verkfærakassar Frá kr. 745, Barnastóll kr. 1.150,- Hlutir sem gera gagn RB. • O BYGGINGAVORUR HE, SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. X15 30 30x30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.