Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 -I 80 SKARAÐ í GLÓÐINA eftirSigurð Bjarnason Hvemig er búið að ellilífeyris- þegum þessa lands, er það í samræmi við þau lífsgæði sem þeir hafa búið núverandi arftökum? Eg verð því miður að svara þess- ari spumingu neitandi. Hafa núverandi ráðamenn og þingmenn, sem lög og reglur setja, gert sér grein fyrir að það er ekki einvörð- ungu þeirra verðleikum að þakka hvaða stóla þeir sitja nú, það hefur kostað ellilífeyrisþeganna í dag og líka þá sem á undan eru gengnir marga hverja bogin bök og lúnar hendur. En sem betur fer hafa einstaka menn sloppið framhjá ánauðinni án þess að fá sigg í lófa, en þeir hafa þá kannski erft frá afa og ömmu eða einhveijum öðmm þau lífsgæði sem hefur fleytt þeim yfir þær hindranir, sem allur almenningur varð við að stríða. Getur það verið að það séu af- komendur þessara fáu aðila sem ríkjum ráða í dag? Það er með ólík- indum að svo geti verið, og þó. Hvað bendir til að þeir ljái ellilífeyr- isþegum þann skilning sem þeim ber? Nær það nokkurri átt að gamla fólkið sitji á ævikvöldi við hálfgerða örbirgð, vegna þess að alþingis- menn og aðrir laganna smiðir hafa gleymt eldra fólkinu? Skora ég á hæstvirt Alþingi að kjósa nú þegar nefnd með valinkunnum sóma- mönnum, sem standa skuli vörð um að velferð eldra fólksins í þessu landi sé ávallt borgið. Það styttist óðum að kosningum og að baráttan um völdin hefjist á ný. Kannski tekur einhver stjóm- málaflokkurinn það uppá arma sína að rétta við hag eldra fólksins, það væri verðugt verkefni og gæti orðið árangursríkt. Er ekki kominn tími til fyrir okkur eldra fólkið að standa saman um okkar málefni og láta á það reyna hver samtakamáttur okk- ar er? Við erum hvorki smáir né fáir, þegar að kjörborðinu er komið. Það má furðu gegna ef við látum alltaf leiða okkur á sama pólitíska stallinn af gömlum vana. Þess vegna skulum við leggja við hlustir og athuga hvetjir vilja vinna að okkar málefnum, þá skulum við styðja en láta hina lönd og leið. Það er kominn tími til að líta sjálfum okkur nær og íhuga vel hvað at- kvæðamagn aldraðra getur orðið sterkur gjaldmiðill ef vel er á hald- ið. Við skulum neyta hans okkur í hag á meðan við getum ... Það væri kannski ekki úr vegi að rétta inná borð til aþingismanna okkar, þar sem sumir hveijir hanga dottandi í stólum sínum, nokkrar línur um afkomu aldraðra. Tek ég sem dæmi fullorðin hjón, maðurinn er 67 ára, ekki vinnufær vegna sjúkdóms, er kominn á ellilífeyri og tekjutryggingu, sem eru rúmar 13 þúsund kr. á mánuði. Kona manns- ins er 62 ára og er líka sjúklingur. Nú verða þessi fullorðnu hjón að láta sér nægja lífeyri bóndans í næstu 5 ár, því konan fær ekki sinn lífeyri fyrr en hún er 67 ára. Og þannig er ástatt hjá stórum hópi aldraðra í þessu landi. Hvað er nú til ráða fyrir þetta fólk, sem alla tíð hefur verið sjálfbjarga og borgað sína skatta og skyldur skilvíslega og aidrei mátt vamm sitt vita í einu eða neinu? Hefur þú litið yfír þess- ar línur, alþingismaður góður, þekkir þú ekki einhveija sem þann- ig er ástatt fyrir? Það er ekki víst, þeir hafa ekki hátt um sig eða eru galandi á pöllum Alþingis. Gætir þú hugsað þér og þínum maka svipuð lífskjör seinustu ár ævi þinnar? Þið verðið nú búnir að lagfæra þetta áður en að ykkur kemur með ellilífeyri. Það má held- ur ekki gleyma hvað þið voruð einhuga og stóðuð vel