Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 76

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 76 I nafni ví sindanna í* eftir Sigurþór Þorgilsson í tilefni ummæla Jakobs Bjöms- sonar orkumálastjóra og Hauks Tómassonar forstjóra Vatnsorku- deildar. Tveir af ráðamönnum Orkustofn- unar, þeir Jakob Bjömsson forstjóri stofnunarinnar og síðar Haukur Tómasson forstjóri vatnsorkudeild- ar, gefa í viðtali og grein í Morgun- I blaðinu tilefni til að dregnar séu fram nokkrar staðreyndir um vatns- töku Atlantslax hf. fyrir laxeldis- stöð sína í landi Staðar á Reykjanesi, vatnsbúskapinn þar al- mennt og afskipti Orkustofnunar af honum. Ennþá hafa engin rök komið fram sem mæla á móti vatnstöku á Reykjanesi svo ríkulegt sem svæðið er allt af vatni. Okkur þyk- ir að stofnunin taki sér í þessu máli fullmikið vald í hendur og setji tilefnislaust atvinnustarfsemi stól- inn fyrir dymar, ráðskist með rétt manna til vatnstöku að geðþótta og staðhæfi hluti sem hún getur ekki staðið við. • Tengsl hennar við ríkisvaldið hefur fram til þessa veitt henni eins konar einokunaraðstöðu í málum er varðar jarðhita, sem hún nú sjálf vill með öllum ráðum færa yfir á ferskt vatn sjálfri sér til framdrátt- ar. Á meðan enginn af notendum vatns á Reykjanesi sér merkjanlega heildarlækkun á yfírborði vatns við vatnstöku sína, á enginn að hafa leyfi til að banna sjálfsögð réttindi að nýta vatnið. Það er hreint í and- stöðu við yfírlýsta stefnu stjóm- í valda um stuðning við nýjar atvinnugreinar að stofnun undir þeirra verndarvæng skuli viðhafa þessi vinnubrögð. Að Orkustofnun sé hlutlaus umsagnaraðili, sem hafí engra hagsmuna að gæta er hér með vísað á bug. Það lítur sakleysis- lega út fyrir augum og eyrum allra, sem ekki hafa tök á að kynna sér málin, að heyra og sjá slíkar yfírlýs- ingar, en staðreyndimar eru allt aðrar. Það er einnig í hæsta máta óvís- indalegt og geðþóttaákvörðun af stofnun sem telur sig vinna vísinda- lega, að ráðleggja ráðherra að takmarka vatnsnotkun meðan eng- ar staðreyndir liggja fyrir um tofnotkun vatns og vitað er að vatn flæðir til sjávar ómælt og ónotað á 80 km strandlengju hringinn í kringum Reykjanes. Hvar hefur vatnstakan valdið vandræðum? Allar yfírlýsingar stofnunarinnar bera að sama brunni. Þeir ræða um orð eins og „vatnstökuþol" og tala um tak- markaða þekkingu manna á fyrir- bærinu. Þeir hafa verið einir um hituna varðandi rannsóknir í vatna- fræðilegum efnum yfírleitt. Þegar svo þrengir að verkefnalega hjá þeim sjálfum er öllum ráðum beitt, jafnvel yfírlýsingum á móti betri vitund. Fengju þeir sínu framgengt rynni vatn til sjávar á Reykjanesi *um aldir, engum til gagns. — Á þeim takmarkaða hluta Reykja- nessins þar sem úrkomumælingar hafa verið viðhafðar, 4 staðir vest- ast á skaganum, er ársúrkoman staðfest 1052 mm meðaltal (Reykjanesviti). Sennilega er úr- koman allt að þrefóld í hálendis- hryggnum, sem liggur eftir Reykjanesinu endilöngu og mæld fjórföld í Bláfjöllum. Sprungukerfíð liggur allt í vestur og suðvestur. Vatnsstrauminn má sjá á nokkrum stöðum í sprungum eftir sprungu- kerfínu endilöngu þannig að höfuðstraumurinn liggur vestur á nesið en minna norður og suður af. Það er ekki fráleitt að álykta að úrkoma austan á skaganum komi vatnsbúskapnum vestar til góða eins og sprungukerfíð liggur. Við, sem ferðumst mikið um ^Reykjanes, veitum oft vatnsborði stendur árum saman hátt og um annan tíma lágt. Þessum mun