Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 45

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 45 Brezka blaðið Observer: Vélar frá Bretlandi í íranska skriðdreka Frá setningu þings kommúnistaflokksins i Víetnam i gær. í setningarræðu sinni gagnrýndi Truong Chinh, leiðtogi flokksins, bæði flokk og ríkisstjóm fyrir efnahagsörðugleikana í landinu. Þing kommúnistaflokksins í Víetnam: Atvimiuleysi og vöru- skortur allsráðandi „Ábyrgðin hvílir á flokknum,“ segir Truong Chinh London, Reuter, AP. BLAÐIÐ Observer hélt því fram í gær, að i síðasta mánuði hefðu Bretar flutt út til írans vélar í Súkkulaði stíflar holræsi Tel Aviv, Reuter. SORPHREINSUNARMENN hafa náð rúmu tonni af súkkulaðimolum upp úr hoi- ræsum bæjarflagsins Bnei Brak, skammt frá Tel Aviv i ísrael. Súkkulaðið stíflaði holræsið í tiu daga og lagði dísæta angan fyrir vit íbúa Bnei Brak. Embættismenn telja að ósöluhæfu súkkulaði hafi verið sturtað úr vörubíl niður í hol- ræsið síðla kvölds fremur en að aka því á öskuhauga. ■i skriðdreka auk ratsjárbúnaðar og varahluta fyrir 35 miiy. pund. Hefði þessum vamingi verið komið fyrir í 14 gámum og hann skráður sem rafmagnstæki og vélbúnaður á útflutningsskýrsl- um. Hefði honum siðan verið skipað út í höfninni í Liverpool 21. nóvember sl. í þessum skipsfarmi voru m.a. vélar í 50 Chieftain-skriðdreka og varahlutir í brynvagna af Scorpion- gerð segir Observer. „Þrátt fyrir fullyrðingar brezkra stjómvalda um, að engir slfkir varahlutir hafi verið fluttir út frá Bretlandi í 18 mánuði, þá hefur blaðið sannanir fyrir því, að útflutningi á slíkum vélum er haldið áfram með vitund stjómvalda,“ segir í blaðinu, sem kom út á sunnudag. Brezka vamarmálaráðuneytið neitaði því í gær, að því væri kunn- ugt um nokkra vopnasölu til írans. Bann við vopnasölu til írans hefur ekki verið í gildi í Bretlandi, en brezka stjómin hefur þó lýst yfír andstöðu sinni við sölu á vélum og tækjum þangað, sem gætu orðið til að spilla fyrir friðarhorfum í stríðinu milli írans og íraks. Bangkok, Reuter, AP. SJÖTTA þing kommúnista- flokksins í Víetnam var sett í gær I Hanoi. Gert er ráð fyrir veru- legum breytingum jafnt á meðal forystumanna sem og á stefnu flokksins. I setningarræðu sinni gagnrýndi Truong Chinh, leið- togi kommúnistaflokksins, bæði flokk og ríkisstjórn harðlega fyr- ir efnahagsörðugleikana í landinu. Chinh viðurkenndi, að Víetnam hefði ekki tekizt að ná þeim mark- miðum, sem sett vom á síðasta flokksþingi 1982, og í ræðu sinni sagði Vo Van Kiet áætlanaráð- herra, að atvinnuleysi, sóun og stöðugur vömskortur væm allsráð- andi í landinu. „Ábyrgðin á þessum vandræðum og mistökum hvílir fyrst og fremst á miðstjóm, stjómmálaráði og framkvæmdastjóm fíokksins svo og á ríkisstjóminni," sagði Chinh í ræðu sinni. „Miðstjóm flokksins gagnrýnir sjálfa sig harðlega frammi fyrir flokksþinginu fyrir þessi mistök," sagði Chinh ennfremur í ræðu sinni, sem hann flutti fyrir 1.129 fulltrú- um á þinginu. Þá sitja þar einnig fulltrúar frá 35 erlendum kommún- istaflokkum. Ræðu Chinhs var útvarpað beint og sagði hann þar, að nauðsyn væri á að framkvæma „hreinsanir" í flokknum, en í honum em um 1,8 milljón meðlima. Ræða Chinhs gaf ekki til kynna, að neinar meiriháttar breytingar í utanríkismálum væm í vændum. Sagði hann, að Sovétríkin yrðu áfram „homsteinn" utanríkisstefnu Víetnams. Talið er, að efnahagsað- stoð Sovétríkjanna við Víetnam nemi 3 milljónum dollara á dag eða yfír 1 milljarði dollara á ári. Chinh skoraði á Kínveija að koma á eðlilegum samskiptum við Víetnam, en gaf ekki til kynna nein- ar breytingar í afstöðunni til Kambódíu. Víetnamar gerðu þar innrás 1978 og steyptu af stóli stjóm Rauðu kmeranna. Chinh sagði aðeins, að Víetnamar myndu halda áfram að fækka í her sínum í Kambódíu, en talið er, að í herliði þeirra þar séu nú um 140.000 manns. Hann gat þess hvergi, hve- nær brottflutningi víetnamska herliðsins þaðan yrði lokið, en ítrek- aði, að „útrýming Pol Pot-klíkunn- ar“ væri skilyrði fyrir því, að samið yrði um frið þar. Gert er ráð fyrir því, að tilkynnt verði um breytingar í forystu víetn- amska kommúnistaflokksins á fímmtudaginn kemur, en áformað er að ljúka flokksþinginu þá. Talið er, að þeir Nguyen Van Linh, einn áhrifamesti maðurinn í stjómmála- ráðinu, Vo Chi Cong, aðstoðarfor- sætisráðherra, og Vo Van Kiet, áætlanaráðherra, verði allir hækk- aðir í tign og fái meiri völd. Tíu njósnarar komm- únista starfa enn í Bonn - segir fyrrum yfirmaður vestur- þýsku leyniþjónustunnar Bonn, AP. HERIBERT