saman í þeirri samhjálp sem þið veittuð hvorir öðrum í sölum Alþingis, þeg- ar þið hækkuðuð launin hvor til annars með bros á vör. Einhverstaðar hleraði ég það frá einhveijum ráðamönnum að trygg- ingabætur væru orðnar háar og það væri vegna þess að eldra fólkið væri orðið svo margt. Það hljóta að vera til einhver ráð að fækka því, og sýnist mér það nú þegar vera fyrir hendi, þar sem hjónum er ætlað að lifa á 13 þúsund kr. á mánuði, 6 þúsund og fímm hundruð á mann. Það er hver heilvita maður hvert stefnir hjá þessu fólki. Hefure þú, lesandi góður, nokkuð hugsað til þessa fólks þegar þú ferð útí búð að versla og ert búinn að fylla körfu af nauðsynjavörum og allskonar góðgæti, þar á meðal læri eða kótelettur vegna helgarinn- ar sem framundan er, heldur þú að fullorðnu hjónin hafí efni á að kaupa sér læri eða kótelettur? Nei, það er af og frá, þau kaupa sér slög, sem oftast eru notuð í rúllu- pylsu eða kæfu, og láta sér þann kjötmat nægja. Þetta fólk verður að gæta að sér við innkaup, það þýðir ekki að láta í körfuna það sem hugurinn gimist hveiju sinni, það verður einungis að kaupa það sem nauðsynlegt er, og ekki hægt að komast hjá. En hvemig stendur á því að kirkj- an, með allt sitt þjónustulið í fararbroddi, og enginn af þeim má aumt sjá né heyra, þá er blásið í gjallandi lúðra fjölmiðlanna og þegnar landsins hvattir til að nálg- ast sparibauk kirkjunnar og ganga með hann fyrir hvers manns dyr, því nú skal safna fyrir sveltandi böm úti hinni stóru veröld. Við eldra fólkið höfum ekki látið okkar eftir liggja, þó buddan hafí stundum verið létt, því enginn veit betur en fólk sem búið er að lifa langa ævi „Er ekki kominn tími til fyrir okkur eldra fólkið að standa saman um okkar málefni og láta á það reyna hver samtakamáttur okkar er? Við erum hvorki smáir né fáir, þegar að kjörborðinu er komið.“ hvers virði hjálpin er þegar hennar er þörf. En hafa ekki söfnunarstjórar kirkjunnar farið yfír lækinn til að fá sér að drekka, hefðu þeir ekki getað svalað sínum þorsta og líknarþrá með því að líta sjálfum sér nær? Það er alveg óþarfí að fara landa á milli og sækja heim fólk sem býr við skort og erfíð kjör. Það er fullt af bömum, einstakling- um og öldmðum sem þyrfti að ljá lið hér heima. Ég er ekki að halda því fram að við ættum ekki hjálpa nauðstöddum, hvar sem þeir eru niðurkomnir ef við getum, en við eigum fyrst að ljá okkar fólki. Það má furðu gegna að kirkjunnar þjón- ar skuli heldur hafa tilhneiginu til að þjóta útum víða veröld með pen- inga og aðrar gjafír, en huga ekki að sínum löndum sem heima eru og ráða ekki við sína örbirð og vanmátt. Erum við ekki ennþá kom- in jfír þetta útlendingadekur sem við höfum svo lengi verið haldin af? Hvemig stendur á að öllum þessum líknar- og hjálparhöndum með allri sinni gæsku, en okkar fjármagni, skuli vara beint til erlendra aðila? í dag er mikið talað um að kaup- ið sé lágt hjá þeim lægstlaunuðu. Það er staðreynd, en ef við rennum augunum til þeirra sem hættir eru að vinna fyrir elli sakir, en hafa þó getu og löngun til að dútla eitt- hvað, og er þá helst um að ræða heimavinnu, hvað kemur þá á dag- inn. Þessi vinna er svo illa borguð að það er ekki mönnum sæmandi. Ef farið er að fínna að þessu, þá er sagt: Þetta borgum við annars- staðar. Og ef leitað er nánarí skýringa, benda þeir venjulega á öldrunar- heimili. Við fáum þetta fyrir