veld- ur hvorki uppgufun eða munur flóðs og flöru, heldur langtíma sveiflur í úrkomunni. Sama gildir að sjálf- sögðu á landinu í heild. Vatnstaka þeirra fáu er nýta vatn á Reykja- nesi í dag er enginn orsakavaldur þótt grunnvatnsstaðan breyttist, heldur sveiflur sem gegnum tíðina hafa reynst koma endrum og eins 2—3 ár samfelld minni úrkoma og önnur 2—3 ár meiri úrkoma. Gerist það einhvem tímann að vatnsborð lækkaði vegna minnk- andi úrkomu iim tíma hefur ráðið verið gegnum aldir í öllum löndum að taka vatnið neðar meðan ástand- ið varir, en taka það aftur ofar, þegar sveiflan er á hinn veginn. Island er engin undantekning frá þessari vatnstökureglu. Það er hreint áróðursbragð og langsótt skýring á tilbúnu hættuástandi að halda því fram að sé vatni dælt upp komi sjór á eftir og sé sjó dælt upp hverfí vatnið. Og að líkja notkun vatns á Reykjanesi við byttu, sem tappi er tekinn úr og tæmist að lokum eða fyllist af sjó er hrein móðgun við dómgreind manna. Þeir hefðu þakkað fyrir, bæði í Sædýra- safninu og hjá Vogalandi, hefði brot af þessari speki gilt er þeir reyndu að ná í sjó hvor um sig í landi sínu með borunum. Það var sama þótt þeir boruðu svo utarlega í flæðarmálinu sem komist var þá lánaðist ekki að fá hreinan sjó, bara ferskt vatn. Þá mætti einnig álykta að sá sem dældi vatni ótæpilega við ströndina og fengi sjó upp léti sér það að kenningu verða og sú viðvörun væri honum nóg. Við þykjumst vita að það sé frá Orkustofnun komið, sem ráðgefandi ráðherra, að inn í samning Atlants- Sigurþór Þorgilsson „Allt of lengi hefur Orkustofnun verið dragbítur á fram- kvæmdir bæði einstakl- inga og sveitarfélaga vegna hins háa verð- lags á þjónustu sinni. Það er einnig illt ef menn f inna sig knúða til að láta framkvæma fjárfrekar rannsóknir aðeins til þess að tryggja það að mál þeirra nái fram að ganga.“ isstöðvar sínar á þessu svæði? Á Reykjanesi er úrkoman ríku- leg. Vatn er í stöðugri endumýjun árið út og árið inn með úrkomunni og verður sú hringrás naumast stöðvuð. Menn eiga engan keppi- naut um vatnið eins og gerist víða meðal annarra þjóðlanda, þar sem bæði heitt loftslag og brennheitur jarðvegur breyta úrkomunni jafn harðan í gufu. Á Reykjanesi er gróðurinn fátæklegur. Hann tekur svo sannarlega sinn toll þar sem hann er. Á Reykjanesi er ekkert svokallað yfírborðsvatn vegna hinna gljúpu gosefna. Allt vatnið er því neðan- jarðar og safnast þar fyrir í 50—60 m þykkt ferskvatnslag, sem síðan streymir með talsverðum þunga eftir endilöngum skaganum og út til stranda alla vegu og er víða um 10—15 m þykkt við strendumar. Undir ferskvatnslaginu öllu flæðir sjór ómældur, tær, hreinn og súr- efnisríkur út við ströndina, en blandast kemiskum efnum þegar dýpra kemur í jarðlögin og eða hann nálgast háhitasvæðin. Vegna hinna ákjósanlegu hraunlaga, sem bæði vatn og sjór flæðir í gegnum, er hvort tveggja nánast dauðhreins- að. Telja má víst að nýtanlegur hiti sé undir öllu Reykjanesi en mis- djúpt. Einnig em líkur á að sums staðar á nesinu, á ákveðnu dýpi, megi fínna heitan sjó, lausan við efnamengun. Oll þessi skilyrði gera Reykjanes að einstæðu svæði fyrir hvers konar eldi á sjávar- og vatnsdýrum, svo að vart mun annað svæði í heimin- um sameina svo marga kosti til þeirra hluta. Við það bætist að sjór- inn flæðir tiltölulega hlýr inn í hraunlögin og lofthiti er jafn og sveiflulítill og hefur lítil áhrif. að styðja alla viðleitni til fískeldis hvar sem