Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 73

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 73 i Mikilsverðar upplýsingar Framangreind gagnasöfnun hef- ur veitt ómetanlegar upplýsingar um laxastofninn í íslenskum ám. Veiðiskýrslur gefa glögga mynd af stofninum sjálfum, skiptingu hans í stærðir, ársfísk og eldri físk, styrk- leika hvers árgangs og göngutíma. Hreisturlestur leiðfr í ljós aldur físksins og rafveiði seiða veitir vitn- eskju um ástand þess hluta stofns- ins sem dvelur í ánni. Öll sú þekking sem fæst með fyrrgreindum hætti, gerir mögulegt að leggja fískifræði- legt mat á stöðuna og þar með grundvöll að ákvörðun um fram- haldið. Að sjálfsögðu hefur þurft að áætla veiði í ýmsum ám og hjá ein- staklingum til þess að heildartala laxveiði væri sem næst því rétta. Hlutfall áætlaðrar veiði í heildar- veiði fór að sjálfsögðu minnkandi eftir því sem skil veiðiskýrslna bötn- uðu með árunum. Þá hefur vitn- eskja sem síðar fékkst um veiði í mám, sem áætla þurfti veiði í fyrr á árum, gert kleift með samanburði við aðrar ár, að endurbæta áætlun- artölur fyrri ára. Fyrir hendi er því heillegt yfírlit, vegna skýrslusöfíi- unar Veiðimálastofnunar, um árlega veiði í laxveiðiánum hér á landi frá 1946 til þessa. Þess má geta, að nokkrar vísindaritgerðir og margar greinar af því tagi hafa verið skrifaðar af starfsmönnum Veiðimálastofnunar, m.a. á grundvelli þeirra upplýsinga úr skýrslusöfnun stofnunarinnar sl. 40 ár. Þá má m.a. nefna af þessu tilefni ritgerðir Dennis L. Scamecc- hia, sem er bandarískur fískifræð- ingur og hefur unnið hér á landi sem styrkþegi. Ritgerðirnar flalla um: 1) „Kynþroskaaldur íslenska laxastofnsins" (1983), 2) „Áhrif sjávarhita á afkomu íslenska laxa- stofnsins" (1984) og 3) „Spá um afkomu tveggja vetra laxa í íslensk- um ám“ (1984). Ritgerðir þessar birtust allar í vísindaritinu „Canad- ian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences. 80000-1 75000 70000 65000 F 60000 J ö 55000- D 50000- 1 45000- L 40000 X 35000- A 30000 25000- 20000- 15000 lOOOO- 5000- O 1945 LAXOEIÐIFENGUR A ÍSLANDI 1946-1986 Stangveiði og netaveiði / / 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 *RTAL Árlegt laxveiðiyfirlit Árlega hefur verið birt á vegum Veiðimálastofnunar opinberlega skrá um laxveiðifeng hér á landi. Gerð hefur verið grein fyrir heildar- veiði og skiptingu hennar í neta- veiði, stangveiði og hafbeit. Tíundaður hefur verið veiðifengur eftir kjördæmum og greint frá stangveiði í um 100 laxveiðiám hér á landi og meðalþyngd á laxi í hverri á. Með grein þessari birtist línurit um laxveiðifenginn hér á landi frá 1946 til 1986. Hann skiptist í stang- veiði og netaveiði annars vegar og hafbeit hins vegar, frá árinu 1966 þegar hafbeitarlaxinn kom til sög- unnar. Á línuritinu má sjá þá miklu aukningu sem orðið hefur á lax- veiði hérlendis á téðu tímabili. Þó kom töluverð lægð í laxveiðina um og eftir 1980 eða á tímabili hinna þriggja köldu ára: 1979, 1981 og 1983. Hins vegar bætti veiðin sig verulega 1985 og enn varð stórgóð aukning 1986, eins og línuritið sýn- ir ljóslega, er gaf mesta laxveiði- feng sem fengist hefur til þessa hér á landi eða ríflega 91 þúsund laxa. Höfundur er skrifstofustjári lyá Veiðimálastofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.