svona lítið þar, og eldra fólkið verður ánægt að fá eitthvað að starfa, og þá er sjálfsagt að notfæra sér um- komuleysi annarra. Af litlu verður vöggur feginn. En hvemig stendur á því að for- ystumenn þessarar stofnunar láta bjóða sínu fólki uppá þessa lúsar- ögn? Hver gætir að því að þetta fólk sé ekki hlunnfarið og hver metur vinnu þess? Það em ósann- indi að þetta fólk sé tilbúið að vinna þessi verk fyrir lítið sem ekki neitt. Það er auðséð að viðurkenningin fyrir þessa vinnu er í samræmi við greiðsluna. Það á ekki að kasta í þetta fólk einhveijum ruðum, eins og gert var við sveitarómagana í gamla daga. Það er eldra fólkið sem byggt hefur þann gmnn sem þjóð- félag okkar stendur á í dag, ásamt þeim sem á undan em gengnir. Það er ekki mikil reisn eða höfðings- skapur yfír þessum vinnuveitendum eldra fólksins, sem notfæra aðstöðu þess oggetuleysi að sækja sinn rétt. Islenskar konur hafa látið nokk- uð til sín taka hin síðari ár, bæði á vinnumarkaði og í sölum Alþing- is. Konur hafa yfirleitt staðið framarlega í ýmsum mannúðarmál- um, en hafa þessar konur sem á Alþingi sitja gert eitthvað fyrir aldr- aða, eða öldmðu konumar sem kusu þær til þingsetu? Mér hefur skilist að tillögur þeirra og fmm- vörp hafa snúist til annarra átta hingað til en að bæta hag hinnar almennu húsmóður í landinu, sem konur bjuggust þó fastlega við. Aldraðir hafa líka veitt því at- hygli, að þegar degi tekur að halla em margar öldmnarstofnanir til- búnar með uppbúin rúm, en er það ekki kaldhæðni örlaganna að stund- um lenda laganna smiðir, og aðrir háttsettir þjóðarleiðtogar, sem aldr- ei höfðu tíma eða vilja til að hlynna að velferð aldraðra, í næsta rúmi við aldraðan verkamann, og sér til dægrastyttingar skara þeir nú báð- ir í sama glóðarmola minning- anna... Höfundur er ellilífeyrisþegi, en fyrrum vörubílstjóri. Lög úr dans- lagakeppni á plötu ÚT ER komin hljómplata með lögum úr danslagakeppninni sem haldin var á Hótel Borg fyrir skömmu. Lögin sem flutt voru í keppninni voru eingöngu i stíl gömlu danslaganna sem alltaf hafa skipað ákveðinn sess í íslenskri dægurlagatónlist. Það var Jón Sigurðsson hljóm- sveitarstjóri og lagahöfundur sem var frumkvöðull þess að keppni þessi fór af stað að nýju. 10 efstu lögin í keppninni em á plötu þess- ari og útsetningar og upptökustjóm er í höndum Olafs Gauks. Söngvarar á plötunni em þau Haukur Morthens, Þuríður Sigurð- ardóttir, Hjördís Geirsdóttir, Jón Kr. Ólafsson, Ama Þorsteinsdóttir, Einar Júlíusson og Jóhann Helga- son. Hótel Borg gefur plötuna út og Skífan sér um dreifingu. Helstu veiðbréf til söhi í desember: * verðtryggð skuldabréf veðdeildar Iðnaðarbankans * óverðtryggð skammtímabréf, bankabréf * verðtryggð skuldabréf Glitnis hf. * spariskírteini ríkissjóðs * hlutabréf Iðnaðarbankans hf. * hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. Einstaklingar ath. að með skattfrádrætti getur ávöxtun hlutabréfa sem keypt eru fyrir 31. desember nr. orðið 15-20% umfram verðbólgu. Helstu þjónustusvið: * verðbréfamiðlun * ráðgjöf vegna verðbréfaviðskipta * aðstoð við skuldabréfaútgáfu fyrirtækja * verðbréfavarsla * innheimta skuldabréfa * umsjón með eftirlaunasjóðum einkaaðila Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf, ARMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SlMI - 681040 Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.