væri á landinu og vera mönnum til trausts og halds, sem þjónustuaðili með holla ráðgjöf. Annað hefur svo sannarlega komið í ljós. Stofnunin hefur frá fyrstu hendi haft þau markmið í fyrirrúmi að afla sjálfri sér verkefna og tekna, ef svo skyldi nú fara að menn bitu á agnið og sæju sér hag í slíkri uppbyggingu. Gegnum for- ræði það sem hún fékk á silfurfati á sínum tíma frá ríkisvaldinu í málum jarðhita og hitaveitna, sáu ráðamenn stofnunarinnar að hún gæti haft nokkuð í hendi sér tekjur í formi rannsókna og borana og að svæðið Reykjanes gæti orðið tekju- lind á ýmsa grein. Tilgangurinn var síðan látinn helga meðalið. Má segja að svo sé nú komið að allir hinir stærri í fískeldinu fínni sig knúða til þess að biðja stofnunina um eins konar rannsókn á svæðum sínum svo að mál þeirra nái fram að ganga. Fyrst og fremst vegna sér- stöðu þeirra og einkaréttar í ríkisapparatinu og svo þess búnaðar og tækja, sem aðrir hafa ekki haft hingað til. Slíkt „aðstöðugjald" get- ur stofnunin ekki lagt á beint og verður því að viðhafa rannsóknir í einhverju formi og verðleggja þær. íslandslax og Atlantslax eru báð- ir í leigulandi Staðar sem er ríkis- jörð. Vegna moldviðrisins sem Orkustofnun hefur þyrlað upp um yfírvofandi vatnsskort á Reykjanesi treystir umboðsmaður eiganda jarð- arinnar, landbúnaðarráðherra, sér ekki til þess að ákvarða sjálfur, svo sem hann á rétt á, vatnstöku fyrir þessa tvo nýju ábúendur. Vatnsmál- unum er því vísað til Orkustofnunar til umsagnar og þá um leið ákvörð- unar eins og þeir höfðu vonað. Þeir hjá Orkustofnun segja brosandi að þetta sé ráðgjöf og að þeir séu að- eins umsagnaraðili. í skjóli boðskapar vatnsleysis og stórhættu á ofnotkun vatns hefur svo ríkisstofnunin reynt að knýja fram heildarrannsókn sér til handa á vatnsbúskapnum á Reykjanesi. Það bar því vel í veiði, að það skyldi vera ríkisjörð og um vatns- búskap þar, sem málið snerist. Gengið var til samninga við fyrri aðilann, íslandslax. Málið fór þann- ig að Orkustofnun var beðin um að rannsaka leigulandið vatna- fræðilega á kostnað félagsins. Utkoman úr þeirri rannsókn var sú, að nóg vatn væri til. Stofnunin „ráð- lagði" að íslandslax fengi 400 sekúndulítra vatns, sem nægir þeim um sinn og þeim var nauðsynlegt að fá. Rannsóknin eða „aðstöðu- gjaldið" kostaði íslandslax milljónir. Sveitarfélagið og almenningur á svæðinu brugðust ókvæða við þess- ari ráðstöfun. Nokkrum árum áður hafði Orkustofnun gefið út hina svokölluðu „Svörtu skýrslu" þar sem kvað við neyðaróp vegna yfír- vofandi vatnsskorts. Samkvæmt henni áttu byggðimar allar og þá trúlega einnig Hitaveita Suðumesja að verða vatnslaus innan örfárra ára. Hefur svo sannarlega mörgum brugðið af minna tilefni. Það var því íbúunum óskiljanlegt hvemig þessir sömu menn gætu eftir allt hættuhjalið leikið svo tungum tveim og vegið svo að byggðinni að fram- undan yrði nánast neyðarástand. Töldu sumir að Orkustofnun hefði líklega ekki fengið neinu um þetta ráðið. Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, fékk meiri partinn af ákúrunum, því menn töldu eins víst að hann einn hefði tekið þessa ákvörðun, svo nátengdur sem hann væri SÍS, einum eiganda íslandslax, og að þetta væru pólitísk tengsl. Hafí svo verið var það ekki nema hálfur sannleikurinn. Orkustofnun vissi ætíð að vatnið var nægt og að ekki sæi högg á vatni þótt fjöldi slíkra fiskeldis- stöðva risu á skaganum. Stofnunin hafði náð tilgangi sínum að fá „verk“ upp á tugi milljóna. Vegna hagsmuna, sem í húfí vom, varð vatnsleysiskenningin að víkja í bili. Heilindi og staðfesta, þegar um eig- in hagsmuni er að ræða, er ekki þessara manna sterka hlið. Þessi orð „að fara varlega" í vatnstöku gilda þegar þeim hentar. Með þenn- an rétt manna, sem vatnið er, á enginn að fá að versla. Það em lax við ráðuneytið hefur verið sett ákvæði um takmörkun á sjótöku við ströndina fyrir fískeldið. Hvað er þar að óttast? Menn veigra sér við að spyija vísindamennina hvort Atlantshafið sé í hættu. Nú hefur stjóm Atlantslax marg lýst því yfír að félagið væri fúst til að láta af vatnstöku sinni ef sá tími kæmi að byggð ból á svæðinu liðu fyrir vatnsskort. Þetta hefur verið endur- tekið og ítrekað á fundum, með bréfum og viðtölum. Á þetta hefur ekki verið hlustað. Ráðherra var ráðlagt að heimila aðeins einn þriðja af þörfinni. Ekki dugði heldur þótt Orku- stofnun og ráðuneytið væm upplýst um að mest af því vatni, sem laxeld- isstöðin notar væri óhæft til drykkjar. Það yrði tekið 200—400 m frá fjömborðinu og væri því blandað 3—15% seltu. í augum þeirra hjá Orkustofnun heitir allt ferskt vatn, sem er innan við 10 prósent að seltu. Enginn af nágrönnum Atlantslax á svæðinu hefur látið í ljós and- stöðu eða ótta við þessa vatnstöku eða nábýli, ef þá á að nefna nálægð- verið að sælast beint í bæjarlækinn hjá þeim. Hitaveita Suðumesja er í u.þ.b. 15 km fjarlægð með vatns- töku sína og að sögn ráðamanna þar ber ekki á ofnotkun vatns. Sam- vinna við það fyrirtæki hefur verið góð og þeir sjá fram á þjónustu við Atlantslax með sölu á raforku, um það bil 1 megawatti, ef þá fæst eitthvað til þess að dæla. fslandslax, sem átti heldur ekki að fá nægilegt vatn til notkunar er í um 4 km fjarlægð, tekur vatn úr Lambagjá. Orkustofnun er vel kunnugt um stöðu vatnsborðs þar, sem að sögn við fjórfalda dælingu á við vatnstökuheimild Atlantslax lækkaði strax um nokkra senti- metra og síðan ekki söguna meir. Sjóefnavinnslan er í um 3 km fjarlægð með borholur sínar við Sýrfell. Þar getur varla talist meiri notkun vatns en sem svarar til heimilisnota og þvotta hjá meðal- stóru heimili. Eru þá upp taldir allir þeir, sem Atlantslax gæti „eyðilagt" vatns- búskapinn hjá á þessum hluta Reykjanessins. En hvers vegna eru menn að nÍK-Þaðc ei» ekkf “^^sælgast^efrir að setja niðurífiskeld- Allt þetta vissu þeir Orkustofn- unarmenn þegar þeir boðuðu til almenns fundar um nýtingu hita, vatns og sjávar í þágu fískeldis á Reykjanesi. Fundurinn var haldinn á Hótel Loftleiðum 6. desember 1983. Gerð hafði verið vegleg áætl- un um matfiskastöð við Kistu. Áætlunin var ítarleg og trúverðug miðað við það sem vitað var þá um hinar ýmsu forsendur. Skyldi hún vera dæmi um hvað hægt væri að gera á Reykjanesi sérstaklega og svo á hinum ýmsu svæðum há- og lághita á landinu. Höfðu sjáanlega unnið verkið vandvirknir menn. Enginn hinna mörgu, sem framsögu höfðu á fundinum, nefndu einu orði vatnsskort eða hættu á ofnotkun vatns á Reykjanesi. Þvert á móti var tekið skýrt fram að æskileg jarðfræðileg skilyrði til öflunar ferskvatns væru hrauna- og grá- grýtissvæðin svo sem á Reykjanesi. Á fundinn mættu svo margir sem salurinn rúmaði eða 120 manns komnir víða að af landinu. Engum, sem þarna var staddur, hefur kom- ið til hugar annað en að þarna fylgdi hugur máli og að það væri • emlægur- ásetningurrstofnunarinnar !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.