Hellenbroich, fyrr- um yfirmaður vestur-þýsku gagnnj ósnastofnunarinnar, kvaðst í gær tejja að tíu njósnar- ar kommúnista að minnsta kosti væru enn í háum stöðum innan stjómarinnar í Bonn. Hellenbroich, sem var rekinn í fyrra eftir að upp komst um mikið njósnahneyksli í höfuðborg Vestur- Þýskalands, sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hæpið væri að ætla að tekist hefði að fletta ofan af helstu njósnumm Austur-Þjóð- verja þótt árangur hafí náðst í gagnnjósnum undanfarið. „Líkast til era um tíu njósnarar, ef ekki fleiri, í mikils metnum emb- ættum og jafnvel æðstu embættum í stjómkerfinu í Bonn,“ sagði Hel- lenbroich í viðtalinu. „Austur-þýska leyniþjónustan og sú sovéska (KGB) hafa gert Bonn að sínum helsta starfsvettvangi. Heilar herdeildir af njósnuram hafa verið sendar þangað til starfa." Félagar í Kúrdíska verkamannaflokknum handteknir í Svíþjóð: Er Holmer að spíla út síðasta trompi sínu í Palme-málinu? Hans Holmer, lögreglustjóri I Stokkhóhni, með marghleypur af gerðinni Smith & Wesson. Olof Palme var skotinn tíl bana með slíkri byssu. Stokkhólmi, Reuter. HANS Holmer, lögreglustjóri i Stokkhólmi, er hugsanlega að spila út sínu síðasta trompi í leitinni að morðingja Olofs Palme með því að beina allri rannsókninni að hópi kúrdískra of stækismanna. Félagsmenn í Kúrdíska verka- mannaflokkinum, PKK, hafa getið sér orð fyrir einstæðan hrottaskap allt frá því flokkurinn var stofnaður árið 1973. Talið er, að leiðtogar hans hafí bækistöðv- ar sínar í Sýrlandi en hugsjónin er sú að beijast gegn Tyrkjum og koma á fót marxísku Kúrd- aríki. Um nokkurra ára skeið hafa menn úr flokknum dvalið í Svíþjóð og þeir hafa verið ofarlega á lista yfír granaða allt frá því Palme var myrtur 28. febrúar sl. „Málið" gegn þeim virðist þó aðallega vera byggt á líkum og getgátum en haft er eftir sumum lögreglu- mönnum, að Holmer leggi nú allt undir, sinn eigin orðstír, vegna þess, að Kúrdamir séu eina slóð- in, sem eftir er í rannsókninni. PKK hefur alltaf neitað því að vera viðriðinn morðið á Palme en þegar árið 1984 varaði sænska leyniþjónustan ríkisstjómina við og sagði, að Palme gæti hugsan- lega orðið fómarlamb þessara manna. Það var á árinu 1982 sem fyrst skarst í odda með PKK og sænskum yfírvöldum en þá var stofnanda flokksins, Abdullah Ocalan, neitað um hæli í Svíþjóð. Árið 1984 og ’85 vora svo myrtir í Svíþjóð tveir Kúrdar, sem áður höfðu verið háttsettir í flokknum en snúið við honum baki. Morð- ingjamir, sem að sögn lögregl- unnar voru í morðsveit PKK, náðust og tveimur dögum áður en Palme var myrtur var annar þeirra dæmdur í lífstíðarfangelsi. Engin samtök hafa lýst yfír ábyrgð á morðinu á Olof Palme og telja sérfræðingar vestrænna leyniþjónustna, að það auki líkumar á, að PKK hafí verið að verki. „Það sýnir, að morðingjamir era búsettir hér og að þeir era lítill, sundurlaus hópur manna, sem hafa meiri áhuga á að vera stórir í augum eigin félaga en umheimsins — líklega til að vekja lotningarfullan ótta við leiðtog- ann. Aðeins PKK passar inn í þá mynd,“ sagði erlendur sendiráðs- maður í Svíþjóð. Holmer segir, að flóttaleið morðingjans hafí legið framhjá kúrdískri bókaverslun og kaffi- húsi, sem er óopinber samkomu- staður PKK, og þetta kaffihús var einn af þeim stöðum, sem sænska lögreglan rannsakaði um helgina. Mynd, sem dregin hefur verið upp af manninum, sem granaður er um að hafa myrt Palme, sýnir ungan mann, svartleitan og aug- ljóslega uppranninn einhvers staðar í Miðausturlöndum. í sumar, er leið, kvaðst Holmer vera viss um hver væri ástæðan fyrir morðinu en ríkissaksóknar- inn taldi hins vegar, að lögreglan hefði ekki nægar sannanir undir höndum. Þótt ástæðan fínnist er ekki þar með sagt, að morðinginn fínnist og Holmer hefur sjálfur sagj;, að hann kunni að vera dáinn. Að undanfömu hefur gætt vax- andi gagnrýni á Holmer og hafa margir haft á orði, að hann ætti að segja af sér vegna árangurs- leysisins við rannsókn málsins. Það er því líklega engin tilviljun, að hann skuli nú láta til skarar skríða gegn Kúrdíska verka- mannaflokkinum. Glæpamálasér- fræðingar, sem fylgst hafa með Palme-málinu, segja, að Holmer virðist beita þeirri aðferð að reyna að þvinga PKK til að leika af sér í stöðunni. Með því tekur hann vissulega nokkra áhættu og þeir, sem era á öndverðum meiði við hann, óttast, að bregðist honum bogalistin að þessu sinni, standi lögreglan uppi allslaus og án nokkurra vísbendinga um bana- mann Palmes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.